Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						DAUÐSFÖLLUM í slysum er
rakin eru til farsímanotkunar
bílstjóra undir stýri virðist vera
að fjölga verulega í Bandaríkj-
unum. Niðurstöður rannsóknar
er unnin var við Harvard-há-
skóla benda til að árlega látist
um 2.600 manns af þessum sök-
um, en fyrir tveimur árum var
sambærileg tala um eitt þúsund.
?Tíminn sem fólk ver í að tala
í símann á meðan það er undir
stýri hefur aukist, líklega vegna
þeirrar staðreyndar að farsíma-
notkun er orðin ódýrari,? sagði
Joshua Cohen, höfundur rann-
sóknarinnar. 
Niðurstöðurnar benda enn-
fremur til þess, að um 570 þús-
und slys og 1,5 milljón árekstra
er leiða til tjóns megi rekja til
farsímanotkunar.
Hugurinn, ekki hendurnar
New York er eina bandaríska
sambandsríkið sem hefur sett
lög er skylda menn til að nota
handfrjálsan búnað á farsíma en
alls hafa 22 af 50 sambandsríkj-
um íhugað að takmarka far-
símanotkun undir stýri með ein-
hverjum hætti.
Cohen segir að ef til vill sé
þetta þó ekki rétta leiðin. Rann-
sókn í Kanada hafi sýnt fram á
að handfrjáls búnaður virðist
ekki draga úr hættunni á slys-
um. Hættan stafi af truflun á
eftirtekt bílstjóranna, fremur
en truflun á beitingu handanna.
Lífshættu-
leg símtöl
undir stýri
Washington. The Los Angeles Times.
STOFNAÐ 1913 283. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 mbl.is
Lagasmiður
Laga og reglu
Atli Örvarsson semur tónlist
í sjónvarpsþætti Fólk 46
Mikil pressa
á Atla
Atli Hilmarsson þjálfar Friesenheim
í Þýskalandi Íþróttir 2
Jónas um
veröld víða
Dick Ringler kynnir Jónas Hallgrímsson
í nýrri bók Listir 22
www.icelandreview.com
ICELAND REVIEW
Vönduð gjöf sem endist allt árið
VERÐ AÐEINS 3. 175,- 
sendingarkostnaður 
innifalinn
PANTIÐ GJAFAÁSKRIFTIR
í síma 512 7575 eða á 
askrift@icelandreview.com
LIÐSMENN vopnaeftirlits Samein-
uðu þjóðanna í Írak við mynd af
Saddam Hussein forseta í vígahug.
Eftirlitsmenn könnuðu í gær Al-
Wasiriya-eldflaugaverksmiðjuna í
Bagdad. Komust þeir að raun um
að búnaður sem eftirlitsmenn höfðu
rannsakað og merkt 1998, áður en
þeir voru reknir úr landi, var horf-
inn ásamt eftirlitsmyndavélum.
Írakar segja að sumt af búnaðinum
hafi eyðilagst í loftárásum, annað
hafi verið flutt á brott. George W.
Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær
að niðurstöður eftirlitsins fram til
þessa væru ?ekki uppörvandi?.
Reuters
Saddam og vopn hans undir eftirliti
L52159 Saddam/15
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr-
ópusambandsins telur að stóraukin
fjárframlög Íslands og Noregs í
þróunarsjóði sambandsins dugi
ekki til að fá fram aukna fríverzl-
un með fisk í ESB. Percy Wester-
lund, skrifstofustjóri í utanríkis-
máladeild framkvæmdastjórnar-
innar og væntanlegur aðalsamn-
ingamaður í viðræðum við EFTA-
ríkin, segir að ekki komi til greina
að semja um aukinn markaðsað-
gang fyrir fisk nema á móti komi
heimildir til fjárfestinga ESB-
borgara í íslenzkum og norskum
sjávarútvegi.
Litið til sérstöðu Íslands
Í viðtali við Morgunblaðið segir
Westerlund að krafa ESB um auk-
in fjárframlög ?standi á eigin fót-
um? og sé ekki tengd öðrum þátt-
um samningaviðræðnanna. ?Auð-
vitað munu báðir samningsaðilar
meta heildarmyndina þegar þar að
kemur, en þrátt fyrir það er ekki
hægt að hugsa sér niðurstöðu, sem
felur í sér aukinn markaðsaðgang
fyrir sjávarafurðir án þess að þar
sé náð jafnvægi innan sjávarút-
vegsgeirans.? Westerlund segir
jafnframt að ekki sé hægt að slá
því föstu hversu langt fjárfesting-
arfrelsið eigi að ganga; það geti
orðið í hlutfalli við þá aukningu
markaðsaðgangs, sem farið sé
fram á.
