Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913 161. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Maxim
Vengerov
Einn fremsti fiðluleikari heims
með Sinfóníunni Listir 14
Pæjumót
íEyjum
Sjö félög sendu 47 lið eða um
600 keppendur Íþróttir 7
Makaleit
með hraði
Þjónustan er nú í fyrsta sinn
í boði hér Fólk 29
NÝJA bókin um galdrastrákinn Harry Potter er
svo stór og þung ? og breskir lesendur eru búnir
að panta svo margar ? að konunglega breska póst-
þjónustan greindi frá því í gær að bætt yrði við
bílum til að létta undir með póstburðarfólkinu.
Nýja bókin, Harry Potter og Fönixreglan, eins
og hún mun heita í íslenskri þýðingu, kemur út í
Bretlandi á laugardaginn. Hún er 768 blaðsíður að
lengd og um eitt kíló að þyngd. Dreifa á um hálfri
milljón eintaka af bókinni á laugardaginn, flestum
í London, Glasgow og Edinborg, en samkvæmt
breskum reglum mega póstburðarmenn einungis
bera 16 kíló í einu.
?Þar eð bókin er mjög stór og þung höfum við
gert sérstakar ráðstafanir til þess að dreifingin
geti farið fram með bílum,? sagði ónafngreindur
fulltrúi konunglegu póstþjónustunnar. 
?Við höfum gert ráðstafanir til að tryggja að
dreifingin gangi að óskum og enginn verði fyrir
vonbrigðum. Þetta er um-
fangsmikið verkefni, en hin
konunglega póstþjónusta
er vön umfangsmiklum
verkefnum,? sagði fulltrú-
inn ennfremur. Á þetta að
tryggja að lestrarfýsn
breskra barna (og fjölda
fullorðinna) valdi ekki
póstburðarfólki bakveiki.
En þótt þessar sérstöku
ráðstafanir hafi verið gerð-
ar er björninn ekki með
öllu unninn. Bókin er of stór um sig til þess að hún
komist í gegnum venjulegar breskar bréfalúgur.
Þess vegna fer konunglega póstþjónustan þess á
leit við þá sem hafa pantað eintak og vænta þess á
laugardaginn að þeir verði heimavið þangað til bú-
ið er að afhenda bókina.
Harry Potter of stór fyrir lúguna
London. AP, AFP.
ÁÆTLUN Íslendinga um hvalveiðar í vís-
indaskyni fær misjöfn viðbrögð í vísinda-
nefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins, að sögn for-
manns íslensku sendinefndarinnar, Stefáns
Ásmundssonar, en ársfundur ráðsins hefst í
Berlín í dag.
Áætlun um að veiða 250 hvali í vísinda-
skyni á tveimur árum hefur verið kynnt fyr-
ir vísindasiðanefndinni, sem skilar sinni
skýrslu á ársfundinum í vikunni. Stefán
segir viðbrögðin fara eftir því hvaða ríki
eigi í hlut, þ.e. hvort það sé hlynnt hval-
veiðum almennt eða ekki. 
Búist við mótmælum
Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra
býst við einhverjum mótmælum í Berlín,
jafnt utan fundar sem inni á honum. Ekki
séu t.d. forsendur fyrir því að ógilda inn-
göngu Íslands í ráðið, frekar megi búast við
talsverðum umræðum um vísindaáætlun
Íslendinga og afstöðu vísindanefndarinnar.
Að sögn Jóns Egils Egilssonar, sendi-
herra Íslands í Þýskalandi, hefur verið til-
kynnt um mótmæli fyrir utan samtengdar
sendiráðsbyggingar Norðurlandanna í
Berlín eftir að ársfundurinn hefst. Einnig
er reiknað með mótmælum fyrir utan sendi-
ráð Japans, sem ásamt Noregi stundar
skipulagðar hvalveiðar í dag. Jón Egill tók
fyrir helgi á móti þrjú þúsund teikningum
þýskra grunnskólabarna sem í mótmæla-
skyni við áform Íslands höfðu teiknað
myndir af hvölum. 
Morgunblaðið/Ómar
Íslendingar áætla að veiða 250 hvali í vís-
indaskyni á tveimur árum.
Viðbrögð
misjöfn við
hvalveiðum
Íslendinga
L52159 Yfirlýsinga að vænta/6
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti hvatti í gær þjóðir heims til að
?svara af hörku? aðgerðum Hamas
og annarra palestínskra harðlínu-
samtaka, sem staðið hafa að blóðug-
um árásum á Ísraela. Bush var
ómyrkur í máli er hann hvatti til að
slíkir öfgamenn yrðu brotnir á bak
aftur til þess að friður mætti komast
á fyrir botni Miðjarðarhafs.
