Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.05.2003, Blaðsíða 1
Hart barist í Breiðholti ÍR lagði Hauka í annarri við- ureign liðanna Íþróttir 74 Endurfundir diskófjölskyld- unnar í Broadway Fólk 80 Ungt fólk í kosningahug Yfir sautján þúsund ganga að kjörborðinu í fyrsta sinn 10 STOFNAÐ 1913 124. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi 36,1% atkvæða og 23 þingmenn kjörna en Samfylkingin 28,5% og 18 þingmenn ef kosið yrði nú, sam- kvæmt skoðanakönnun Félagsvís- indastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið. Er miðað við þá sem afstöðu tóku í könnuninni, sem lauk í fyrrakvöld. Framsóknarflokkurinn bætir við sig rúmum fjórum pró- sentustigum frá síðustu könnun og nær kjörfylgi sínu í síðustu kosning- um, fær 18,5% stuðning og héldi samkvæmt því 12 þingmönnum sín- um. Samkvæmt þessu fengju stjórn- arflokkarnir 35 þingmenn kjörna af 63. Félagsvísindastofnun bendir á að skiptingu þingsæta beri að taka með fyrirvara þar sem skekkjumörk eru nokkur. Fylgi stjórnarandstöðuflokk- anna minnkar milli kannana Frá könnun Félagsvísindastofn- unar, sem gerð var 27. til 30. apríl sl., hefur Sjálfstæðisflokkurinn bætt við sig 1,4 prósentustigum en fylgi Sam- fylkingarinnar hefur minnkað um 3,5 prósentustig. Framsóknarflokkur- inn hefur sem fyrr segir bætt við sig fjórum prósentustigum. Vinstri hreyfingin – grænt framboð, VG, fengi 8,4% atkvæða, sem er 1,4 pró- sentustigum minna en í síðustu könnun, og fengi fimm þingmenn kjörna, einum færri en flokkurinn hefur í dag. Frjálslyndi flokkurinn fengi 7,6% atkvæða og fimm menn einnig kjörna, er með tvo núna, en þessi niðurstaða er 0,4 prósentustig- um lakari en í síðustu könnun. Nýtt afl fengi 0,9% atkvæða á landsvísu en T-listi Kristjáns Pálssonar og óháðra í Suðurkjördæmi fékk engan stuðn- ing í könnuninni. Könnunin var gerð dagana 5. til 7. maí síðastliðinn en langflest svör fengust fyrstu tvo dagana. Stuðst var við 1.200 manna slembiúrtak úr þjóðskrá er náði til landsmanna á aldrinum 18 til 80 ára. Nettósvörun var 70,6%, 15,4% neituðu að svara og ekki náðist í 14% úrtaksins. Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið Sjálfstæðisflokkur 36,1% – Samfylkingin með 28,5% Framsókn með 18,5% – Stjórnar- flokkar fengju 35 þingmenn af 63  Framsókn/4                         ÞESSIR krakkar áttu í fjörugum samræðum þegar ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á þá þar sem þeir voru á leið heim úr skólanum í rigningunni í gær. Ekki fylgdi sögunni hvert umræðuefnið var hjá krökkunum en líklega er nóg um að tala núna þegar próf standa yf- ir í flestum skólum og sumarfríið einnig á næsta leiti. Morgunblaðið/Kristinn Á leið heim úr skólanum STJÓRNVÖLD í Rússlandi hafa ákveðið að grípa til neyðarráðstaf- ana vegna hættunnar á faraldri af völdum bráðalungnabólgunnar (HABL) en í gær fékkst staðfest að 25 ára gamall Rússi væri haldinn veikinni. Ákveðið hefur verið að herða mjög reglur um ferðir um landamærin að Kína og til greina kemur að loka landamærunum al- veg. Þá hefur flugfélögum verið fyrirskipað að hætta sölu flugfar- miða til Kína, Hong Kong og Taív- an; beinast