Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913 198. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Stærstu útsölulokin
götumarkaður
Opið til kl. 21 í kvöld
Sushi 
fyrir Finna
Hráefnið og hreinleikinn 
undirstaðan | Viðskiptablað B7
Grín gert að sjálfshjálpar-
bókum | Listir 24
Niceland 
í rigningu 
Regnhlífar komu í góðar þarfir
við tökur á nýrri mynd | Fólk 49
ARNARVARP hefur gengið vel í ár og eru fleiri ungar að
komast á ról en nokkru sinni áður síðan farið var að fylgj-
ast með varpi arna fyrir um 40 árum. Taldir hafa verið 33
ungar í 25 hreiðrum í sumar, flestir við Breiðafjörð, en
nokkrar vikur eru í að þeir verði fleygir. 
?Fyrstu ungarnir fara að fljúga um mánaðamótin, en
flestir byrja um miðjan ágúst,? segir Kristinn Haukur
Skarphéðinsson, fuglafræðingur. ?Stofninn mælist stærri
en hann hefur nokkurn tíma verið síðan örninn var frið-
aður fyrir 90 árum, svo það eru eins góðar horfur og verið
geta.? Talið er að nú séu á landinu 56 arnarpör. Vitað er
um 52 og áætlað er að fjögur til viðbótar hafi ekki fundist. 
?Það er greinilegt að það hefur verið vöxtur í stofninum
síðustu árin,? segir Kristinn. 
Morgunblaðið/RAX
Aldrei fleiri arnarungar frá því eftirlit hófst
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
sagði á fundi með blaðamönnum í
gær þegar hann var inntur við-
bragða við frumskýrslu Samkeppn-
isstofnunar um
olíufélögin, að
þetta væru ekki
fréttir sem kæmu
honum algjörlega
á óvart. 
?Ég held að all-
ur almenningur í
landinu hafi haft
þá tilfinningu að
það hafi um langa
hríð tíðkast að
hafa að minnsta kosti nokkurt sam-
ráð. Menn hafa séð hvað olíufélögin
eru fljót að hækka og lengi að lækka
gagnvart almenningi. Ég hef fundið
að því áður og það hefur alltaf gerst í
undrafínum takti. Þannig að þetta
kemur út af fyrir sig ekki á óvart.?
Hann sagðist telja að meira hefði
verið um samráð og annað af því tagi
áður fyrr og hefði það verið ástæða
þess að samkeppnislög voru sett á
sínum tíma. 
?Menn höfðu á tilfinningunni að
þetta væri grasserandi. Ég er hins
vegar sannfærður um að það hafi
dregið mjög úr slíku. Ég er jafn-
framt sannfærður um að það væri
ekki óhætt að leggja Samkeppnis-
stofnun niður. Ég tel að þetta sé enn
grasserandi víða og ef þetta eftirlit
væri ekki lengur til staðar færi allt á
verri veg aftur. Við tölum oft um
íþróttaandann. Ég er sannfærður
um það, þegar ég horfi á fótbolta, að
ef ekki væri dómari með gult spjald
og rautt þá væri miklu meira um
tæklingar og alls konar hluti sem
ekki eru geðfelldir.? 
Ólöglegt samkvæmt 
eldri lögum
Skýringar olíufélaganna um að
þau hafi þurft langan aðlögunartíma
vegna nýrra samkeppnislaga sagði
hann ekki traustvekjandi. 
?Ýmsir þeir þættir sem menn eru
að gefa í skyn að hafi farið úrskeiðis
voru í raun brotlegir þá þegar þótt
eftirlitsþátturinn væri ekki kominn í
það far sem síðar kom. Mér finnst
það ekki vera trúverðug rök að
menn hafi þurft aðlögunartíma til að
hætta að brjóta gömul lög vegna
þess að það voru komin ný lög.?
Hann sagði að ef mál sem þessi
kæmu til kasta dómstóla ætti hann
ekki von á að slíkar röksemdir
myndu vega þungt.
Hvað þátt Þórólfs Árnasonar
borgarstjóra varðaði, sem áður var
markaðsstjóri Olíufélagsins, sagði
forsætisráðherra ?óneitanlega dálít-
ið fyndið að sjá borgarstjórann sitja
í borgarráði þar sem samþykkt er að
ef olíufélögin hafi platað borgina þá
muni hún gera kröfu um bætur.
Ætlar hann að skrifa undir bréfið?
Hann veit hvort hann plataði borg-
ina eða ekki. Hann þarf ekki að láta
rannsaka það væntanlega. En hann
ætlar að gera kröfu um að ef hann
plataði borgina fyrir þessum árum
þá fái hann bætur fyrir það sem
borgarstjóri. Þetta er afskaplega
magnað.?
Spurður hvort hann teldi að ein-
staklingar og fyrirtæki ættu að
sækja skaðabætur vegna málsins
sagði forsætisráðherra að menn
yrðu að bíða eftir endanlegri niður-
stöðu.
