Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913 288. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 mbl.is
Hundarnir
gelta aftur
XXX Rottweilerhundar senda
frá sér nýja plötu Fólk 56
Lífið í sókn
og vörn
Sigurbjörn biskup situr ekki
auðum höndum Sunnudagur 1
Heima á
Hlemmi
Ólafur Sveinsson ræðir um nýja
heimildamynd um Hlemm 10
ÍRAKAR gáfu erlendu fjölmiðlafólki
í gær tækifæri til að skoða skýrslu
sem þeir hafa tekið saman um
vopnabúr sín. Í kjölfarið var gert ráð
fyrir að skýrslan yrði afhent erind-
rekum Sameinuðu þjóðanna.
Nokkra daga mun taka að þýða efni
hennar fyrir fulltrúa í öryggisráði
SÞ en George W. Bush Bandaríkja-
forseti ítrekaði í gær að skýrslan
yrði að vera trúverðug ef komast
ætti hjá því að ráðast á Írak.
Í ályktun öryggisráðs SÞ frá því í
nóvember var gerð krafa um að
Írakar gerðu grein fyrir vopnaeign
og vopnaáætlunum í síðasta lagi 8.
desember. Verður skýrslan þýdd yf-
ir á öll opinber tungumál samtak-
anna (ensku, kínversku, rússnesku,
spænsku og frönsku) áður en örygg-
isráðið tekur hana til umfjöllunar. 
Meginhluti skýrslunnar, sem er
um 12 þúsund síður á lengd, er sagð-
ur á ensku. Ýmsir viðaukar og ít-
arefni eru þó líklega á arabísku og
segir al-Jazeera-sjónvarpsstöðin að
þetta efni fylli um 24 þúsund síður.
Bush harðorður
Írakar hafa þegar lýst því yfir að
ekki verði að finna í skýrslunni stað-
festingu ásakana um að þeir hafi
stundað ólöglega framleiðslu ger-
eyðingarvopna. Bandaríkjamenn
segjast hins vegar hafa gögn sem
sýni svart á hvítu að Írak búi yfir
sýkla-, eiturefna- og kjarnorkuvopn-
um, jafnvel þó að vopnaeftirlits-
mönnum SÞ hafi enn ekki tekist að
finna þau.
Bush Bandaríkjaforseti sagði í
vikulegu útvarpserindi sínu í gær að
það myndi taka nokkra daga að meta
efni skýrslunnar og kveða upp úr um
heilindi Íraka. Varaði hann við því að
ekki væri endilega víst að sá sam-
starfsvilji, sem Írakar hafa sýnt
vopnaeftirlitsmönnum SÞ fram til
þessa, nægði til að koma í veg fyrir
stríð: ?Skýrslan verður að vera trú-
verðug og nákvæm og tæmandi, ella
hefur íraski einræðisherrann sýnt
umheiminum enn á ný að hann hefur
kosið að breyta ekki hegðun sinni.? 
Írak afhendir skýrslu
um vopnaeign sína
Bagdad, Washington. AFP.
MYNDIR eins og birst hafa á
Netinu af fá- eða óklæddum ung-
lingsstúlkum gætu fallið undir
skilgreiningu á barnaklámi, enda
teljast allir yngri en 18 ára börn í
skilningi laga.
?210. grein hegningarlaganna
kveður á um að þegar efni sýnir
börn á kynferðislegan eða klám-
fenginn hátt geti refsing orðið
fangelsi allt að tveimur árum,?
segir Anna Sigríður Arnardóttir,
lögfræðingur í dómsmálaráðu-
neytinu. ?Mynd af 16 eða 17 ára
stelpu sem t.d. berar á sér
brjóstin hlýtur að falla undir
þessa skilgreiningu.?
Birting
gæti talist
barnaklám
L52159 Lög hunsuð/22
L52159 Reykjavíkurbréf/32
BÍRÆFNUM þjófum tókst að stela
tveimur málverkum eftir Hollend-
inginn Vincent Van Gogh af safni
sem kennt er við listmálarann fræga
í Amsterdam í gærmorgun. Annað
verkanna heitir
Horft til sjávar
frá Scheveningen
og hitt málverkið
er af kirkju í
þorpinu Nuenen.
Fullyrt var að
þjófarnir hefðu
farið inn um þak-
glugga á safnhús-
inu, en stigi fannst við vegg hússins
að utanverðu. 
Van Gogh-
verkum stolið
Amsterdam. AFP, AP.
Kirkjan í Nuenen.
AÐ minnsta kosti fimmtán biðu bana
og tvö hundruð særðust þegar
sprengjur sprungu á fjórum stöðum
í Bangladesh í gær. ´Talið var líklegt
að tala látinna myndi hækka.
Sprengjurnar sprungu allar í kvik-
myndahúsum sem voru troðfull af
fólki, enda höfðu margir gert sér
glaðan dag í tilefni trúarhátíðar
múslima, Eid-al-Fitr.
Sprengjurnar sprungu í bænum
Mymensingh, sem er um 110 km
norður af höfuðborginni Dhaka. Ein
sprakk er stór hópur fólks var að
koma út úr kvikmyndahúsi, hinar
sprengingarnar urðu meðan á sýn-
ingum stóð í öðrum kvikmyndahús-
um bæjarins. 
Sprengj-
ur fella
fjölda
manns
Dhaka í Bangladesh. AP.
Bangladesh
JÓLASVEINAR, silfurguttar, ljótur andarungi
og varasamur kisi eru meðal þeirra sem
verða á kreiki á Austurvelli í dag þegar ljósin
verða tendruð á Óslóartrénu klukkan 16:00. 
Þetta er í 51. skipti sem Óslóbúar gefa
Reykvíkingum jólatré en hið fyrsta var reist á
Austurvelli fyrir jólin 1952. Gullfoss, sem þá
var flaggskip íslenska flotans, sótti tréð og
flutti það ókeypis til landsins en verkfall varð
til þess að uppskipun tafðist. Verkfallinu var
ekki aflýst fyrr en fjórum dögum fyrir jól,
laugardaginn 20. desember. Tréð var reist
samdægurs og skreytt fram á nótt og var hið
glæsilegasta þegar ljósin voru tendruð daginn
eftir. Í Velvakanda Morgunblaðsins var sagt
frá því að athöfnin hefði verið falleg og lát-
laus en fáir hefðu heyrt ávörpin þar sem
?engum gjallarhornum hafði verið komið fyrir
á vellinum?. 
Væntanlega verða næg gjallarhorn eða há-
talarar á Austurvelli í dag svo borgarbúar og
aðrir geti notið þess sem boðið er upp á. Dag-
skráin í dag hefst klukkan 15:30 með lúðra-
blæstri Lúðrasveitar Reykjavíkur og um hálf-
tíma síðar flytur Dómkórinn tvö lög áður en
Erling Lae, forseti borgarstjórnar Óslóar,
færir borgarstjóra og öðrum Reykvíkingum
tréð að gjöf. Norskur drengjakór, Silfurgutt-
arnir, syngur nokkur lög, ljóti andarunginn
Honk, andamamma og kisi koma fram, auk
þess sem flutt verða atriði úr jólasýningu
Þjóðleikhússins, sem er söngleikurinn Með
fullri reisn.
Óslóartréð fært í jólabúning
Morgunblaðið/Sverrir
Sigurður Björn Guðmundsson, starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur, hafði í nógu að snúast við að setja perur á Óslóarjólatréð í gær. Tréð er um 15 metra
hátt og var fellt í Norðurmerkurskógi, sem er innan borgarmarka Óslóar. 
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64