Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 13

Pressan - 22.10.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 22. OKTÓBER 1992 13 í 30 daga gæsluvarðhald og geðrannsókn 0tie Jóa sagöi aó kJukk*n 07 17 á l3iusardíí«smoeTUíJto hdó: «*»i vmð cúkynm að mate i>®( verið marnm tmM í fyrro«fmSti htí& hún kont á vettvaAK U tmómm á »Mlí 1 mái flWðar á anium ha»ð raeð Mutsgusár á brjáui Var hstnn nrauiiuQ og vtr «m Cumísr i ájúkrmhtts, sraj er 1 um 3Ð0 m«m 8*rl*pS. þmr sem hams feu skMœu sia«r Þ'rsar ksenBjsJan k<w» i *t*ðuu» voru. auk hfcsr*ðrnda, fimn; ungtr mmn í fljúðtoRi ug urfia ð6rir fieirra vstoi afi Atlwðinuœ. Hrtitu {Mr »íra)t j konuiu >«<& vtfiurkcnndí að h»ía Kuitgy) ssœki'úmwui tlnn roeð haíf 1 brjósöð Vorú |»i ðB £»rfi ^hiívrað voru HaSh ms«« Fcun ea konan vtF Magsaðtet úetkn o »ð ionan Untfii t»! n» hnas m á stój í *so( Jéft ið fftllúð h*fi v. Maöurmn «ro iét ktsftan «r 19 ám l»«í *t*ð v«ra tvfi bcmí | ««»* f Ibóðmiu Twr menn fm Rf, nmrtóðhmna a* fl muutöu al Rr>’kja> }örh»ynht Var húr érn «»tev«éh*ld fsAranntókn i Grir Jfin Sfasði J hmti vxui hrst vtf skipti««» $380 J ka>:a k>cr«1ihmttj utr. síu.io, ncggja ðarn» mammypm. htór m- •tð í $o dag» RjMduvarð ðraBMékn f|rt sé stingj Mfttt sinn tiJ huta um hete- ir a áminda ifmáatan $ laujj. rtcasunitwi »is legrctían í ranaryjtæt vw kvédd sað há*. ■títztr 3 v»ð Ftfitemu Par futíð! «■ venð v’ungioft i brjfisöð sx5 V«r h*nn wrf lií>warki þe$»r ftkten kom t vtkðu-tn «n test tœœu víðar i sjúkrufcúvi af vðk! «verfcan*. *ð i^n Cktr* Jðns. hárfcianttr. tMhlínarRterrfiuítyisími j Éyjtm, œklíð «ð fitllu upftivvt os h.sfujr var að hann vildi að ég færi í fóst- ureyðingu, ég neitaði því. Þá varð hann vondur og fór til Reykjavík- ur.“ f lok sumars tóku þau aftur saman, leigðu íbúð í Reykjavík og gerðu hana upp. Hún fór ein til Eyja skömmu fyrir jól og fæddist eldra bam þeirra á annan dag jóla. Samkvæmt hennar eigin frásögn hafði Hafsteinn Smári ekki meiri áhuga á baminu en svo að hann kom til Eyja 4. janúar (1989). BRÁST OFT VONUM HENNAR Við geðrannsóknina farast Jón- ínu Sigríði svo orð um þetta tíma- bil í lífi sínu: „Stuttu seinna fórum við þrjú til Reykjavíkur í þeim til- gangi að búa saman, eins og eðli- legt fólk. Þegar ég kom inn í íbúð- ina, þá brá mér mjög mikið, því íbúðin var í rúst. Þá hafði Haf- steinn Smári verið með stanslaust partí yfir öll jólin, sem ég var búin að biðja hann um að gera ekki, en hann gerði það samt. Það var brotinn gluggi, teppið í stofunni hálfónýtt og plata í hjónarúminu brotin. Það var kvenundirfatnað- ur út um allt hús, sem ég átti ekki.“ Eítir þetta slitnaði um tíma upp úr sambandi þeirra en að tveimur mánuðum liðnum tókust sættir með þeim á ný. Jónína Sig- ríður varð ófrísk á ný og eignaðist annað barn þeirra í júlí 1990. Er hún kom heim af spítalanum var að hennar sögn greinilegt að Haf- steinn Smári hafði haldið mikinn gleðskap á meðan hún var í burtu. Þótt Hafsteinn Smári brygðist þannig oft vonum hennar, hvað samband þeirra og skyldur hans við fjölskylduna snerti, fyrirgaf Jónína Sigríður honum fljótt. Hún segir samband þeirra þó