Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 6
ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Fylkir hefur sett fram hugmyndir um æf- ingasvæði og ýmsa aðstöðu við Rauðavatn og enn fremur ná- lægt núverandi aðstöðu félagsins í Elliðaárdal. Þessar hug- myndir eru kynntar í nýút- komnu blaði fé- lagsins, en þar er gert ráð fyrir tveimur æf- ingavöllum við strönd Rauðavatns auk hnokka- og hnátuvalla, pútt- svæðis, þjónustuhúss og útivistar- og grillsvæðis fyrir fjölskyldur. Björn Gíslason, sem sæti á í að- alstjórn Fylkis, segir hugmynd- irnar mikið hafa verið ræddar, sér- staklega þar sem Fylkir kemur nú til með að þjóna nýju hverfunum, Grafarholti og Norðlingaholti. „Við höfum einnig sett fram hugmyndir að nýjum mannvirkjum í Blásteins- hólma í Elliðaárdal. Það tengist meira svæðinu við Fylkisveg og yrði hrein viðbót við það svæði. Báðar hugmyndir hafa verið rædd- ar hjá skipulags- og bygginganefnd Reykjavíkurborgar og þar hafa menn tekið mjög jákvætt í þetta. Það var líka fundað í dag hjá ÍTR þar sem mjög vel var tekið í þessar hugmyndir. Svæðið liggur vel mitt á milli þessara þriggja hverfa, Ár- bæjar, Norðlingaholts og Graf- arholts, og hentar því afar vel. Keppnisvöllurinn yrði áfram á sama stað niðri við Fylkisveg þar sem er aðalsvæði félagsins. Þarna yrði um að ræða fyrst og fremst nýtt æfingasvæði og ýmis aðstaða,“ segir Björn og bætir við að koma þurfi hugmyndunum inn í skipulag og hefja framkvæmdir sem fyrst. „Það er náttúrlega verið að vinna í þessum málum, því það er ljóst að um tvöföldun á iðkendum verður að ræða hjá Íþróttafélaginu Fylki með tilkomu þessara tveggja hverfa. Álagið á sundlaugarsvæðið og Fylkisveginn er orðið mjög mikið,“ segir Björn. Hafa þurft að vísa börnum frá Fylkir hefur þurft að vísa börn- um frá vegna aðstöðuleysis, sér- staklega í knattspyrnu og fim- leikum og segir Björn það alls ekki jákvæða þróun. „Við leggjum til að það verði byggt sérstakt fimleika- hús sambærilegt við aðstöðu fim- leikafélagsins Bjarkar í Hafn- arfirði. Það hefur ekkert gerst í aðstöðu- málum knattspyrnudeildar og fim- leika hjá Fylki síðustu fimmtán ár. Næsta sumar kemur reyndar gervi- grasvöllur sem mun bæta verulega aðstöðu knattspyrnunnar. Ábyrgð borgaryfirvalda er mikil í að skapa aðstöðu til iðkunar íþrótta hjá Fylki, sérstaklega þegar horft er til þess mikla fjölda iðkenda sem bæt- ist við hjá félaginu með tilkomu þessara nýju hverfa,“ segir Björn. Fylkir setur fram hugmyndir um aðstöðu við Rauðavatn Brýnt að þjónusta íbúa nýju hverfanna Hugmyndir að nýju æfingasvæði og útivistaraðstöðu Fylkis við Rauðavatn. Björn Gíslason FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Tækjasjóður Rannís auglýsir eftir umsóknum í Tækjasjóð Umsóknarfrestur til 15. janúar 2004 Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands Laugavegi 13, 101 Reykjavík www.rannis.is Hlutverk Tækjasjóðs er að veita rannsóknastofnunum styrki til kaupa á dýrum tækjum og búnaði vegna rannsókna. Við úthlutun úr Tækjasjóði skal taka mið af úthlutunarstefnu Rannsóknasjóðs. Við úthlutun úr sjóðnum er tekið mið af eftirfarandi atriðum:  Tækin séu mikilvæg fyrir rannsóknir umsækjenda og framfarir í rannsóknum á Íslandi.  Tæki séu staðsett á rannsókna- og háskólastofnunum.  Styrkir til tækjakaupa tengist verkefnum sem Rannsóknasjóður styrkir.  