Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913 155. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Ábyrgð
fyrirtækja
Mega ekki treysta á að stjórn-
völd setji reglur Viðskipti 12
Fjölbreytni
og frumleiki
Dansleikhúskeppni haldin
í annað sinn Fólk 30
Pólverjar
fagna
Meirihluti samþykkti aðild að
Evrópusambandinu Erlent 14
GORDON Brown, fjármálaráðherra
Bretlands, tilkynnti á breska þinginu
í gær að stjórnin teldi að efnahagur
landsins uppfyllti ekki enn skilyrði
sem hún hefur sett fyrir upptöku evr-
unnar. Brown sagði hins vegar að
stjórnin hygðist halda þeim mögu-
leika opnum að efnt yrði til þjóðarat-
kvæðagreiðslu um málið á næstu ár-
um. 
Brown hafði sett fimm skilyrði fyr-
ir upptöku evrunnar: að næg sam-
leitni væri milli hagkerfa Bretlands
og evru-landanna, að sveigjanleiki
breska hagkerfisins væri nógu mikill
til að standast efnahagslegar breyt-
ingar, að upptaka evrunnar hefði ekki
slæm áhrif á erlendar fjárfestingar í
Bretlandi, atvinnumál og bresk fyr-
irtæki á sviði fjármálaþjónustu. Hann
sagði að aðeins síðastnefnda skilyrðið
hefði verið uppfyllt, þ.e. að upptaka
evrunnar hefði ekki slæm áhrif á
breska fjármálamarkaðinn.
Brown sagði að breska stjórnin
hygði á ?róttækar? umbætur til að
hægt yrði að endurmeta skilyrðin inn-
an árs, til að mynda ætti að endur-
skipuleggja húsnæðislánamarkaðinn. 
Þjóðaratkvæði hugsanlegt 
fyrir næstu kosningar
Gordon Brown lagði áherslu á að
hann teldi að Bretland myndi og ætti
að taka upp evruna þegar fram liðu
stundir. Hann sagði að í haust yrði
lagt fram frumvarp sem ætti að
greiða fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu
um upptöku evrunnar. Hugsanlega
yrði því hægt að bera málið undir
þjóðaratkvæði fyrir næstu þingkosn-
ingar sem eiga að fara fram ekki síðar
en um mitt árið 2006.
Fjármálaráðherrann taldi að ótví-
ræðir kosti fylgdu upptöku evrunnar
til lengri tíma litið. Fyrirtæki og neyt-
endur í Bretlandi myndu til að mynda
spara milljarð punda, andvirði 121
milljarðs króna, á ári. Þá sagði Brown
að viðskipti Breta við evru-löndin
myndu hugsanlega aukast um allt að
50% á næstu 30 árum. Í ljósi þessara
kosta styddi breska stjórnin upptöku
evrunnar ef skilyrðin fimm væru upp-
fyllt. Málið yrði því hugsanlega end-
urmetið á næsta ári. 
Jafnt andstæðingar sem stuðnings-
menn evrunnar í Bretlandi gagn-
rýndu niðurstöðu Browns. Michael
Howard, talsmaður breska Íhalds-
flokksins, lýsti úrskurði fjármálaráð-
herrans sem ?blekkingarleik? til að
breiða yfir ágreining Browns og Tony
Blairs forsætisráðherra.
Stuðningsmenn evrunnar úr röð-
um atvinnurekenda sögðu hins vegar
að stjórnin hefði átt að ?ganga
lengra?. ?Með hverju árinu sem líður
án þess að evran sé tekin upp í Bret-
landi aukast erfiðleikar landsins í
samkeppninni um fjárfestingar og við
að halda samkeppnishæfni sinni,?
sagði Niall Fitzgerald, stjórnarfor-
maður heimilisvörufyrirtækisins
Unilever.
Skoðanakannanir benda til þess að
tveir þriðju Breta séu andvígir því að
evran verði tekin upp.
Bretar taki ekki upp 
evruna að svo stöddu
Gordon Brown útilokar þó ekki þjóð-
aratkvæðagreiðslu á næstu árum
London. AFP, AP.
Reuters
Fjölmiðlamenn fylgjast með Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, á leiðinni á breska þingið þar sem hann flutti ræðu um evruna í gær. 
L52159 Hver á sök/19
TILKYNNINGIN frá fjármálaráð-
herra Breta um evruna kemur Geir
H. Haarde fjármálaráðherra og
Halldóri Ásgríms-
syni utanríkisráð-
herra ekki á
óvart.
