Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Á næstunni kemur út hjá Almenna bókafélaginu ævisaga Valtýs Stefánssonar,
ritstjóra Morgunblaðsins, og stærsta eiganda blaðsins, á árunum 1924?1963.
Ævisöguna skrifar Jakob F. Ásgeirsson rithöfundur. Hér verður gripið niður í
bókinni á nokkrum stöðum sem tengjast sögu og þróun Morgunblaðsins.
Valtýr Stefánsson
Ritstjóri Morgunblaðsins
Þessi eru upphafsorð Valtýs sögu:
?Valtýr Stefánsson var meðal áhrifamestu Íslendinga á 20. öld og verka
hans sér enn stað með mjög áþreifanlegum hætti. Hann var maðurinn á
bak við veldi Morgunblaðsins. Hann kom að blaðinu þegar það átti erfitt
uppdráttar og vann því á fáum árum þann sess sem það hefur ætíð haft
síðan sem áreiðanlegasta og fjölbreyttasta fréttablað landsins. Valtýr var
ritstjóri og stærsti eigandi Morgunblaðsins um nærri fjörutíu ára skeið,
1924?1963. Á þeim árum var blaðaútgáfa í landinu með einum eða öðrum
hætti undir forræði stjórnmálaflokka. En með því að standa fast á grund-
vallarsjónarmiðum nútíma blaðamennsku tókst Valtý að gera Morg-
unblaðið að sannkölluðu blaði allra landsmanna , þrátt fyrir að það fylgdi
einum stjórnmálaflokki, Sjálfstæðisflokknum, mjög eindregið að málum.
Valtýr var blaðamaður fram í fingurgóma og gætti þess að stjórnmálaskrif
þrengdu ekki að öðru efni blaðsins og lituðu ekki um of almennan frétta-
flutning þess. Það var lykillinn að velgengni Morgunblaðsins.
Valtýr Stefánsson var maður jarðbundinn og raunsær en jafnframt
fullur af eldmóði hugsjónamannsins. Hann lifði tímana tvenna ? heims-
styrjaldirnar tvær, heimskreppuna, kalda stríðið og hatramma stjórn-
málabaráttu. En þrátt fyrir að kenna til í stormum sinna tíða var bjart-
sýni hans og framfaratrú óbilandi. Á hverjum degi gekk hann
kappsamur til starfa; sérhver dagur var honum ný og spennandi
reynsla óháð karpi og erjum gærdagsins. Og hann gekk upp í fleiru en
ritstjórn Morgunblaðsins. Á yngri árum vann hann að umbótum í land-
búnaði og síðar varð hann einn helsti skógræktarfrömuður landsins.
Ástríðu Valtýs að klæða landið hefur verið lýst sem táknmynd hinna
daglegu starfa hans að upplýsa og fræða á síðum Morgunblaðsins.
Hann var mikill áhugamaður um myndlist, en eiginkona hans var
Kristín Jónsdóttir listmálari, og beitti Valtýr sér fyrir nútímalegum
skrifum um myndlist í blað sitt. Hann kom víða við í menningarlífi
landsins með því að gegna formennsku í Menntamálaráði um langt
skeið. 
En fyrst og síðast var hann blaðamaður ? og réttnefndur ?höfundur?
Morgunblaðsins.?
?Höfundur? Morgunblaðsins

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8