Fjárfestingin í tækjabúnaði skapi nýja möguleika.  Samstarf verði um nýtingu tækja milli stofnana og atvinnulífs með fyrirsjáanlegum hætti.  Áætlanir um kostnað og fjármögnun á kaupunum séu raunhæfar.  Möguleiki sé að jafnaði á samfjármögnun þannig að framlag Tækjasjóðs greiði aðeins hluta kostnaðar við fjárfestinguna. Tækjasjóður starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3/2003. Vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs markar úthlutunarstefnu sjóðsins. Fimm manna stjórn Rannsóknasjóðs sem skipuð er af menntamálaráðherra fer jafnframt með stjórn Tækjasjóðs. Fagráð skipað formönnum fagráða Rannsóknasjóðs metur umsóknir í Tækjasjóð áður en stjórn sjóðsins tekur þær til afgreiðslu. Ákvörðun stjórnar um úthlutun er endanleg. Rannsóknamiðstöð Íslands annast umsýslu um Tækjasjóð sem heyrir undir menntamálaráðherra. Nánari upplýsingar um Tækjasjóð og eyðublöð sjóðsins eru á heimasíðu Rannís www.rannis.is Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2004 - Nánari upplýsingar: Erlendur Jónsson, Rannís, sími 515 5808/elli@rannis.is SAMNINGAR hafa verið gerðir á milli Íslenskrar erfðagreiningar og Siomons-rannsóknasjóðsins í New York um að Siomons-sjóðurinn muni fjármagna umfangsmiklar rann- sóknir Íslenskrar erfðagreiningar á erfðafræði einhverfu og skyldra þroskaraskana. Samkvæmt fréttum frá ÍE og Siomons-rannsóknasjóðn- um í gær mun sjóðurinn leggja 2,8 milljónir Bandaríkjadala, eða ríflega 200 milljónir íslenskra króna, til rannsóknanna. Finna og einangra mikilvæg- ustu erfðaþætti einhverfu Rannsóknirnar miða að því að finna og einangra mikilvægustu erfðaþætti einhverfu. „Þegar hefur verið sýnt fram á að einhverfa og skyldar þroskaraskanir eru arf- gengar að einhverju leyti en ein- angrun erfðavísa sem eiga hlut að máli er mikilvæg til að auka skilning á líffræðilegum orsökum einhverfu. Þekking á líffræðilegum orsökum gæti einnig gert mögulegt að finna og rannsaka mikilvæga umhverfis- þætti einhverfu og annarra raskana á einhverfurófinu og þróa nýjar að- ferðir til greiningar og meðferðar,“ segir í tilkynningu frá ÍE. Vísindamenn ÍE munu vinna að þessum rannsóknum í samstarfi við Umsjónarfélag einhverfra og lækna, sálfræðinga og annað starfsfólk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar rík- isins og Barna- og unglingageðdeild- ar Landspítala háskólasjúkrahúss. Skv. upplýsingum ÍE mun dr. Cath- arine Lord frá háskólanum í Michig- an, sem er sögð einn af virtustu sér- fræðingum í heimi á þessu sviði, verða sérstakur ráðgjafi við gerð spurningalista sem lagðir verða fyr- ir ættingja. Nýjustu rannsóknir gefa til kynna að allt að 20 börn séu með einhverj- ar raskanir á einhverfurófinu í hverjum árgangi barna á Íslandi. Siomons-rannsóknasjóðurinn er fjölskyldusjóður í New York sem styrkir grunnrannsóknir á sviði raunvísinda og stærðfræði. Sjóður- inn hefur einnig stutt við bakið á börnum með námsörðugleika. Sjóð- urinn gengst nú fyrir átaki í rann- sóknum á einhverfu og meðhöndlun hennar. Haft er eftir Jim Siomons, stofnanda rannsóknasjóðsins, að að- standendur sjóðsins séu mjög ánægðir með að vinna með ÍE að þessum rannsóknum. Þær séu mik- ilvægur liður í nýju verkefni sjóðs- ins sem beinist að því að finna or- sakir einhverfu, sem snerti fjölda fólks um allan heim. ÍE hafi náð framúrskarandi árangri í