Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ÚTLIT er fyrir að á fimmta
hundrað ungmenna sem sótt
hafa um störf hjá Reykjavík-
urborg í sumar fái enga
vinnu. Þá eru um 320 stúd-
entar á biðlista hjá Atvinnu-
miðstöð stúdenta. Einnig
hefur mikil aukning orðið á
umsóknum um verkefna-
styrki hjá Nýsköpunarsjóði
námsmanna. Borgarráð
samþykkti í gær 80 milljóna
aukaframlag vegna ástands-
ins en sú fjárveiting dugir ekki til þess að leysa
vandann. Heildarfjárveiting Reykjavíkur vegna
sumarvinnu námsfólks verður um 750 milljónir
króna í ár en í fjárhagsáætlun Reykjavíkur-
borgar var einungis gert ráð fyrir 520 millj-
ónum til þessa málaflokks. Umsóknum um sum-
arvinnu hjá borginni og fyrirtækjum
borgarinnar hefur fjölgað verulega á síðustu
tveimur árum. Svo virðist sem kólnun efnahags-
lífsins á þessu tímabili hafi haft veruleg áhrif á
spurn eftir sumarstarfsfólki og fyrirtæki treysti
sér ekki enn til þess að gera ráð fyrir þeirri upp-
sveiflu sem talin sé framundan.
Árið 1997 var gerð breyting á lögræðislögum
og sjálfræðisaldurinn hækkaður úr sextán í
átján ár. Þetta hefur haft það í för með sér að
fyrirtæki eiga erfiðara með að ráða skólafólk til
starfa enda er erfiðara að ráða ólögráða ein-
staklinga í vinnu en þá sem öðlast hafa fullt
lagalegt sjálfræði. Vandamálið nær þó ekki að-
eins til fólks á aldrinum sextán til átján ára
heldur er markaðurinn einnig mjög þröngur hjá
háskólastúdentum. ?Ég held að ástandið hafi
aldrei verið jafnslæmt og í ár. Fólk er að reyna
að bjarga sér en eftirspurnin eftir sumarstarfs-
fólki hefur minnkað mikið og við höfum mörg
dæmi þess að fólk sem hefur unnið sumarstörf
hjá sömu fyrirtækjum í mörg ár fái ekki vinnu í
sumar,? segir Davíð Gunnarsson, formaður
Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Á áttunda hundrað náms-
menn enn án atvinnu
      MT50MT46MT54MT55MT52  L52159 80 milljóna/4
Öruggur og
spennandi
Gísli Marteinn skipti um skoðun eftir
að reynsluaka Volvo Bílar B2
Lykilverkin
uppi
Safn ? nýtt samtímalistasafn
opnað við Laugaveg Listir 21
STOFNAÐ 1913 156. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Tvær með 
öllu
Nýju diskar Radioheads og Met-
allica fá fína dóma Fólk 48
HERNÁMSSTJÓRNIN í Írak, undir
stjórn Bandaríkjamanna, lætur nú
prenta hundruð þúsunda peningaseðla
sem á eru andlitsmyndir af Saddam
Hussein, fyrrverandi Íraksforseta.
Þetta gerir hernámsstjórnin þrátt fyr-
ir að hafa áður bannað að myndir af
hinum útlæga leiðtoga væru sýnilegar
opinberlega. Yfirmaður hernáms-
stjórnarinnar, Paul Bremer, viður-
kenndi í gær að sú ákvörðun að láta
prenta seðlana hefði verið óþægileg
fyrir sig persónulega. Hann sagði þó
að hann hefði ekki átt annars kost til
að viðhalda trausti almennings á gjald-
miðli Íraks er hernámsstjórnin gerir
tilraun til að rétta við efnahag landsins
að nýju. ?Í ljósi þess að það var ég sem
gaf út tilskipun þess efnis að fólk
skyldi eyðileggja myndir af Saddam
þá er þetta mér ekkert gleðiefni,?
sagði Bremer á fundi með fréttamönn-
um í Bagdad. Hann kvað hernáms-
stjórnina hafa verið undir miklum
þrýstingi frá Írökum að bæta úr skorti
á 250 dínara seðlum vegna þess að
skipti á 10.000 dínara seðlum gagnvart
bandaríkjadal væru mjög óhagstæð.
Þrátt fyrir að gjaldeyrismiðlarar séu
tilbúnir til að kaupa 250 dínara seðla á
venjulegu gengi, sem jafngildir 1.400
dínörum gegn einum dal, hefur 25%
lægra verð fengist að undanförnu fyrir
10.000 dínara seðilinn, sem er sá eini
sem hefur verið í umferð. 
Reuters
Saddam Hussein á 250 dínara seðli.
Saddams-
seðlar
prentaðir í
Írak að nýju
Bagdad. AFP.