?Það er greini-
legt að það er mat
bresku ríkis-
stjórnarinnar að
þetta er ekki fýsi-
legur kostur í bili
og það var nú það
sem mjög margir
áttu von á, þar á
meðal ég,? sagði
Geir H. Haarde
við Morgunblaðið.
Hann sagðist ekki
telja að ákvörð-
unin mundi hafa
áhrif á umræðuna
um stöðu Íslands í
Evrópu. Útflutn-
ingur frá Íslandi
til Bretlands nam tæpum 36 millj-
örðum króna í fyrra og er Bretland
í öðru sæti á eftir evrusvæðinu yfir
þau myntsvæði sem Ísland á mest
viðskipti við.
Spurning um tíma
Halldór Ásgrímsson sagði menn
almennt hafa búist við því að Bret-
ar myndu fresta sinni ákvörðun.
Hins vegar væri sú stefna bresku
ríkisstjórnarinnar ljós að Bretland
verði aðili að evrunni í framtíðinni.
?Ég er sannfærður um að Bretar
munu í framtíðinni gerast aðilar að
evrunni, þetta er fyrst og fremst
spurning um tíma,? sagði Halldór
og bætti því að hann teldi að bæði
Svíar og Danir ættu eftir að ganga í
evrópska myntbandalagið. Ákvarð-
anir þessara ríkja hefðu áhrif hver
á aðra.
Kom ekki
á óvart
Fjármálaráðherra og
utanríkisráðherra um
tilkynningu Browns
Geir H. Haarde
Halldór 
Ásgrímsson
ÍSRAELSKIR hermenn hófust í
gær handa við að fjarlægja mann-
lausar útvarðarstöðvar gyðinga á
Vesturbakkanum eftir að stjórn
Ísraels afhenti leiðtogum ísraelskra
landtökumanna lista yfir fjórtán
ólöglegar útvarðarstöðvar sem yrðu
rifnar niður.
Talið er að langflestar stöðvarnar
á listanum séu mannlausar en land-
tökumenn hafa þó mótmælt áform-
unum harðlega. Þeir segjast ætla að
reyna að hindra áformin án þess að
beita ofbeldi og koma upp nýjum út-
varðarstöðvum í stað þeirra sem
verði fjarlægðar.
Samkvæmt svonefndum Vegvísi
til friðar í Mið-Austurlöndum eiga
Ísraelar að fjarlægja tugi útvarðar-
stöðva sem reistar voru á hernumdu
svæðunum eftir að Ariel Sharon, for-
sætisráðherra Ísraels, komst til
valda í mars 2001. Fram kemur í
Vegvísinum að gyðingar hafa reist
102 útvarðarstöðvar með um þúsund
íbúa og þar af voru 62 reistar á síð-
ustu tveimur árum.
Herinn fjarlægði m.a. útvarðar-
stöð gyðinga nálægt palestínska
bænum Ramallah. Þar voru aðeins
tvö mannlaus hjólhýsi, að sögn ísra-
elskrar hreyfingar sem fylgist með
aðgerðunum. Í annarri útvarðarstöð
var aðeins vatnsturn.
Ísraelar hefja niður-
rif útvarðarstöðva
Jerúsalem. AFP.
L52159 Abbas hyggst/14
ÞÓRSNES í Stykkishólmi er stór framleiðandi á afurðum úr hörpu-
diski og festi fyrir skömmu mikið fé í nýjum tækjum til vinnslunnar.
Tillaga Hafrannsóknastofnunar um að engin veiði verði á hörpudiski
á næsta kvótaári er reiðarslag fyrir félagið.
Kristinn Ó. Jónsson, útgerðarstjóri Þórsness,
segist sammála mati Hafrannsóknastofnunar um
að gefa hörpudisksmiðunum hlé. Hann var skip-
stjóri á skelveiðibát í yfir tuttugu ár og segir
ástand stofnsins vera skelfilegt: ?Ég held að eins og
þetta kemur manni fyrir sjónir þá sé alveg rétt að
loka þessum miðum. Þetta virðist allt vera að drep-
ast. Hér er ekki ofveiði um að kenna heldur virðist
þetta vera einhvers konar sýking,? segir Kristinn.
?Það eina sem getur bjargað okkur er að við
fáum þorsk til þess að vinna á meðan þetta jafnar
sig aftur. Við erum með stórt hús sem við getum nýtt; getum bætt við
okkur þorski og fólki til að vinna hann. Eini möguleikinn hjá okkur er
að við fáum einhverjar verulegar bætur.? / 6.
Verðum að fá þorsk
til að vinna í staðinn
Kristinn Ó. 
Jónsson

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36