Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 33 spönsk blanda af brúnumbra og fjólubláu. Nokkrar slíkar urðu til og minntu á koparstungu eftir gömlu meistarana t.d. Rembrandt, verk- uðu meira sem teikningar og voru fallegar. Hann átti heldur betur eft- ir að fara frjálslega með liti þegar frá leið, hélt sýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Gunnlaugur Scheving kom þar og sagði stund- arhátt eftir að hafa horft í kringum sig: „Hér er allt klappað og klárt.“ Við Hrólfur vorum þremenningar í föðurætt beggja, svokallaða Heiðarætt í Gönguskörðum, einnig kölluð Veðramótsætt en kynntumst ekki mikið á Króknum enda var hann nokkrum árum eldri en ég. Það var í Kaupmannahöfn á Kon- unglega akademíinu að okkar kynn- ing byrjaði fyrir alvöru, enda þá á sama báti, báðir í listnámi. Þar kynntist hann konu sinni ágætri Margréti Árnadóttur sem var við nám í sama skóla. Þau stofnuðu svo heimili í Reykjavík eftir að námi lauk. Maður varð að taka því sem bauðst til að framfleyta sér því ekki gátum við lifað á málverkum þótt við máluðum auðvitað eitthvað. Byggingarvinna, húsa- og íbúðamál- un, teiknistofuvinna o.fl. Margrét vann á teiknistofu Landsímans og hefir gert alla sína starfsævi ásamt heimilishaldi. Hrólfur vann einnig við skrúðgarðateiknun og skipulag hjá Jóni í Alaska og vakti athygli fyrir góðar lausnir og frumlegar hugmyndir. Við vorum báðir í bygg- ingarvinnu þegar sjúkdómur hans kom í ljós og þannig að hann varð óeðlilega þreyttur eftir hvern vinnudag og varð að hætta. Eftir rannsóknir bæði hér heima og í Kaupmannahöfn kom fram að virt- ist vera einhvers konar fæðingar- galli á mænu og olli hann hægfara lömun sem ágerðist með aldrinum og truflaði önnur líffæri svo hann varð að beita sig hörku til að geta málað, en það var ekki til einskis. Þar vantaði ekki litina, djúpar stúdíur af íslensku landslagi magn- að upp í lit og formi „expression- isma“, mátti jafnvel líta á þær sem abstrakt þótt náttúrutúlkunin kæmi einnig skýrt fram, þessar myndir eru einstakar í íslensku landslags- málverki og ég er sannfærður um að margar þeirra eru það besta sem málað hefur verið hér á þessu sviði. Það er hreinn hetjuskapur að geta áorkað slíku við þær kringumstæð- ur sem hann bjó við vegna heilsu- leysis. Hann tók yfirleitt þátt í sam- sýningum heima og erlendis með okkur hinum og fékk góða umfjöll- un. Hann hélt tvær stórar sýningar á síðari árum á Kjarvalsstöðum og Gerðarsafni í Kópavogi. Hrólfur stundaði kennslu á tímabili og sat í safnráði við Listasafn Íslands á dögum Selmu Jónsdóttur. Milli okk- ar var stöðugt samband öll þessi ár og var ég nánast eins og húsköttur hjá þeim hjónum og hjá Sigurði list- málara í sömu götu í Kópavogi og Önnu konu hans. Lærði ég mikið af þeim bræðrum, þar voru miklar umræður um málverk, liststefnur, listpólitík og þess háttar, einnig bækur. Þeir kenndu mér að lesa ýmsa topprithöfunda heimsbók- menntanna, þar á meðal Rússana og Skandinava, við áttum margar ánægjustundir saman ásamt góðum veitingum frá húsmæðrum. Þetta strjálaðist svo á seinni árum vegna annríkis hjá mér og langrar og end- urtekinnar spítalavistar hjá Hrólfi, en höfðum símasamband. Þau Mar- grét eiga tvær dætur, Nínu og Stef- aníu. Nína er hjúkrunarfræðingur og Stefanía kennari. Eru báðar hús- mæður með uppkomin börn. Hrólfur var mikill húmoristi og frásagnamaður, unun að heyra hann segja frá ferðum sínum utan- og innanlands, fallegu mótívi úti í náttúrunni, bók sem hann var að lesa eða söfnum erlendis. Margrét var útlærður málari hér heima í Handíða- og myndlistarskólanum hjá Kurt Zier, svo á Akademíinu í Kaupmannahöfn, sem fyrr segir, og af námsferðum erlendis, sem þau fóru stundum