Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913 157. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Stækka
hljóminn
Hljómsveitin Napoli 23 með 
útgáfutónleika | Fólk 52
Lofsamleg umsögn um Don
Giovanni á Eiðum | Listir 22
Rægður af
óþokkum
Blix vandar embættismönnum
ekki kveðjurnar | Erlent 12
    NÝ ÍSLENSK ópera eftir Þorkel Sigurbjörnsson
um útlagann Gretti Ásmundarson verður frum-
flutt í Þýskalandi í ágúst 2004 á alþjóðlegri hátíð
ungra tónlistarmanna sem haldin er í tengslum
við hina heimsþekktu Wagner-hátíð í Bayreuth.
Óperan er við texta Böðvars Guðmundssonar rit-
höfundar.
Dr. Guðmundur Emilsson hljómsveitarstjóri
hefur haft milligöngu í málinu og undirbúið það
undanfarin fimm ár. Hann er stjórnandi verksins
og listrænn framkvæmdastjóri, auk þess sem
honum hefur verið falið að skipuleggja íslenska
menningarhátíð í Bayreuth á sama tíma og óper-
an verður frumflutt á næsta ári. 
Guðmundur segir í samtali við Morgunblaðið
að það sé mikill heiður að vera boðið til þessarar
hátíðar, sem nefnist á frummálinu Festival Jung-
er Künstler Bayreuth. Hún hafi verið haldin sam-
hliða Wagner-hátíðinni allt frá árinu 1950 og með-
al upphafsmanna hennar hafi verið finnska
tónskáldið Jean Sibelius. Fjölmargir heims-
þekktir hljómsveitarstjórar hafa komið þar fram,
m.a. Herbert von Karajan, Pierre Boulez,
Christian Tielemann og Esa-Pekka Salonen. Frá
upphafi hátíðarinnar hafa komið þangað þúsundir
ungra tónlistarmanna frá um 80 þjóðlöndum.
Íslenskir og erlendir listamenn valdir
Guðmundur segir að um 30 manns taki beinan
þátt í flutningi óperunnar, fyrir utan aðstoðar-
fólk, og á næstunni verði íslenskir og erlendir
listamenn valdir til verksins. Hann segir ljóst að
skipan hljóðfæraleikara verði alþjóðleg en fjórir
einsöngvarar í aðalhlutverkum sennilega frá Ís-
landi og öðrum Norðurlandaþjóðum.
?Við Þorkell höfum verið að gæla við það verk-
efni í bráðum tíu ár að ópera yrði samin um
Gretti. Nú er það að gerast. Margar óperur eru
samdar og fluttar en það er ekki á hverjum degi
sem þær eru frumfluttar í höfuðborg óperubók-
menntanna eins og Bayreuth er. Wagner-hátíðin
er ákaflega eftirsótt af fólki hvaðanæva úr heim-
inum og uppselt er á hana að minnsta kosti tíu ár
fram í tímann. Kannski er þetta Cannes-hátíð óp-
eruheimsins þar sem menn sýna sig og sjá aðra,?
segir Guðmundur.
Hann hefur verið milligöngumaður í menning-
arsamskiptum Íslendinga og Þjóðverja og stóð
m.a. fyrir frumflutningi óperunnar Tunglskins-
eyjan eftir Atla Heimi Sveinsson í Þýskalandi fyr-
ir tíu árum, og nú síðast íslenskri menningarhátíð
í Bonn í desember á liðnu ári. Guðmundur segir
að íslenska menningarhátíðin í Bayreuth hljóti
væntanlega nafnið ?Í fótspor Wagners?, það sé
vísan til þess að Richard Wagner hafi byggt tón-
leikhúsverkið Niflungahringinn að mestu leyti á
Eddukvæðunum og Þorkell hafi líka leitað í
smiðju Íslendingasagna. Því hafi kannski verið
kominn tími til þess að Ísland heimsækti Bayr-
euth, höfuðból Wagners.
Ný ópera um Gretti til Bayreuth 
Þorkell 
Sigurbjörnsson 
Guðmundur 
Emilsson 
Böðvar 
Guðmundsson
Glæsileg
óperusýning
YFIRVÖLD í Viktoríuríki í Ástralíu
hafa hótað að herða reglur um notk-
un nýrrar kynslóðar farsíma með
innbyggðum myndavélum vegna
ótta við, að þeir verði notaðir til að
taka nektarmyndir í búningsklefum.
Þau skoða nú möguleika á að herða
lög um verndun einkalífs til að
bregðast við þessari nýju tækni.
