Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 33
ÞÓTT helgimyndir séu oft brot-
gjarnar þegar á reynir eru þær samt
ótrúlega lífseigar og hanga oft í lausu
lofti lengi eftir að stöpullinn undan
þeim hefur verið fjarlægður. Þannig
er með þjóðskáldin, Jónas Hallgríms-
son og Einar Benediktsson. Áhugi
manna á lífi þeirra og örlögum kemur
mér stöðugt á óvart, ekki síst í ljósi
þess að verulegur hluti ljóða þeirra á
ekki lengur brýnt erindi til okkar. Sá
stígur veruleikans sem þeir ferðuðust
um er löngu horfinn í sinu fortíðar-
innar. En auðvitað voru þeir snjallir
höfundar og margt í ljóðum þeirra
hefur staðist ágjöf tímans. En svo er
um fleiri sem ekki hafa notið náðar
ódauðleikans. 
Eitt súrrealískasta deilumál 20.
aldarinnar fjallaði um bein Jónasar
Hallgrímssonar, uppgröft þeirra og
flutning hingað til lands frá Dan-
mörku. Það var svo súrrealískt að það
byrjaði í anda þeirrar stefnu á dul-
mögnun og því að rödd Jónasar barst
í gegnum aðra rödd og bað um að fá
að hvíla á æskuslóðum sínum: ,,Þar
sem var mín vagga / vil ég hljóta
gröf.?
Flestir Íslendingar þekkja þetta
mál og henda gaman að því, ekki síst
af því að á þessum tíma, um miðja 20.
öldina, vildu menn baða sig í ljósi
þjóðskáldsins og ef marka má nýtt rit
Jóns Karls Helgasonar sem hann
nefnir Ferðalok, laugast af ódauð-
leika þess með því að flytja jarðnesk-
ar leifar Jónasar til Íslands. Vissu-
lega hlutu þátttakendurnir í leiknum
brot eilífðarinnar í sinn hlut en þó lík-
lega ekki þau brot sem þeir hefðu
kosið því að allt varð málið með ólík-
indum hlægilegt. Átök stóðu um brot-
in bein skáldsins, eignarréttinn á leif-
um þess og kannski líka anda þess og
upp komu efasemdir um að líkams-
leifarnar væru af skáldinu. Kunn er
umfjöllun Halldórs
Laxness um allt þetta
beinamál í Atómstöð-
inni og nýlega hefur
Milan Kundera tekið
þetta efni til umfjöll-
unar í bók sinni Fá-
fræðinni.
Ritverk Jóns Karls,
Ferðalok, fjallar um
þessi ferðalok Jónas-
ar. Þótt ritið sé í eðli
sínu fræðirit velur
hann því eins konar
skáldsöguform. Bygg-
ing þess er tvíþætt.
Annars vegar er
tveggja síðna bréf úr
náinni framtíð til dönsku vísindaaka-
demíunnar sem tengist beiðni ís-
lenskra stjórnvalda um athugun aka-
demíunnar á beinum skáldsins með
það að markmiði að kanna hvort þau
séu í raun líkamsleifar Jónasar og
hins vegar löng og ítarlega greinar-
gerð eða skýrsla til þessarar akadem-
íu um málið og þá sem tjáð sig hafa
um það.
Það er ýmislegt fleira sem minnir á
skáldskap í þessu verki. Greinargerð-
in hefur að vísu yfir sér fræðilegt yf-
irbragð og einkennist oft af rök-
leiðslu. En á bak við hana er þó engin
eiginleg frumrannsókn. Hún byggir í
öllum meginatriðum á því sem aðrir
hafa sagt og skrifað um málið.
Skýrsluhöfundur fer eigin leiðir, velt-
ir vöngum, ber atburði og verk saman
við önnur verk og jafnvel lítt skyld og
langsótt, leikur sér að þversögnum
og gamanmálum, daðrar við heim-
spekina og hegðar sér á margan hátt
fremur sem skáldsagnapersóna en al-
varlegur fræðimaður. Stíllinn minnir
jafnvel stundum á stíl rit-
höfunda á borð við Kund-
era með ótal smáfrásögum
sem fléttast saman um
hugmyndalegan kjarna.
