Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 B 15 ferðalög Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku og Mið-Evrópu Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975 á viku. Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgrgjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið-Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Heimasíðan www.fylkir.is með fjölbreyttar upplýsingar. Nýjustu verðlistarnir komnir. Hringið og fáið sendan. Dancenter, Lalandia, Novasol/Dansommer. Fylkir Ágústsson, Fylkir — Bílaleiga ehf., ferðaskrifstofan sími 456 3745. Netfang fylkirag@fylkir.is Heimasíða www.fylkir.is ÁGÚST 17.–22. Ormsteiti á Fljótsdalshéraði Uppskeruhátíðin hófst í síðustu viku og stendur fram á næsta föstudag. Ýmislegt er um að vera, engjarómantík, kvöldsigling, tónleikar, pallasöngur, skipulagðar gönguferðir, grillveislur og kökuhlaðborð. Þá er boðið á flóamarkað, hverfahátíðir, nýbúadaga og svo fram- vegis. 19. Barnadagar á Hólum í Hjaltadal Þema barnadagsins að þessu sinni er skógurinn. 22.–24. Blómstrandi dagar í Hveragerði Bæjarstjórnin grillar fyrir gesti, sett verð- ur upp markaðstorg með úrvali af lista- verkum, handverki, fatnaði og fleiru. Lif- andi tónlist og gospel-tónleikar í kirkjunni. Trúðar koma í heimsókn og skátar sjá um tívolí. Slökkvilið Hvera- gerðis sýnir tækjakost sinn og býður börnum í ferð um bæinn. Þá verður sér- stök dagskrá á Fossflöt. Varðeldur og brekkusöngur undir stjórn Eyjólfs Kristj- ánssonar. Flugeldasýning Hjálparsveitar skáta. Dansleikur. 24. Afmælishátíð í Brimilsvallakirkju Kirkjan er 80 ára. Að lokinni messu verð- ur grillað og boðið til kaffiveislu í tjaldi. Leikir og fjöldasöngur. Vikan fram undan Haustferðir á Marriott Hanbury Manor GB Ferðir hafa ákveðið að bjóða upp á skipulegar ferðir á Marriott Hanbury Manor í London í haust. Gist er í fjórar nætur á hótelinu og innifalið í verði eru fimm golfhringir, leiðsögn, morgun- verður og kvöldverður. Ferðin kostar 89.900 krónur. Hægt er að lengja ferðina ef vill. Áskíði í beinu flugi til Salzburg Heimsferðir bjóða í vetur ferðir til Zell am See. Flogið er í beinu leiguflugi dagana 31. janúar, 7. febrúar og 14. febrúar. Frá Salzburg er um klukkustundar akstur til Zell am See. Boðið er upp á gistingu á þriggja og fjögurra stjörnu hótelum í hjarta Zell, rétt við skíðalyft- urnar, veitingastaði, verslanir og kvöld- lífið. 55 lyftur eru á svæðinu og hægt að velja um allar tegundir af brekkum, allt eftir getu hvers og eins. Ísrael – Laufskálahátíðin 2003. Í 15 ár hafa hópar farið héðan á hina árlegu Laufskálahátíð í Jerúsalem sem haldin er á vegum Hins alþjóðlega kristna sendiráðs í Jerúsalem (ICEJ.) Farið er héðan 9. október og komið til baka 22. október. Gist verður á góðu hóteli í Jerúsalem. Fyrir utan hátíða- höldin í Jerúsalem verður farið í skoð- unarferðir, t.d. til Nasaret, Tíberías, Kapernaum, bátsferð á Galíleuvatni, Jeríkó, Betlehem o.fl. Einnig til hins fræga fjalls Masada og í þeirri ferð gefst tækifæri til að liggja á Dauðahafinu og njóta þar hita, vatns og sólar. Helstu staðir í