Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913 151. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Ellefu
verðlaun
Annar keppnisdagur viðburðaríkur
hjá okkar fólki á Möltu Íþróttir 3
Þið eruð
hérna
Tuttugu ára endurvakningu fagnað
með frumsýningu Fólk 49
Árin í 
Hvíta húsinu
Minningar Hillary Clinton um
árin í Hvíta húsinu Erlent 16
HUGMYNDIR eru uppi um að reisa allt að 20
þúsund fermetra IKEA-verslun á Urriðaholti í
Garðabæ næst Reykjanesbraut. Ef af verður
yrði verslunin rúmlega tvöfalt stærri en núver-
andi verslun IKEA í Holtagörðum.
Jóhannes Rúnar Jóhannesson, framkvæmda-
stjóri IKEA, segir fyrirtækið sífellt horfa fram í
tímann með alla rekstrarþætti þess, þar með
talið húsnæðisþörf fyrir komandi ár. ?Við erum
að skoða nokkra valkosti hvað það varðar sem
okkur kann að standa til boða í framtíðinni, þar
með talið í Garðabæ.? Hann undirstrikar að
engin ákvörðun hafi verið tekin að svo komnu
máli um framhaldið.
Þekkingarhúsið ehf., sem leigir um 80 ha.
lands í Urriðaholti og hyggur á uppbyggingu
hátæknigarðs, hefur í samráði við landeiganda,
Oddfellow-regluna, sent inn erindi til bæjarráðs
vegna málsins og óskað eftir að kannað verði
hvort unnt sé að stækka skipulagssvæðið í Urr-
iðaholti. Auk allt að 20 þúsund fermetra IKEA-
verslunar á svæðinu næst Reykjanesbrautinni
yrði gert ráð fyrir að þar rúmaðist svipað bygg-
ingarmagn undir aðra verslun og þjónustu.
Ein milljón gesta á ári
?Af hálfu Þekkingarhússins yrði þetta mikill
styrkur fyrir tæknigarðinn, bæði fjárhagslega
og markaðslega,? segir m.a. í bréfi forsvarsaðila
Þekkingarhússins til bæjarráðs. Bæjarráð hef-
ur vísað erindinu til umfjöllunar í skipulags-
nefnd bæjarins.
Í verslun IKEA í Holtagörðum kemur um ein
milljón manns á ári og hefur aukningin verið
stöðug frá því IKEA hóf starfsemi á Íslandi fyr-
ir 22 árum. Jóhannes Rúnar segir að þættir eins
og staðsetning, fjöldi bílastæða og þægileg að-
koma þurfi sífellt að vera í endurskoðun.
                 Tvöfalt stærri
IKEA-verslun
rísi í Garðabæ
L52159 Verður tvöfalt stærri/17
GEORGE W. Bush Bandaríkja-
forseti segist vera ?varfærnislega
bjartsýnn? á að friðarsamningar
takist í deilum Ísraela og Palest-
ínumanna en hann átti fund með
leiðtogum þeirra og Abdullah
Jórdaníukonungi í Akaba-borg í
Jórdaníu í gær. ?Allir sem hér eru
samankomnir deila nú sama
markmiðinu: Skipta verður Land-
inu helga milli ríkis Palestínu-
manna og Ísraelsríkis, þau munu
lifa saman í friði hvort við annað
og í friði við allar þjóðir Mið-Aust-
urlanda,? sagði forsetinn á fund-
inum í Akaba. 
Bush sagði í gær að hann hefði
tjáð öryggisráðgjafa sínum,
Condoleezzu Rice, og Colin Powell
utanríkisráðherra að friður í Mið-
Austurlöndum yrði ?efst á dag-
skrá? í stefnu Bandaríkjastjórnar.
Sjálfur myndi hann vera reiðubú-
inn að grípa inn í ef allt væri komið
í hnút og reyna að miðla málum.
Bandaríkjamenn ætluðu að senda
á vettvang eftirlitsfulltrúa undir
stjórn háttsetts embættismanns í
utanríkisráðuneytinu, Johns
Wolfs, og myndu þeir fylgjast með
því að ákvæði friðaráætlunar stór-
veldanna, Vegvísisins, kæmu til
framkvæmda.
Tugþúsundir manna úr röðum
landtökumanna gyðinga og stuðn-
ingsmanna þeirra efndu til mót-
mælafunda í Jerúsalem í gær-
kvöldi og hrópuðu vígorð gegn
Vegvísinum. ?Ekkert Palestínu-
ríki? og ?Engin hryðjuverk? stóð á
spjöldum göngumanna. Einn af
talsmönnum landtökumanna sagði
að Ariel Sharon, forsætisráðherra
Ísraels, sem lengi hefur verið tal-
inn dyggur stuðningsmaður land-
tökumanna, hlyti að vera genginn
af vitinu vegna þess að Vegvísir-
inn ógnaði sjálfri tilvist Ísraelsrík-
is. Einn af ráðherrunum í sam-
steypustjórn Sharons, Effie
Eitam, tók þátt í mótmælunum.
