Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 137. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Stuttir Íslendingar Tíu íslenskar stuttmyndir á kvikmyndahátíð á Ítalíu Fólk 50 Enn vekur Bergljót Jónsdóttir athygli í Noregi Listir 24 Sundfötin í sumar Strandtískan þá, nú og á næstunni Daglegt líf 1/7 Hristir upp í Björgvin TVEIR nýir ráðherrar, Björn Bjarnason frá Sjálfstæðisflokki og Árni Magnússon frá Framsóknar- flokki, taka strax sæti í fjórða ráðu- neyti Davíðs Oddssonar, sem tekur við völdum á ríkisráðsfundi á Bessa- stöðum í dag. Tveir aðrir nýir ráð- herrar bætast í ríkisstjórnina á næstu misserum, þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Sigríður Anna Þórðardóttir frá Sjálfstæðis- flokki. Sólveig og Tómas úr stjórn Þingflokksfundur Sjálfstæðis- flokksins samþykkti í gærkvöldi ein- róma tillögu Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra um breytta ráð- herraskipan. Sólveig Pétursdóttir víkur úr ríkisstjórninni og Björn Bjarnason verður dóms- og kirkju- málaráðherra í hennar stað. Sólveig verður fyrst í stað 2. varaforseti Al- þingis en tekur við embætti forseta þingsins haustið 2005 af Halldóri Blöndal. Tómas Ingi Olrich mun áfram gegna embætti menntamála- ráðherra til áramóta, en næsta vor verður hann sendiherra í París. Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir tekur við menntamálaráðuneytinu um ára- mótin. Þá mun Sigríður Anna Þórð- ardóttir taka við embætti umhverf- isráðherra þegar það kemur í hlut Sjálfstæðisflokksins 15. september á næsta ári. Ein breyting hjá Framsókn Á þingflokksfundi Framsóknar- flokksins í gær samþykktu þing- menn jafnframt tillögu Halldórs Ás- grímssonar, formanns flokksins, um nýjan ráðherra í stað Páls Péturs- sonar, sem hverfur af þingi. Árni Magnússon, nýkjörinn þingmaður Reykvíkinga, tekur við félagsmála- ráðuneytinu af Páli. Sama fólk gegn- ir áfram öðrum ráðherraembættum Framsóknarflokksins fram til 15. september á næsta ári, en þá verður Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra og flokkurinn lætur utanrík- isráðuneytið og umhverfisráðuneyt- ið af hendi til Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarsáttmáli samþykktur Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og miðstjórn Framsóknarflokksins samþykktu í gærkvöld stjórnarsátt- mála þann, sem formenn flokkanna höfðu náð samkomulagi um og heim- iluðu myndun ríkisstjórnarinnar. Í dag verður haldinn síðasti ríkisráðs- fundur fráfarandi ráðuneytis fyrir hádegi og fjórða ráðuneyti Davíðs Oddssonar tekur við. Björn, Árni, Þorgerður og Sigríður ráðherrar Sólveig Pétursdóttir verður þingforseti haustið 2005  Tómas I. Olrich verður sendiherra í París næsta vor Morgunblaðið/Sverrir Sólveig Pétursdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir faðmast að lokn- um þingflokksfundi sjálfstæðismanna í gærkvöldi. Sigríður Anna Þórð- ardóttir fylgist með. Björn Bjarnason og Árni Magnús- son setjast í ríkisstjórn í dag.  Stjórnarmyndun/4, 28 AÐ minnsta kosti 1.092 létu lífið og nærri sjö þúsund slösuðust í jarð- skjálftanum í Norður-Alsír á mið- vikudag. Talsmenn stjórnvalda ótt- ast að tala látinna eigi enn eftir að hækka. Fjöldi fólks er enn grafinn undir rústum húsa sem hrundu í skjálftanum sem mældist um 6,7 á Richter-kvarða. Hundruð manna eru á lista yfir þá sem enn er sakn- að. Björgunarmenn vinna nú myrkr- anna á milli og án tilhlýðilegs bún- aðar við að leita að fórnarlömbum náttúruhamfaranna. Flestra er leit- að í borginni Boumerdes, um fimm- tíu km austur af höfuðborginni Al- geirsborg. Þar er vitað um minnst 624 látna en um 457 í Algeirsborg. Abdelaziz Bouteflika, forseti lands- ins, heimsótti Boumerdes og svæðið þar í kring í gær. Hann hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í Alsír í kjölfar skjálftanna. Jarðskjálftinn varð um kvöldmat- arleyti á miðvikudag er flestir snæddu kvöldverð á heimilum sín- um. Fólk ráfaði um grátandi í rúst- unum í gær, leitaði ættingja sinna og gróf í rústunum með berum höndum. Þá sefur fjöldi manna á götum úti af ótta við eftirskjálfta. Íslendingar í viðbragðsstöðu Frakkar og Þjóðverjar sendu sveitir sérþjálfaðra björgunarmanna með leitarhunda til Alsír í gær. Ís- lenskir björgunarmenn voru jafn- framt í viðbragðsstöðu ef kallað yrði út alþjóðlegt lið sérfræðinga til að leita í húsarústunum. Fjölmargar þjóðir og hjálparsamtök hafa boðið fram aðstoð sína. Að því er fram kemur á fréttavef BBC var skjálftinn svo öflugur að hann fannst alla leið til Spánar, hin- um megin Miðjarðarhafsins. Eyðileggingin í Alsír er mikil og nær frá Algeirsborg til fjölmargra borga og bæja austan við hana. Þetta er mannskæðasti skjálfti sem orðið hefur í Alsír, sem er mikið jarðskjálftaland, frá árinu 1980 en þá fórust 3.000 manns í jarðskjálfta sem mældist 7,5 stig. Meira en eitt þúsund manns fórst í skjálftanum í Alsír Algeirsborg. AFP. Reuters Íbúar í Boumerdes-borg í Norður-Alsír fylgjast með björgunarmönnum leita fólks í rústum 78 íbúða húss sem hrundi í skjálftanum á miðvikudag. Talið er að allt að 350 manns séu grafnir undir rústum þessa húss.  Fjöldi fólks/18 Nær sjö þúsund slösuð og hund- raða saknað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.