Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ODDVITAR flokkanna er mynda Reykja-
víkurlistann áttu í gær fund með Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra á heimili
hennar. Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins innan Reykjavíkurlistans kom
fram skýr krafa um það á fundinum að hún
félli frá þeirri ákvörðun sinni að taka
fimmta sæti á framboðslista Samfylking-
arinnar í Reykjavík norður fyrir næstu al-
þingiskosningar. Héldi hún framboði sínu
til streitu yrði hún að láta af störfum sem
borgarstjóri fyrir 1. febrúar. Þá yrði ráðinn
nýr borgarstjóri, annaðhvort úr röðum
borgarfulltrúa eða utanaðkomandi, sem er
talið líklegra. 
Þegar borgarstjóri ræddi við fréttamenn
að loknum fundinum sagði hún að það sem
skipti máli væri Reykjavíkurlistinn. ?Ég hef
boðið það fram að ég sé tilbúin að sitja
áfram sem borgarstjóri og ég sé tilbúin að
vinna fyrir Reykjavíkurlistann í hans þágu.
Það tilboð mitt stendur,? sagði Ingibjörg. 
Á fundinum með oddvitunum bauð borg-
arstjóri þá málamiðlun að hún tæki sér leyfi
frá störfum fram yfir kosningar og sagði
hún við fréttamenn að skýrt væri kveðið á
um það í samþykktum um stjórn Reykjavík-
urborgar að borgarritari væri staðgengill
borgarstjóra. Ekki kæmi til greina að annar
tæki við embættinu, farið yrði eftir reglum
borgarinnar hvað það varðaði. 
Á sunnudag áttu allir borgarfulltrúar
Reykjavíkurlistans fund án borgarstjóra og
ræddu þá stöðu sem komin er upp. Var nið-
urstaðan sú að fulltrúar Samfylkingarinnar
báðu um frest fram yfir jól til að ræða stöð-
una líkt og vinstri grænir og framsókn-
armenn hefðu þegar gert innan sinna
flokka. 
Þreifingar um 
nýjan meirihluta
Heimildir Morgunblaðsins herma að
vinstri grænir og framsóknarmenn séu
samhentir í þeirri afstöðu að borgarstjóri
verði að láta af störfum, haldi hún fast við
framboð, og ekki muni leysa ágreininginn
að hún taki sér leyfi. Þá munu þessir tveir
flokkar hafa rætt um það með óformlegum
hætti að mynda nýjan meirihluta með Sjálf-
stæðisflokknum, ef ekki tekst að bjarga
málum innan Reykjavíkurlistans. Hins veg-
ar liggur fyrir að vinstri grænir hafa ekki
hug á slíku samstarfi við Sjálfstæðisflokk-
inn.
Á fundi oddvitanna með borgarstjóra í
gær var þess krafist að hún gæfi svar eigi
síðar en á föstudaginn um það hvort hún
féllist á að falla frá framboði sínu eða láta af
störfum sem borgarstjóri fyrir 1. febrúar.
Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknar-
manna í borgarstjórn, segir ekki nóg að
Ingibjörg Sólrún fari í leyfi, hún verði að
segja af sér ætli hún í þingframboð. Vill Al-
freð helst sjá ópólitískan borgarstjóra, utan
borgarfulltrúanna. 
Bjartsýni á áframhaldandi 
samstarf R-listans
Árni Þór Sigurðsson, oddviti vinstri
grænna, sagðist vera bjartsýnni eftir fund-
inn með borgarstjóra í gærmorgun en hann
var fyrir hann um að R-listasamstarfið gæti
haldið áfram. Sagðist hann telja sig hafa
heyrt sáttatón í oddvitum allra flokkanna.
Hann vildi ekki tjá sig um þann möguleika
að Ingibjörg Sólrún tæki sér frí frá stjórn-
un borgarinnar meðan hún færi í framboð.
Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylking-
ar í R-listanum, segist umfram allt vilja að
Reykjavíkurlistinn starfi áfram. ?Borgarbú-
ar hafa treyst okkur til að vinna saman og í
mínum huga kemur ekkert annað til greina.
T.d. útiloka ég algjörlega meirihlutasam-
starf með Sjálfstæðisflokknum í borginni.? 