Bush forseti sagði í gær að Sharon
hefði heitið því að leggja niður um-
ræddar jaðarbyggðir og hann
treysti því að ráðherrann stæði við
þau orð. 
Palestínumenn eiga samkvæmt
áætluninni að stöðva þegar
hryðjuverk og aðrar árásir á Ísra-
ela og hét Bush því í gær að
Bandaríkjamenn myndu veita
stjórn Mahmud Abbas, forsætis-
ráðherra stjórnar Palestínu-
manna, fjárstuðning til að efla op-
inberar öryggissveitir. Hamas og
fleiri herská samtök meðal Palest-
ínumanna sökuðu í gær Abbas um
svik og undanlátssemi gagnvart
Ísraelum.
Bush lofar nýju átaki
til að koma á friði
Landtökumenn
segja Sharon
genginn af
göflunum
ELIZABETH Jones, aðstoðarráðherra í mál-
efnum Evrópu og Asíu í bandaríska utanrík-
isráðuneytinu, kom til Íslands frá Madrid um
miðnætti í nótt og mun hún eiga viðræður við
íslenska ráðamenn í dag. Með henni í för er Ian
Brzezinski, sem er varaaðstoðarráðherra í
bandaríska varnarmálaráðuneytinu.
Viðræðurnar fara fram í ráðherrabústaðnum
við Tjarnargötu og fyrir Íslands hönd munu
Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra auk helstu embætt-
ismanna sem fara með varnarmál landsins taka
þátt í þeim. Að sögn starfsmanns utanríkisráðu-
neytisins markar þessi stutti fundur upphaf
komandi viðræðna um framtíð varnarsamnings-
ins við Bandaríkin. 
Þotum fækkað 1994
Viðræður um varnarsamning Íslands og
Bandaríkjanna vegna breyttra aðstæðna í
heimsmálum hófust árið 1993. Í janúar 1994 var
undirrituð bókun til tveggja ára um fram-
kvæmd varnarsamstarfsins. Með henni var
ákveðið að orrustuþotum varnarliðsins skyldi
fækkað úr tólf í fjórar. Þá var ákveðið að leggja
niður starfsemi hlustunarstöðvar og fjarskipta-
stöðvar. 
Árið 1996 var samþykkt ný bókun um fram-
kvæmd varnarsamningsins til næstu fimm ára.
Þrátt fyrir að bókunin hafi einungis átt að gilda
til ársins 2001 hafa formlegar viðræður um
endurnýjun bókunarinnar enn ekki hafist.
Óformlegar þreifingar um framhald málsins
hafa hins vegar átt sér stað milli embættis-
manna og stjórnmálamanna ríkjanna undanfar-
in misseri. 
Dvöl Jones hér á landi verður stutt og fer
hún af landinu síðdegis í dag. Bandaríska sendi-
ráðið heldur utan um heimsókn Jones og kemur
hún ekki sem gestur íslenskra stjórnvalda.
Bandarískur ráðherra fundar með forsætis- og utanríkisráðherra í dag
Upphaf komandi viðræðna 
um framtíð varnarsamstarfs
L52159 Áratugur viðræðna/Miðopna
VÍSINDAMENN við Oxford-há-
skóla segja að eldislax sem slepp-
ur úr kvíum sé mun meiri ógnun
við villta laxastofna en áður hafi
verið talið. Hængarnir séu að vísu
ekki jafnfrjósamir og villtir hæng-
ar en eldishængarnir nái fyrr kyn-
þroska og nái oft að frjóvga hrogn
á undan villtum keppinautum.
Skýrt er frá niðurstöðum rann-
sókna Dany Garant og félaga hans
í Oxford í næsta hefti tímaritsins
New Scientist. Í ljós kom að eld-
islaxinn var fjórum sinnum lík-
legri til að frjóvga hrogn en villti
laxinn. Fiskur af blönduðum stofni
var auk þess tvöfalt líklegri til
þess en villtur lax.
Eldislaxinn
ógnar villt-
um stofnum
París. AFP. 
LEIÐTOGARNIR á fundinum í Akaba-borg við
Rauðahaf ganga í einni röð til fundar við blaða-
menn í gær. Um 50 fréttamenn á staðnum urðu að
sætta sig við að fá engin svör við spurningum sín-
um, aðeins yfirlýsingu um að mikill árangur hefði
orðið af viðræðunum. Frá vinstri eru Mahmud 
Abbas, þá George W. Bush, Ariel Sharon og 
Abdullah II Jórdaníukonungur.
Reuters
Eindrægni á leiðtogafundinum í Akaba
Jerúsalem, Akaba. AFP, AP.
L52159 Sharon/12

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52