Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri tilkynnti í gær þá
ákvörðun sína að hún hefði þegið boð
um að taka 5. sæti á lista Samfylk-
ingarinnar í öðru kjördæmanna í
Reykjavík, norður eða suður, vegna
komandi þingkosninga. Boðið kom
frá formanni Samfylkingarinnar,
Össuri Skarphéðinssyni, og for-
manni uppstillingarnefndar flokks-
ins í Reykjavík, Páli Halldórssyni.
Ingibjörg tekur 5. sæti á öðrum
listanum þar sem átta efstu sæti
flokksins í nýlegu prófkjöri, sem var
sameiginlegt fyrir bæði kjördæmin,
voru bindandi. Ingibjörg segir m.a. í
samtali við Morgunblaðið að með
ákvörðun sinni sé hún ekki að söðla
um, hún geti áfram gegnt starfi
borgarstjóra ef hún nái kjöri til Al-
þingis. Hún segir aðstæður hafa
breyst frá því í haust er hún gaf út
yfirlýsingu um að hún væri ekki á
leið í þingframboð. ?Ég hef áhuga á
að sjá breytt stjórnarmynstur og vil
leggja þeirri baráttu lið,? segir hún
og bætir við að það hafi einnig breyst
frá í haust að bæði Björn Bjarnason
og Guðlaugur Þór Þórðarson úr
borgarstjórnarflokki Sjálfstæðis-
flokksins verði á Alþingi næsta kjör-
tímabil. 
Össur Skarphéðinsson segist hafa
farið þess á leit við Ingibjörgu fyrir
nokkrum dögum að hún tæki sæti á
lista flokksins í Reykjavík. ?Með
þessu er Samfylkingunni að takast
að leiða fram mjög harðsnúið stór-
skotalið fyrir komandi alþingiskosn-
ingar,? segir Össur.
Vill sjá breytt
stjórnarmynstur
Morgunblaðið/Sverrir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ræðir við fjölmiðla eftir fund með samherjum í Ráðhúsinu í gærkvöld.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri gefur kost á sér til Alþingis
L52159 Framboð Ingibjargar/10/12
UTANRÍKISRÁÐHERRA
Bretlands, Jack Straw, segir
að fullyrðingar Saddams
Husseins, forseta Íraks, um
að hann ráði ekki yfir ger-
eyðingarvopnum, séu augljós
ósannindi. Í yfirlýsingu
Straws í gær var sagt að 12
þúsund síðna skýrsla Íraka
sem send var til öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna uppfylli
ekki þær kröfur sem sam-
tökin hafi gert. 
?Hún [skýrslan] blekkir
engan. Ef Saddam heldur sig
við þessi augljósu ósannindi
verður ljóst að hann hafnar
friðaráætluninni sem lögð er
fram í ályktun (öryggisráðs
SÞ) nr. 1441,? sagði Straw.
Bretar benda á að í skýrslu
Íraka sé ekki gerð grein fyrir
vopnum sem lýst var í loka-
skýrslu vopnaeftirlitsmanna
sem voru reknir frá Írak
1998. 
Colin Powell, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sagði í
gær að Írakar virtust ekki
enn hafa skilið hvað væri í
húfi. ?En við munum taka á
málinu á vettvangi SÞ, for-
setinn hefur tekið af öll tví-
mæli um að hann vilji starfa
með SÞ og alþjóðasamfélag-
inu,? sagði Powell. 
Ungverska stjórnin sam-
þykkti í gær beiðni Banda-
ríkjamanna um að fá að nota
herstöðina Taszar í sunnan-
verðu Ungverjalandi til að
þjálfa allt að 3.000 landflótta
Íraka er eiga að túlka fyrir
bandaríska hermenn ef ráðist
verður á Írak. Túlkarnir eru
flestir ríkisborgarar í Evr-
ópulöndum eða Bandaríkjun-
um. ?Ungverska stjórnin
samþykkti ósk Banda-
ríkjamanna til að leggja fram
skerf í baráttunni gegn al-
þjóðlegum hryðjuverka-
mönnum,? sagði talsmaður
stjórnvalda í Búdapest, Zolt-
an Gal.
Saka Saddam
Hussein um lygar
London, Washington, Búdapest. AP, AFP.
