Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						225. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 26. SEPTEMBER 2002
DONALD Rumsfeld, varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, fullyrðir að
mikill stuðningur sé við sjónarmið
stjórnar George W. Bush Banda-
ríkjaforseta í Íraksdeilunni. Varnar-
málaráðherrar aðildarríkja Atlants-
hafsbandalagsins (NATO) og
Rússlands luku fundi sínum í Varsjá
í gær og ræddust þeir einnig við yfir
kvöldverði í gær. Fyrir hann kynntu
fulltrúar bandarísku leyniþjónust-
unnar, CIA, ráðherrunum leynileg
gögn um gereyðingarvopn stjórnar
Saddams Husseins Íraksforseta. At-
hygli vakti á þriðjudag að Rumsfeld
yfirgaf þá kvöldverðarfund ráð-
herranna áður en Peter Struck,
starfsbróðir hans frá Þýskalandi,
hafði talað. Rumsfeld sagðist hafa
farið vegna þess að fundurinn hefði
staðið lengur en ráðgert hefði verið
og bætti því við að Struck hefði ekki
mætt til að hlýða á CIA-skýrsluna.
Andstaða Þjóðverja við hernað
gegn Írökum hefur valdið miklum
titringi í samskiptum þeirra við
Bandaríkjamenn. Rumsfeld sagði
aðspurður að taka myndi tíma að
koma þeim í samt lag en ?þetta jafn-
ar sig á næstu dögum, vikum og
mánuðum?. Robertson lávarður,
framkvæmdastjóri NATO, lagði í
gær áherslu á nauðsyn þess að
bandalagið sýndi samstöðu. ?Fjend-
ur bandalagsins fylgjast mjög vand-
lega með okkur,? sagði Robertson.
Bandaríkjamenn krefjast þess að
öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
samþykki nýja ályktun þar sem kröf-
ur á hendur Írökum verði hertar og
heimilað að hefja stríð gegn þeim ef
þeir þverskallist við að afhenda þann
vopnabúnað sem þeim var bannað að
eiga eftir Persaflóastríðið 1991. 
Ljóst þykir að auk Breta styðji
NATO-ríkin Spánn, Ítalía og Pólland
eindregið þá stefnu Bush að þvinga
Íraka til að afhenda gereyðingar-
vopnin en ekki er ljóst hvort þau
taka undir kröfu Bandaríkjamanna
um að Saddam verði velt úr sessi.
Utanríkisráðherra Noregs, Jan Pet-
ersen, sagði í gær í samtali við Aften-
posten að skýrsla bresku stjórnar-
innar hefði sýnt fram á nauðsyn þess
að samin yrði ný og harðorð ályktun
gegn Írökum í öryggisráðinu. 
Gagnrýna ?áróðurs-
moldviðri?
Ígor Ívanov, utanríkisráðherra
Rússlands, gagnrýndi í gær það sem
hann nefndi ?áróðurs-moldviðrið? í
tengslum við málið. Ívanov sagði
Rússa sem fyrr þeirrar skoðunar að
mestu skipti nú að vopnaeftirlits-
menn SÞ færu sem fyrst til Íraks.
Rússar væru reiðubúnir að ræða
nýja ályktun en engar viðræður um
hana væru enn hafnar. ?Það er jafn-
vel of snemmt að ræða um efni slíkra
viðræðna,? sagði hann. 
Saddam Hussein hvatti í gær
Bandaríkjamenn til að beita sér fyrir
því að Ísraelar færu að ályktunum
öryggisráðsins, á sama hátt og
stjórn Bush krefðist þess að Írakar
færu að alþjóðlegum samþykktum.
Ísraelar vísuðu á þriðjudag á bug
samþykkt ráðsins þar sem þess var
krafist að þeir stöðvuðu umsátur sitt
um bækistöð Yassers Arafats Pal-
estínuleiðtoga í Ramallah. 
Titringur milli Bandaríkjamanna og Þjóðverja á NATO-fundi í Varsjá 
Robertson hvetur til sam-
stöðu bandalagsríkjanna
Saddam Hussein segir að Ísraelar
eigi ekki síður en Írakar að hlíta
ályktunum öryggisráðs SÞ
Varsjá, Moskvu, Bagdad, Búkarest. AP, AFP.
Kona á ferð með barn sitt og við-
arkolabagga í borginni Goma í
austurhluta lýðveldisins Kongó í
gær. Herlið frá grannríkinu Rú-
anda, sem tekið hefur þátt í mjög
blóðugu borgarastríði í Kongó
síðustu árin, bjó sig í gær undir
að hverfa á brott frá austurhér-
uðunum. Vara talsmenn al-
þjóðlegra hjálparstofnana við því
að átök geti nú færst í aukana er
ýmsir hópar keppa um að fylla
skarðið eftir Rúandamennina. 
