Vísir - 06.04.1981, Blaðsíða 1

Vísir - 06.04.1981, Blaðsíða 1
Vísir fyrsiur með iÞróttatréttirnar Evrópumetiö var tvíbætt KR-ingurinn Jón Páll Sigmarsson gerði sér litið fyrir um helgina og tvibætti Evrópumet- ið i réttstöðulyftu í kraftlyftingum, en hann keppir i yfir- þungavigt. Þetta var á innanfélagsmóti KR sem haldið var i Jakabóli og gerði Jón Páll fyrst atlögu að Evrópuinetinu sem Arhur Boga- son frá Akureyri átti, en það var 340 kg. Hann lét setja 342.5 kg á stöngina og er hann hafði lyft þeirri þyngd var þyngt upp i 350 kg, og sú þyngd fór einnig upp við geysilegan fögnuð við- staddra. Við eigum þvi tvo bestu lyftingamenn Evrópu i réttstöðulyftu i yfirþungavigt, og verður fróðlegt að sjá hvað gerist er þeir Jón Páll og Arthur mætast i keppni, en það verður sennilega á lslandsmótinu i byrjun maí. En það unnu fleiri góð afrek i innanfélagsmótinu i Jakabóli um helgina. Sverrir Hjaltason KR sem venjulega keppir i 90 kg flokki „drakk sig upp” i 100 kg flokk, og gerði sér litið fyrir og lyfti þar 320 kg i réttstöðu- Glæsilegur árangur Jóns Páls Sígmarssonar í kraftlyltingum er liann hirti Evrópumetið al Arthuri Bogasyni lyftun ii sem er nýtt glæsifegt fslandsmet. Sem fyrr sagði eru stór verk- efni framundan hjá kraft- J ÓN P ALL lyftingamönnunum, Islands- mótið i byrjun mai og siðan Evrópumótið rétt á eftir þar sem kraftakarlarnir islensku ættu að geta gert stóra hluti. gk-. SIGMARSSON. hefur aldrei v e r i ð e i n s s^ '••>r — setti glæsilegi Evrópumet i réttstöðulyftu. Jón Páli á að geta betur. Arnórhríhætti metió Arnór Pétursson gerði sér litið fyrir um helgina og þribætti islandsmet sitt i bakpressu i lyftingum fatlaðra, en þá fór fram isiandsmót i fjórum greinum fatlaðra I Vestmannaeyjum. Reyndar voru lyftingar aukagrein þar, en þaðskiptiÁrnór ekki máli. Hann bætti islandsmet sitt i 60 kg flokki úr 117,5kg i 127,5kg. og tilgamans má geta þess að þetta met er miklu betra en met- ið hjá ófötluðum i sama þyngdarflokki. I 90 kg flokki setti Reynir Kristófers- son islandsmet i 103 kg flokki, lyfti 103 kg i bekkpressu og Sigfús Brynjólfsson sem keppti i 100 kg flokki lyfti sömu þyngd og setti einnig Islandsmet. 1 sundinu fuku metin einnig, en þau hafa enn ekki verið staðfest og verða ekki fyrr en seinna i vikunni þannig að ekki er hægt að skýra fra þeim aö sinni. gk-. verður Happel látinn lara? - frá stanúarú Liege, hótt að samningur hans sé ekkí útrunninn? — Ég reikna fastlega með þvi að Ernst Happel, þjálfari, verði látinn fara nú eitthverja næstu daga. Það gengur nú allt á aftur- fótunum hjá okkur og máttum við þola tap 0:2 fyrir Molenbeek á laugardagskvöldið, sagði Asgeir Sigurvinsson. Happel hefur skrifað undir samning við Hamburger SV, en hann ætlaði sér að vera áfram hjá Standard Liege út þetta keppnis- timabil. Það getur farið svo, að hann verði látinn fara fyrr og að Reymond Gothals, fyrrum lands- liðsþjálfari Belgiu, taki við, en hann hefur skrifað undir samning við Standard Liege. — Við leggjum nú aðálhersluna á bikarkeppnina, þar sem draum- urinn um Belgiumeistaratitilinn, er búinn, sagði Ásgeir. Lokeren vann sigur 3:1 yfir FC Brugge um helgina. —SOS. Heynckes „njðsnar um Janus „Glaúbach” Dusselúort hata augastað á Janusi Guðlaugssyni Janus Guðlaugsson hefur verið i sviðsljósinu í V-Þýskalandi að undanförnu — hann hefur staðið sig mjög vel með Fortuna Köln. Tvö lið i „Bundesligunni” hafa verið að „njósna” um Janus — Borussia Mönchengladbach og bikarm eistararnir frá Dussel- dorf. Jupp Heynckes, þjálfari „Giad- bach” sá leik með Fortuna Köln á dögunum en félagið vantar nú „stopper”. Þá vántar Dússeldorf „sweeper”. Fortuna Köln hefur gert mér nýtt tilboð, sem ég hef nú i athug- un. — Ég veit ekki hvað éggeri en ef ég fæ gotttilboðfrá „Gladbach” eða Dússeldorf, þá reikna ég með að slá til, sagði Janus. Janus gat ekki leikið með For- tuna Köln um helgina — fékk spark i kálfa á æfingu. Fortuna Köln gerði jafntefli 3:3 gegn 1. FC Bocholt, sem náði að jafna á ell- eftu stundu. • JANUS GUÐLAUGSSON. Glæsilegur árangur! Halldórs í Hollandi i „Þelta er sterkasta opna júdómótið sem haidið er i Evrópu, og að vera i fremstu röð þar er auövitað mjög gott" sagði Eysteinn Þorvaldsson for- inaöur Júdósambands Islands i samtali við Vfsi i gær, en þá lágufyrir niöurstööur úr keppni Halldórs Guðbjörnssonar I 71 kg ftokki á opna hollcnska júdó- mótinu. Alls voru það 72 keppendur sem tóku þátt i þeim þyngdar- flokki, og Halidór sigraöi auö- veldlega i sinum riðli. Meðal annars lagöi hann þar Ungverj- ann Hangyasi sem siöan varö sigurvegari i keppninni. I úrslitakeppninni byrjaði Halldór á þvi að sigra þýskan keppanda, en i næstu viðureign átti hann við Sovétmann og tap-' 1 aðiimjögjafnriglimu. Þaösem ■ réði úrslitum var að Halldór steig einu sinni út fyrir keppnis- ■ völiinn og fékk viti fyrir. ■ I næstu viðureign kepptf - Halldór við þýskan júdómann _ og tapaði með 3 stigum. Voru það einu stigin semhannfékká 5 sig i keppninni. Hann hafnaði • þvi i 5-6 sæti sem er frábær á- ■ rangur. gk.. ■ Skagamenn lögðu Hauka að velli Skagamenn unnu sigur 2:0 yfir Haukum i Litlu-bikarkeppninni i Hafnarfirði á laugardaginn. Það voru þeir Guðbjörn Tryggvason og Astvaldur Jóhannsson sem skoruðu mörk Skagamanna. Keflvikingar og Blikarnir gerðu jafntefli 1:1 i Kópavogi. óli Þór Magnússon skoraði mark Kefl- vikinga á fyrstu min. leiksins, með skalla, en Jón Einarsson jafnaði fyrir Breiðablik. —SOS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.