Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 284. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 mbl.is Vegir Einars Más Með arf kynslóðanna sem efnivið í skáldskapinn Bækur 8 Tónlistin í blóðinu Sigríður Eyþórsdóttir syngur með sveitinni Santiago Fólk 45 Fítonskraftur í fornbíl Corvetta, árgerð 1974, uppgerð og eins og ný Bílar 10 FUGL þakinn olíu í höndum sjálfboðaliða á Larino-strönd á Norður-Spáni í gær. Sífellt meiri olíu rekur nú þar að landi en olíu- skipið Prestige sökk 245 km úti fyrir ströndinni 19. nóvember. Alþjóðlegu fugla- verndarsamtökin BirdLife International segja í fréttatilkynningu að ætla megi að tíu til fimmtán þúsund fuglar hafi drepist af völdum olíumengunarinnar frá skipinu. „Spænski langvíustofninn hefur orðið harðast úti vegna mengunarinnar frá Prestige,“ er haft eftir Alejandro Sanchez, framkvæmdastjóra samtaka spænskra fuglafræðinga, í tilkynningunni. „Okkur þykir líklegt að langvía sé nú útdauð sem varpfugl á Spáni.“ AP 15 þúsund hafa drepist ÍRAKAR hafa verið samvinnuþýðir síðan vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hófu störf í Írak í síðustu viku, sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, í gær. „Samstarfið hefur gengið vel,“ sagði Ann- an. „Þetta er þó aðeins byrjunin.“ Hann nefndi ennfremur að hann hefði enn ekki séð formlega skýrslu frá eftirlitsmönnunum. Í gær könnuðu eftirlitsmennirnir í fyrsta sinn eina af höllum Saddams Husseins Íraksforseta og kvaðst Annan ekki síst hafa það til marks um að Írakar væru samvinnu- þýðir. Segir Íraka samvinnuþýða Sameinuðu þjóðunum, Bagdad. AFP. ÁÐUR ókunn jólasaga um Línu langsokk eftir Astrid Lindgren er komin í leitirnar, tæpu ári eftir andlát hennar og 53 árum eftir að hún skrifaði hana. Lena Törnqvist, ritari Astrid Lindgren-stofnunarinnar, fann söguna á Konunglega bókasafninu í Stokkhólmi þegar hún var að viða að sér efni vegna sýningar á mynd- skreytingum í bókum Lindgren. Var sagan öllum gleymd en hún var gefin út sem tveggja síðna innlegg í tímariti fyrir börn árið 1949. Á bak- hlið síðnanna var klippimynd af Línu og hefur það átt sinn þátt í að sagan gleymdist og varðveittist ekki í tímaritinu. Törnqvist segir að hún hafi aldr- ei heyrt söguna nefnda og ekki heldur ættingjar Lindgren. Hana sé heldur ekki að finna í skrám yfir ritverk höfundarins. „Ég rakst á þessa litlu sögu fyrir um það bil tveimur mánuðum og hélt henni til haga fyrir sjálfa mig,“ hafði NTB- fréttastofan eftir Törnqvist. Sagan heitir „Lína heldur upp á jólin“ og segir frá þremur börnum, Palla, Bjössa og Ingu litlu, sem horfa fram á heldur einmanaleg jól. Fað- ir þeirra er á sjónum en móðir þeirra á sjúkrahúsi. Þá kemur Lína blaðskellandi með hestinn sinn og apann og með fangið fullt af gjöfum og þeirri lífsgleði, sem henni fylgir. „Þetta er ekki það allra besta sem Astrid Lindgren skrifaði, en þetta er ekki slæm saga,“ segir Törnqvist. Stefnt er að því að gefa söguna út aftur fyrir jól á næsta ári, og þá í stóru upplagi. En þeir fyrstu sem fá að sjá hana núna eftir að hún fannst eru þeir sem eru fé- lagar í Astrid Lindgren-klúbbnum, því sagan er birt sem jólagjöf í tímariti klúbbsins. Astrid Lindgren lést 28. janúar á þessu ári, 94 ára að aldri. Hafa bækur hennar verið þýddar á tugi tungumála um allan heim og selst í meira en 130 milljónum eintaka. Fann jólasögu um Línu langsokk Stokkhólmi. AP, AFP. AP TRYGGINGASTOFNUN ríkisins (TR) verður falið að setja á fót tvo lyfjagagnagrunna fyrir 1. janúar 2005, til sameiginlegra nota fyrir TR, landlækni og Lyfjastofnun, samkvæmt frum- varpi um breytingar á lyfjalögum, sem Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra lagði fram á Alþingi í gær. Persónugreinanlegar upplýsingar Annar lyfjagagnagrunnurinn mun innihalda persónugreinanlegar upplýsingar en hinn óper- sónugreinanlegar upplýsingar um afgreiðslu lyfja til sjúklinga. TR, Lyfjastofnun og land- lækni verður heimill aðgangur að persónu- greinanlegum upplýsingum í lyfjagagnagrunn- arljósi