Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913 174. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Í hæstu
hæðum
Anna Svavarsdóttir segir frá
göngunni á tind Cho Oyu 10
Hart barist á Shell-mótinu
í Eyjum Íþróttir 7
Anna 
og skapið
Ný tölvuteiknimynd Caoz kynnt
á Ítalíu á árinu Fólk 29
Ekkert 
gefið eftir
ÞRIGGJA hæða gatnamót Kringlu-
mýrarbrautar og Miklubrautar í
Reykjavík með hringtorgi á efstu hæð
fyrir beygjustrauma er ein af fjórum
tillögum sem lagðar hafa verið fyrir
samgöngunefnd borgarinnar með
áfangaskýrslu vinnuhóps sem hefur
það hlutverk að marka framtíðar-
stefnu fyrir gatnamótin. Tillagan ger-
ir ráð fyrir Kringlumýrarbraut í
stokki, Miklubraut í stokki þar fyrir
ofan og hringtorginu efst. 
Að sögn Stefáns A. Finnssonar, yf-
irverkfræðings á umhverfis- og
tæknisviði og þátttakanda í vinnu-
hópnum, væri hægt að stytta tafar-
tíma um 70% og fækka umferðarslys-
um um 80% með því að fara þá leið að
setja upp þriggja hæða gatnamót en
það yrði jafnframt kostnaðarsamasta
leiðin. ?Við gerum ráð fyrir að gatna-
mótin sjálf myndu kosta 2,7 milljarða
en heildarkostnaður yrði ríflega 11
milljarðar ef teknir eru með í reikn-
inginn tveir stokkar sem gert er ráð
fyrir á Miklubraut, annars vegar frá
Eskihlíð að Reykjahlíð og hins vegar
frá Lönguhlíð að Stakkahlíð. Þetta er
nánast þriggja ára framlag ríkisins til
vegamála,? segir Stefán.
Akreinum fjölgað í fimm
Önnur leið sem lögð er til er að
fjölga akreinum við núverandi gatna-
mót í fimm, þrjár fyrir umferð sem
fer beint áfram og tvær fyrir vinstri
beygjur. Þá yrðu umferðarljós við
gatnamótin tölvustýrð og öll umferð
um þau farin á grænu ljósi, en hingað
til hefur ekki verið sérstök akrein fyr-
ir vinstri beygju af Kringlumýrar-
braut yfir á Miklubraut. ?Þessi leið
væri ódýrari. Kostnaður við gatna-
mótin yrði í kringum 200 milljónir en
heildarkostnaður með stokkum 4½
milljarður,? segir Stefán. Arðsemi
slíkra framkvæmda væri mjög mikil
en þær myndu ekki skila viðlíka 
árangri og fyrrnefnda lausnin en taf-
artími gæti styst um 15% og óhöppum
fækkað um 30% til 50%. 
Tvær leiðir til viðbótar eru nefndar
til sögunnar af vinnuhópnum. Annars
vegar að Kringlumýrarbrautin verði
með mislægum gatnamótum frá Bú-
staðavegi að Sæbraut og hins vegar
að Miklabraut verði með mislægum
gatnamótum frá Grensásvegi að
Snorrabraut. Stefán segir að bæði
kostnaður og árangur sem vænta
megi af þessum leiðum liggi einhvers
staðar á milli þriggja hæða gatnamót-
anna og útvíkkaðra gatnamóta. 
Fjórar hugmyndir um mislæg gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar
Kosta 2,7 til 11 milljarða
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Umferðarþungi
Um gatnamót Kringlumýrarbraut-
ar og Miklubrautar fara um 80 þús-
und bílar á sólarhring. 
FJÓRAR róttækar hreyfingar Palestínumanna
lýstu í gær yfir þriggja mánaða hléi á árásum af
sinni hálfu á ísraelska borgara, en talsmenn
þeirra settu ströng skilyrði fyrir vopnahléinu og
Ísraelsstjórn sagði yfirlýsingarnar fánýtar. Þó
hóf Ísraelsher að draga lið sitt frá norðurhluta
Gaza-svæðisins.
Þetta tvennt ? vopnahlésyfirlýsingin og að
Ísraelar skyldu byrja að draga herlið frá palest-
ínsku svæði ? er þó talið mikilvægir áfangar að
því að binda enda á átökin í Mið-Austurlöndum. 
Herskáu samtökin Hamas og Íslamskt Jihad
gáfu út sameiginlega yfirlýsingu eftir að leiðtog-
ar þeirra gátu ekki komið sér saman um það við
fulltrúa hinnar hófsamari Fatah-hreyfingar
Yassers Arafats hvernig sameiginleg yfirlýsing
allra þriggja hreyfinganna skyldi orðuð.
Fatah-hreyfingin gaf út eigin yfirlýsingu með
nærri því samhljóða skilyrðum og talin voru upp
í yfirlýsingu hinna tveggja. Talsmaður Fatah
tjáði AFP að ágreiningur hefði staðið um hvort
vísað skyldi í yfirlýsingunni til Vegvísisins eða
ekki. Hamas og Íslamskt Jihad viðurkenna ekki
tilverurétt Ísraelsríkis og hafna Vegvísinum.
