Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Skipulaginu breytt
Líklega þurfa breskir hermenn aft-
ur að vera í fullum herklæðum
vegna árásanna í gær en þeir hafa
ekki þurft þess síðan stríðinu lauk. 
SEX breskir hermenn féllu og átta
slösuðust í tveimur árásum í suður-
hluta Íraks í gær. Að því er fram
kemur í tilkynningu frá breska for-
sætisráðuneytinu voru árásirnar
gerðar með nokkurra km millibili
nærri al-Amarah, um 200 km norð-
ur af Basra. Hermennirnir voru að
þjálfa íraska lögreglumenn þegar
árásin var gerð. Breska varnar-
málaráðuneytið rannsakar nú hvort
árásirnar tvær hafi tengst með ein-
hverjum hætti.
Þingmenn vottuðu hermönnun-
um virðingu sína og Tony Blair
forsætisráðherra sagði þá hafa
?fallið með sæmd fyrir heimaland
sitt?. 
Varnarmálaráðherra Bretlands,
Geoff Hoon, sagði í umræðum í
þinginu að hersveitirnar myndu þó
ekki verða bugaðar af ?óvinum
friðarins? eins og þeim sem gerðu
árásina. Of snemmt væri að draga
ályktanir í þá veru að kalla ætti til
Sameinuðu þjóðirnar á svæðið eins
og einn þingmaður lagði til.
Vara Rumsfeld við áhyggjum
bandarískra borgara
Bandarískt herlið í Írak varð
enn fyrir árásum aðfaranótt þriðju-
dags samkvæmt heimildarmönnum
innan bandaríska hersins. Fimm
Írakar létust í árásunum og einn
Bandaríkjamaður særðist. 
Um tvö, að því er talið er, óskyld
atvik var að ræða nærri bænum
Fallujah, vestur af Bagdad. Í því
fyrra sinnti bílstjóri bifreiðar sem
ók í átt að vegartálma hersins ekki
stöðvunarskyldu með þeim afleið-
ingum að einn Íraki féll og annar
særðist í skothríð bandarískra her-
manna. Tveimur stundum síðar var
skotið á bandaríska hermenn við
vegartálma sem svöruðu í sömu
mynt og særðust þrír árásarmanna
í þeim átökum. 
Þá bjuggu íbúar Bagdad-borgar
við algert rafmagnsleysi annan
daginn í röð í gær en þá var meira
en sólarhringur liðinn frá því að
skemmdarverk voru unnin á gas-
leiðslum nærri bænum Hit í Írak. 
Bandarískir þingmenn vöruðu í
gær Donald Rumsfeld, varnar-
málaráðherra Bandaríkjanna, við
áhyggjum almennings af nær dag-
legum árásum á bandaríska her-
menn í Írak og vaxandi fjölda
dauðsfalla í bandarísku herliði í
Írak og Afganistan. 
Sex Bretar féllu í Írak 
Íbúar Bagdad-borgar hafa búið við rafmagnsleysi í tvo sólarhringa
Bagdad. AFP, AP.
Reuters
STOFNAÐ 1913 169. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Lengi í
boltanum
Auður Skúladóttir lék sinn 200.
leik fyrir Stjörnuna Íþróttir 44
Ofurstjarnan Beyoncé gefur út
sína fyrstu sólóplötu Fólk 46
Boðflenna
í sviðsljósi
Atvik í afmæli prinsins dregur
dilk á eftir sér Erlent 16
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hjálpar hér Elísabetu Englandsdrottningu niður úr gullslegnum
vagni en heimsókn Pútíns til Bretlands hófst í gær. Um er að ræða fyrstu heimsókn rússnesks þjóð-
höfðingja til landsins í meira en öld eða síðan á keisaratímanum í Rússlandi./14
Reuters
Söguleg heimsókn
MIKLAR afbókanir eru
hjá Fosshótelum í sumar
en þau eru fjórtán talsins
um allt land. Margir hóp-
ar ferðamanna frá Evrópu
og Asíu hafa afbókað með
stuttum fyrirvara. Á móti
kemur að það færist í vöxt
að ferðamenn bóki ferðir
hingað til lands á síðustu
stundu og þá gjarnan í gegnum Netið, að sögn Ernu
Hauksdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjón-
ustunnar. Hún segir að ferðamönnum hafi fjölgað um
7?8% milli ára en gistirými hafi aukist um 20% á sama
tíma í Reykjavík sem kemur niður á nýtingunni.