ef setja eigi upp gagnagrunn af þessu tagi og auka eftirlitið. Hún tekur þó fram að sér hafi ekki gefist tóm til að kynna sér frumvarpið í heild. „Það er mjög mikilvægt að landlæknir geti haft eftirlit með óhóflegum og hugsanlega ólög- legum ávísunum lækna. Ég hef hins vegar skilið það svo að í málum þar sem slíkt hefur komið upp, þar sem örfáir læknar virtust hafa brotið reglurnar hvað þetta varðar, væri vandamálið ekki það að ekki væri vitað um þessa menn, heldur miklu fremur að einhverra hluta vegna væri ekki gripið til aðgerða,“ segir hún. inum í því skyni að koma í veg fyrir misnotkun ávana- og fíknilyfja, færa sönnur á ætlaða ólög- mæta háttsemi, að greina og skoða tilurð lyfja- ávísana með tilliti til lyfjakostnaðar og til end- urgreiðslu lyfjakostnaðar einstaklinga. Er lyfsölum skylt, skv. frumvarpinu, að af- henda TR rafrænt allar upplýsingar sem fram koma á lyfseðlum um afgreiðslu lyfja, að upp- fylltum lagaskilyrðum um meðferð persónu- upplýsinga. Persónuvernd höfð að leiðarljósi Bryndís Hlöðversdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segist leggja höfuðáherslu á að persónuverndarsjónarmið séu höfð að leið- Notkun lyfja í gagnagrunna  Persónugreinanlegum/4 „Á HESTINUM sat Lína. Og á Línu var jólatré. Það stóð upp úr hárinu á henni. Tréð var al- þakið logandi kertum og fánum og karamellum. Það leit út al- veg eins og það hefði vaxið beint út úr höfðinu á henni. Kannski hafði það gert það, hver veit?“ Svona lýsir Astrid Lindgren Línu langsokk í jólaskapi í sög- unni „Lína heldur upp á jólin“. Sagan birtist í heild á fréttavef sænska Aftonbladet í gær. Lína í jólaskapi MIKINN ilm leggur þessa dagana frá reykhúsi Há- kons Aðalsteinssonar, skógarbónda og hagyrðings í Húsum í Fljótsdal. Hákon hefur haft það fyrir sið að reykja jólahangikjötið fyrir vini og vandamenn í dalnum og lengra að komna. Hákon reykir kjötið „upp á gamla mátann“, eins og hann orðar það, þ.e. þurrsaltar kjötið í þartilgerðum kassa og reykir í torfkofanum með taði og birkiberki. Eftir að lærin hafa legið í salti í átta sólarhringa er kveikt undir þeim allt að níu sinnum, allt eftir þykkt og stærð. Hákon segir að með „gamla mátanum“ náist betri árangur vegna jarðrakans frá torfkofanum. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Taðreykt kjöt í torfkofa ♦ ♦ ♦ „ÞAÐ er viðkvæmt mál að safnað sé upplýsingum um lyfjaneyslu,“ segir Páll Hreinsson, stjórnarformaður Persónuverndar, um frumvarp heilbrigðis- ráðherra um breytingar á lyfjalögum. Persónuvernd veitti umsögn um frumvarpið áður en það var lagt fram á Alþingi og gerði at- hugasemdir við einstök ákvæði. „Okkar viðhorf var að það ætti ekki að geyma upplýsingarnar á per- sónugreinanlegu formi lengur en nauðsyn bæri til,“ segir Páll. Frumvarpið kveður ekki á um að persónugreinanlegum upplýs- ingum sem safnað verði í gagna- grunn verði eytt eftir einhvern til- tekinn tíma. Persónuvernd gerði athugasemdir í umsögn sinni við að gert væri ráð fyrir að persónu- greinanlegar upplýsingar yrðu varðveittar áfram enda ætti ekki, samkvæmt tilskipun Evrópusam- bandsins, að varðveita persónu- greinanlegar upplýsingar lengur en nauðsyn ber til. Viðkvæmar upplýsingar Páll Hreinsson BANDARÍKJAMENN buðu í gær Tyrkjum mikla efnahagsaðstoð, en þarlend stjórnvöld höfðu fyrr um daginn boðist til að leyfa banda- rískum flugvélum að nota herflug- velli í Tyrklandi, komi til stríðs við Írak. Tyrkneskur embættismaður sagði að boðið um aðstoðina hefði verið lagt fram á fundi Pauls Wolfowitz, aðstoðarvarnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, og tyrk- neskra ráðamanna í Ankara í gær. Utanríkisráðherra Tyrklands greindi frá því að stjórnvöld væru reiðubúin að leyfa Bandaríkja- mönnum að nota herflugvelli landsins komi til stríðs, en af orð- um ráðherrans mátti ráða að hann útilokaði að bandarískir hermenn myndu fá að fara landleiðina inn í Írak frá Tyrklandi. Tyrkir bjóða aðstöðu Ankara. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.