hafa ver- ið slitrótt eftir þetta, enda hafi hann ekki verið henni trúr og neytt fíkniefna gegn vilja hennar. Segist hún í skýrsíunni ekki hafa telað eftir því hve hann hafi verið orðinn langt leiddur í dópi og drykkju, eða kannski hafi hún ekki viljað taka eftir því. Sjálf kveðst hún einu sinni hafa prófað að reykja hass þegar hún var yngri, en sé alfarið á móti því og vilji ekki hafa slíkt inni á heim- ili sínu. Þótt sambúð hennar og Hafsteins Smára hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig gátu þau þó hvorugt af hinu séð, og svo virðist sem henni hafi fundist sambúðin tryggja henni og börnum þeirra visst fjárhagslegt öryggi, en hún hafði verið heimavinnandi frá því yngra bamið fæddist. EFLDISTÖÐUGLEIKANN ÍLÍFISÍNU Hannes Pétursson kemst að eftirfarandi niðurstöðu í skýrslu sinni: „Að mati undirritaðs er Jón- ína Sigríður Guðmundsdóttir ekki haldin formlegri geðveiki (psyc- hosis) né greindarskorti. Hins vegar era merki um persónuleika- truflanir, sem m.a. hafa lýst sér í skapgerðarbrestum, hegðunar- vandkvæðum á unglingsárum og óreglulegri skólasólcn." Síðar seg- ir: „Framangreindar persónu- leikatruflanir eru ekki læknanleg- ar í eiginlegum skilningi þess orðs, en samfara auknum per- sónuleikaþroska dregur stundum úr slíkum vandlcvæðum með ár- unum. Miðað við þá erfiðleika sem Jónína átti við að stríða á ung- lingsárum virðist ljóst að hún hef- ur tekið sig á og getað eflt stöðug- leika í lífi sínu og ábyrgðarkennd, eins og meðal annars kemur ffarn í heimilishaldi hennar og umönn- un bama hennar.“ Og loks niður- staðan: „Það verður því að telja líklegt að dómgreind Jónínu hafi verið sljóvguð vegna mikilla áfengisáfirifa þegar framangreind- ur atburður átti sér stað. Hins veg- ar verður að álykta að raunveru- leikamat og dómgreind Jónínu Sigríðar Guðmundsdóttur sé ann- ars með þeim hætti að hún teljist sakhæf.“ DÓMURINN VERÐI ÞYNGDUR Mál Jónínu Sigríðar var tekið til dóms I Hæstarétti síðastliðinn föstudag, og verður hann kveðinn upp á næstu vikum. Fulltrúi ákæruvaldsins, Hallvarður Ein- varðsson rfldssaksóknari, sagði í málumfjöllun sinni að þótt dóm- greind Jónínu Sigríðar hefði verið sljóvguð vegna ölvunar er atburð- urinn átti sér stað væri ekkert sem sem drægi úr sakhæfni hennar. Hún hefði átt að gera sér ljóst hver afleiðing verknaðar hennar gæti orðið og því væri um ásetnings- verk að ræða. Rfldssalcsóknari telur dóm Hér- aðsdóms Vestmannaeyja, fjögur ár, of vægan, að teknu tilliti til samskonar afbrota er framin hafa verið hér á landi, þar sem lág- marksrefsing hljóðar upp á fimm ár. Nefndi hann sem dæmi dóm frá árinu 1980 í máli Jennýjar Kristínar Grettisdóttur, sem ban- aði sambýlismanni sínum, en hún hlaut fimm ára dóm í héraði og fimm og hálft ár í Hæstarétti. Að áliti ríkissaksóknara verður ekki hjá því komist að þyngja refsingu Jónínu Sigríðar og telur hann sex ára fangelsisvist eðlilegan dóm. REFSINGIN VERÐI SKILORÐSBUNDIN Verjandi Jónínu Sigríðar, Ámi Guðjónsson hæstaréttarlögmað- ur, fór ffarn á að dómurinn yrði ekki lengdur framyfir íjögur ár og refsingin gerð skilorðsbundin, og vísaði þar