Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STÆRSTA veitingaþjónustu-
fyrirtæki heims, Universal Sod-
hexho (US), hyggst ráða á
sjötta tug starfsmanna vegna
framkvæmda við Kárahnjúka.
Hjá fyrirtækinu starfa 325.000
manns um heim allan.
US á Íslandi ehf. auglýsti eft-
ir fólki í ýmis störf, þ. á m. mat-
reiðslu og ræstingar, í Morg-
unblaðinu á sunnudag. Ráðnir
verða 60 starfsmenn í 40 stöðu-
gildi. Starfsstöðvar verða í
vinnubúðum Impregilo á Aust-
urlandi. Skrifstofa US á Íslandi
er á Egilsstöðum. 
Í samtali við Morgunblaðið í
gær sagðist Marit Teigland, yf-
irmaður fyrirtækisins í Noregi
og verðandi stjórnarformaður
hjá íslenska félaginu, hlakka til
að takast á við verkefnið.
?Við byrjum oft á því að taka
að okkur afmörkuð, tímabund-
in verkefni til að komast inn í
nýtt land og þróum svo starf-
semina út frá því.? Hún segist
ekki vita með hvaða hætti starf-
semi US verður eftir að fram-
kvæmdum við Kárahnjúka lýk-
ur en stefnt sé að því að byggja
upp fyrirtæki í US-keðjunni
hér. Meðal verkefna sem US
hefur tekið að sér er þjónusta
við byggingaverkamenn í Erm-
arsundsgöngum og á nýjum
flugvelli í Hong Kong. 
Að sögn Marit Teigland hef-
ur US mikla reynslu af því að
starfa á viðkvæmum svæðum
þar sem þörf er á sérstökum
lausnum varðandi sorp og
fleira.
Stærsta veit-
ingafyrirtæki
heims í 
Kárahnjúkum
FYRIR dyrum stendur að setja upp
söngleiksútgáfu af söngmynd Lars
von Trier, Myrkradansaranum
(?Dancer in the Dark?), þar sem
leikur Bjarkar Guðmundsdóttur og
textar hennar og Sjón léku lyk-
ilhlutverk. Enn hefur engin loka-
ákvörðun verið tekin um fram-
leiðsluna en á dögunum fór þó fram
þróunarleiklestur á verkinu. Í hon-
um tóku meðal annars þátt Lili
Taylor (sem lék í Á köldum klaka),
Blair Brown (sem leikur í Dogville
Lars von Triers), Zeljko Ivanek
(sem lék í Myrkradansaranum) og
Denis O?Hare. Það er New York
Theatre Workshop sem heldur utan
um þróun söngleiksins.
Björk Guðmundsdóttir og Cather-
ine Deneuve í Myrkradansaranum.
Myrkradans-
arinn á svið í
New York?
LEIÐTOGAR átta helstu iðnríkja
heimsins lögðu í gær hart að Írönum
og Norður-Kóreumönnum að haga
sér í samræmi við alþjóðasamninga
um kjarnorkuframleiðslu. Þá lögðu
þeir áherslu á að hefta yrði frekari
útbreiðslu kjarnorkuvopna og ráða
niðurlögum alþjóðlegra hryðju-
verkahópa. Sagði í lokayfirlýsingu
leiðtoganna, sem funduðu í franska
bænum Evian, að alþjóðleg hryðju-
verk væru nú helsta ógnunin við
stöðugleika í heimsmálunum.
Fundurinn í Evian var merkilegur
fyrir þá sök að þar hittust þeir
George W. Bush Bandaríkjaforseti
og Jacques Chirac Frakklandsfor-
seti í fyrsta skipti frá lokum Íraks-
stríðsins, en sá síðarnefndi beitti sér
mjög gegn því að ráðist yrði á Írak.
Var eftir því tekið að vel virtist fara á
með þeim Bush og Chirac en þeir
áttu stuttan einkafund í gær.
Í sameiginlegri yfirlýsingu leið-
toga ríkjanna átta ? Bandaríkjanna,
Bretlands, Frakklands, Þýskalands,
Kanada, Japans, Ítalíu og Rússlands
? var sjónum sérstaklega beint að
hryðjuverkaógninni. Sagði þar að
samfélag þjóðanna þyrfti að halda
uppi öflugu vopnaeftirliti, setja
strangari reglur um vopnaútflutning
og ?beita öðrum úrræðum, ef með
þarf? til að bregðast við ógninni sem
af útbreiðslu gereyðingarvopna staf-
ar.
Athygli vakti að lokayfirlýsing
fundarins innihélt sérstaka aðvörun
til yfirvalda í Norður-Kóreu og Íran
? en sem kunnugt er nefndi Bush
þessi ríki, ásamt Írak, ?öxul hins illa?
