Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913 164. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Finnar 
forviða
Fall Anneli Jäättenmäki sagt
áfall fyrir konur Erlent 16
Systkinin
syngja saman
Páll Óskar og Diddú á tónleikum
með Moniku Abendroth Fólk 53
Öldungur í 
atvinnulífinu
Ron Eyjolfson er 94 ára og býr til
skyr og rúllupylsu Daglegt líf 2
BRETAR drógu í gærkvöld til baka
umdeildar tillögur sem miðuðu að því
að herða á reglum Evrópusambands-
ins (ESB) um hælisleitendur eftir að
ljóst varð að þær myndu ekki hljóta
hljómgrunn á sögulegum leiðtoga-
fundi ESB, sem nú er hafinn í Grikk-
landi. Málefni hælisleitenda voru á
dagskrá fundarins í gær en reiknað er
með því að umræður um drög að
stjórnarskrársáttmála fyrir sam-
bandið beri hæst á fundinum.
Bretar höfðu lagt til að komið yrði
upp eins konar ?móttökustöðvum?
fyrir hælisleitendur, nærri átaka-
svæðum í öðrum heimshlutum, til að
stemma stigu við straumi ólöglegra
innflytjenda til landa ESB. Yrði ör-
yggi hælisleitenda tryggt á þessum
móttökustöðvum á meðan lagt væri
mat á beiðni þeirra um hæli í ríkjum
ESB. Bresk stjórnvöld halda því fram
að núgildandi kerfi sé of götótt, auk
þess sem það sé einnig of kostnaðar-
samt. Skapa þurfi skilyrði til að hægt
sé að gera fyrr greinarmun á fólki,
sem raunverulega þarfnast pólitísks
hælis og hinna, sem fyrst og fremst
vilja njóta ávaxta samfélagsþjónustu
og betra atvinnuástands í aðildar-
löndum ESB. 
?Breska stjórnin hefur hlustað á
andmæli og efasemdir ólíkra landa og
hefur í framhaldi ákveðið að draga til-
lögur sínar til baka,? sagði hins vegar
Anna Lindh, utanríkisráðherra Sví-
þjóðar, í gærkvöld. ?Fæstar þjóðir
ESB geta sætt sig við þessar tillög-
ur,? sagði Panos Beglitis, talsmaður
grískra stjórnvalda. ?Evrópa þarf
áfram að vera lýðræðislegt svæði sem
tryggir fólki pólitískt hæli, þar sem
ekki eru reknar einangrunarbúðir.?
Leiðtogafundinn átti fyrst að halda
í borginni Þessalóníku í Norður-
Grikklandi en af öryggisástæðum var
hann fluttur til Porto Carras, sem er í
um 100 km fjarlægð. Mikill öryggis-
viðbúnaður er af hálfu grískra stjórn-
valda, sem farið hafa með forystu í
Evrópusambandinu undanfarna sex
mánuði. Nokkur þúsund manns mót-
mæltu fundinum í Þessalóníku í gær
en ekki kom til átaka.
Leiðtogar ESB-ríkjanna snæddu
saman kvöldverð í gær og var þar
m.a. rætt um málefni Mið-Austur-
landa, Íraks og Írans; auk þess sem
baráttuna gegn alþjóðlegum hryðju-
verkum bar á góma. 
EPA
Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, Jacques Chirac Frakklandsforseti
og Dominique de Villepin, utanríkisráðherra Frakklands, ræða við gest-
gjafann, Costas Simitis, forsætisráðherra Grikklands, í gær.
Sögulegur leiðtogafundur Evrópusambandsins hafinn í Grikklandi
Höfnuðu til-
lögum um
hælisleitendur 
Porto Carras. AFP, AP.
UNGUR piltur sleppur naumlega úr eldi sem ísr-
aelskir landtökumenn höfðu kveikt til að koma í veg
fyrir að ísraelskir hermenn gætu rifið niður útvarð-
arstöðvar gyðinga í Mitzpeh Yithzar á Vesturbakk-
anum. Samkvæmt Vegvísinum til friðar eiga Ísrael-
ar að fjarlægja allar ólöglegar útvarðarstöðvar sem
ísraelskir landtökumenn hafa reist síðustu tvö ár. 
Shimon Peres var í gærkvöldi kjörinn leiðtogi
ísraelska Verkamannaflokksins. Peres, sem er 79
ára gamall, er handhafi friðarverðlauna Nóbels og
hefur gegnt embættum bæði forsætis- og utanrík-
isráðherra í Ísrael.
Reuters
Hafist handa við niðurrif
L52159 Fyrsta/16
NÆR þriðjungur Ástrala not-
ar áfengi, lyf og ólögleg fíkni-
efni til að takast á við streitu
daglegs lífs að því er fram kem-
ur í þarlendri rannsókn sem
kynnt var í gær. Vísindamenn-
irnir komust að þessari kvíð-
vænlegu niðurstöðu eftir að
hafa unnið úr gögnum sem
safnað var um heilsufar Ástrala
á síðasta ári.