þær aðgerðir einnig að flugi með fragt og póstsendingar. Líðan Rússans, sem nú er vitað að þjáist af HABL, var sögð „alvar- leg en stöðug“. Maðurinn liggur á sjúkrahúsi í bænum Blagoveschch- ensk, nálægt landamærunum að Kína, en grunur leikur á að 25 til viðbótar hafi sýkst í Rússlandi. Rússland og Kína deila mörg þús- und kílómetra löngum landamær- um og miða aðgerðir stjórnvalda að því að koma í veg fyrir útbreiðslu HABL til Rússlands, en sem kunn- ugt er hefur Kína orðið verst úti í bráðalungnabólgufaraldrinum. 14–15% sýktra deyja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf í gær út viðvörun vegna óþarfa ferðalaga til tveggja héraða í Kína til viðbótar, Tianjin og Innri- Mongólíu, sem og til Taípei, höf- uðborgar Taívans. Þá tilkynnti WHO að rannsóknir sýndu nú að HABL drægi sýkta til dauða í 14– 15% tilfella. Áður hafði verið talið að hlutfallið væri 5–6%. Meiri hætta er á því að veikin dragi eldra fólk til dauða, þar af er talið að helm- ingslíkur séu á því að fólk eldra en 65 ára deyi, sýkist það af HABL. Reuters Flugvél affermd í Peking í gær. Hugleiða lokun landa- mæranna að Kína Moskvu, Genf. AFP. BANDARÍKJAMENN vilja að Írakar sjái sjálfir um að sækja Sadd- am Hussein til saka, finnist hann yf- irhöfuð á lífi. Sennilegt er að settur verði á laggirnar sérstakur dómstóll til að fjalla um mál Saddams og helstu ráðgjafa hans. „Það er almenn samstaða um að réttað skuli yfir fólki, sem á árum áð- ur braut af sér gagnvart írösku þjóð- inni, innan íraska dómkerfisins,“ sagði Clint Williamson, bandarískur ráðgjafi íraska dómsmálaráðu- neytisins, í gær. Sagði hann að dómarar í réttar- höldum yfir Saddam yrðu íraskir og að íraskir saksókn- arar myndu sjá um allan málarekstur. Dómstólar í Írak tóku aftur til starfa í gær og sagði Williamson að þeir myndu almennt styðjast áfram við írösk lög. Ekkert væri að írösku réttarkerfi í sjálfu sér, því hefði hins vegar verið misbeitt gróflega í stjórnartíð Saddams. Lagði hann áherslu á að allir yrðu jafnir fyrir lögunum í Írak og að jafnvel hátt- settir embættismenn yrðu látnir sæta refsingum. Þá sagði Williamson að ekki yrðu liðin nein afskipti af hálfu Breta eða Bandaríkjamanna. Írakar rétti yfir Saddam Bagdad. AP. Clint Williamson EVRAN, sameiginlegur gjald- miðill tólf ríkja Evrópusam- bandsins, styrktist mjög í gær á kostnað breska pundsins og Bandaríkjadals. Jafngildir ein evra nú 71,87 breskum pensum og 1,15 Bandaríkjadal. Gengi evru gagnvart pund- inu er nú hærra en nokkru sinni fyrr, og aðeins fyrstu dagana eftir að evran var tekin í notkun sem viðskiptaeining 1. janúar 1999 var gengi hennar álíka hátt gagnvart dollaranum. Skýringin á þessum hrær- ingum er sögð tengjast ákvörð- un Seðlabanka Evrópu í gær um að breyta ekki vöxtum á evrusvæðinu, en þeir eru nú 2,5%. Vextir í Bandaríkjunum eru hins vegar 1,25% og skýrir þetta hvers vegna fjárfestar selja nú dollara og kaupa evrur. Hækkun evru gagnvart dollar- anum undanfarnar sex vikur nemur alls níu prósentustigum. Veruleg hækkun á evrunni New York. AFP, AP. Með fiðring í tánum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.