L52159 Fé til/14 
ABDEL Aziz al-Rantissi, helsti
leiðtogi herskárra Palestínumanna,
hlaut fjölda sára í gær er ísraelsk
herþyrla skaut eldflaug á bifreið
hans í Gazaborg með þeim afleið-
ingum að tveir Palestínumenn lét-
ust og á annan tug særðust, þ. á m.
barn. En al-Rantissi var jafn her-
skár eftir sem áður og sór að bar-
áttunni gegn Ísraelum yrði haldið
áfram. ?Við munum útrýma gyð-
ingum í Palestínu, svo hjálpi mér
guð. Við munum berjast gegn þeim
af öllum mætti. Þetta er okkar land,
gyðingarnir eiga það ekki,? sagði
hann í viðtali sem sjónvarpsstöðin
al-Jazeera tók við hann á sjúkra-
húsi eftir tilræðið.
Bush ?áhyggjufullur?
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti er ?mjög áhyggjufullur? vegna
tilræðisins, og telur það ekki auka
öryggi ísraelskra borgara, sagði
Ari Fleischer, talsmaður forsetans,
við fréttamenn í gær. ?Forsetinn
hefur áhyggjur af því að tilræðið
muni grafa undan tilraunum palest-
ínskra yfirvalda og annarra til að
binda enda á hryðjuverkaárásir,?
sagði Fleischer. Þá lýsti Kofi Ann-
an, framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, áhyggjum sínum vegna
tilræðisins og sagði það flækja til-
raunir til friðarumleitana.
Al-Rantissi er álitinn helsti póli-
tíski leiðtogi Hamas-samtaka Pal-
estínumanna, en fyrir nokkrum
dögum aflýstu samtökin viðræðum
við Mahmoud Abbas, forsætisráð-
herra Palestínumanna, um vopna-
hlé, og um helgina felldu samtökin
tvo ísraelska hermenn.
Nokkrum klukkustundum eftir
tilræðið við al-Rantissi gerðu Ísr-
aelar aðra þyrluárás á bifreið á
Gazaströndinni, nærri bænum Jab-
aliya. Í árásinni féllu þrír Palest-
ínumenn úr sömu fjölskyldu, tveir
karlmenn og unglingsstúlka, og
a.m.k. 30 særðust. Að sögn tals-
manna ísraelska hersins var árásin
svar við eldflaugaárás Palestínu-
manna yfir landamæri landanna. 
Þeir sem féllu í tilræðinu í gær
voru lífvörður al-Rantissis og veg-
farandi. Al-Rantissi sagði í viðtalinu
að hann hefði stokkið út úr bíl sín-
um er árásin hófst. Hann særðist á
fæti, handlegg og brjósti og gekkst
undir aðgerð á Shifa-sjúkrahúsinu. 
Ísraelski herinn viðurkenndi að
hafa staðið að tilræðinu og sagði
Ariel Sharon, forsætisráðherra
landsins, að Ísraelsstjórn myndi
halda áfram að ?vinna gegn óvinum
friðar?.
Samkvæmt upplýsingum ísra-
elska hersins hafa Hamas-samtök-
in staðið að 72 tilræðum síðan upp-
reisn Palestínumanna hófst í
september 2000, drepið 227 Ísraela
og sært 1.393. Í kjölfar tilræðisins í
gær vöruðu samtökin við hefndar-
aðgerðum.
Abbas krafðist þess í gær að
Bandaríkjamenn létu þegar til sín
taka í kjölfar tilræðisins, að því er
fram kom í yfirlýsingu frá palest-
ínskum yfirvöldum. Varaði hann við
þeim neikvæðu afleiðingum sem
þessar aðgerðir Ísraela gætu haft á
framkvæmd Vegvísisins svonefnda,
alþjóðlegrar áætlunar um friðar-
umleitanir fyrir botni Miðjarðar-
hafs.
?Munum útrýma gyð-
ingum í Palestínu?
Einn helsti leið-
togi herskárra
Palestínumanna
kemst lífs af úr
tilræði Ísraela
Reuters
Íbúar Gazaborgar velta ónýtri bifreið Abdel-Aziz al-Rantissi, leiðtoga herskárra Palestínumanna, eftir til-
ræði Ísraela við hann í gær. Talið er að árásin geti verið afdrifarík fyrir framkvæmd Vegvísisins svokallaða.
Reuters
Abdel-Aziz al-Rantissi mikið slas-
aður í sjónvarpsviðtali á sjúkra-
húsi í Gazaborg í gær. 
Gaza, Washington, Jerúsaelem. AFP, AP.
L52159 Ísraelar rífa/16
AÐALHEIÐUR
S. Eysteinsdóttir
myndlistarkona
á Akureyri, sem
verður fertug
23. júní næst-
komandi, hyggst
halda upp á fer-
tugsafmæli sitt
með sérstæðum hætti: opnuð verður
einkasýning á verkum hennar 40 daga í
röð, ein á dag, víðs vegar um heiminn.
Engar tvær sýningar eru eins.
Fyrsta sýningin verður opnuð í Kjarna-
skógi á Akureyri að kvöldi afmælisdagsins
og næstu 39 daga á eftir verður síðan opn-
uð ein sýning daglega.
Ein sýning
fyrir hvert ár
L52159 40 sýningar/27
Aðalheiður Eysteinsdóttir

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52