Tíminn - 06.12.1969, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.12.1969, Blaðsíða 6
TÍMINN ÞORHF REYKJAVIK SKOLAVORÐUSTIG 25 TIL PABBA GLEÐILEG JÓL SAFÍR mótor, ósigrandi, kraftmikill. Hámark- safköst viö alla vinnu. Mikilvirkur viö borun, sögun, pússun, slipun og hver-veit hvaö. SAFÍR borvélin er afgreidd i vandaðri, rauðri burðartösku. TVEIR HRAÐAR, meö sjálfvirkum WOLF rofa. ALEIIMAIMGRUÐ Örugg við allar aðstæður, án jarðtengingar. IÐNAÐARBORVÉLIN FYRIR HEIMILI YÐAR WOLF SAFÍR 73 10mm iðnaðarpatróna WOLF SAFÍR 74 13mm iðnaðarpatróna Heimilisborvélin, sem byggö er jafnt fyrir iðnað. HRINGURINN ' Jólabazar og kaffisala Hringsins verður að Hótel Borg á morgun (sunnudag), hefst kl. 3. — Gengið inn á basarinn um suðurdyr. — Allur ágóðinn rennur til styrktar taugaveiklaðra bama. Okkar Innilegustu þakkir færum vi3 öllum þeim, er sýndu samúS og vinarhug vi3 andlát og jarSarför bróSur okkar. Einars Grímssonar, bónda, Gröf, Laugardal. Sérstaklega þökkum vi3 öllum þeim, er velttu aðstoS við leit að honum. Systkin hins látna. wmmmmmmmmmmmmmmumumnmanammmmmmmmm Innrlegar þakkrr fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar og sonar, Ólafs R. Björnssonar, húsgagnasmiðameistara Eygló Stefánsdóttir og synir Lára Guðjónsdóttlr. HRÍFANDI ÁSTARSAGA er GRÉTA og þó einkum VÍKINGADÆTUR eftir Kristínu M. J. Björns- son. Hrein ást, hrein sorg, er hreinasti dýrgripur nú á þessum æsitimum vit- firrtra kynóra. ÞAKKLÁTUR LESANDI BÆNDUR HESTAMENN Tapazt hefur jarpt vetur- gamalt trippi. Mark: Tveir bitar fr. h. Upplýsingar í síma 4180, Hveragerði. Aage Michelsen. ENSKIR RAFGEYMAR LONDON BATTERY fyrirliggjandi Lárus Ingimarsson, heildverzlun. Vitastíg 8 a — Sími 16205 AKRANES Framsóknarfélag Akraness heldur Framsóknarvist í fél- agsheimili sínu, Sunnubraut 21, sunnudaginn 7. desember kl. 20.30. Öilum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. REIKNA EKKI MEÐ . . . Framhald af bls. 20 sparaS hefði borginni mikið fé. Allmargir verktakar væru nú til, svo að samkeppni gæti verið eðli- leg og nær undantekningarlaust hefði sú meginregla myndazt, að taka lægstu tilboðum og ekki vik- ið frá henni nema í ljós kæmi, að bjóðandi vildi falla frá tilboðinu, gæti ekki sett tryggingu eða aug- ljóst væri getuleysi hans til verks- ins. Ekkert af þessu væri til staðar í því tilfelli, sem hir væri rætt um. Verktaki, sem byði lægst og uppfyllti allar o. i kröfur, sem gerðar væru í útboði og gildi til- boðs, ætti siðferðilegan rétt til þess að tilboði hans væri tekið sam'kvæmt öllum almennum og heiðarlegum leikreglum. Sé gengið fram hjá lægstbjóðanda yrði að rökstyðja það mjög sterklega, því að það hlvti að verða álitshnekk ir fyrir lægstbjóðanda, ef því væri á þennan hátt lýst yfir, að verk- LAUGAB.DAGUR 6. desember 1969 kaupi treysti honum ekki til verks- ins. Kostnaður bjóðenda við að reikna út lægsta 'raunbæft tilboð, sem hann gæti gert, væri oft mik- ill, og væri meginreglan um að taka lægsta tilboði brotin hvað eftir annað án eðlilens tilefnis, misstu verktakar eðlilega al'lan áhuga á því að undirbyggja til- boð sín vel