Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir Sunnudagsblaš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Vķsir


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir Sunnudagsblaš

						1937
Susiiiud.agin.jti  24*. janúar
4. blað
Don
Manuel
Azana,
forseís
spænska
lýðveldislns
Styrjöldin á Spáni hefir stað-
ið yfir i sjö mánuði, en hversu
Jienni lyktar verður engu spáð
nm enn. Af spænskum forvígis-
mönnum er tíðast minst í skeyt-
um þeirra Franco hershöfð-,
ingja, höfuðleiðtoga uppreistar-
manna, og Largo Caballero,
forsætisráðherra Spánar. Sjálfs
forseta lýðveldisins, Don Man-
uels Azana, er sjaldan getið.
Amerískt blað talar um hann
sem merkasta mann Spánar í
„fylkingu hinnar gleymdu".
Svo lítið hefir borið á Azana
styrjaldarmánuðina. En þar
fyrir en hann einn af forvigis-
mönnum Spánar. Hann hefir
komið svo mjög við sögu á
Spáni, um mörg undangengin
ár, að enginn deilir um, að hann
sé einn af helstu stjórnmála-
mönnum landsins og að áhrifa
fárra manna hafi gætt eins
mikið á Spáni og hans um
nokkur ár, þrátt fyrir það, að
eins og stendur beri lítið á
honum.
Nú, segir kunnur amerískur
blaðamaður, sem um hann hef ir
skrifað nýlega, er hann gegnir
virðingarmesta embættinu, sem
hann nokkuru sinni hefir haft
með höndum, ríkisforsetaem-
bættinu, er hann elskaður af
fáum en hataður af mörgum.
Honum hefir hrakað svo mjög,
að í augum þeirra, sem þektu
hann, er hann var mikils ráð-
andi, að hann er nú „svipur hjá
sjón", skuggi hins gamla Azana.
Hann er orðinn kaldlyndur og
óaðlaðandi og dvelst hugur hans
mjög við það, að örlög Mans
skyldi verða  þau,  að er hann
gegnir virðingarmesta embætti
landsins er hans lítt getið og á-
hrif stöðugt minkandi.
Þegar Azana varð rikisfor-
seti 1936, að afloknum þing-
kosningunum — þegar sam-
fylking vinstriflokkanna vann
hinn mikla sigur sinn — voru
eigi fáir meðal þeirra, sem um
stjórnmál skrifa í merk blöð,
sem töldu Azana ekki nægilega
róttækan til þess, að róttæku
flokkarnir léti sér það lynda, en
á hinn bóginn of socialistiskan
fyrir hina. Töldu þeir, að Azana
hefði verið kosiim ríkisforseti,
til þess að rýra stjórnmálaáhrif
hans. Það, sem síðar gerðist,
vhjtist staðfesta þetta. Og það
kom æ berara í ljós, er áhrifa
Largo Caballero, sem hermála-
ráðherra og forsætisráðherra
stöðugt gætti meira. Þeir, sem
höfðu horn í síðu hans, vildu
koma honum á brott af liinum
pólitíska vettvangi, höfðu unnið
taflið. Þegar Azana var orðinn
ríkisforseti voru hendur hans
svo bundnar, vegna hins tak-
markaða valds, sem stjórnar-
skráin leggur ríkisforsetanum í
hendur, að hann gat ekki beitt
hæfileikum sínum, eins og hann
áður hafði gert til þess að ryðja
sér braut og efla að áhrifum
fjölmennan stjórnmálaflokk.
Azana er af auðugum ættum
kominn. Hann er fæddur í
Alcala de Nenares 1880. Mentun
hlaut hann i akademiinu i
Escorial og tók lögfræðispróf.
Vann hann sér álit bæði sem
lagamaður og leikritahöfundur.
Azana var þvi mentamaður af
auðugri ætt, en það voru verka-
mannastéttirnar, sem komu
honum til valda. I febrúar 1936
hafði hann örlög Spánar í
hendi sér. Hann hafði þá ágætt
tækifæri til þess að leggja
grundvöll að friðsamlegri end-
urreisn. Ef til vill hefði honum
tekist það, ef hann hefði eigi
átt svo marga óvini sem reynd
ber vitni, bæði meðal róttæku
flokkanna og íhaldsflokkanna.
Hann átti við mikla erfiðleika
að stríða. Hann sagði, að tíma
þyrfti til að koma umbótunum
í framkvæmd og að öllu yr'ði að
vinna á löglegan og þingræðis-
legan hátt. En smám saman
komst hann út á aðrar brautir
eii hann vildi og lenti í hinu
versta öngþveiti. Hann sýndi
litinn skörungsskap, er þess var
krafist, að stjórnin kæmi i veg
fyrir kirkjurán og kirkjubrenn-
ur og ýms óhæfuverk önnur.
Hann var ásakaðiir fyrir að
eigi var komið í veg fyrir slikt,
en hann kvað menn verða að
sýna þolimnæði. Hann gerði sér
vonir um, að menn myndi
hætta að fremja óhæfuverkin
og alt lagaðist. Hann óttaðist, að
það mundi gera ilt verra, ef
stjórnin tæki i taumana. Hann
mótmælti framkomnum ásök-
unum út af þessu. á þann hátt,
að hahn glataði trausti margra
þeirra, sem fylgdu honum a'ð
málum fram að þessu.
Azana er maður litill vexti
og þéttur á velli. Hár hans er
löngu hvítt orðið. Hann var
frjalslyndur stjórnmálamaður
og er hann var forsætisráðherra
1931—1933 reyndi hann á morg-
an hátt að koma fram ýmsum
þjóðfélagslegum umbólum og
koma á réttlátari löggjöf í
ýmsum efnum en þjóðin hafði
áður átt við að búa. Hann beitti
sér fyrir því, að konur fengi
kosningarétt, að lög voru sett
um sldftingu jarðeigna stór-
eignamanna og aðalsmanna o.
s. frv. Þegar hann varð forsæt-
isráðherra á ný i febrúar 1936
lét hann náða 30.000 pólitiska
fanga, sem teknir höfðu verið
fastir fyrir þátttöku i uppreist-
artilrauninni i október 1934.
Hann kom á ný fram lögum um
skiftingu jarðeignanna, en fyrra
verk hans hafði Lerroux ónýtt
1935, lagði til, að lágmarkslaun
væri ákveðin fyrir þá, er vinna
að landbúnaðarstörfum. Enn-
fremur stefndi hann að þvi, að
koma bankamálum landsins i
gott og skipulagt horf og hann
var mikill stuðningsmaður
Þjóðabandalagsins.
En i byrjun árs 1936 fór að
verða ljóst hvert stefndi. Fas-
istar voru að færa sig upp á
skaftið, þótt Azana hefði lýst
fasistaflokkinn ólöglegan. Kon-
ungssinnar og þeir tóku hönd-
um saman. Ungir aðalsmenn,
sem voru beiskir i lund yfir að
hafa verið sviftir eignum sín-
um, gengu i fasistaflokkinn, og
var nú unnið sem ákafat að þvi,
að breiða það út, að Azana væri
stöðugt að hallast meira að
samvinnu við róttækustu flokk-
anna, og að rauð ógnaröld væri
í vændum. Jafnframt voru
komnar upp grunsemdir meðal
róttækra manna, að hann
mundi hallast á sveif með
Frh. á 4. siðu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8