Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir Sunnudagsblaš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Vķsir


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir Sunnudagsblaš

						1937
Sunnudaginii 31. janáar
5. blad
ramtið
í erlendum fréttaskeytum var
þess getið fyrir nokkurum dög-
um, að þeir Anthony Eden, ut-
anríkismálaráðherra Bretlands
og Joseph Beck, utanrikismála-
ráðherra Póllands, hefði rætt
í Genf við Greizer, borgarstjóra
í Danzig, hvort Þjóðabandalagið
skyldi hafa fulltrúa áfram A
Genf eður eigi. Þessar viðræður
fóru fram meðan ráðsfundur
Þjóðabandalagsins stóð yfir og
varð það að samkomulagi, að
Þjóðabandalagið skyldi hafa
f ulltrúa áfram í Danzig. Það hef-
ir þvi farið svo, að Danzigmálín
gefa þvi að likindum t;kki til-
efni til mjög alvarlegra deilna
í bili, enda mun Anthony Eden
hafa lagt ríka áherslu á það, að
þetta mál yrði eigi til þess að
tef ja fyrir umræðum um önnur
mál, en ráð Þjóðabandalagsins
hefir nú i allmörg horn að
líta. Kom því jafnvel til orða,
að umræðúm um Danzigmálin
yrði algerlega fresíað til vors, er
ráð Þjóðabandalagsins kemur
saman á nýjan fund.
En svo er annað mál hvort
þetta samkomul. er til frambúð-
ar og hvort nokkurntíma fæsl
viðunandi lausn á Danzigmál-
inu. Verður hér rifjað upp ým-
islegt, sem þetta mál varðar, en
hvað sem verður má fullvíst
telja, að það á eftir að koma
mikið við sögu enn. Verður hér
stuðst við ameríska timarits-
grein um málið.
I grein þessari er að þvi vikið,
að frá því í júnímánuði s. I., er
Arthur Greizer flutti ræðu i
Genf um Danzigmálin og krafð-
ist þess, að Danzig fengi að ráða
málum sínum sjálf, hafi margt
og mikið gerst. í Danzig er
national-socialistisk stjórn, sem
hefir haft fulla samúð Þjóð-
verja. En bæði Þjóðverjar og
Pólverjar eiga mikilla hags-
muna að gæta í Danzig og ef
takast mætti að finna viðunandi
lausn á Danzigmálunum mundi
það verða til þess að tryggja
friðinn í þessum hluta álfunnar
frekara en margt annað.
Það, sem Danzigbúar kvarta
yfir, er það, að borg þeirra hafi
verið aðskilin frá Þýskalandi —
en hún sé og hafi aldrei verið
annað en þýsk borg — og fram-
tíð hennar sé undir því kom-
in, að hún geti haft sem nánast
samband við Þýskaland. Jafn-
framt kvarta Danzigbúar yfir
því, að sambúðin við Pólverja
sé ekki eins góð og skyldi og
hagurinn af viðskiftum við þá
hafi ekki orðið sá, sem búist var
við.
Það, sem Danzigbúar kvarta
yfir er að mestu leyti það sama
og þeir héldu fram fýrir átján
áruin.               ,
Menn munu minnast þess, að
það var mikið deiluefni hvað
gert skyldi við Danzig, er frið-
arsamningarnir voru á döfinni.
Pólveriar vildu fá borgina af
pólitískum og viðskiftalegum
ástæðuni oc skírskotuðu til
þess, að Wilson forseti hefði m.
a. krafist þess, að Pólverjar
fengi aðgang að sjó, sem Pól-
verjar skildu þannig, að þeir
ætti'að fá hafnarborgviðEystra-
salt. Þjóðverjar héldu því vitan-
lega fram, að Danzig væri þýsk
borg, sem óréttmætt væri að
aðskilja fná þýska ríkinu, þar
sem meginþorri Danzigbúa
(95%) væri af þýskum ættum.
Eftir mikið þóf var svo Danzig
gerð að friborg og Þjóðabanda-
Iagið skipaði fulltrúa fyrir
Danzig.
Danzig, sem fyrir styrjöldina
haf ði verið ein af mörgum borg-
um Þjóðverja við Eystrasalt,
varð nú sú hafnarborg, sem hið
nýja pólska ríki með 30 miljónir
íbúa, átti að nota. Það var þvi
ekkert kynlegt, þótt Danzigbúar
gerði sér miklar vonir um hagn-
að af viðskiftum (umhleðslu-
viðskiftum o. fl.) við Pólverja.