til og gera lág til- boð. Þar með væri kostum útboð- anna stefnt í beina hættu. Borg- in væri stór opinber verkkaup- andi, sem ætti öðrum meira undir því að njóta þessara kosta og yrði því að gæta þess vel að fylgja fast meginreglum og sýna heiðar leik til þess að njóta trausts verk- taka. Þú ræddi Kristján nokkuð um útreikninga gatnamálastjóra og áætlun um þetta verk, sem nam 17,4 millj. kr. Öll tilboðin voru lægri og þrjú þeirra 40—50% lægri. Hlyti þessi áætlun að vekja undrun og þá spurningu, hvað verkið mundi kosta, ef borgin ynni það sjálf. Væri erfitt að skýra þann mun, en þó kæmi þetta nokk uð í ljós af skýringum gatnamála stjóra. Áætlun hans væri byggð á töxtum vinnuvélaeigenda og vélamiðstöðva, og virtust þeir mjög óhagstæðir miðað við boð þeirra verktaka, sem eiga stór- virk og hentug tæki. Væri í þessu fólgnar að verulegu leyti skýring ar á muninum, og væri ekki óeðli legt að borgin gerði líka ráð fyrir slíkri tækni í áætlunum sínuim. Fyrirtæki það, sem nú byði lægst, hefði fyrr boðið lágt f stór verk borgarinnar, jafnvel svo lágt að munaði yfir 50% miðað við áætlun borgarinnar, og staðið mjög vel við það. Þess vegna væri vantraust nú alveg óréttmætt. Kristján sagði, að hér væri ágreiningur um grundvallarreglu en ekki einstaka verktaka. Per- sónulegt mat og duttlungar mættu ekki ráða. íhaldið virtist telja bezt að hafa frjálsar hendur. Þetta væri prófmál, og virtist íhaldið vera að þreifa fyrir sér um und- irtektir minniblutans við þann óskadraum sinn að geta valið sér verktaka að vild en þurfa ekki að hlíta neinum meginreglum. Virt- ist sem íhaldið fengi góðar undir- tektir um þetta hjá Alþýðubanda- lagsmönnum, eftir afgreiðslu máls- ins að dæma. Einar Ágústsson ræddi einnig þetta mál og kvað hinn mikla mun á tiiboðum og áætlun gatnamála- stjóra hljóta að vekja furðu borg- arstjórnarfulltrúa og kalla á skýr- ingar. Hann kvaðst ekki enn hafa heyrt þau rök meirihlutans, sem réttlætt gætu að hafna lægsta boð- inu í þessu útboði. Að 4% væri svo lítill munur, að ekki þyrfti að taka tillit til hans, kvaðst hann ekki kalla rök. Sama væri órétt- lætið gagnvart lægstbjóðendum, og 400 þúsund væru líka pening- ar. Hér væri farið út á mjög hættulega braut. Þá væru einnig þau rök meirihlutans haldlaus, að ekki mætti velja aðrá verktaka en þá sem hefðu sérstaka reynslu í þeim verkum, sem boðin væru út. Hvernig ætti að framkvæma úthoð, ef ekki kæmu aðrir til greina. Hringurinn mundi verða nokkuð þröngur og útboð gagns lítið. Einar kvaðst leggja áherzlu á það, að mjög sterk rök yrði að færa fyrir því að ganga fram hjá lægstu boðum, og slík rök væru ekki fram komin í þessu máli. SÍLDARSÖLTUN Framhald af bls. 20 ert hefir veiðzt af síld af venju- legum Norðurlandssíldarstærðum. Samningar hafa nú tekizt við kaupendur í ýmsum löndum um sölu á öllu því magni, sem fram- leitt hefir verið og er í öllum samningum gert ráð fyrir mjög mikilli verðhækkun frá því sem verið hefir. Þá hefir og verið samið um sölu á nokkru magni af flakaðri síld, en afgreiðsla á flökum er nokkrum erfiðleikum bundin, þar sem ekki má líða nema mjög