Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913 150. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
15 ára 
með gull
Æfir 13 sinnum í viku og synti 
til sigurs á Möltu Íþróttir B2
Lengi hefur verið beðið eftir
Björk í Hróarskeldu Fólk 44
Gert við
á staðnum
Með sérhönnuðum verkfærum 
er dældin nudduð út Bílar C3
ÍSRAELAR leystu a.m.k. 91 palestínskan fanga úr haldi í gær og nokkrir þeirra eru hér í rútu á leiðinni frá fang-
elsi í Suður-Ísrael. Einn fanganna var sakfelldur fyrir að verða fjórtán manns að bana í sprengjutilræði árið 1975. 
Reuters
Palestínskir fangar leystir úr haldi
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr-
ópusambandsins (ESB) hefur úr-
skurðað að fiskkvótar, sem héraðs-
stjórnir Orkneyja og Hjaltlands hafa
keypt og leigt heimamönnum, sam-
ræmist ekki reglum um innri mark-
að ESB.
Markmiðið með kvótakaupunum
var að koma í veg fyrir að kvótarnir
yrðu seldir úr byggðunum og þeir
voru síðan leigðir útgerðar- og sjó-
mönnum á Orkneyjum og Hjaltlandi
með hagstæðum kjörum. Ákveðið
var að aðstoða þá með þessum hætti
þar sem þeir áttu í erfiðleikum með
að afla fjár til að kaupa kvóta. 
Eftir formlega rannsókn á málinu
komst framkvæmdastjórnin að
þeirri niðurstöðu að aðstoðin hefði
gert sjómönnunum kleift að veiða
upp í kvóta, sem þeir annars hefðu
ekki haft aðgang að, og hún jafngilti
því rekstraraðstoð. Auk þess hefðu
aðeins félagar í samtökum útgerðar-
og sjómanna á eyjunum átt þess kost
að leigja kvótana.
Samningunum verði rift
Að sögn framkvæmdastjórnarinn-
ar styrkir aðstoðin stöðu þessara
sjómanna gagnvart útgerðum utan
Orkneyja og Hjaltlands með ósann-
gjörnum hætti og raskar samkeppn-
inni á innri markaði Evrópusam-
bandsins. Aðstoðin samræmist því
ekki reglum markaðarins og héraðs-
stjórnunum beri að rifta leigusamn-
ingum sem ívilna heimamönnum.
Framkvæmdastjórnin kvaðst þó
ekki krefjast þess að héraðsstjórn-
irnar afturkölluðu aðstoð sem sjó-
mennirnir hafa þegar notið góðs af
þar sem þeir hefðu talið sig hafa
gilda ástæðu til að ætla að ekki væri
um ríkisstyrki að ræða.
Að því er fram kemur í fréttatil-
kynningu frá framkvæmdastjórninni
hafði kvótaaðstoðin sætt gagnrýni
breskra útgerðarmanna sem telja að
hún hafi raskað samkeppninni og
stuðlað að hærra kvótaverði.
Byggðakvótarnir
brot á reglum ESB
Aðstoð við sjómenn á Hjaltlandi sögð raska samkeppni
A. ELIZABETH Jones, aðstoðar-
ráðherra í málefnum Evrópu og As-
íu í bandaríska utanríkisráðuneyt-
inu, kemur í tveggja daga heimsókn
til landsins á morgun og mun þá
m.a. ræða við Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra um bókun um
framkvæmd varnarsamningsins.
Halldór býst við að formlegar við-
ræður um bókunina hefjist í kjölfar-
ið.
Með Elizabeth Jones í för verður
Ian Brzezinski, sem er varaaðstoð-
arráðherra í bandaríska varnar-
málaráðuneytinu og fjallar um mál-
efni Evrópu og Atlantshafsbanda-
lagsins. Hann er sonur Zbigniew
Brzezinski, fyrrum þjóðaröryggis-
ráðgjafa Bandaríkjanna. 
Halldór segir alveg skýrt að ís-
lensk stjórnvöld telji að núverandi
viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli sé
lágmarksviðbún-
aður og að Ísland
þurfi lágmarks-
loftvarnir eins og
öll önnur Evr-
ópulönd. Í gegn-
um tíðina hafi
Bandaríkjamenn
haft ýmsar hug-
myndir um aðra
útfærslu á vörn-
um landsins en þær aldrei komist til
framkvæmda og íslensk stjórnvöld
vilji engar meiri háttar breytingar
gera á núverandi fyrirkomulagi.