L52159 Talið/13
STOFNAÐ 1913 297. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 mbl.is
Hvörfin
miklu
Bragi Ásgeirsson fjallar um
hersetna Reykjavík Listir 32
Ný sprellsveit gefur út plötuna
Skemmtileg lög Fólk 68
Ímynd
unglinga
Hávær umræða á fundi Ung-
mennaráðs Kringluhverfis 20
SÆNSKA lögreglan leitaði í
gærkvöldi með sporhundum
og þyrlum að fjórum mönnum
sem rændu bíl með peninga-
sendingu við Solentuna, norð-
vestur af Stokkhólmi. Ekki er
vitað nákvæmlega hve mikla
peninga þjófarnir komust á
brott með, en verið var að
flytja peningana á milli banka,
að sögn Dagens Nyheter.
Lögreglan kom að ræningj-
unum, en þeir skutu þá úr vél-
byssum á bíl lögreglumanna
sem urðu frá að hverfa. Engin
slys urðu á fólki. Ræningjarnir
stöðvuðu bíla sem eltu þá með
því að strá nöglum á veginn,
hótuðu öryggisvörðum með
vopnum sínum og skildu eftir
sprengju í bílnum. Síðan tóku
þeir peningana og hurfu á
brott í tveimur bílum, sem
fundust yfirgefnir skammt frá. 
Rán í 
Svíþjóð
EIN AF sjö tillögum um ný hús á lóðinni þar sem Tvíburaturn-
arnir stóðu en tillögurnar voru kynntar í New York í gær.
Meðal arkitekta sem sendu inn tillögur voru Norman Foster
og Richard Meier. L52159 Tillögur/16
AP
Margar hugmyndir
HALLDÓR Ás-
grímsson, for-
maður Fram-
sóknarflokksins,
segir að ákvörð-
un Ingibjargar
Sólrúnar muni
ekki styrkja
samstarf Reykjavíkurlistans.
Hann segir að borgarfulltrúar
Framsóknarflokksins í R-listanum
hafi gengið út frá því sem vísu að
borgarstjóri blandaði sér ekki
með beinum hætti inn í lands-
málapólitíkina. Þessi staða verði
rædd innan flokksins í dag.
Styrkir ekki
samstarfið
Hér er Ég,
takið eftir Mér
BJÖRN Bjarna-
son, oddviti
sjálfstæð-
ismanna í borg-
arstjórn, segir
Ingibjörgu Sól-
rúnu vera
komna í öng-
stræti í stjórn borgarinnar og
framboð hennar til Alþingis sé
fyrsta skref hennar út úr borg-
armálunum. 
Fyrsta skref úr
borgarmálum
STEINGRÍMUR
J. Sigfússon, for-
maður vinstri-
grænna, segir að
boðun samráðs-
fundar innan
flokksins í dag
sýni að litið sé á
framboð Ingibjargar Sólrúnar al-
varlegum augum. Framboðið kem-
ur Árna Þór Sigurðssyni á óvart.
Litið alvar-
legum augum
TYRKIR for-
dæmdu í gær þá
ákvörðun Evr-
ópusambandsins
(ESB) að veita
Kýpur aðild að
sambandinu og
sögðu hana óvið-
unandi. Stjórn
Kýpur-Grikkja á
eynni var boðin aðild í síðustu viku.
Þrátt fyrir þetta er ljóst að Tyrkir
leggja nú hart að Kýpur-Tyrkjum að
sýna sveigjanleika í samningum við
grannana. Mistakist það verður enn
erfiðara en ella fyrir Tyrki að fá aðild
að ESB. Leiðtogi stjórnarflokksins í
Tyrklandi, Recep Erdogan, sagði í
gær að flokkurinn myndi ekki sjálf-
krafa styðja Rauf Denktash, leiðtoga
Kýpur-Tyrkja, í einu og öllu.
Fordæma
aðild Kýp-
ur-Grikkja
Recep Erdogan
Ankara. AFP.
SVEITARSTJÓRNIN í Galway-
sýslu á vestanverðu Írlandi vill að
fólk, sem setjist að í sýslum á
svæði, sem nefnast einu nafni Gael-
tacht, verði að geta sannað að það
tali reiprennandi gelísku, hina
fornu tungu Íra. Verði fólkinu ella
bannað að flytja í héraðið.
Þótt enska sé tunga flestra Íra
er gelíska enn öflug í vesturhéruð-
unum og allir Írar verða að læra
hana í grunnskóla. Pol O Foighil,
sem fékk tillöguna samþykkta í
sveitarstjórninni, segir að vaxandi
fjöldi enskumælandi aðkomufólks í
Gaeltacht ógni nú gelískunni.
?Ef við spornum ekki við þessari
þróun munu aðeins líða nokkur ár,
ef til vill 20?30 ár, áður en írsk
tunga deyr endanlega í Gaeltacht,?
sagði Foighil í útvarpsviðtali. 
Gelíska bú-
setuskilyrði
Dublin. AP.
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72