tak- markaður tími frá því að flökun- in er framkvæmd og þar til varan kemur á maíkaðinn. Söltun Suðurlandssíldar nálgast nú 100 þúsund tunnur og er það nálægt fimm sinnum meira magn en framleitt var á allri vertíðinni í fyrra. Þar sem fitumagn síldarinnar fer nú ört minnkandi og vegna versnandi útlits á sölu smásíldar, má búast við að söltun á smásíld verði bráðlega hætt. Rússar hafa þó tjáð sig reiðu- búna að kaupa töluvert magn af smásíld, en þeir hafa reynzt ófá- anlegir til að samþykkja það verð, sem saltendur telja sig geta fram- leitt fyrir, miðað við núgildandi fersksíldarverð og hinn háa fram leiðslukostnað. Útflutningsandvirði saltsíldar þeirrar, sem framleidd hefir verið til þessa, er áætlað um 600 milljón ir króna, og er þá meðta'lin sú síld, sem söltuð var um borð í veiðiskip um á Hjaltlandsmiðum í sumar. „VÉR ÍSLANDS BÖRN" Framhald af bls. 20 Þriðji þátturinn nefnist „Þetta bölvað beinamál“ og er þar rakin ítarlega hið mitola og langfræga beinamál, sem upp reis í Húna- þingi eftir að Höfðajaktina Há- karlinn bar að landi við Hjalta- bakkasand 1802. eÞtta er mikil frásögn og margslungin. Fjórði þátturinn nefnist „É1 á AuðnaMaði. Þar segir frá þeim atburði, sem varð 1865, er elding laust reykvíska skipshöfn á hlað inu á Auðnum á Vatnsleysuströnd svo að manntjón varð. Hafði skips höfn þessi hleypt þarna upp. Fimmta frásögnin er hin mesta í bókinni og nefnist Dagur er upp kominn. Er þar rætt um þær hrær ingar, sem urðu hér á landi eftir frelsisumbrotin suður í álfu um og eftir 1878, en Ihingað bárust þó nokkur ölduföll þeirra. Er þarna brugðið upp ýmsum svip myndum af mönnum o'g málefnum, kemur m. a. inn í þá sögu stofnun elztu blaðanna Ihér á landi, og eru til að mynda leidd rök að því með skýrum iheimildum, að Páll Melsted hafi aldrei ætlað sér að verða ritstrjóri Þjóðólfs. MJÓLKURBÚ FLÓAMANNA Framhald af bls. 20 sátu þennan hátíðarfund, ems og áður er sagt. Að lokinni rœðu Sigurgríms söng Kaiilakór Sel- foss undir stjóm Pálmars Eyjólfs sonar nokkur lög. Heimir Guð- mundsson lék undir á píanó. Þá voru ræðuhöld og söngur. Sigurgrúni Jónssyni, stjórnarfor manni, var afhent mynd af honum sjálfum, sem Örlygur Sigurðsson málaði, en Sigurgrímur hafði á s. 1. vori, setið 40 ár samfleytt í stjórn Mjólkunbús Flóamanna og tók hann við formennsku af Sr. Sveinbirni Högnasyni, er hann féll frá fyrir nokkrum árum. SOLSJENITSIN Framhald af bls. 13 staðnum: Hættum umræðun- um. Þér mistúlkið forystuhlut- verk fiokksins. Öllum, nerna yður sjálfum, er það Ijóst. Rithöfundurinn Franz Tau- rin: Stjórn rithöfundasam- takanna mun rannsaka mál yð ar. Aðalatriðið er að þér haf- ið ekki sýnt óvinunum mót- þróa. Enginn óskar að beygja yður. Þessi fundur er tilraun til að hjálpa yður til að losna við það sem Vesturlönd hafa látið yður lenda í. Hinn aldni rithöfundur Fedin hefur ákært yður: Gegið eftir: Standið gegn Vesturlöndunum: f lok fu'1 arins var ákveðið að víkja Solsjenitsyn úr rit- höfundasamtökunum. Fimm greiddu atkvæði með því, og einn gegn (Solsjenitsyn sjálf- ur).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.