Lítur skelfilega út
?Ég get alveg sagt sem lesandi
málsins, ég hef ekki haft meiri að-
stöðu en þið til að kynna mér þetta,
að málið lítur ekki vel út. Það lítur
skelfilega út. Engu að síður verðum
við að gefa þeim sem eru í sæti grun-
aðra, ef svo má taka til orða, færi á
að svara fyrir sig. Þeir verða að
njóta andmælaréttar. Það verður að
gilda um alla. Að því leyti er óheppi-
legt að málið skuli koma út núna
þegar einungis önnur hliðin er til.
Því okkur hættir til, mér sem öðrum,
að dæma út frá því sem við sjáum.
Ég hef ekki séð rök eða svör hinna.?
Rök olíufélaga
um aðlögunar-
tíma ekki
trúverðug
Davíð Oddsson
L52159 Stefnt að viðræðum/26
AP
MIKIL geðshræring greip um sig í ráðhúsinu í New York, sem er
neðarlega á Manhattan, eftir að maður tók að skjóta þar af byssu.
Eru menn minnugir hryðjuverkaárásarinnar 11. september 2001.
Fljótlega eftir að fréttist um atburðinn í ráðhúsinu var fjöldi lög-
reglumanna mættur á staðinn og voru þeir gráir fyrir járnum.
Uppnám á Manhattan
EINN af borgarfulltrúum New
York-borgar var skotinn til bana af
óþekktum byssumanni í fundarsal
ráðhússins um miðjan dag í gær.
Byssumaðurinn var sjálfur felldur af
óeinkennisklæddum lögreglumanni.
Borgarfulltrúinn, James E. Davis,
var fyrrverandi lögreglumaður og
þekktur baráttumaður gegn stór-
borgarofbeldi. Morðinginn er sagður
hafa verið pólitískur andstæðingur
Davis, sem var svartur á hörund og
fulltrúi Brooklyn í borgarstjórn.
Mennirnir voru samferða inn í ráð-
húsið en tengsl þeirra gerðu morð-
ingjanum kleift að komast inn án
þess að fara í gegnum öryggisgæslu.
Byssumaðurinn hafði komið sér
fyrir á áhorfendapöllum fundarsalar
borgarstjórnar þegar hann tók
skyndilega upp byssu og skaut Davis
í bringuna, en hann var einnig á
áhorfendapöllunum. Öryggisvörður
sem var niðri í fundarsalnum skaut
þá byssumanninn fimm sinnum og
lést hann seinna á sjúkrahúsi.
Öryggisgæsla var aukin til muna í
ráðhúsinu í New York eftir hryðju-
verkaárásina í hitteðfyrra. Þurfa
menn nú jafnan að fara í gegnum
málmleitartæki áður en þeim er
hleypt inn, auk þess sem óeinkennis-
klæddir lögreglumenn eru á verði.
Morð í ráðhúsi New York
New York. AP.
LJÓST þótti í gær að andstæðingum Gray
Davis, ríkisstjóra í Kaliforníu, hefði tekist að
safna nægilega mörgum undirskriftum í
herferð fyrir því að fá ríkisstjórakosning-
arnar sem haldnar voru á
síðasta ári endurteknar.
Embættismenn voru í
gær að fara yfir listana
en ef þeir staðfesta að
um gildar undirskriftir
sé að ræða verða nýjar
kosningar haldnar innan
áttatíu daga.
Þessar sögulegu kosn-
ingar færu þannig fram
að fyrst segðu kjósendur
já eða nei við þeirri
spurningu hvort ástæða
væri til að víkja Davis úr
embætti. Síðan kysu þeir
mann sem þeir helst
vildu sjá leysa hann af
hólmi.
Davis, sem er demó-
krati, nýtur ekki nema
um 23% fylgis nú um
stundir skv. skoðana-
könnunum. Ýmislegt spilar hér inn í, m.a. 38
milljarða dollara fjárlagahalli á ríkissjóði
Kaliforníu-ríkis.
Stuðningsmenn ríkisstjórans gagnrýna
undirskriftasöfnunina og segja að nýjar
kosningar myndu kosta skattgreiðendur í
Kaliforníu á bilinu 30 til 60 milljónir dollara. 
Fer Schwarzenegger fram?
Miklar vangaveltur eru uppi um það hvort
kvikmyndaleikarinn Arnold Schwarzenegg-
er, sem er repúblikani, verður frambjóðandi
í kosningunum. Schwarzenegger sneri aftur
til Bandaríkjanna í gær úr kynnisferð vegna
myndar sinnar, Tortímandinn 3, og var haft
eftir pólitískum ráðgjafa hans að hann teldi
líklegt að leikarinn, sem er 56 ára og fæddist
í Austurríki, gæfi kost á sér. 
Kosið á ný í
Kaliforníu?
Los Angeles. AFP, AP.
Arnold 
Schwarzenegger 
Gray Davis 
Ofleikur á 
stefnumóti

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52