Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Holumeist-
arar krýndir
Íslandsmótið í holukeppni fór 
fram um helgina | Íþróttir B2
Ótrúlegar
uppljóstranir
Umsögn um Harry Potter og
Fönixregluna | Fólk 32
Þolinmæðin
á þrotum
Þúsundir Írana flykkjast út á 
götur til að mótmæla | Erlent 13
SÉRSTAKUR áfengisís er
kominn á markað í Hollandi og
Danmörku og kannski víðar en
í síðarnefnda
landinu vekur
hann litla
hrifningu.
Jafnvel sér-
stök auglýs-
inganefnd
áfengisiðnað-
arins þar í
landi hefur
varað við markaðssetningu
hans.
Ísinn, sem kallast Freaky Ice
og er 2,8% að styrkleika, er
framleiddur í Hollandi en í
Danmörku er sala hans ein-
skorðuð við krár og veitinga-
hús. Raunar vildi innflytjand-
inn koma ísnum í almennar
verslanir en stóru verslana-
keðjurnar höfnuðu honum.
Ólögleg markaðssetning
Brugðust margir Danir
ókvæða við þessari vöru og var
hún kærð fyrir auglýsinga-
nefnd áfengisiðnaðarins. Í kær-
unni sagði, að í vitund flestra
væri ís ekki síst tengdur börn-
um en á heimasíðu Freaky Ice
væri ungt fólk hvatt til að taka
þátt í að selja ísinn á krám og
veitingahúsum og stofna
klúbba í kringum neyslu hans.
Auglýsinganefndin komst að
þeirri niðurstöðu, að markaðs-
setning Freaky Ice væri ólög-
leg. Í auglýsingum um hann
væri gefið í skyn, að hann bætti
jafnt líkamlega sem andlega
getu neytandans og birtar með
myndir af börnum og ungu
fólki. Það jafngilti því að segja,
að ekkert væri athugavert við
áfengisneyslu barna.
Óánægja
með
áfengisís
NELSON Mandela, fyrrverandi for-
seti Suður-Afríku, lýsti yfir áhuga á
að heimsækja Ísland í viðræðum sem
hann átti við Ólaf Ragnar Grímsson,
forseta Íslands, í Dublin á Írlandi í
gær. Var honum við það tækifæri
boðið til Íslands. Mandela og Ólafur
Ragnar eru sérstakir stuðnings-
aðilar Special Olympics, Alþjóða-
leika þroskaheftra og seinfærra,
sem standa nú yfir í borginni. 
?Við áttum mjög ánægjulegan og
efnisríkan fund, þar sem margt bar
á góma og ræddum meðal annars
um samskipti Íslands og Suður-
Afríku og hvernig hægt væri að
styrkja þau á næstu árum, meðal
annars með því að við Íslendingar
miðluðum af reynslu okkar á ýmsum
sviðum. Í þeim samræðum kom fram
verulegur áhugi hans á því að heim-
sækja Ísland og kynna sér nánar
hvernig okkur hefði tekist að vinna
okkur frá því að vera ein fátækasta
þjóð Evrópu í það að búa við hvað
bestan efnahag þjóða heims,? segir
Ólafur Ragnar.
Einn fremsti mannréttinda-
baráttumaður síðustu aldar
Mandela og Ólafur Ragnar ræddu
saman í röska hálfa klukkustund og
segir Ólafur að það hafi lýst lifandi
áhuga Mandela á landi og þjóð að
hann skyldi óska eftir þessum fundi,
en þetta var eini fundurinn sem
hann átti. ?Við munum vera í sam-
bandi á næstu vikum og mánuðum
og við munum sjá hvernig við getum
spunnið þennan þráð áfram,? segir
hann og bendir á að engar tímasetn-
ingar hafi komið til tals. Mandela sé
bæði aldraður og önnum kafinn
maður en sé engu að síður tilbúinn
að leggja land undir fót og koma til
Íslands. Ólafur Ragnar telur að það
væri mikið fagnaðarefni fyrir Ís-
lendinga að fá hann í heimsókn.
Félagsmál, réttindamál og heil-
brigðismál var meðal þess sem bar á
góma á fundi þeirra og var Mandela
tíðrætt um þann mikla vanda sem
Afríkubúar eiga við að etja á sviði
heilbrigðismála og útbreiðslu sjúk-
dóma og þá erfiðleika sem samspil
fátæktar og sjúkdóma skapar í
þeirra heimalöndum, ásamt hern-
aðarátökum og styrjöldum í sumum
hlutum Afríku. Að sögn Ólafs Ragn-
ars telur Mandela að sú arfleifð
mannréttinda og félagslegra rétt-
inda og heilbrigðiskerfi, sem nor-
rænu ríkin hafa skilað þjóðum
heims, ættu að vera Afríkulönd-
unum fyrirmynd. Ísland væri lítið
land, sem byggi við harðan kost og
það væri merkilegt hvernig svona
land, sem áður fyrr hefði verið fá-
tækt, hefði náð þetta miklum ár-
angri.
