Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.07.2003, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÚ er háannatími í ferðaþjónustu á Íslandi. Mjög oft er vikið að því sem betur má fara í ferðamálum á Ís- landi en ekki er alltaf minnst á og þaðan af síður lofað það sem vel er gert. Frá því í haust sem leið hefur ver- ið unnið að mikilsverðum endurbót- um á aðgengi eins fegursta staðar í Borgarfirði sem alltaf hefur notið mikillar hylli ferðamanna. Fyrir nokkrum árum voru byggðir ágætir útsýnispallar við Hraunfossa en þar við látið sitja. Lengi hefur verið mikið torleiði fyrir ferðafólk komið á miðjan aldur að komast frá göngubrúnni og upp á hraunbrúnina. Nú í vor lauk lagn- ingu göngustíga við Barnafossa skammt ofan við Hraunfossana. Sérstaklega er lofsvert að byggðar voru tröppur upp á hraunið til frá- bærs útsýnisstaðar suður yfir Barnafossa. Eru núna óhöpp vænt- anlega úr sögunni en ég minnist þess að fyrir nokkrum árum hrös- uðu þrjár gamlar konur þarna þegar þær voru á leið til baka niður af hrauninu. Var það oft daglegt brauð og ferðaþjónustu okkar Íslendinga til vansa hve ýmsar hættur leynast á allt of mörgum stöðum. Við bílastæðið hefur verið komið fyrir dálitlu veitingahúsi með minja- gripasölu og hreinlætisaðstöðu. Þó að veitingahúsið sé ekki með því stærsta á landinu er þar ágæt að- staða fyrir litla hópa. Gott úrval póstkorta og einstakir, handgerðir minjagripir eru á boðstólum og er það hinn annálaði ferðamaður og veiðikempa, Snorri á Augastöðum í Reykholtsdal, sem þarna ræður ríkjum. Við bílastæðið er póstkassi og auðvitað eru seld frímerki í versl- uninni. Nýverið átti ég leið um ofanverð- an Borgarfjörðinn og vildi gjarnan skoða aðstæður. Mig langar til að lýsa yfir ánægju minni yfir því hve vel hefur tekist. Mætti framtak Borgfirðinga við Hraun- og Barna- fossa verða öðrum landsmönnum hvatning til frekari dáða á þessu sviði; að gera góða og fagra staði betri og aðgengilegri ferðafólki. GUÐJÓN JENSSON, bókasafnsfræðingur og leiðsögumaður. Við Hraunfossa í Borgarfirði Frá Guðjóni Jenssyni: KÓR Menntaskólans í Reykjavík er nýkominn úr söngferðalagi frá London. 45 menntskælingar og kórstjórinn Marteinn H. Friðriks- son tóku lagið víða í London, alls staðar þar sem tækifæri gafst, sungu m.a. á útimarkaðinum í Cov- ent Garden og í þremur kirkjum, síðast hjá íslenska söfnuðinum í London. Þar messaði sr. Sigurður Arnarsson, en meðal kirkjugesta voru einnig fyrrverandi prestur ís- lenska safnaðarins, sr. Jón Aðal- steinn Baldvinsson, og sendiherra Íslands og frú. Ferðin tókst með miklum ágætum. Í frítímum gafst kórfélögum tækifæri til að skoða söfn, merkar byggingar og sögu- staði, fara í Lundúnaaugað og í leikhús. Orð Tómasar Guðmunds- sonar fylgdu þessum fríða hópi: „Lát raddir þínar, æska lands vors, óma í ungri gleði, nýjum söng.“ MARTEINN H. FRIÐRIKSSON, kórstjóri. MR-kórinn í London Frá Marteini H. Friðrikssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.