?Ástandið hefur ekki verið svona slæmt í fjögur ár,?
segir Renato Grünenfelder, framkvæmdastjóri Foss-
hótelanna. ?Þetta leit út fyrir að verða metsumar hjá
flestum. Við stóluðum á að allir vildu fara til Íslands
sem væri öruggt land miðað við önnur lönd en því mið-
ur gekk það ekki upp.? Hann telur að nýtingin sé verst
á Suðurlandi en áhrifanna gæti þó um allt land. ?Af-
bókanir koma verst niður á litlu hótelunum úti á landi.
Þar eru engir biðlistar og þegar hópar sem pantað
hafa 10?25 herbergi afbóka með stuttum fyrirvara er
aldrei hægt að fylla þau í staðinn.?
HABL hefur haft áhrif
Mest er um afbókanir frá Asíu og þar telur Renato
bráðalungnabólguna HABL vera helstu skýringuna. Í
Sviss og Þýskalandi sé mikið framboð af ferðum og
fjölbreytt tilboð sem hægt sé að taka með mjög stutt-
um fyrirvara. Þá hafi efnahagsástandið þau áhrif að
fólk ferðast minna og það gildir líka um Skandinava.
Kári Kárason, framkvæmdastjóri Flugleiðahótela
hf., sagðist verða var við fleiri afbókanir í sumar, sér-
staklega í Reykjavík, enda meira framboð af gistirými
en áður. ?Afbókanir eru háðar ástandinu í ferðaþjón-
ustunni hverju sinni, ferðaskrifstofur bóka ákveðinn
fjölda herbergja fram í tímann og reyna svo að selja
þau herbergi. Náist það ekki innan ákveðins frests
verða skrifstofurnar að afbóka. Ástandið í Bandaríkj-
unum núna er ekki gott, fólk þar er hrætt við að
ferðast. Staðan í Evrópu er hins vegar betri.?
Margir hópar erlendra ferða-
manna afboða komu sína 
?Ástandið ekki
svona slæmt í
fjögur ár?
Talibanar
skipuleggja
andspyrnu
Maryland. AP. 
MÚLLINN Mo-
hammad Omar,
fyrrverandi and-
legur leiðtogi tal-
ibanastjórnarinn-
ar í Afganistan,
hefur skipað tíu
manna ráð sem á
að skipuleggja
andspyrnusveitir
gegn hersveitum
Bandaríkjamanna og bandamönnum
þeirra, að því er CNN hefur eftir
pakistanska dagblaðinu The News. 
Pervez Musharraf, forseti Pakist-
ans, er nú í heimsókn í Hvíta húsinu í
Washington en hann sagði m.a. við
George Bush Bandaríkjaforseta að
her hans reyndi hvað hann gæti til að
handsama Osama bin Laden.
Bush þakkaði Musharraf fyrir
handtöku yfir 500 al-Qaeda-liða og
talibana og sagði hann ?hugrakkan
leiðtoga? og vin Bandaríkjanna.
Bandaríkjastjórn hygðist veita Pak-
istan þriggja milljarða dala fjárhags-
aðstoð eða um 225 milljarða króna. 
George Bush 
Dýrkeypt
áfengisneysla
Canberra. AP.
MIKIL áfengisneysla í Ástralíu er
samfélaginu óskaplega dýr. Kemur
það fram í nýrri skýrslu en í henni
segir, að fyrir utan allt það tjón, sem
ekki verði metið til fjár, kosti hún
skattgreiðendur beint um 367 millj-
arða íslenskra króna.
Skýrsla ástralska áfengisvarna-
ráðsins tekur til eins árs, frá 1998 til
1999. Fram kemur að um 10% lands-
manna, sem eru 19 milljónir, drekki
hættulega mikið áfengi. Afleiðingar
neyslunnar eru meðal annars sjúk-
dómar, ekki síst lifrarsjúkdómar, bíl-
slys, eldsvoðar, glæpir og ofbeldi,
dauðsföll og fjarvistir frá vinnu. Er
þá margt ótalið að sjálfsögðu og lík-
legt, að útgjöld vegna áfengisneysl-
unnar séu miklu hærri.
Beið í 27 ár
eftir síman-
um sínum
Dhaka. AFP.
SEXTUGUR maður í
Bangladesh hefur nú loksins
fengið símann sinn tengdan ?
tuttugu og sjö árum eftir að
hann fyrst bað um það.
?Þetta skiptir nú ekkert
voðalega miklu máli úr því að
ég gat ekki fengið símann þeg-
ar ég helst þarfnaðist hans,?
segir Mohammed Ismail,
bankastarfsmaður í Dhaka sem
kominn er á eftirlaun. 
Þó að það taki gjarnan upp
undir ár að fá símann sinn
tengdan í Bangladesh þurfti
Ismail að bíða óvenju lengi, svo
ekki sé fastar að orði kveðið. 
Nýtt frá
söngstirni

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52