Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Pressan

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Pressan

						*

Gleymdu rokki og róli, poppi og rappi. Dr. Gunni kafaði í

plötuhaugana og dró upp nokkrar af afbrigðilegustu og al-

furðulegustu plötum íslandssögunnar. Hér segir af blöðru-

plötum, dónaplötum og flippplötum; leyniplötum og fót-

boltaplötum. íslenska poppsagan eins og þú hefur aldrei séð

hana fyrr, gjörðu svo vel!

^                    Sparibaukaplatan

Leyndardómsfyllsta platan

Á íslandi er hellingur af fólki sem hlustar á

dauðarokk og þungarokk og hefur ágæta þekkingu

á sögu þeirrar tónlistar. Enginn þekkir þó plötuna

„Fire and steel" sem hljómsveitin Flames of Hell

gerði 1987 og fyrirtækið Draconian gaf út sama ár.

Allt í kringum þessa hljómsveit er mjög leyndar-

dómsfullt. Hún hefur aldrei leikið opinberlega á ís-

landi og platan hefur aldrei sést í íslenskum plötu-

búðum.

Hljómsveitin er skipuð tveimur bræðrum, þeim

Sigurði og Steinþóri Nicolai. Þeir eru báðir síð-

hærðir risar sem klæðast eingöngu svörtu og þeysa

um á svörtum köggum, eins og riddarar aftan úr

svartri forneskju. Þeir syngja og spila á bassa og gít-

ar en þriðji maðurinn er trommarinn Jóhann Ri-

chards, betur þekktur sem Jói Motorhead. Þriðji

Nicolai-bróðirinn heitir Kristinn, er þekktur lista-

maður úti í Frakklandi og teiknaði umslag plötunn-

ar.

Eftir mikla leit hafðist upp á eintaki af plötunni.

Það er í eigu Eyþórs Arnalds, sem tók plötuna upp í Gnýs-hljóðverinu, en í þann tíma leigði hljóðverið húsnæði

af KFUM við Holtaveg.

„Við vorum allir góðir drengir þarna í hljóðverinu," segir Eyþór, „en þá kom Sverrir Stormsker og tók upp

Guðspjöllin og lét taka myndir af sér í predikunarstólnum hans séra Friðriks, sem var í geymslu þarna. Þá fóru

eigendurnir að athuga hvað væri á seyði og hittu akkúrat á stúdíóið þegar Nicolai-bræður voru að hljóðrita plöt-

una sína. Skömmu seinna flutti Stúdíó Gnýr í nýtt húsnæði."

Eftir mikla leit náðist í Steinþór Nicolai.

„Þessi plata var aldrei seld hérna því við álitum að hér væri ekki nógu stór markaður," segir Steinþór, „en hún

fékkst víða um heim. Það var mikil vinna í þessari plötu, við höfum verið að gera tónlist síðan '82."

Hafið þið þá gefið út fleiri plötur?

„Já, bæði og."

Eitthvaðþá sem hlendingarfá aldrei að heyra?

„Ég segi það nú kannski ekki. Það er alveg möguleiki á því."

Þetta er einhvers konar málmur sem þið spilið?

„Ja, hvað viltu fiokka þetta undir, úraníum? Það er eini málmurinn sem kæmi til greina."

Draconian heitirfyrirtœkið sem gafplótuna út, hefurþað gefið eitthvað fleira út?

„Þú verður að spyrja þá."

Hvar nœ ég samhandi?

„Ef þú ert með samband beint niður ættirðu að ná sambandi við þá."

TRÖLLI

syngur

Góðkunningi allra barna

á árunum upp úr 1970 var

sparibaukurinn Trölli, sem

Utvegsbankinn hafði á sín-

um snærum. Seinna eign-

aðist hann unnustu, Trýnu.

Fígúran var finnsk að upp-

runa en Útvegsbankanum

þótti hún tilvalin sem

baukur og var gerð auglýsing 1970, sem Hörður Haraldsson, spretthlaupari og kennari, kvikmyndaði. Guð-

bergur Auðunsson var fenginn til að semja lag fyrir Trölla og samdi meistaraverkið „Tröllasöngur" — /

kolli mínum geymi éggullið... o.s.frv. Textinn var eftir Sigurð Hreiðar og Jónas Friðrik. „Ég fékk myndina af

Trölla og textann upp í hendurnar og var 2-3 daga að semja lagið," segir Guðbergur.

Sex árum síðar ákvað bankinn að gera plötu til að gefa góðum börnum sem lögðu mikið inn. Guðbergur

var aftur kallaður til og tók upp aðra útgáfu af Tröllasöngnum, sem að vísu var lakari en sjónvarpsauglýs-

ingarútgáfan, og á hinni hliðinni söng Trölli „Allir kátir krakkar", lag eftir Guðberg við texta Jónasar Frið-

rfks.

Nú er bara að vona að íslandsbankinn taki Trölla í gagnið á ný — Bubbleflies gætu t.d. samið nýtt lag,

„Trölli reifar" — það væri að minnsta kosti flottara en þessi vemmilega UK-17-auglýsing sem þeir hafa ver-

ið með síðustu árin.

Bannaða barnaplatan

Olíklegasta söluplatan

^gyiBFay & %W m VAi   m/FV%^

UfUKinAsBOf))

Árið 1975 voru Change-strákarn-

ir orðnir leiðir og pirraðir á heims-

frægðinni, sem lét ekki sjá sig. Þá

fengu þeir þá hugmynd að gera eins

konar bamaplötu og útkoman varð

ein skringilegasta barnaplata sem

sögur fara af. Magnús Þór Sig-

mundsson segir í dag að þessi plata

hafi verið „smásýruflipp", enda hafi

menn verið „útúrskakkir og vitlaus-

ir", eins og poppara var siður á

þeim árum.