Ólafur Ragnar og Mandela hafa
ekki áður hist. ?Það var vissulega
merkileg reynsla að fá tækifæri til
að ræða við hann. Nelson Mandela
er ásamt Mahatma Gandhi og Mart-
in Luther King fremsti mannrétt-
indabaráttumaður tuttugustu ald-
arinnar, það nafn sem ber einna
hæst í baráttunni fyrir mannrétt-
indum og gegn ólögum, órétti og
harðræði sem byggt er á rétt-
indaleysi fólks. Það var líka ánægju-
legt að skynja að þótt hann sé 85 ára
senn þá er hann ennþá kraftmikill
og fullur áhuga og baráttuþreks og
telur margt óunnið,? segir hann og
bætir við að það hafi einmitt verið í
þeim anda sem samræður þeirra
voru um samskipti Íslands og Suður-
Afríku og vanda Afríku almennt, að
hann telji sig enn geta orðið að liði
og sé á engan hátt sestur í helgan
stein, þótt hann hafi formlega látið
af embætti.
Ólafur Ragnar Grímsson og Nelson Mandela áttu fund í Dublin
Mandela vill koma til Íslands
Ljósmynd/Stefán Lárus Stefánsson
Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, heilsar Ólafi Ragnari Grímssyni forseta og Dorrit Moussaieff.
HINN SVOKALLAÐI kvartett; Bandaríkin, Evrópusambandið (ESB),
Rússland og Sameinuðu þjóðirnar (SÞ), gagnrýndu í gær aðferðir Ísraela í
baráttunni við palestínska harðlínumenn. Gagnrýnin kom fram á auka-
fundi kvartettsins á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins
(World Economic Forum) sem haldin er í Jórdaníu.
?Kvartettinn lýsir yfir miklum áhyggjum vegna að-
gerða Ísraelshers sem leiða til þess að fjöldi saklausra
Palestínumanna og annarra borgara lætur lífið,? sagði í
yfirlýsingu kvartettsins sem Kofi Annan, fram-
kvæmdastjóri SÞ, las upp á blaðamannafundi. ?Slíkar
aðgerðir auka ekki öryggi Ísraela en grafa undan
trausti og horfum á samvinnu.? Colin Powell, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, tók fram á fundinum að hann
harmaði sérstaklega morð Ísraelsmanna á Hamas-
liðanum, Abdullah Qawasmeh, á laugardagskvöld.
Ísraelsstjórn vísaði gagnrýninni á bug og sakaði kvartettinn um hræsni.
?Við höfnum þessari gagnrýni vegna þess að kvartettinn, þá sérstaklega
Evrópuþjóðirnar, ættu að vita að hryðjuverk valda líka dauða saklausra
Ísraela,? sagði ísraelskur embættismaður í viðtali við AFP.
Í kjölfar morðsins á Qawasmeh á laugardag skutu ísraelskir hermenn
fjóra menn til bana á Gaza-ströndinni seint í gærkvöldi og særðu sjö. Skutu
þeir á fólkið af skriðdrekum. / 12
Kvartettinn gagn-
rýnir Ísraelsstjórn 
Colin Powell 
Jerúsalem. Shuneh. AFP.
BANDARÍSKUR hermaður lést og
annar slasaðist þegar handsprengju
var varpað að bílalest í Khan Azad,
rétt suður af Bagdad í gær. Þannig
hafa 17 manns nú fallið í bylgju árása
á bandaríska hermenn í Írak.
Olíuflutningur frá Írak hófst að
nýju í gær en hann hefur legið niðri
frá því herir bandamanna réðust á
landið í apríl. Útflutningurinn mun
veita fjármagni til Íraks sem er mik-
ilvægt fyrir enduruppbyggingu
landsins eftir stríðið. 
Svo virðist sem um skemmdar-
verk hafi verið að ræða er gasleiðsla
sprakk í loft upp um 150 km norð-
vestur af Bagdad í gær. Talið er að
sömu menn hafi verið að verki nú og
þegar önnur gasleiðsla var sprengd
upp fyrir 10 dögum. Yfirmaður
stærstu olíuhreinsunarstöðvar borg-
arinnar sagði sprenginguna koma til
með að hafa mikil áhrif á rafmagns-
framleiðslu í stærsta orkuveri Bagd-
ad en hún er þegar mjög óstöðug.
?Þetta mun hafa bein áhrif á raf-
magnsframleiðslu. Fólk býr nú þeg-
ar í helvíti og [ástandið] á aðeins eftir
að versna,? sagði hann. 
Fórst Saddam í sprengjuárás?
Bandarískir þingmenn og aðrir
embættismenn í Bandaríkjunum
voru í gær bjartsýnir á, að Saddam
Hussein, fyrrum Íraksleiðtogi, væri
allur. Að því er fram kemur á frétta-
vef The New York Times er talið
hugsanlegt að Saddam og elsti sonur
hans, Uday, hafi verið farþegar í
bílalest sem bandarískt herlið gerði
flugskeytaárás á sl. miðvikudag.
Bandarískir sérfræðingar gera nú
DNA-próf á líkamsleifum þeirra sem
fórust til að skera úr um þetta.
Bandarískur her-
maður felldur
Bagdad. Washington. AFP.
STOFNAÐ 1913 167. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36