í á sumrin. Hún mál- aði og teiknaði að loknum starfsferli hjá Símanum og hélt sýningu í Kópavogi og var eins og hún hefði aldrei gert annað. Mér verður hugsað til hennar er ég lýk þessum línum og votta henni, börnum og barnabörnum mína inni- legustu samúð, einnig systkinum hans. Og veri hann sjálfur Guði geymd- ur. Jóhannes Geir Jónsson. Enn í dag sé ég Hrólf Sigurðsson fyrir mér þegar hann vorið 1954 opnaði dyrnar á teiknistofu minni og spurði hvort Jón væri hér. Þetta var upphafið að átta ára samstarfi okkar. Ég hafði haft samband við Lúðvig Guðmundsson, skólastjóra Handíða- og myndlistaskólans, og beðið hann að benda mér á aðstoð- armann við garðteikningu. Hann mælti með Hrólfi sem einstaklega prúðum og færum listamanni. Samvinna okkar við garðteikn- ingu gekk mjög vel. Við fórum sam- an að líta á verkefnin, tala við við- skiptavininn, mæla og taka hæðarpunkta. Síðan unnum við saman við teikniborðið í lengri eða skemmri tíma þar til niðurstaða var fengin. Þegar upp var staðið hefðu fáir getað botnað í krassinu sem fyrir lá á teikniborðinu, en úr því gerði Hrólfur síðan frambærilega garðteikningu. Listræn þekking Hrólfs var mér ómetanleg þannig að við lærðum hvor af öðrum og þá ekki ég síður af Hrólfi. Eftir einhver hundruð verkefna í byrjun sjötta áratugarins þurfti Hrólfur að fara í læknisskoðun. Ekki gerði ég mér grein fyrir að nokkuð væri að, en eftir nokkurn tíma tilkynnti Margrét, kona Hrólfs, mér að hann myndi ekki eiga afturkvæmt til mín. Hrólfi hrakaði stöðugt í gegnum árin allt til þess er hann lést. Læknir hans benti honum á að hann væri hepp- inn að vera listmálari og geta þann- ig unnið við sitt fag eftir því sem kraftar hans leyfðu. Fyrstu árin vann Hrólfur eitthvað að garðteikn- ingu ásamt listmálun. Síðustu árin þegar Hrólfur sat við að mála hafði hann talíu undir hægri handlegg til þess að auðvelda sér að hafa vald yfir penslinum. Alltaf fannst mér þó Hrólfur sýna framför í listmálun. Mikil gæfa var það fyrir Hrólf að eiga Margréti Árnadóttur lista- mann sem eiginkonu. Hún ásamt dætrum þeirra tveimur Nínu og Stefaníu var honum ómetanlegur stuðningur. Margrét vann alla tíð á teiknistofu Landssímans, síðast sem yfirmaður. Hún hefur því haft minni tíma fyrir sína listsköpun. Hrólfur og Margrét hafa í gegn- um árin orðið mínir bestu vinir. Jón H. Björnsson. Góður vinur og kollega, Hrólfur Sigurðsson, er fallinn frá og er vissulega söknuður að honum kveð- inn. Vinátta okkar spannar hálfa öld. Á frumbýlisárum okkar hjóna var svo högum háttað, að Magga og Hrói bjuggu í litlu húsi við Von- arstræti með stelpurnar sínar tvær. Við Guðrún bjuggum í risíbúð við Bókhlöðustíg með stelpurnar okkar tvær. Nú eru bæði þessi hús horfin á braut. Það voru tíðar ferðir milli þessara tveggja húsa í dentíð og oft glatt á hjalla. Mikið sungið – hlust- að á músík – lífið og listin brotin til mergjar – og aftur sungið. Þar nut- um við þess hvað Hrólfur var fróð- ur um margt og næmur á menn og málefni. Síðan tók við alvara lífsins, byggingarbaslið. Reistum við hús í Kópavogi með góðum vinnustofum. Hrólfur og Margrét austast og við Guðrún vestarlega í þessum endi- langa kaupstað. Vildi þá að vísu fækka fundum en aldrei rofnuðu þó tengslin. Sigurður listmálari bróðir Hrólfs bjó í sömu götu og hann með sinni ágætu konu, Önnu Jónsdóttur, við Fögrubrekku. Hvor tveggja voru þessi hjón frábær heim að sækja, gestrisnin og hlýjan í fyrirrúmi. Bræðurnir voru miklir garðrækt- armenn, áttu hvor sinn sælureit, yndislega vel hirta garða við hús sín. – Þá voru stórafmæli þeirra bræðra haldin með slíkum glæsi- brag að ógleymanlegt er öllum þeim, sem þeirra nutu. Bautastein- ar í selskapslífinu. Harmonikan