Og þá ekki síður leikur
höfundar með hugtök á
borð við ódauðleika, lítinn,
stóran og jafnvel hlálegan.
Eigi að síður er rétt að
líta á verkið sem fræðilegt
rit öðrum þræðinum. Það
er hugsað sem umræðurit
þótt höfundur hafi kannski
minni áhuga á beinunum
sjálfum og örlögum þeirra
en því hvaða hlutverk þau
leika í klukkuverki sam-
félagsins. Skýrsluhöfundur orðar
þetta svo: ,,Persónulega skiptir mig
engu máli hvar bein Jónasar eru nið-
ur komin ? einu leifar skáldsins sem
mig varðar um eru á vísum stað í
bókaskápnum mínum inni í stofu.
Aftur á móti þykir mér beinamálið
vera afar forvitnilegt viðfangsefni.
Líkt og fram hefur komið afhjúpar
það vissa grundvallarþætti íslenska
þjóðríkisins þar sem það snýst meðal
annars um pólitísk ítök, eignarrétt á
menningarfyrirbærum og táknrænt
og menningarlegt auðmagn, auk þess
að hafa sínar spíritísku skírskotanir.?
Hér er því á ferðinni skáldfræðirit
af bestu gerð. Með því að velja þetta
form á umfjöllun sína kemur höfund-
ur sér fyrir í írónískri fjarlægð og
jafnvel yfirborðshlutleysi. Eigi að síð-
ur kemur hann lymskulega að þeim
viðhorfum að í reynd snúist beinamál
Jónasar meira um þátttakendurna og
þörf þeirra til að baða sig í ljósi
skáldsins, líkt og Halldór Laxness og
Milan Kundera ýja að í verkum sín-
um, og hlutverki skáldsins í því ljósi. 
Það hlutverk hefur nefnilega
breyst frá því á dögum þjóðskáld-
anna. Því hafa grafir þeirra í hinu ís-
lenska Panþeon öðru hlutverki að
gegna en þau gerðu um miðja síðustu
öld. Nytsemisgildi skáldanna hefur
vikið fyrir markaðsgildinu. Mér
finnst ég geta lesið það út úr bók Jóns
að þeir séu helgimyndir, þjóðardýr-
lingar, notaðir sem hugmyndalegur
gjaldmiðill. Að því er jafnvel ýjað í lok
bókar að þjóðargrafreiturinn bíði
þriðja skáldsins, kannski eftir 25 ár
til að fullkomna þrenninguna. Benda
má á talan þrír er heilög tala. Við
ræðum um þríeinan guð, Jónas var
jarðaður þrisvar sinnum en hver er
hinn þriðji sem gengur þar í átt til
þessa grafreits? Er það kannski Hall-
dór Laxness, helgimyndabrjóturinn
snjalli. Það væri svo sem eftir hinum
gráglettnu örlögum að taka þannig í
taumana. Á þennan möguleika bendir
höfundur a.m.k. á glottandi í lok bók-
ar. 
Mér sýnist Jón Karl Helgason ná
fram sínu markmiði með þessu riti.
Því er bersýnilega ætlað að vera um-
ræðurit, ekki endilega um beinamálin
sem slík sem bókin snýst þó um held-
ur kannski ekki síður um hlutverk
helgimynda samtímans, hlutverk
skáldsins og um hið táknlega og
menningarlega auðmagn sem það
skapar. En verk hans er einnig fram-
lag í umræðuna um hvað er skáld-
skapur og hvað fræði. Er t.a.m.
fræðirit sem þykist vera skáldrit ekki
alveg jafnmerkilegt framlag til fræði-
legrar og hugmyndalegrar umræðu
og svokölluð hlutlæg fræði? Mér virð-
ist raunar flest öll fræði vera huglæg-
ari en menn vilja vera láta. Í skáld-
fræðiriti er engin tilraun gerð til
raunverulegrar hlutlægni. Sú gervi-
hlutlægni sem ritið hefur fram að
færa er augljóslega lituð af skoðun-
um sögumanns og höfundar og því í
reynd huglægni. Er hugsanlegt að sú
huglægni sé þegar upp er staðið heið-
arlegri en svokölluð hlutlægni?