Þunga hlað-
in í Goma
Reuters
FLOKKUR sænskra Græningja
hefur sett stjórnarmyndunartil-
raunir Görans Perssons, forsætis-
ráðherra Svíþjóðar, í uppnám og
hafnað síðasta tilboði hans um auk-
in áhrif á stjórnarstefnuna. Krefst
flokkurinn ráðherraembættis en
því hafa jafnaðarmenn hafnað.
Persson sleit viðræðunum í gær í
bili a.m.k. en flokksstjórn Græn-
ingja kemur saman nú um helgina. 
Græningjar og Vinstriflokkurinn
hafa stutt minnihlutastjórn jafn-
aðarmanna. Vinstriflokkinn og
jafnaðarmenn vantar nú eitt þing-
sæti upp á meirihluta. Hefur Pers-
son boðist til að taka aukið tillit til
stefnumála beggja flokkanna, með-
al annars að lækka tekjuskatt á
móti auknum sköttum á orku og
eldsneyti; að auka réttindi dýra,
banna loðdýraeldi og setja á
sænskt bann við þorskveiðum í
Eystrasalti verði ekki um það sam-
staða með öðrum ríkjum.
Báðir flokkarnir, Græningjar og
Vinstriflokkurinn, hafa hafnað
þessu boði en sá síðarnefndi hefur
hins vegar ekki farið fram á ráð-
herraembætti. Ein af ástæðum
þess, að Persson vill ekki formlegt
stjórnarsamstarf með flokkunum
tveimur, er andstaða þeirra við
evruna en búist er við, að efnt
verði til atkvæðagreiðslu um hana
á næsta ári.
Ræða við 
borgaraflokkana
Meðal annars til að auka þrýst-
ing á Persson hafa Græningjar
tekið upp viðræður við borgara-
flokkana, Þjóðarflokkinn, Mið-
flokkinn og Kristilega flokkinn, en
með stuðningi Hægriflokksins
hefði stjórn þeirra eins atkvæðis
meirihluta á þingi. Slíkt stjórnar-
samstarf er þó ólíklegt vegna mik-
ils ágreinings um mörg mikilvæg
mál, til dæmis Evrópusambandið
og evruna, hugsanlega aðild að
Atlantshafsbandalaginu, NATO og
um stefnuna í kjarnorkumálum. 
Þriðji kostur Græningja er að
greiða atkvæði á þingi til hægri
eða vinstri eftir málefnum hverju
sinni en það myndi leiða til mik-
illar óvissu í sænskum stjórnmál-
um.
Vegna viðræðna Græningja við
borgaraflokkana hefur Persson nú
slitið viðræðunum. Dagblaðið Dag-
ens Nyheter hvatti hann eftir
kosningarnar nýverið til að afla
minnihlutastjórn jafnaðarmanna
stuðnings hjá tveim borgaraflokk-
um í stað þess að treysta áfram á
vinstriflokkanna en hann vísaði
hugmyndinni þá á bug. 
Persson slítur
fundum með
Græningjum
Stokkhólmi. AFP.
Fólk á ferð um snævi þakinn dal í
Bolsterlang, nærri Füssen í Þýska-
landi í gær. Þetta er í fyrsta sinn í
þrjátíu ár sem snjór þekur suður-
hluta Þýskalands í september-
mánuði en snjórinn er sjaldnast svo
snemma á ferðinni á haustin í þess-
um hluta landsins.
Reuters
Snjórinn
snemma 
á ferð
MINNI líkur væru á því að fólk
yrði lasið eða fengi ýmsa alvarlega
sjúkdóma ef læknar hirtu um að
ræða mataræði við skjólstæðinga
sína. Þetta kemur fram í nýrri
rannsókn, sem greint er frá í Am-
erican Journal of Preventative
Medicine og sagt frá á fréttavef
BBC.
Rannsóknin leiðir í ljós að flest-
ir læknar eyða minna en mínútu í
það í hvert skipti að ræða mat-
aræði við sjúklinga sína. Gerð var
könnun hjá 138 heimilislæknum í
Ohio-ríki í Bandaríkjunum og í
ljós kom að aðeins um fjórðungur
sjúklinga fékk ráðgjöf um holla og
góða matarhætti.
Talið er að hundruð þúsunda
manna deyi á ári hverju í Banda-
ríkjunum einum vegna sjúkdóma
sem rekja má til vonds mataræðis.
Dr. Charles Eaton, sem stýrði
rannsókninni, sagði hana sýna
mikilvægi þess að auka þátt nær-
ingarfræðinnar í læknanámi.
Heimilislæknar gefi 
oftar ráð um mataræði

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56