til sambærilegra mála þar sem sami dómur hefði verið kveðinn upp. Verjandi kvað 211. grein ekki eiga við I þessu máli. Um væri að ræða brot á 218. gr. almennra hegningarlaga, 2. mgr., nr. 19/1940, en málið var flutt { undirrétti með hliðsjón af því að það gæti hugsanlega varðað við þá grein. f 218. gr. 2. mgr. er eldd kveðið á um lágmarksrefsingu, en greinin hljóðar svo: „Nú hlýst stórfellt lflcams- eða heilsutjón af árás eða brot er sérstaklega hættu- legt vegna þeirrar aðferðar, þ.á m. tækja, sem notuð eru, svo og þeg- ar sá, er sætir lflcamsárás, hlýtur bana af atlögu, og varðar brot þá fangelsi allt að 16 árum.“ Vetjandi kveður það aldrei hafa verið ásetning skjólstæðings síns að ffemja morð, heldur hafi verið um óhappaverk að ræða. Stúlkan hafi verið samviskusöm og góð móðir og reynt að búa börnum sínum gott heimili, þótt hún hafi sjálf misstigið sig á unglingsárun- um. Henni hafi verið afar umhug- að að halda börnum sínum frá hinni miklu óreglu föður þeirra og þau foreldrarnir gert með sér samning um að ekki skyldi drukk- ið í þeirra viðurvist og helst ekki reykt. Allar samskiptareglur þeirra hafi verið brotnar þennan örlagaríka morgun, þegar sonur- inn ungi var látinn horfa upp á drykkju á heimilinu. Eftir árang- urslausar tilraunir til að koma gestunum út úr húsinu og tvær símhringingar í lögreglu, sem ekki hafði tök á að bregðast við strax, hafi hún gripið til örþrifaráðs og misst stjóm á sér, með fyrrgreind- i um afleiðingum. Verjandi segir að ekki sé hægt að útiloka að skjólstæðingur sinn hafi aðeins ætlað að ógna Haf- steini Smára. Engan veginn hafi verið um ásetningsverk til mann- dráps að ræða. Jónína Sigríður sé full iðrunar og í bréfi sem hún skrifaði geðlækninum Hannesi Péturssyni kveðist hún finna til djúprar sektarkenndar. Hún hafi elskað Hafstein Smára mjög mik- ið og geri það enn, og spyrji sig stöðugt að því hvernig hún hafi getað framið þennan verknað, en fái engin svör. Hún hafi ekki haft nokkurn einasta ásetning um að deyða Hafstein Smára. Hún hafi hugsað að þau yrðu endalaust saman. \ Verjandi Jónínu Sigríðar taldi skilorðsbunda refsingu eigáfullan rétt á sér. Hafa yrði aðstæður stúlkunnar í huga og þær afleið- ingar sem fangelsisvistin gæti haff fyrir hana og böm hennar tvö. Þá bæri að taka tillit til ungs aldurs stúlkunnar, sem var nítján ára er hún framdi brot sitt. Að loknum málflutningi, áður en málið var tekið til dóms, bar forseti Hæstaréttar, Guðrún Er- lendsdóttir, ffarn fyrirspurn til veijanda, Árna Guðjónssonar, um það hvar börn Jónínu Sigríðar væru niðurkomin. Kom þá fram að þau væru í umsjá foreldra stúlkunnar í Vestmannaeyjum og fengi hún að hitta þau einu sinni í mánuði.___________________________ Bergljót Friöriksdóttir Dómur Hæsta- réttar í máli Jón- ínu Sigríðar Guðmundsdótt- ur, sem svipti sambýlismann sinn lífi í Vest- mannaeyjum í byrjun árs, verð- ur kveðinn upp á næstunni, en undirréttur dæmdi stúlkuna í fjögurra ára fangelsi. Verj- andi fer fram á skilorðsbundna refsingu en ákæruvaldið vill að dómurinn verðiþyngdur um tvö ár.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.