Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                                                         ! !                            "             #               !       !$       %% &  '     (  !))*+,,*-. /       (    &  '     0   !))*+,,*-1 !   $   %% &  '     (  !))*+,,*-2 !      ('    33  4   /    !))*+,,*,1 !      ('    33  4   /    !))*+,,*,5 )       )     (  !))*+,,*+, 6  6 /   /  !))*+,,*,. !      / 7   8 7$ 8   !))*+,,*,9 !$      !   (  (  !))*+,,*,2 6   6 :  !))*+,,*,+ !  !      (' (  !))*+,,*-9 !       & $   (  !))*+,,*,; !    !   <   <    !))*+,,**5 !$        $     (  !))*+,,**2 !$  8       =  !))*+,,**; / 7  6   > $   6   !))*+,,**9 &  '    ?  $      (  !))*+,,*,- (  3        &  '     (  !))*+,,*,, !    3  !    @  @  !))*+,,**- &   7     )$    8  (  !))*+,,**1 <     $      (  !))*+,,**+ !     7 ! $  A      >   !))*+,,**, &     ! (   $ /    !))*+,,*,*     8 !    4  (  !))*+,,**. % 3   $         = =  !))*+,,*-, (      (         (  !))*+,,*-5 3       !      (' (  !))*+,,*-+ &B        /   =  =  !))*+,,*-; =    $ /   =  =  !))*+,,*+,      A   8  /   !))*+,,*-* ?    (   ' (  - (  !))*+,,*-- &    !   :  :  !))*+,,*+- C   3 !   8  8   !))*+,,*+9 C   3 !   =  =  !))*+,,*++ /  $ $  / 7   =    <  4(!))*+,,*+. Bæjarritari Laust er til umsóknar starf bæjarritara í Stykkishólmi. Starfssvi›: Yfirumsjón me› stjórns‡slu- og fjármálasvi›i bæjarfélagsins. Ger› fjárhagsáætlana, ársreikninga og samskipti vi› endursko›endur. Umsjón me› bókhaldi, innheimtu og innra eftirliti. Umsjón starfsmannamála. Sta›gengill bæjarstjóra. Menntun og hæfniskröfur: Háskólamenntun í vi›skiptafræ›i af fjármálasvi›i e›a sambærileg menntun. Reynsla af starfsemi sveitarfélaga er æskileg. Starfi› heyrir beint undir bæjarstjóra. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 24. nóvember nk. Númer starfs er 3545. Uppl‡singar veitir fiórir fiorvar›arson. Netfang: thorir@hagvangur.is Skógarhlí› 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Reykjavíkur (ÍTR) og Sjóvá- Almennar hlutu viðurkenninguna „Lóð á vogarskálina“, sem var afhent í fyrsta skipti á ráðstefnu Hollvina hins gullna jafnvægis 10. nóvember sl. Lóð á vogarskálina er viðurkenn- ing fyrir framlag sem stuðlar að samræm- ingu vinnu og einkalífs í orði og verki. Helga Jónsdóttir borgarritari afhenti Einari Sveinssyni, forstjóra Sjóvá- Almennra, og Ómari Einarssyni, fram- kvæmdastjóra ÍTR, viðurkenningarnar. Að því er segir í frétt á síðu hins gullna jafnvægis, www.hgj.is, hefur ÍTR um margra ára skeið unnið skipulega að því að auðvelda starfsfólki að samræma starf og einkalíf. Þar hafa reglulega verið fram- kvæmdar viðhorfskannanir á meðal starfsfólks til að kanna árangurinn af því starfi. Frá árinu 1998 hefur starfsfólk t.d. verið spurt að því í viðhorfskönnunum hvernig því gangi að samræma starf og einkalíf. Árið 1998 sögðust 66% starfs- manna það reynast þeim auðvelt eða mjög auðvelt. Í fyrra var þetta hlutfall komið upp í 82%. Dómnefnd bárust margar ábendingar um ÍTR og var stofnuninni ávallt lýst sem aðlaðandi vinnustað sem veitir starfsfólki sínu tækifæri til að eflast og þroskast í starfi um leið og það fær hvatningu til að sinna sínum eigin þörfum, fjölskyldu sinni og sjálfu sér og rækta hæfileika sína. Ragnhildur Helgadóttir, jafnrétt- isráðgjafi hjá ÍTR, segir viðurkenninguna hafa gríðarlega þýðingu fyrir ÍTR. „Þetta er gott fyrir starfsfólkið og mikil við- urkenning fyrir stjórnendur ÍTR. Það hefur ríkt sveigjanleg fyrirtækjamenning hjá stofnuninni um langt skeið, sem hefur sýnt sig í því að starfsmannakannanir sýna að starfsmannaánægja er mikil. Það eru mikil tengsl milli starfsmannaánægju og sveigjanlegrar fyrirtækjamenningar.