Helgimyndir
í lausu lofti 
BÆKUR
Skáldfræðirit
eftir Jón Karl Helgason. 
Bjartur 2003 ? 144 bls.
FERÐALOK 
Skafti Þ. Halldórsson
Jón Karl Helgason 
FYRIR rétt tæpum fjögur hundr-
uð árum samdi ítalska tónskáldið
Claudio Monteverdi óperuna Orfeo.
Hún er jafnan talin fyrsta fullgilda
ópera tónlistarsögunnar og sögð
marka upphaf barokktímans í tónlist.
Nemendur við Tónlistarskóla Kópa-
vogs urðu í gærkvöldi fyrstir til þess
að setja óperuna á svið hér á landi. En
í hverju felst gildi verksins og hvers
vegna er það jafnbyltingarkennt og
margir vilja vera láta? 
Claudio Monteverdi réðst ungur
við hirð hertogans af Montova sem
hljóðfæraleikari og tónskáld. Hertog-
inn og synir hans tveir voru líkt og
margir aðrir menntamenn á Ítalíu um
aldamótin 1600 miklir áhugamenn um
endurreisn gríska harmleiksins. Þeir
höfðu orðið vitni að músíktilraunum
aðalsmanna í Flórens þar sem grískir
harmleikir voru settir á svið með
nýrri tegund tónlistar, svokölluðu
sönglesi með einföldum sembal-, lútu-
eða orgelundirleik. Þeir fólu Monte-
verdi að semja verk í þessum anda og
Antonio Striggio var fenginn til þess
að semja textann.
Monteverdi og Striggio byggja 
Orfeo að stórum hluta á sönglesi en
nýta einnig mörg annars konar form
sem lífga upp á verkið og gera það
fjölbreytilegra fyrir vikið. Þar er ekki
aðeins einradda söngles heldur einnig
tví- og þríradda, jafnvel fimmradda
madrígalar hljóma og inn á milli er
skotið dönsum og millispili.
Í stað þess að atburðarásin hefjist
strax stígur tónlistargyðjan á svið og
býður gesti velkomna; hún kveðst
munu segja gestum söguna af 
Orfeusi, slyngum líruleikara sem fékk
steina til að vikna og gerði óargadýr
þæg sem lömb með líruleik sínum. Í
fyrsta þætti kynnumst við Orfeusi og
vinum hans. Hirðar og dísir syngja og
leika á grösugum völlum og Orfeus
hyllir konu sína Evridísi. Hirðarnir
taka undir, ýmist einir sér eða í fimm-
radda madrígölum og hljóðfærin
skeyta saman söng þeirra með stutt-
um ?sinfóníum?.
Umbreytist í 
einu vetfangi
Í öðrum þætti birtist sendikona og
færir Orfeusi þau harmatíðindi, að
Evridís hafi fallið fyrir eiturnöðru.
Monteverdi beitir tvennskonar með-
ulum til þess að marka þessi straum-
hvörf í tónlistinni. Í fyrsta lagi verður
hún sífellt fjörugri þar til sendikonan
birtist en umbreytist þá í einu vet-
fangi og verður hæg og drungaleg. Í
öðru lagi er upphafsstef sendikon-
unnar með mörgum ómstríðum tón-
um sem koma engan veginn heim og
saman við þær hljómfræðireglur sem
giltu í tónlist þess tíma. Upphafsstef
sendikonunnar er endurtekið hvað
eftir annað í þættinum, ýmist sem
einsöngur eða fimm radda madrígali.
Til að magna spennuna milli Orfeusar
og sendikonunnar mynda hljómarnir
við laglínur hvors um sig sterkar and-
stæður, líkt og persónurnar séu hvor
af sínum heimi. Í lok þáttarins tekur
hetjan þá afdrifaríku ákvörðun að
kveðja himin, jörð og sól og halda til
undirheima að endurheimta Evridísi.