Þetta var þó ekki fyrsta barna-

plata Changeliða. Áður en þeir

lögðu í Bretlandsferðina hafði Jón

Ólafsson gefið út fjögurra laga plötu

með Change, sem m.a. innihélt lag-

ið „Litla mús — herra Jón", sem

vakti mikla lukku. Þetta var fyrsta

platan sem Jón Ólafsson græddi

milljón á, eða svo sagði hann sjálfur

í sjónvarpsviðtali, en Magnús segist

aldrei hafa séð krónu af útgáfunni.

„Allra meina bót" var um margt

furðuleg. Skrækar raddir Magnúsar

og Jóhanns nýttust vel að þessu sinni og vinsælasta lagið varð „Mamma gefðu mér grásleppu", sem tröllreið

óskalagaþáttunum. Eitt lagið var svo bannað í Ríkisútvarpinu, lagið „Nag (Vonakona)", sem tileinkað var

Konuárinu. Textinn hefur líklega farið fyrir brjóstið á útvarpsskriffinnunum, en þar mátti m.a. finna þessar

línur:

„Karlskratti komdu bílnum í lag

viðþurfum að komast strax tferðalag

komum austur við komumst ekki á Spán

því France hann kyrkirfólk og hengirþar."

Platan seldist í 2-3.000 eintökum og er í dag ófáanleg. Engar áætlanir eru uppi um endurútgáfu.

8B PRESSAN   FIMMTUDAGURINN 19. MAÍ 1994

Árið 1976 kom til landsins Japaninn Yos-

hiyuki Tao og hélt námskeið í Orgelskóla

Yamaha á mikinn galdragrip, risavaxna

tækniundrið Yamaha E-5 með tveimur R-60

B-konserthátölurum. Gripurinn var undan-

fari skemmtarans. Tao var mikil poppstjarna

í heimalandi sínu og flinkur á orgelið, en

hafði aftur á' móti litla tilfinningu fyrir tón-

listinni. Hann var settur í hljóðver og tók þar

upp „vinsæl íslensk og erlend lög" í tilfinn-

ingasnauðum útgáfum. Platan seldist ótrú-

lega vel, 2.000 eintök á örfáum mánuðum,

og var kaupendahópurinn aðallega miðaldra

húsmæður í Hagkaupssloppum. Upptöku-

maður var Jónas R. Jónsson en Ólafur Þórð-

arson stjórnaði upptökum á verkinu, sem

tóku nokkra klukkutíma, enda þurfti bara að

stilla upp hljóðnemum fyrir framan hlun-

kinn. Tao sneri til Japans skömmu síðar og

hefiir ekkert spurst til hans síðan.

Fótboltaplöturnar

I gegnum tíðina hafa fjölmörg íþróttafélög ákveðið að rífa

upp félagsmóralinn með því að gefa út hvatningarsöngva þar

sem félagið er hafið til skýjanna með jafh kraftmiklum og inn-

blásnum setningum og „Við eigum þennan leik", „Hverjir eru

bestir?" eða „Ólei-ólei-ólei-ólei". Hér eru aðeins teknir íyrir

fótboltasöngvar, en aðrar íþróttagreinar hafa einnig getið af

sér plötur, þá sérstaklega handboltinn.

KR-ingar hafa verið duglegir við útgáfur af þessu tagi. Árið

1979 komu út tvö lög á lítilli plötu eftir Árna Sigurðsson,

„Áfram KR!" og „Mörk", sem hann söng einnig. Fyrir þremur

árum kom svo út lagið „KR-ingar, hverjir eru bestir?" eftir Pétur Hjaltested. Bubbi Morthens er harður KR-

ingur og samdi tvö lög fyrir síðustu árshátíð. í sumar er von á geislaplötu þar sem nýju Bubba/KR-lögin

verða auk gömlu laganna. í sumar er líka von á fótboltalagi sem Rúnar Júlíusson hefur samið fyrir Keflvík-

inga.

Elsta fótboltalagið er líklegast „Skagamenn skora mörkin" sem Skaga-

kvartettinn gaf út á plötu 1976. Lagið er tékkneskt þjóðlag en textinn

eftir Ómar Ragnarsson. Fram, Valur og FH hafa öll gefið út hetjuplötur

og KA-menn drifu sig í að gera plötu árið 1989 þegar ljóst varð að þeir

myndu vinna deildarkeppnina. Bjarni Hafþór Helgason samdi lagið,

sem heitir því skáldlega nafhi „Áfram KA-menn".

En það eru ekki bara sigursæl lið sem gefa út. Árið 1991 gerði Val-

garður Guðjónsson, Fræbbblameðlimur fyrrverandi, lag fyrir Breiða-

blik. Hljómsveitin Glott, núverandi band Valgarðs, sá um undirleikinn

og fótboltaliðið tók undir, eins og alvanalegt er á fótboltaplötum. Þegar

Knattspyrnufélagið Víðir frá Garði komst í úrslit bikarsins á móti Fram

1989 var gert sigurvisst stuðlag sem kom út á snældu nokkru fyrir úr-

slitaleikinn. Það kom þó að engu gagni og Fram burstaði Víði 5-0!

+

					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12
B 13
B 13
B 14
B 14
B 15
B 15
B 16
B 16
B 17
B 17
B 18
B 18
B 19
B 19
B 20
B 20