Yfirmaður rannsóknarinnar,
dr. Clive Hamilton, kvað þessa
þróun vera áhyggjuefni. ?Við
ættum að vera hamingjusöm
og lifa góðu lífi, við erum auðug
þjóð,? sagði hann. ?Þess í stað
stríða Ástralar við faraldur
þunglyndis.?
Að sögn Hamiltons nota
ástralskir karlar helst áfengi
sér til hugarhægðar en konur
nota fremur lyf. Þá sagði hann
eldra fólk nota lögleg efni svo
sem kvíða- eða þunglyndislyf
og áfengi til að draga úr streit-
unni en unga fólkið er mun lík-
legra til að nota ólögleg efni á
borð við maríjúana, kókaín,
heróín og amfetamín.
Þriðjung-
ur Ástr-
ala háður
lyfjum
Sydney. AFP.
RÁÐIST var á bandaríska hermenn
nærri Bagdad, höfuðborg Íraks, í
gærmorgun og beið einn bana og
tveir særðust. Þá særðust nokkrir
Bandaríkjamenn til viðbótar í tveim-
ur árásum nærri bænum Fallujah,
vestur af Bagdad, seint í gærkvöld. 
Talsmaður Bandaríkjahers sagði
um árásina, sem gerð var í gær-
morgun, að skotið hefði verið eld-
flaug á sjúkrabifreið hersins í bæn-
um Iskandariya, suður af Bagdad,
með þeim afleiðingum að sjúkraliði
lést. Þetta er þriðja árásin í Bagdad
og nágrenni í þessari viku sem kost-
ar bandarískan hermann lífið. Árásir
íraskra harðlínumanna eru nú tíðari
þrátt fyrir áframhaldandi tilraunir
Bandaríkjahers til að handsama
helstu stuðningsmenn Saddams
Husseins, fyrrv. forseta landsins.
Alls hafa 13 bandarískir hermenn
fallið í árásum sem þessum síðan
þær hófust í maí.
Á miðvikudag biðu tveir Írakar
bana þegar Bandaríkjamenn skutu á
hóp fyrrverandi liðsmanna Íraks-
hers sem söfnuðust saman til að mót-
mæla því að fá ekki greidd laun. Paul
Bremer, bandaríski landstjórinn í
Írak, leysti Íraksher upp og eru fyrr-
verandi liðsmenn óánægðir með að
vera sviptir lífsviðurværinu. 
Enn ráðist
á banda-
ríska 
hermenn
Bagdad. AFP.
GUÐMUNDUR Árni Stefánsson, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, sagði í ræðu á flokks-
stjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær að
flokkurinn ætti að bjóða sér fram í öllum
sveitarfélögum í næstu sveitarstjórnarkosn-
ingum. Í samtali við Morgunblaðið staðfesti
Guðmundur Árni þetta og sagði að það tæki
einnig til Reykjavíkur. ?Ég vil vera reiðubú-
inn til þess,? sagði Guðmundur Árni. ?Mér
heyrist tónninn í ýmsum samstarfsaðilum
innan R-listans vera þannig að það sé rétt
fyrir Samfylkinguna að vera í stakk búin
fyrir sérframboð.? 
Hann kvaðst þó ekki vita annað en að
borgarstjórnarfulltrúar R-listans væru í
samstarfinu af heilum hug. 
?Ég veit ekki til þess að það sé nein breyt-
ing á leiðinni. Hins vegar hef ég heyrt í um-
liðinni kosningabaráttu frá ýmsum í Fram-
sóknarflokki og Vinstri-grænum sem hafa
verið að gefa annað til kynna, þannig að ég
tel að Samfylkingin sé reiðubúin í framboð
þarna eins og annars staðar. Ég tel að Sam-
fylkingin, 31% flokkur, eigi að bjóða fram
sem víðast á landinu undir eigin merkjum.
Hún hefur til þess burði og stærð og á að
gera það,? sagði Guðmundur Árni. 
Guðmundur Árni 
Stefánsson 
Samfylkingin
bjóði sér fram
í öllum sveit-
arfélögum
L52159 Uppgjör/11
VALERY Gisc-
ard d?Estaing,
fyrrverandi for-
seti Frakklands,
kom til fundarins
í Porto Carras í
Grikklandi í gær.
Hann kynnir leið-
togum ESB-
ríkjanna í dag
drög að stjórn-
arskrársáttmála
fyrir sambandið.
D?Estaing hafði veg og vanda að
gerð sáttmálans. Hann sat í forsæti
eins konar stjórnlagaþings ESB,
sem í um sextán mánuði vann að því
að skrifa stjórnarskrárdrögin. 
Kynnir stjórnar-
skrárdrögin í dag
L52159 Viðkvæmt/18

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60