Vísir - 12.05.1981, Blaðsíða 1

Vísir - 12.05.1981, Blaðsíða 1
r-------------------------------i j Svíviröíleg vlnnubrögð Norömanna l skreiöarsölu: j i ..Getum tapað 5-7 i i milljónum dollara”! „Ég fullyröi fyrir mitt leyti aö hér er hið klassiska undirboð I Norömanna á feröinni og ekke.n ■ annað. Þaö er ástæöulaust aö I vera aö dylja þaö, þvi þetta höf- um við mátt búa viö árum saman á mörgum sviðum, af ■ þeirra hálfu. Fari svo,að við ná- um ekki tilætluöum árangri, tapa tslendingar 5—7 milljónum | dollara á skreiðinni I ár, ein- göngu vegna undirboða Norð- I manna”. ■ Þetta mælti Jón Armann Héöinsson, sölustjóri Lýsis h.f. I viðtali viö Visi i morgun. Jón á sæti i sendinefnd sem nýkomin er frá Lagos þar sem fram foru viöræöur um skreiöarviöskipti viö Nigeriu. Norömenn hafa samið um skreiöarverö, sem samsvarar 290 dollurum fyrir a-skreiö og um 230 dollurum fyrir b-skreiö. „Viö héldum fram þeirri skoðun, aö þar sem hámarks- verö heföi veriö ákveöiö 310 dollarar og 250 dollarar af hálfu Nigeriumanna, og gifurleg eftirspurn væri eftir skreiöinni, og hún frjáls a.m.k. þetta áriö, væri þaö öllum fyrir bestu, aö treysta markaöinn, hafa ekki verösveiflur i gangi og koma á traustum og öruggum viöskipt- um milli landanna”, sagöi Jón Armann. Kvaö hann Nigeriumenn hafa beitt norska verðinu mjög fyrir sig i viðræöunum. Þá heföi þaö komiö glögglega fram, aö Norö- menn heföu beitt þeim lúalega áróöri, að segja sina vöru betri en þá islensku. „Vinnubrögð Norömanna i þessu máli eru einu oröi sagt sviviröileg”, sagöi Jón Armann. Sagði hann ennfremur viöræöu- nefndirnar hafa skiliö I góöu andrúmslofti og kvaöst vera vongóöur um framhaldið, sem réöist innan fárra daga. Sagöist hann vera bjartsýnn á aö íslendingar fengju 310 doll- ara fyrir þorsk og keilu i a-flokki, 250 fyrir ufsa og ýsu I b-flokki. Loks hefði Islenska sendinefndin fallist á aö þorskur og keila i pólargæöaflokki, svo og öll langa yröi i nýjum verö- flokki, sem yröi 290 dollarar. — JSS Sorg í Dallas - Sjá bis. 15 Náttúruverndarráð: verður Haukur ráðinn? Nitján sóttu um stöðu fram- kvæmdastjóra Náttúruverndar- ráös og hafa nöfn 18 umsækjenda veriö birt, en einn óskaði nafn- leyndar. Samkvæmt heimildum Visis er þar um að ræða Hauk Ingibergsson, skólastjóra að Bif- röst. Það mun vera ákveöið, að Haukur láti senn af skólastjórn Samvinnuskólans, en gert er ráð fyrir, aö ráðið verði i stöðu fram- kvæmdastjóra Náttúruverndar- ráðs frá 1. júli næst komandi. Staðan var auglýst af mennta- málaráöuneytinu, en hins vegar mun Náttúruverndarráð form- lega taka ákvörðun um, hver verður ráöinn. — SG Iðgjöld öifrelða- irygginganna: Afgreidd í næstu viku Beiðni bifreiðatryggingafélag- anna um hækkanir á iðgjöldum eru ennþá til skoðunar hjá Trygg- ingaeftirlitinu. Þar var Visi tjáð i morgun, aö athugun lyki i þessari viku og þá færu málin til Trygg- ingaráðuneytisins og siðan vænt- anlega áfram sina leiö. Skýrt hefur verið frá þvi áður, að óskaö sé eftir nærri 90% hækk- un iðgjalda af ábyrgðartrygging- um bifreiða milli tryggingaára 1980 og 1981. HERB ursiit í skölaskák - Sja bls. 3 ■ Nýlistin fjárvana - Sjá grein á bls. 8 ■ Hestamót heigar- innar - Sjá bis. 23 Besta öarna- myndin Crslitin i Ljósmyndakeppni Visis, Hans Petersen h.f. og ljós- m yndaraf élags tslands um skemmtilegustu barnamyndina ’81, voru tilkynnt fyrir helgina með pompi og pragt. Þaö var Gunnar Ingimarsson á Ljós- inyndastofu Gunnars Ingimars, sem tök verðlaunamyndina, en fyrirsætan er eins árs snáöi, Ilall- ddr Ægir Ilalldórsson. —Sjó opnu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.