rannsókn- um sínum til þessa og allar líkur séu taldar á því að sambærilegur árang- ur náist í þessum rannsóknum. Afla ómetanlegrar þekkingar „Við höfum þegar náð góðum ár- angri í rannsóknum okkar á öðrum röskunum á taugaþroska og heila- starfsemi, svo sem geðklofa, kvíða og þunglyndi. Niðurstöður þeirra rannsókna sýna að við getum ein- angrað erfðavísa sem tengjast mjög flóknum einkennum og aflað ómet- anlegrar þekkingar á líffræðilegum orsökum þeirra. Ég er bjartsýnn á að okkur muni einnig takast þetta í rannsóknum okkar á einhverfu,“ er haft eftir Kára Stefánssyni, for- stjóra ÍE, í gær. ÍE, Siomons-rannsóknasjóðurinn og Umsjónarfélag einhverfra ætla að kynna framkvæmd rannsókn- anna á kynningarfundi næstkom- andi laugardag kl. 13–14, í húsa- kynnum ÍE við Sturlugötu í Reykjavík. Samningur Íslenskrar erfðagrein- ingar og bandarísks rannsóknasjóðs 200 milljónir í einhverfu- rannsóknir ÍE ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdótt- ir menntamálaráðherra hefur sett í gang vinnu innan ráðuneytisins þar sem skoða á vandlega hvort hægt sé að setja reglur um sölu tölvuleikja á grundvelli núgildandi laga, eða hvort breyta þurfi lögum. Fram kom í Morgunblaðinu á þriðjudag að verslun BT hefði verið kærð til lögreglu fyrir að hafa selt 13 ára dreng tölvuleik sem var þannig merktur af innflytjanda að hann var bannaður börnum innan 16 ára ald- urs. Haft var eftir verslunarstjóra BT að engin lög segðu til um aldurs- takmörk vegna tölvuleikja hér á landi og „erfitt“ væri að móta starfs- reglur varðandi sölu þeirra til barna. Sagði hann einnig dæmi þess að for- eldrar hefðu hringt í verslunina bál- reiðir yfir því að BT hefði neitað að selja börnum þeirra leiki. Þorgerður segir það athyglisvert að söluaðilar tali um að það þurfi op- inberar reglur til að þeir átti sig á hvað þeir megi selja og hvað þeir vilji selja ungmennum. „Við megum ekki gleyma því að þó að við höfum hér stjórnvöld þá hafa foreldrar og fyrirtæki ábyrgð gagn- vart því hvað þeir vilja selja eða kaupa. Hið opinbera á ekki að þurfa að skikka fyrirtækin til að gera ákveðna hluti sem eru augljósir,“ segir Þorgerður en minnir jafnframt á að foreldrar þurfi að vera meðvit- aðir um sínar skyldur gagnvart börnum. Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, hefur í tilefni fréttarinnar af kærunni vakið athygli á því að hún hafi ítrekað hvatt menntamálaráð- herra á síðustu árum til að setja regl- ur um tölvuleiki. Þórhildur segir að þrátt fyrir þetta hafi reglur ekki enn litið dags- ins ljós. Hefur hún sent Þorgerði bréf þar sem hún er hvött til að skoða þessi mál vandlega og í framhaldi af því gera þær ráðstafanir, sem lög kveði á um, til verndar börnum gegn „ofbeldisfullum“ tölvuleikjum. Ráðherra skoðar sölu tölvuleikja LÖGREGLAN á Egilsstöðum hefur engan grunaðan um innbrotið í sölu- turn á virkjanasvæðinu við Kára- hnjúka um áramótin þar sem stolið var vörum og peningum að andvirði ein og hálf milljón króna. Talið er að innbrotið hafi verið framið á tímabilinu frá klukkan 23.30 á gamlárskvöld til klukkan 10 á ný- ársmorgun. Færð við Kárahnjúka á þeim tíma var þung og talið nánast ófært fyrir utanaðkomandi að kom- ast þangað og beinist rannsókn máls- ins því að íbúum á virkjanasvæðinu. Enginn grunaður um innbrotið ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.