?Það fer ekki á milli mála að hinn
frjálsi heimur, þeir sem kunna að
meta frelsi og frið, verða að svara
Hamas og morðingjunum af hörku,?
sagði forsetinn. Hann ítrekaði fyr-
irheit sín um að framfylgja alþjóð-
legri friðaráætlun, svonefndum Veg-
vísi, sem kveður m.a. á um að
Palestínumenn leysi upp öfgahópa
og stofni sjálfstætt ríki fyrir 2005.
?Ég er þess fullviss að við getum
komið á friði. Það verður torvelt, en
ég er staðráðinn í að ríkisstjórn mín
muni áfram leggja sitt af mörkum til
að auka friðarlíkur,? sagði Bush enn-
fremur.
AP
Bush ræðir við fréttamenn um Mið-
austurlandadeiluna í gær. 
Svarað
verði af
hörku
Bush hvetur til að-
gerða gegn Hamas
Kennebunkport í Maine. AFP.
BÆNDUR á Héraði hafa tekið upp nýja aðferð í
baráttunni við rofabörð. Ónýtar heyrúllur eru nýtt-
ar þannig að þeim er blásið í rofabörð. Þannig
myndast þéttur grassvörður og nýr jarðvegur.
Hér má sjá félaga í Landgræðslufélagi Héraðsbúa
að störfum á Sænautaseli á Jökuldalsheiði.
Morgunblaðið/RAX
Glímt við rofabörðin 
HÓPUR 248 íranskra andófs-
manna sendi frá sér harðorða yfir-
lýsingu í gær þar sem lögð var
áhersla á rétt almennings til að
gagnrýna leiðtoga landsins. Þá var
í yfirlýsingunni sagt að alræðisvald
væri ?trúvilla?.
?Almenningur á rétt á að geta
fylgst nákvæmlega með því hvað
ráðamenn þjóðarinnar eru að að-
hafast og ráðleggja þeim eða gagn-
rýna þá og á ennfremur að geta
komið þeim frá völdum eða hrakið
þá frá ef hann er óánægður með
þá,? sagði í yfirlýsingunni, sem var
undirrituð af umbótasinnuðum,
frjálslyndum blaðamönnum,
menntamönnum og nokkrum
klerkum.
?Það er hrein trúvilla [?] að ein-
staklingar hafi guðlegt alræðis-
vald,? sagði ennfremur í yfirlýsing-
unni, sem birt er í kjölfar þess að
fimm nætur í röð hefur komið til
harkalegra óeirða í Teheran þar
sem skorist hefur í odda með um-
bótasinnum og harðlínusinnuðum
stuðningsmönnum klerkastjórnar-
innar. Hafa mótmæli umbótasinn-
anna einkum beinst að Ali Kham-
enei, æðsta leiðtoga Írans, sem
hefur alræðisvald í landinu.
Meðal þeirra sem skrifuðu undir
yfirlýsinguna var Hashem Aghaj-
ari, umbótasinnaður andófsmaður
sem var dæmdur til dauða í fyrra
fyrir guðlast eftir að hann lét í ljósi
efasemdir um réttmæti valda
klerkastjórnarinnar. Hann bíður
þess nú að dómurinn verði endur-
skoðaður. 
Khamenei hefur kennt Banda-
ríkjastjórn um að hafa hvatt til
óeirðanna í Teheran. George W.
Bush Bandaríkjaforseti sagðist í
gær telja mótmælin gegn írönsku
stjórninni ?jákvæð? og vera upphaf-
ið að víðtækari frelsisbaráttu í Íran.
Andófsmenn saka
klerka um trúvillu
Teheran, Kennebunkport í Maine. AFP.
Bush lýsir stuðningi við baráttu umbótasinna í Íran
HARRY Potter og Fönixreglan er fimmta bókin í
flokknum um galdrastrákinn og vini hans. Alls
hafa selst um 200 milljónir eintaka af bókunum
sem gefnar eru út í 130 löndum og á 57 tungu-
málum.
Fyrirhugað er að bækurnar verði alls sjö og
mun höfundurinn, breska skáldkonan J. K.
Rowling, þegar hafa skrifað síðasta kaflann í síð-
ustu bókinni, en geymir hann að sögn á ?vísum
stað?.
Harry Potter-aðdáendur sem vilja lesa nýju
bókina í íslenskri þýðingu verða að bíða til
hausts. Snæbjörn Arngrímsson hjá bókaútgáf-
unni Bjarti hefur tjáð Morgunblaðinu að íslenska
þýðingin verði fáanleg 1. nóvember klukkan
11.11 árdegis. Ekki fáist eintak af bókinni til að
þýða fyrr en hún komi út í Bretlandi.
Á íslensku í nóvember

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32