í ræðu fyrir rúmu ári. ?Við hvetjum
Norður-Kóreu eindregið til að hætta
við, þannig að enginn vafi leiki á, öll
áform um framleiðslu kjarnorku-
vopna,? sagði í yfirlýsingunni. Sagði
ennfremur að N-Kóreustjórn hefði
sannanlega gerst brotleg við al-
þjóðasamninga um þessi efni sem
hún þó hefði skrifað undir.
Þá sögðust leiðtogar G-8-ríkjanna
myndu fylgjast grannt með kjarn-
orkuáætlunum stjórnvalda í Íran en
sumir óttast að Íranar hyggist byrja
að þróa kjarnorkuvopn.
Efnahagsmál voru einnig á dag-
skrá fundarins í Evian. Hétu leið-
togarnir átta því að vinna saman að
því að koma hjólum efnahagslífsins
af stað á ný eftir nokkra niðursveiflu.
Sendu N-Kóreu 
og Íran viðvörun
Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims sammála um 
nauðsyn þess að hefta útbreiðslu gereyðingarvopna
STOFNAÐ 1913 149. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Öskjuhlíðin
kvödd
Síðustu dagarnir í Vestur-
hlíðarskóla Höfuðborg 17
Konunglegur 
ballett
Konunglegi danski ballettinn
með tvær sýningar Listir 21
Lokahönd
Hallbjörns
Kántríkóngurinn með nýja plötu
í þessum mánuði Fólk 42
SMÁÞJÓÐALEIKAR Evrópuríkja voru settir á Ta?Qali-
þjóðarleikvanginum á Möltu í gær, þar sem keppendur
frá Íslandi etja kappi við íþróttamenn frá Möltu, Kýpur,
San Marínó, Mónakó, Liechtenstein, Lúxemborg og And-
orra. Gígja Guðbrandsdóttir, Íslandsmeistari í júdó, var
fánaberi hópsins, en alls taka 129 íþróttamenn frá Ís-
landi þátt í leikunum og er það fjölmennasti hópur sem
Íslendingar hafa sent á slíka leika. Að venju var mikið
um að vera á opnunarhátíðinni sem stóð í um þrjár og
hálfa klukkustund. Jaggue Rogge, forseti Alþjóðaólymp-
íusambandsins, IOC, og Eddie Fenech Adami, forseti
Möltu, settu leikana með formlegum hætti. Íþróttir/37
129 íþróttamenn frá Íslandi á Möltu
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, brosir breitt á fundi leiðtoga átta
helstu iðnríkja heims í Evian í Frakklandi í gær. Í baksýn sjást þeir Jacqu-
es Chirac Frakklandsforseti (t.v.) og George W. Bush Bandaríkjaforseti. 
Reuters
Slegið á létta strengi
Evian. AFP.
L52159 Auðvitað getum/14
L52159 Bush lýsir/12
VERKFALL um 12.000 launþega
undanfarnar 26 vikur í Færeyjum er
nú farið að hafa alvarleg áhrif á efna-
hagslíf landsins. Verst hefur vinnu-
stöðvunin komið niður á fiskeldisfyr-
irtækjum, þau tapa miklu fé. 
Vinna hefur stöðvast í öllum fisk-
vinnsluhúsum og á fiskmörkuðum.
Skip í höfuðstaðnum, Þórshöfn, eru
ekki afgreidd og farmur þeirra, þ. á
m. ávextir, grænmeti og kjöt, rotnar
nú í lestunum. Skortur er orðinn á
ýmsum nauðsynjavörum í verslun-
um og á heimilum, meðal annars
kartöflum. Mörg bakarí hafa lokað
vegna þess að hvorki er til mjöl né
ger. Verslunum hefur verið lokað og
talsmenn þeirra segja að ekki verði
opnað á ný fyrr en verkfallinu er lok-
ið. Vegna eldsneytisskorts hafa rútu-
ferðir og ferjusiglingar milli eyjanna
verið felldar niður. 
Verkalýðsfélögin fimm krefjast
þess að laun hækki um minnst átta
krónur, um 90 ísl. kr., á klukkustund
á næstu tveimur árum. Atvinnurek-
endur bjóða launahækkun upp á 5,50
kr., um 67 krónur. 
Verkfall að
lama efna-
hag Færeyja
Þórshöfn. Morgunblaðið.
Íbúar finna fyrir skorti á
ýmsum nauðsynjavörum 
AP
GEIMFERJUNNI Mars Express var
í gær skotið á loft frá Baikonur-
geimferðastöðinni í Kasakstan en
þetta er fyrsti leiðangurinn sem
farinn er á vegum Evrópubúa til að
kanna reikistjörnuna Mars. Gert er
ráð fyrir að förin til Mars taki sjö
mánuði og að könnunarfar lendi á
Mars á jóladag. Aðaltilgangur leið-
angursins er að leita að ummerkj-
um lífs á reikistjörnunni. 
Til Mars á vegum
Evrópumanna
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48