Þriðji og fjórði þáttur gerast í Had-
esarheimi. Á meðal hirða og dísa í
fyrsta og öðrum þætti léku sætlegar
fiðlur og flautur en í undirheimum
drynja málmblásturshljóðfæri og
ómstrítt orgel, svokallað regal, en það
þótti ómissandi í óperum 17. aldar
þegar leikurinn barst til undirheima.
Orfeus kemur að ánni Akkeron
sem skilur að lifendur og dauða. Þar
bíður hans ferjumaðurinn Karon. Sá
undrast að lifandi maður skuli voga
sér á þessar slóðir. Monteverdi lætur
Orfeus svæfa ferjumanninn með flúr-
aðri aríu. Arían á sér tæpast sína líka í
óperusögunni. Hún krefst fullkomins
valds á söngtækni 17. aldar, mikið ber
á hröðum hlaupum, geitatrillum og
öðru því sem þá þótti prýða góðan
söng. Að lokum kemst Orfeus yfir
fljótið.
Honum til happs talar Próserpína,
drottning undirheima, máli hans
frammi fyrir konunginum Plútón. Sá
er allt annað en mjúkur á manninn en
verður að endingu við bón konu sinn-
ar. Ræða hans hljómar kaldranaleg
við hráan undirleik regalsins og and-
arnir skelfa ástvinina sem mest þeir
mega meðan þau feta úr myrku djúp-
inu. Orfeus brýtur bann Plútóns, lítur
Evridísi augum og sér á eftir henni
um leið niður í skuggaríkið. Hann
þráir að fylgja henni niður í myrkrið
en er hrakinn upp í ljósið við ofsa-
kennda hljómsetningu Monteverdis.
Hvað eftir annað sýnir tónskáldið að
túlka megi hugarástand persónanna
með hljómsetningu laglínunnar einni
saman.
Rífa söngvarann á hol
Í fimmta og síðasta þætti reikar
Orfeus um lendur Þrakíu. Í goðsög-
unni leggur hann upp frá þessu fæð á
konur og þær launa honum með því
að rífa söngvarann á hol. Slíkur endir
var óhugsandi í verki Monteverdis og
Striggios. Hertoginn af Montova sá
sjálfan sig í persónu Orfeusar og lít-
ilmótlegur dauðdagi var honum ekki
sæmandi. Í stað þess stígur Apollon,
faðir Orfeusar og æðstur grískra
guða af himnum ofan. Hann hvetur
drenginn til þess að halda með sér til
himna, þar bíði hans gleði og friður.
Þeir feðgar stíga saman til himna,
svífandi á skýi, en hirðar og dísir
syngja hetjunni Orfeusi lof á jörðu
niðri.
Á endurreisnartímanum í tónlist
var söngvarinn ávallt hluti af kórnum.
Í Orfeo stígur hann fram og gerist
sjálfstæður túlkandi tónlistar.
Hljóðfæraleikararnir standa vissu-
lega í skugga söngvaranna í Orfeo en
þeir leika engu að síður nokkrum
sinnum einleik. Bylting verður í hljóð-
færasmíði á 17. öld og hljóðfærin sem
Monteverdi notar í upphafi aldarinn-
ar eru í lok barokktímans flest horfin
af sjónarsviðinu. Á 18. öld víkur söng-
listin úr hásæti fyrir hljóðfæratónlist-
inni. Þannig markar Orfeo upphafið
að miklu umbrotaskeiði í sögu vest-
rænnar tónlistar auk þess að vera enn
þann dag í dag tónskáldum sígild fyr-
irmynd í óperusmíði.
Orfeo: Fyrsta
ópera sögunnar 
Höfundur stjórnar flutningi á Orfeo
eftir Monteverdi. 
Eftir Gunnstein 
Ólafsson
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Orfeo æfður í Salnum. Flutningurinn verður endurtekinn í dag kl. 16.