Krafa oddvita VG og Framsóknarflokks vegna framboðs borgarstjóra
Hætti við eða láti af
störfum fyrir 1. febrúar
L52159 Borgarstjóri/10
STOFNAÐ 1913 301. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 2002 mbl.is
Óþreyja
á aðventu
Börnin hafa beðið spennt, en í
kvöld rennur stundin upp 36
Jólahald Línu
Langsokks
Með jólatréð á höfðinu dansaði Lína
Langsokkur á aðfangadag 35
Turnarnir
á toppinn
Öðrum hluta Hringadróttinssögu
fagnað vestan hafs Fólk 65
STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum sögðust í gær
óttast að Norður-Kóreumenn gætu framleitt
nokkrar kjarnorkusprengjur á næstu mánuðum
eftir að þeir fjarlægðu eftirlitsbúnað úr kjarnorku-
veri sem var lokað samkvæmt samningi ríkjanna
frá árinu 1994. Stjórn George W. Bush Bandaríkja-
forseta skoraði á Norður-Kóreumenn að setja eft-
irlitsbúnaðinn aftur á sinn stað og hætta við að taka
kjarnorkuverið í notkun.
Demókratinn Joseph Biden, fráfarandi formað-
ur utanríkismálanefndar öldungadeildar Banda-
ríkjaþings, sagði að Bandaríkjunum stafaði meiri
hætta af kommúnistastjórninni í Norður-Kóreu en
gereyðingarvopnum Íraka. ?Ef þeir rjúfa innsiglin
á þessum hylkjum [í kjarnorkuverinu] geta þeir
búið til fjórar til fimm kjarnorkusprengjur til við-
bótar hefji þeir vinnsluna ? það er innan árs.?
Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Banda-
ríkjanna, sagði að Norður-Kóreumönnum skjátl-
aðist ef þeir héldu að Bandaríkjamenn væru of
gagnteknir af Írak til að geta hafið hernað í Norð-
ur-Kóreu. Bandaríkjamenn gætu háð stríð í tveim-
ur löndum ef þörf krefði en ?skynsamlegra? væri
að leysa deiluna með öðrum hætti.
Taldir geta
framleitt
kjarnavopn
Meiri hætta sögð stafa
af N-Kóreu en Írak
Washington. AP.
L52159 Harma ákvörðun/14
Morgunblaðið/Ásdís
Gleðileg jól
VIKTOR Emmanuel, sonur síðasta konungs Ítalíu,
sneri aftur til heimalandsins í gær með fjölskyldu
sinni eftir að hafa verið í útlegð í 56 ár. Fjöl-
skyldan átti 20 mínútna einka-
fund með Jóhannesi Páli páfa II
og sneri aftur til Sviss í gær-
kvöldi. 
Viktor Emmanuel, sem er 65
ára, er sonur Umbertos II, síð-
asta konungs Ítalíu, og var níu
ára þegar konungsfjölskyldan
var send í útlegð árið 1946
vegna stuðnings hennar við fas-
istastjórn Benitos Mussolinis. 
Fjölskyldan barðist árum
saman fyrir því að fá að fara
aftur til Ítalíu. Fyrr á árinu samþykkti þing lands-
ins lög sem heimila Viktor Emmanuel og syni hans
að snúa þangað aftur eftir að fjölskyldan lýsti því
formlega yfir að hún afsalaði sér tilkalli til valda.
Hálfrar aldar 
útlegð lokið
Róm. AP.
Viktor 
Emmanuel
46 manns létu lífið í gær þegar flugvél af Antonov-
gerð hrapaði nálægt borginni Isfahan í Íran, að
sögn íranskra fjölmiðla í gærkvöldi.
Vélin var á leiðinni frá Tyrklandi til Írans þegar
hún hrapaði um kl. 16 að ísl. tíma. Að sögn íranska
ríkisútvarpsins fórust allir í vélinni, flestir þeirra
Úkraínumenn sem voru á leið til Írans vegna jóm-
frúrferðar flugvélarinnar Íran-140, sem Íranar
smíðuðu í samstarfi við Úkraínumenn. Nokkrir
Rússar voru einnig í vélinni sem fórst.
Tugir farast 
í flugslysi
Teheran. AFP.
???
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72