“ Ragnhildur segir ÍTR ekki hafa skjalfært sveigjanleikann. „Því um leið og búið er að skjalfæra sveigjanleikann og festa hann í form getur hann snúist í andhverfu sína og orðið ósveigjanleiki. Þegar litið er á sveigjanleika verður að taka mið af persónulegum þörfum einstakra starfsmanna mun frekar en einhverjum hópþörfum. Við erum að tala um mannlegt umhverfi og gagn- kvæmt traust starfsfólks og fyrirtækis eða stofnunar.“ Markvisst unnið að mannauðsmálum Ábendingum um Sjóvá-Almennar fylgdi ítarlegur rökstuðn- ingur og fjöldi dæma um það sem fyrirtækið hefur gert á um- liðnum árum til að stuðla að betri samræmingu starfs og einkalífs. Líkt og hjá ÍTR láta Sjóvá-Almennar kanna af- stöðu starfsfólks til þess hvernig því gangi að samræma einkalíf og starf. Í vinnustaðagreiningu mældist afstaða starfsmanna til fullyrðingarinnar „Mér finnst gott jafnvægi milli vinnu og einkalífs hjá mér“ 4,24 af 5 mögulegum. Þar er um að ræða umtalsverða hækkun frá árinu 2001, en þá var hún 4,01. Lára Jóhannsdóttir gæðastjóri og Auður Daníelsdóttir starfsmannastjóri hjá Sjóvá-Almennum, segja bæði stjórn- endur og almenna starfsmenn fyrirtækisins afar ánægða með viðurkenninguna. „Við höfum unnið markvisst að mann- auðsmálum síðan fyrirtækið var stofnað árið 1989,“ segir Auður. „Ég tel að það felist margt í þessu samræmi á milli vinnu og einkalífs. Við erum til dæmis með þannig fyr- irkomulag að þegar konur koma úr fæðingarorlofi eiga þær kost á tveggja ára tímabili þar sem þær geta verið í hluta- starfi. Við bjóðum einnig upp á að bæði konur og karlar geti verið í 20% lengra fæðingarorlofi en gengur og gerist, þannig að til dæmis einstaklingur í sex mánaða fæðingarorlofi getur fengið einn og hálfan mánuð til viðbótar á 80% launum.“ Lára telur að jafnvægi vinnu og einkalífs felist ekki aðeins í sveigjanlegum vinnutíma. „Það felst líka í því að fólk geti skroppið frá til að sinna fjölskyldutengdum málefnum. Einn- ig má benda á það að vinnuumhverfi okkar er allt mjög mannvænt. Síðan má kannski nefna það að tengsl fjölskyldna starfsmanna við félagið eru mjög mikil. Sem dæmi má nefna að við höfum á sumrin haldið tölvunámskeið fyrir börn starfs- manna. Þá má einnig nefna það að við höfum mjög öflugt starfsmannafélag sem stendur fyrir uppákomum eins og jólabingói fyrir fjölskyldur starfsmanna, þrettándagleði og vor- og haustferðum fyrir starfsmenn og maka. Síðan er mökum starfsmanna boðið að taka þátt í almennu fræðslu- starfi á vegum fyrirtækisins, til dæmis opnum fyrirlestrum um ýmis málefni.“ Að lokum bætir Auður því við að félagið hafi líka mjög virkt heilsueflingarstarf sem hafi áhrif á líðan starfsmanna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Helga Jónsdóttir afhendir Einari Sveinssyni og Ómari Ein- arssyni hvorum sína Vogarskálina fyrir góðan árangur. Sjóvá-Almennar og ÍTR fá hrós Auður Daníelsdóttir Lára Jóhannsdóttir Ragnhildur Helgadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.