Þegar hafa ungmennafélög í Vikt-
oríuríki bannað notkun slíkra síma í
110 íþróttamiðstöðvum og Hið kon-
unglega samband björgunarmanna í
sundlaugum hefur lagt til, að þeir
verði bannaðir í yfir 3.000 almenn-
ingssundlaugum víðs vegar um land-
ið. Formaður samtakanna segist ótt-
ast að símar, sem eru með inn-
byggða stafræna myndavél, verði
notaðir til að taka myndir í leyni. 
Vilja banna
myndavéla-
síma í bún-
ingsklefum
Melbourne. AFP. 
FRIÐARUMLEITANIR í Mið-
Austurlöndum eru í uppnámi, aðeins
viku eftir að þeim var ýtt úr vör á
nýjan leik. Að minnsta kosti tuttugu
og sex liggja í valnum eftir gærdag-
inn, þar af biðu sextán bana í sjálfs-
morðsárás liðsmanns Hamas, sam-
taka herskárra Palestínumanna, í
Jerúsalem. Ísraelsk stjórnvöld
brugðust við ódæðisverkinu með því
að fyrirskipa eldflaugaárás á Gaza-
svæðinu og féllu þar sjö til viðbótar,
þ. á m. tveir Hamas-liðar. Í gær-
kvöld stóð Ísraelsher fyrir frekari
árásum á skotmörk í Gazaborg og
létust þá tveir Palestínumenn.
Sjálfsmorðsárásin í gær átti sér
stað á fjölfarinni götu í Jerúsalem
um miðjan dag en sprengjumaður-
inn er sagður hafa stigið upp í stræt-
isvagn við Jaffa-stræti í klæðum sem
bentu til að þar færi bókstafstrúar-
gyðingur. Sprengdi hann síðan
sprengju sem gereyðilagði vagninn
og olli því að sextán biðu bana, auk
sprengjumannsins. Yfirvöld sögðu
sjötíu manns til viðbótar hafa særst.
Innan klukkustundar eftir
sprengjutilræðið skutu herþyrlur
Ísraela eldflaugum að bifreið í Gaza-
borg með þeim afleiðingum að sjö
dóu og um tuttugu særðust.
Arafat fordæmir árásina
Vopnaður armur Hamas-samtak-
anna hefur lýst ábyrgð á ódæðinu í
Jerúsalem á hendur sér en sprengju-
maðurinn er sagður hafa verið átján
ára Palestínumaður frá Hebron á
Vesturbakkanum. Árásin kemur í
kjölfar yfirlýsinga Hamas þess efnis
að rækilega yrði hefnt fyrir tilraun
Ísraela til að drepa einn helsta
forystumann Hamas, Abdel Azizi al-
Rantissi, í fyrradag. 
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti tók nýverið að beita sér í þágu
friðar í Mið-Austurlöndum og for-
dæmdi hann sprengjutilræðið í Jerú-
salem harðlega í gær. Hafði hann
skömmu áður átalið Ísraela fyrir
árásina á al-Rantissi í fyrradag. 
Sérstaka athygli vakti hins vegar
að Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna, fordæmdi einnig ódæðið í
Jerúsalem. Tók hann sér m.a. orðið
?hryðjuverk? í munn og hvatti öll
samtök Palestínumanna til að hætta
árásum gegn Ísraelum. 
Ariel Sharon, forsætisráðherra
Ísraels, sagði að Ísraelar myndu
berjast áfram af hörku gegn hryðju-
verkum, þeim sem fjármagna
hryðjuverk, leggja á ráðin um þau og
framkvæma þau. ?En við munum
halda áfram þátttöku í pólitískum
umleitunum til þess að tryggja frið
og öryggi [borgaranna],? sagði hann.
Hátt í þrjátíu manns
biðu bana í árásum
AP
Aðstæður á vettvangi tilræðisins í Jerúsalem þóttu hrikalegar. Ódæðismaðurinn er sagður hafa verið 18 ára.
Jerúsalem. AFP, AP.
L52159 Tilræðið við/14
Friðarumleitanir í uppnámi eftir ofbeldisverk í Jerúsalem og Gaza
TALSVERT hefur dregið úr
vinsældum George W. Bush
Bandaríkjaforseta heima fyrir
ef marka má nýja könnun á
fylgi við forsetann. Hann nýtur
nú stuðnings 57% Bandaríkja-
manna skv. könnun Quinnipiac-
háskólans í Connecticut en
naut 73% fylgis í apríl. 35%
Bandaríkjamanna segjast nú
ósátt við störf forsetans.
Menn eru einkum ósáttir við
frammistöðu Bush í efnahags-
málum en nú segjast 45%
ánægð með efnahagsstjórn
hans en 50% lýstu óánægju
sinni. Ríflega 60% eru ánægð
með frammistöðu Bush í bar-
áttunni gegn hryðjuverkum.
Minni vin-
sældir Bush
Washington. AFP.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56