Cantica ? Lof-
söngvar Biblíunn-
ar í samantekt
Jakobs Ágústs
Hjálmarssonar
dómkirkjuprests.
Í bókinni er að
finna lofsöngva úr
Biblíunni, bæði úr
Gamla og Nýja
testamentinu en einng þrjá forna
kirkjulega lofsöngva annars staðar
frá.
?Þessir lofsöngvar styrkja bænalíf
þeirra er hafa þá um hönd, opna nýja
sýn og svala leitandi bænahuga nú-
tímamannsins,? segir í fréttatilkynn-
ingu.
Útgefandi er Skálholtsútgáfan ? út-
gáfufélag þjóðkirkjunnar. Bókin er 70
bls. Verð: 1.390 kr.
Lofsöngvar
GRIPLA, 13. árs-
rit Árnastofnunar
er komið út.
Meðal efnis er
grein eftir Gunnar
Karlsson um að-
greiningu löggjaf-
arvalds og dóms-
valds í íslenska
þjóðveldinu þar
sem dregið er í efa að sú aðgrein-
ing sé til marks um að stjórnskipun
Íslendinga á þjóðveldisöld hafi ver-
ið þroskaðri en annarra þjóða. Í
grein sinni ?On Translating Sagas?
fjallar Robert Cook um þýðingar
fornsagna með dæmi af Njáluþýð-
ingum og Njáls saga er einnig við-
fangsefni Kristjáns Jóhanns Jóns-
sonar í grein sem nefnist
?Abraham, Njáll og Byron?. Þá skrif-
ar Sigríður Baldursdóttir um hug-
myndaheim Vopnfirðinga sögu og
fleiri austfirskra sagna. Kristján
Árnason fjallar um hrynjandi í forn-
yrðislagi og ljóðahætti en í grein
Katrínar Axelsdóttur er farið í saum-
ana á neitunum í fornum vísum.
?Skrifandi bændur og íslensk máls-
aga? nefnist grein eftir Harald Bern-
harðsson um íslenska málþróun og
málheimildir. Þá eru í ritinu greinar
um texta- og handritafræði eftir
Sverri Tómasson og Má Jónsson;
einnig eru birtar andmælaræður
Jürgs Glauser og Svanhildar Ósk-
arsdóttur sem fluttar voru við dokt-
orsvörn Aðalheiðar Guðmunds-
dóttur í júní síðastliðnum ásamt
svörum hennar.
Útgefandi er Stofnun Árna Magn-
ússonar á Íslandi en Háskólatúgáfa
sér um dreifingu. Ritið er 323 bls.
Verð: 3.800 kr.
Ársrit 
Skáld um skáld
er gefin út í tilefni
af Viku bók-
arinnar. Hún
geymir tuttugu
greinar eftir jafn
mörg skáld og
fræðimenn um ís-
lenska rithöfunda
og verk þeirra.
Hugmyndin með útgáfunni er að
birta margbreytilegar og persónu-
legar svipmyndir af íslenskum skáld-
skap á tuttugustu öld, skrifaðar af
fóki sem lifir og hrærist í heimi bók-
mennta. Ritstjórar eru Eiríkur Guð-
mundsson og Jón Kalman Stef-
ánsson.
Höfundar efnis eru Andri Snær
Magnason, Ástráður Eysteinsson,
Bragi Ólafsson, Einar Bragi, Geir-
laugur Magnússon, Guðrún Eva Mín-
ervudóttir, Guðrún Helgadóttir, Hall-
grímur Helgason, Jóhann
Hjálmarsson, Jón Kalman Stef-
ánsson, Jón Karl Helgason, Kristján
B. Jónasson, Matthías Viðar Sæ-
mundsosn, Matthías Johannessen,
Óskar Árni Óskarsson, Páll Valsson,
Sigurbjörg Þrastardóttir, Sigurður
Pálsson, Stefán Máni og Þröstur
Helgason. 
Útgefandi er Félag íslenskra útgef-
enda. Bókin er 120 bls., prentuð í
Odda.
Íslenskur 
skáldskapur

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72