En þegar í upphafi gekk sam-
vinna Danzigbúa og Pólverja
illa. Reynslan sýndi brátt, að
Danzigbúar og Pólverjar gátu
elvki unnið saman. — Árið
1922 tregðuðust Danzigbúar
við að koma áleiðis til Pól-
verja vopnum og skotfærum,
sem þeir þörfnuðust mjög, því
að þeir voru þá að berjast við
bolsvikinga, og hefðu þeir tapað
var úti um sjálfstæði hins nýja
Póllands.
Framkomu Danzigbúa þetta
ár hafa Pólverjar aldrei
gleymt. Og það var hún, sem
varð þeim aðalhvatningin til
þess að koma sér upp sinni
eigin hafnarborg, borginni
Gdynia, sem nú er orðin mikil
hafnarborg, og hefir náð til
sín nærri öllum þeim viðskift-
um, sem Danzibúar gerðu sér
yonir um, að því er Pólland
snertir.
En frá þeim degi, er Gdynia
var tekin til notkunar, hafa
Danzigbúar beðið þess, að sú
stund rynni upp, að Danzig
yrði sameinuð Þýskalandi. Þeir
hafa haldið því fram, að nú sé
höfuðástæðaii fyrir því, að
Danzig varð gerð að fríborg
upp úr heimsstyrjöldinni, úr
sögunni, þar sem Pólverjar hafi
eignast sína eigin hafnarborg.
Á hátíðisdögum kom iðulega
til óeirða, hvaða flokkar sem
studdu istjóínina, milli Þjóð-
verja og Pólverja i borginni.
En með aukinni pólitískri starf
semi national-socialista, frá því
í júní einkanlega, hafa önnur
deilumál komið fram, sem
meira hefir borið á en jafnvel
sjálfu höfuðatriðinu, hvort
Danzig skuli sameinuð Þýska-
landi eða ekki. Deilur þessar
eru milli Danzigbúa innbyrðis.
National-socialistar hafa 42
af 72 þingsætum. Þeir fengu
ekki % atkvæða á þingi, í
kosningunum 1933, sem nauð-
synlegt var til þess að koma
fram breytingum  á  stjórnar-
skránni. En — þótt Þjóða-
bandalagið hafi hönd í bagga
með yfirstjórn Danzig, með
því að hafa þar fulltrúa — eru
það i rauninni Þjóðverjar, sem
ráða í innanrikismálum borg-
arinnar. Greizer fer í öllu að
ráðum þeim, sem hann fær frá
Berlín, og upplausn social-
demokrataflokksins var eitt
ráðið, sem hann fékk, og fylgdi.
Þýskra áhrifa gætir hvarvetna.
Danzigbúum er jafnvel „leyft"
að ganga í þýska herinn.
Stormsveitarhersveitir hafa
verið myndaðar í Danzig og
skipulagðar þannig, að raun-
verulega er myndun þeirra lið-
ur í. stormsveitarkerfinu fyrir
Austur- og Vestur-Prússland,
eins og Danzig væri þegar orð-
inn hluti Prússlands á ný.
National-socialistiski flokk-
urinn i Danzig er nýr, og allir
Ieiðtogarnir eru innan við fer-
tugt, og sumir þeirra, t. d. rit-
stjóri Danziger Vorposten, er
innan við þritugt, en blað þetta
er hið opinbera málgagn
flokksins.
Hvað, sem um stjórn natioal-
socialista má segja, hefir sam-
búðin við Pólverja i seinni tið
farið batnandi, og náðst hefir
samkomulag milli Danzig og
pólsku stjórnarinnar, um að
meira réttlætis gæti í því, að
Danzig fái nokkurn hluta við-
skifta þeirra, sem borgin
Gdynia hefir fengið. National-
socialistar segjast geta leyst
öll vandamál Danzig á frið-
samlegan hátt, ef þeir að eins
fengi að vinna að málum sin-
um án afskifta annara.
Og þessa kröfðust þeir í
haust:
1)  Að þjóðabandalagið hætti
að hafa fulltrúa í Genf.
2)  Að Danzig fái viðurkendan
rétt til þess að sinna inn-
anríkismálum sínum, alger-
lega  án  afskifta  annara.
Frh. á bls. 5.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8