Jerúsalem verða skoð- aðir, Olíufjallið, Getsemane-garðurinn, Vesturmúrinn (Grátmúrinn), Must- erissvæðið, Via dolo Rosa, hin tóma gröf Jesú, Grafarkirkjan, Zíonarhæð og margt fleira. Ferðir til Kýpur í allan vetur Terra Nova-Sól býður upp á borg- arferðir til London og Kaupmanna- hafnar í samvinnu við Flugleiðir nú í vetur og verður einnig með ferðir til Kýpur í haust og vetur í áætlunarflugi um London. Verðið hefur lækkað frá því í fyrra. Síðastliðin ár hefur ferðaskrifstofan boðið upp á pakkaferðir með TUI, þýsku ferðaskrifstofukeðjunni en hægt er að fara í skipulagðar pakkaferðir um allan heim, allt árið um kring. Flog- ið er þá með Flugleiðum til Frankfurt og þaðan í beinu flugi á áfangastaði eins og Máritíus, Maldives-eyjar, Seyschelle-eyjar, Ástralíu, Nýja Sjá- land, Namibíu, Hawaii og Filippseyjar.  Heimsferðir Skógarhlíð 18 Sími: 595-1000 Vefslóð: www.heimsferdir.is Tölvupóstfang: sala@heims- ferdir.is  Terra Nova-Sól Stangarhyl 3 Sími: 591-9000 Tölvupóstfang: info@terr- anova.is Vefslóð: www.terranova.is  Allar nánari upplýsingar um ferðina til Ísraels veita farar- stjórinn Ólafur Jóhannsson í síma 551-5843 og Hildur Gott- skálksdóttir hjá ferðaskrifstof- unni Terra Nova-Sól í síma 591- 8000.  GB-Ferðir Sími: 534-5000 Fax: 568- 0477 Tölvupóstfang: info@g- bferdir.is Vefslóð: www.gbferdir- .is ÚTSÝNISFERÐ í Lundúnaaugað eða London Eye sem trónir tign- arlega á suðurbakka Thames-ár, vestan við Westminster-brúna, er upplifun sem fáir ættu að láta fram hjá sér fara sem á annað borð heimsækja London. Þetta stærsta parísarhjól veraldar lætur engan ósnortinn sem prófar að fara hring- ferð með hjólinu í glerkúlu og tekur ferðin um 35 mínútur. Útsýnið yfir borgina er stórfenglegt enda hæsti punktur hjólsins í 135 metrum. Þaðan er hægt að sjá allar helstu byggingar Lundúnaborgar og fólk skynjar þá fyrst hversu gríðarlega stór borgin er. Lundúnaaugað, sem var opnað formlega fyrir þremur ár- um, er að verða eitt mesta aðdrátt- arafl ferðamanna sem heimsækja borgina. Ferðin með hjólinu er ákaflega þægileg og það finnst varla fyrir hreyfingu. Þá getur maður rölt um í rúmgóðri glerkúlunni og myndað allt sem fyrir augu ber. Hver gler- kúla tekur 25 farþega, en alls eru þær 32 talsins og því getur hjólið borið 800 manns í einu. Aðgangseyrir fyrir fullorðna er 10,50 sterlingspund eða um 1.500 krónur og 5,00 sterlingspund fyrir börn , um 750 krónur. Auga Lund- únaborgar Morgunblaðið/Valur Hringferðin í glerkúlunni tekur um 35 mínútur. Lundúnaaugað trónir tignarlega á suðurbakka Thames-ár, vest- an við Westminster-brúna.  London Eye Vefslóð: www.londonvisions.com/ am britishairwayslondoneye.htm EF til stendur að gista á tjald- svæðum í Evrópu er slóðin www.findAcamping.com athyglis- verð. Þar er getið um á sjötta þúsund tjaldsvæði í níu Evrópulöndum. Fé- lag danskra tjaldsvæða er með slóð þar sem hægt er að nálgast upplýs- ingar um tjaldsvæði í Danmörku og einnig í öðrum löndum. Slóðin er www.campingnettet.dk og www.dcu.dk Morgunblaðið/GRG Upplýsingar um tjaldsvæði í Evrópu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.