Vopnuð dóttursamtök Fatah, Al-Aqsa-píslar-
vottarnir, og Alþýðufylking fyrir frelsun Palest-
ínu (PFLP) hafa fram til þessa ekki viljað eiga
aðild að vopnahléi. En hin marxíska Lýðræðis-
fylking fyrir frelsun Palestínu (DFLP) gaf út
sína eigin yfirlýsingu um þriggja mánaða hlé á
aðgerðum gegn Ísraelum, á grundvelli sömu
skilyrða og Fatah, Hamas og Íslamskt Jihad.
?Skref í rétta átt?
Mahmoud Abbas, forsætisráðherra palest-
ínsku heimastjórnarinnar, fagnaði yfirlýsingun-
um og það gerði talsmaður Arafats einnig. 
Talsmaður Hvíta hússins, Ashley Snee, sagði
þær ?skref í rétta átt?, en forsenda fyrir var-
anlegum friði væri uppræting hryðjuverkasam-
taka. Og talsmaður Ariels Sharons, forsætisráð-
herra Ísraels, sagði að Ísraelsstjórn sæi ekkert
gildi í yfirlýsingunum, þar sem eini aðilinn sem
hún ætti í samningum við væri heimastjórn Pal-
estínumanna.
Um sama leyti og vopnahlésyfirlýsingarnar
voru gefnar út stefndi lest farartækja Ísr-
aelshers út úr norðurhluta Gaza-svæðisins.
Palestínskar hreyfingar
lýsa yfir hléi á árásum
Ísraelsk yfirvöld gefa 
lítið fyrir yfirlýsingarnar
en hefja brottflutning
Gaza-borg. AP, AFP.
TÓNLEIKAR Bjarkar voru loka-
atriði Hróarskelduhátíðarinnar í
gær. Stemmningin var engu lík og
var Björk ítrekað klöppuð upp af
gestum hátíðarinnar en loka-
tónleikarnir þykja hafa ákveðinn
heiðurssess. Mikill fjöldi sótti hátíð-
ina í ár, sem var einkar vel heppn-
uð. Lítið var um slagsmál eða ölvun
og rólegt yfir mannskapnum. Veðr-
ið lék líka við hátíðargesti, var hlýtt
og milt með einstaka skúrum. 
Auk Bjarkar tróðu upp þrjár ís-
lenskar hljómsveitir og var þeim
öllum mjög vel tekið. Hljómsveitin
Sigur Rós sló eftirminnilega í gegn
auk þess sem tónleikar Ske, GusGus
og Hafdísar Huldar með hljóm-
sveitinni FC-Khuna þóttu heppnast
frábærlega vel. Ljósmynd/Scanpix Nordfoto
Björk hyllt 
í Hróars-
keldu
GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands,
boðaði í gær viðbótarskattalækkanir upp á
25 milljarða evra, hátt í 2.200 milljarða
króna, sem koma eiga til framkvæmda strax
á næsta ári. 
Þessar nýju efnahagsaðgerðir, sem ríkis-
stjórnin samþykkti eftir að hafa setið í þrjá
daga á rökstólum á herragarði utan við Berl-
ín, miðast að því að hleypa nýju lífi í atvinnu-
lífið í landinu, en þetta ár er það þriðja í röð
sem hagvöxtur er nær enginn í stærsta þjóð-
hagkerfi Evrópu. Atvinnuleysi í Þýzkalandi
er komið yfir 10%.
?Umbætur eru stundum sársaukafullar,
en þær borga sig líka,? lýsti Schröder yfir á
blaðamannafundi. ?Þessi ríkisstjórn er að
bæta forsendurnar fyrir hagvexti í Þýzka-
landi,? sagði hann. ?Ég tel og ég vona að [það
sem ákveðið var um þessa helgi] sendi vakn-
ingarboð til íbúa þessa lands.?
Í stíl við aðgerðir vestra
Líkt og stjórnvöld í Bandaríkjunum og
Frakklandi hefur þýzka stjórnin nú ákveðið
að grípa til þess ráðs að lækka tekjuskatt og
ýta þar með undir einkaneyzlu, í þeirri von
að það dugi til að bæta hagvöxt. 
Með nýju áformunum er skattalækkunum
upp á 18 milljarða evra flýtt um eitt ár frá því
sem gert var ráð fyrir í fyrri áætlunum um
efnahagsaðgerðir á kjörtímabilinu. 
Schröder
boðar skatta-
lækkanir
Berlín. AP.
AP
Gerhard Schröder kanzlari (í miðju),
ásamt ráðherrum fjármála (t.v.) og utan-
ríkismála, kynnir nýju áformin í gær.
Markmiðið að ýta undir
neyzludrifinn hagvöxt

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32