?Hins vegar er ljóst að það hafa orð-
ið miklar sviptingar í öryggis- og
varnarmálum og í dag eru allt önnur
sjónarmið en voru fyrir nokkrum ár-
um. Að sjálfsögðu eru þetta atriði
sem við þurfum að fara yfir með
Bandaríkjamönnum,? segir hann. 
A. Elizabeth Jones
NATO
Ráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Madríd í gær. Efri röð
f.v. Joschka Fischer, Þýskalandi, George Papandreou, Grikklandi,
Lásló Kovác, Ungverjalandi, og Halldór Ásgrímsson, Íslandi. Neðri röð
f.v. Annemie Neyts-Uyttebroeck, Belgíu, Solomon Passy, Búlgaríu,
Kristíina Ojuland, Eistlandi, og Maris Riekstins, Lettlandi.
Viðræður um
varnarsamning
FUNDUR fulltrúa verkalýðsfélag-
anna og atvinnurekenda í Færeyjum
í gær bar engan árangur og hinir síð-
arnefndu hvöttu stjórn Anfinns
Kallsbergs, lögmanns Færeyja, til
að stöðva verkfall um 12.000 starfs-
manna í einkafyrirtækjum með
bráðabirgðalögum. 
Ætlunin var að landstjórnin héldi
bráðafund í gærkvöldi til að ræða
verkfallið sem nú hefur staðið í 27
daga. Verkalýðsfélögin eru óánægð
með þá launahækkun sem í boði er
og hafa hafnað málamiðlunum sátta-
semjara. 
Árangurs-
laus fundur
í Færeyjum
Þórshöfn. Morgunblaðið.
L52159 Búið að loka/4
ARABALEIÐTOGAR hétu því á fundi með
George W. Bush Bandaríkjaforseta í Egyptalandi
í gær að berjast gegn hryðjuverkastarfsemi í
Mið-Austurlöndum.
?Við munum halda áfram baráttunni gegn
hryðjuverkaógninni, öfgastefnu og ofbeldi í öllum
myndum ? hvaðan sem ógnin kemur, án tillits til
þess hvernig ofbeldið er réttlætt eða hvaða
ástæður liggja að baki því,? sagði Hosni Mub-
arak, forseti Egyptalands, þegar hann las yfirlýs-
ingu fyrir hönd leiðtoga Jórdaníu, Bareins, Sádi-
Arabíu og palestínsku heimastjórnarinnar. ?Við
beitum öllum mætti laganna til þess að koma í
veg fyrir að ólögleg samtök, þeirra á meðal
hryðjuverkasamtök, fái aðstoð,? sagði Mubarak.
?Leitum eftir sönnum friði?
Leiðtogarnir lýstu einnig yfir stuðningi við svo-
nefndan Vegvísi til friðar í Mið-Austurlöndum
þar sem stefnt er að sjálfstæðu Palestínuríki árið
2005. Mubarak lýsti ekki gagngert yfir stuðningi
við Mahmud Abbas, forsætisráðherra palestínsku
heimastjórnarinnar, og sagði ekkert um hvort
arabaríkin myndu fara að dæmi Egypta og Jórd-
ana og viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis, en það
er mikilvægt skilyrði í friðaráætluninni.
Mubarak sagði að arabaríkin myndu leggja
palestínsku heimastjórninni lið í baráttunni gegn
hryðjuverkum og tryggja að aðstoð þeirra við
Palestínumenn rynni ekki til herskárra hreyf-
inga.
Bush sagði að það væri undir aröbum og Ísr-
aelum komið hvort hægt yrði að koma á friði.
?Við leitum eftir sönnum friði, ekki aðeins hléum
milli fleiri stríða og uppreisna, heldur varanleg-
um sáttum meðal þjóða Mið-Austurlanda.?
Arabaleiðtogar fagna friðarvegvísinum á fundi með Bush Bandaríkjaforseta
Heita því að berjast gegn
ofbeldi og hryðjuverkum
Sharm El-Sheik. AP.
Rokk og 
rólegheit

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48