Westerlund telur aftur á móti að
ESB muni taka tillit til sérstöðu
Íslands þegar komi að því að
semja um fjárhæð greiðslna í sjóði
ESB. ?Það er ljóst að menn munu
taka tillit til sérstakra aðstæðna
og við vitum að Ísland er í sér-
stakri stöðu,? segir hann.
Heimild til fjár-
festinga skilyrði
fyrir fríverzlun
L52159 EFTA-ríkin njóta forréttinda/6
FORSETAR Kína og Rússlands, 
Jiang Zemin og Vladímír Pútín, vilja
að ágreiningur um gereyðingarvopn
Norður-Kóreumanna verði leystur
með viðræðum. Pútín og Jiang sögðu
á fundi sínum í Peking í gær brýnt að
samskipti N-Kóreu við Bandaríkin
byggðust á samningi frá 1994 þar sem
N-Kóreumenn féllust á að hætta að
þróa kjarnavopn gegn því að Banda-
ríkin sæju þeim fyrir kjarnakljúfum
til orkuframleiðslu og olíu.
Á fundi með bandarískum sendi-
manni í október lýsti fulltrúi Norður-
Kóreu því óvænt yfir að stjórn hans
gerði tilraunir með kjarnavopn.
N-Kóreumenn sögðu nýlega að samn-
ingurinn frá 1994 væri ekki lengur í
gildi eftir að Bandaríkjastjórn ákvað
að hætta að sjá þeim fyrir olíu.
Ígor Ívanov, utanríkisráðherra
Rússlands, sagði í gær að ekki væri
nauðsynlegt að N-Kórea og Banda-
ríkin tækju upp stjórnmálasamband.
Hins vegar lagði hann áherslu á að
hafnar yrðu sem fyrst beinar viðræð-
ur milli ríkjanna um deiluna. 
Pútín og Jiang samþykktu einnig í
13 síðna, sameiginlegri yfirlýsingu
sinni í gær að snúa saman bökum í
baráttunni gegn aðskilnaðarsinnum
úr röðum múslíma. Uighurar í vest-
urhéruðum Kína berjast gegn kín-
verskum yfirráðum og slíkt hið sama
gera Tétsenar í suðurhluta Rúss-
lands. Leiðtogarnir tveir sögðu að
barátta uppreisnarmannanna væri
þáttur í aðgerðum alþjóðlegra hermd-
arverkasamtaka. 
Reuters
Pútín og Jiang takast í hendur að
loknum fundi sínum í Peking í gær.
Vilja við-
ræður við
N-Kóreu
Peking. AP, AFP.
L52159 Pútín/17
HUGMYNDIR eru uppi um stofnun
umfangsmikils fasteignafélags sem
eignist og annist rekstur fasteigna
sem nú eru í eigu sveitarfélaga, fjár-
málafyrirtækja og jafnvel ríkisins. 
Íslandsbanki átti frumkvæði að
verkefninu, sem hefur verið í und-
irbúningi í nokkra mánuði, og standa
viðræður yfir um þessar mundir við
sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. 
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er hugmyndin sú að sett
verði á fót sérhæft eignarhaldsfélag
þar sem sveitarfélög og fleiri aðilar
leggi fasteignir sínar til félagsins og
leigi þær síðan af félaginu. Hug-
myndir um að ríkið komi að þessu
verkefni eru hins vegar mun
skemmra á veg komnar.
Engar ákvarðanir hafa enn verið
teknar en stefnt er að stofnun fast-
eignafélagsins síðar í þessum mán-
uði. 
Ragnar Atli Guðmundsson við-
skiptafræðingur, sem var áður m.a.
framkvæmdastjóri eignarhalds-
félagsins Kringlunnar og fasteigna-
félagsins Þyrpingar, hefur stýrt
undirbúningi málsins fyrir hönd Ís-
landsbanka og annarra væntanlegra
stofnaðila félagsins.
Rekstur fasteignafélaga sem sér-
hæfa sig í rekstri fasteigna og leigu
til traustra leigutaka á borð við ríki,
sveitarfélög og bankastofnanir er
óþekktur hér á landi en þau hafa ver-
ið starfrækt víða í öðrum löndum. 
Talið er að ef af stofnun fasteigna-
félagsins verður gæti félagið rekið
viðkomandi fasteignir á mun hag-
kvæmari hátt en verið hefur og til
hagsbóta fyrir sveitarfélögin, ekki
síst þar sem gerð er krafa um það í
nýjum bókhaldslögum um sveitar-
félög að skýr aðskilnaður sé á milli
rekstrarreiknings sveitarfélagsins
og þeirra fasteigna sem sveitarfélag-
ið á. 
Íslandsbanki og sveitarfélög ræða stofnun fasteignafélags
Félag kaupi og leigi
út opinberar eignir
Stefnt að stofnun félagsins í mánuðinum L50188 Hugmyndir
um þátttöku ríkisins í félaginu skemmra á veg komnar
Morgunblaðið/Ásdís

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52