dunaði í vinnustofu, þar sem fram voru bornar gómsætar veitingar frá hendi kvenfólksins, og svo hápunkt- ur kvöldsins, þegar allir þessir glæsilegu sýslumannssynir frá Sauðárkróki ásamt stórum frænd- garði sungu „Skín við sólu Skaga- fjörður“ af slíkum innileik að hjört- un titruðu af tilfinningu. Margrét Árnadóttir eiginkona Hrólfs hefur alla tíð stutt hann í blíðu og stríðu. Ekki síst í myndlist- inni sem svo sannarlega átti hug þeirra hjóna allan. Málaralistin var aðalstarf Hrólfs alla tíð en Magga hefur haldið sér til hlés sem mynd- listarmaður. Ekki verður skilist svo við minn- ingu vinar okkar að ekki sé minnst á sérstakt skopskyn hans. Ekki verða þó tíunduð nein spaugsyrði eftir Hróa, en oft var hlegið dátt og lengi. Ég læt nú staðar numið og við Guðrún þökkum samfylgdina og hlökkum til endurfunda ef svo á að fara. Margréti, Nínu, Stefaníu og fjölskyldum þeirra vottum við sam- úð. Hafsteinn Austmann og Guðrún Þ. Stephensen. Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýju vegna andláts og útfarar móður okkar, HELGU BJARNADÓTTUR, Beinárgerði. Innilegar þakkir til starfsfólks Sjúkrahússins á Egilsstöðum. Systkinin og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, VALDIMAR GUÐJÓNSSON, Kirkjusandi 3, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 26. september kl. 13.30. Kristlaug Ólafsdóttir, Ingvar Finnur Valdimarsson, María Karlsdóttir, Guðjón Þór Valdimarsson, Guðrún Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minningarathöfn um móður okkar, AUÐI ÓLAFSDÓTTUR, áður Wooton, sem lést í Englandi laugardaginn 13. júlí, verður haldin í bænahúsi Fossvogskirkju föstu- daginn 27. september kl. 10.00. Jarðsett verður á Ísafirði laugardaginn 28. sept- ember kl. 14.00. Fyrir okkar hönd og systkina okkar, Peter O. Wooton, Edwin K. Wooton. Útför ástkærs eiginmanns míns, ÁSKELS JÓNSSONAR söngstjóra, Þingvallastræti 34, Akureyri, fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 27. september kl. 13.30. Kransar og blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigurbjörg Hlöðversdóttir. Elsku eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, systir og frænka, SÓLVEIG BRYNJÓLFSDÓTTIR, Löngumýri 14, Garðabæ, sem andaðist á krabbameinsdeild Land- spítalans þriðjudaginn 17. september, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 27. september kl. 13.30. Vigfús Ásgeirsson, Klara Íris Vigfúsdóttir, Ágústa Þuríður Vigfúsdóttir, Jóhannes Þorsteinsson, Viktor Jens Vigfússon, Erna Sverrisdóttir, Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Sigríður Brynjólfsdóttir, Íris Dungal. SIGRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR frá Bár, búsett í Tampa, Flórída, lést miðvikudaginn 18. september síðastliðinn. Útförin hefur farið fram. Katrín Morales, Súsan Shortridge, Sigríður Kristjánsdóttir, Ragna Kristjánsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BÖÐVAR KVARAN, Sóleyjargötu 9, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík föstudaginn 27. september kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hans, eru beðnir um að láta Blindrafélagið njóta þess. Guðrún Kvaran, Guðrún Kvaran, Jakob Yngvason, Vilhjálmur B. Kvaran, Helga Pála Elíasdóttir, Einar B. Kvaran, Kristín S. Kvaran, Böðvar B. Kvaran, Ásta Árnadóttir, Hjörleifur B. Kvaran, Gísli B. Kvaran, Anna Alfreðsdóttir. Elskulegur faðir okkar, ARNFINN HANSEN, frá Flatey, andaðist föstudaginn 20. september. Útför fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 27. september kl. 15.00. Þeir, sem vilja minnast hans, eru beðnir að láta Landssamtökin Þroskahjálp njóta þess. Rut Jenný Hansen, Jóhann Arnfinnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.