Vísir Sunnudagsblað - 23.05.1937, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 23.05.1937, Blaðsíða 2
i / 2 VISIR SUNNUDAGSRLAIJ Vjoa i Sulsj&cíkoÍl. í Svisslandi fagna menn komu vorsins með margskonar hátíðahöldiim í hinum ýmsu héruðum landsins. Þar halda menn vorfagnaði af jafnmikl- um innileik og við hér á norður- lijara veraldar fögnum sumr- inu. Þegar Svisslendingar fagna vorinu er víðast mikið um að vera, en mjög er það með ýms- um hætti í liinum ýmsu lands- hlulum hverjiig menn hjóða vorið veikomið. Er víða fylgt fornum venjum og hafa súmar verið við lýði öldum saman. í Engadine-þorpunum til dæmis er vorinu fagnað þ. 1. mars, þótt þá sé kannske enn snjór á jörð. Piltar og stúlkur safnast saman i flokka og bera kúa- hjöllur af misniunandi stærð- um, en fyrirliðar flokkanna klæðast samskonar búningum og nautgripa-hirðarnir á sumr- um er þeir fara með gripi sína upp dalina. Ganga flokkarnir hús úr húsi árla morguns þenn- an dag, í tilefni af því, að nú sé vorið í þann veginn að koma, en hvarvetna eru þeim gjafir gefnar, ávextir, kökur margs- konar pylsur o. fl., en um kveld- ið er þorpshátið haldin og selj- ast þá ungir og gamlir að snæð- ingi, en þvi næst er dansað fram eftir kveldi. í Zurich er vorliátíð lialdin snemma í april og hefst hún með klukknahringingu klukkan sex að morgni, en þvi næst fer fram barnaslcrúðganga og akst- ur. „Gyðja vorsins«“ situr á skrautæki og „þernur“ liennar, litlar, fagurléga kiæddar telpur. I f.ylkingu þessari er á einu ækinu „ófreskja“ nokkur, sem menn henda mikið gaman að. og nefnist liún „Bögg“, og er oft höfð sem fáránlegust að ut- liti. „Ófreskjan" á að tákna veturinn og er smiðuð úr tré og þakin baðmull, en innan í hcnni hefir verið komið fyrir „puður- kerlingum" og fleiru sliku. S'ð- degis er farið með ófreskjuna á opið svæði við vatnið og hún brend á báli. Bál eru tendruð á öllum liæðum og mikið um fagnað. í Locarno er vorinu fagnað með skrúðakstri. Ækin eru fag- urlega prýdd blómum. Fer há- tíðin fram snemma í april. Flykkjast þangað að gestir úr mörgum löndum heims til þess að vera viðstaddir þessa vor- hátið. Er þarna mikið um gleð- skap, þjóðdansar eru dansaðir og gamlir söngvar sungnir. Um páskana fara og fram margskonar hátíðahöld víða i Sviss og er enn fylgt ýmsum fornum, einkennilegum venj- um. Þannig er það venja í sumr um afsektum þorpum, þar sem rpenn neyta rúgbrauðs árið um kring, að allir fá væna sneið af hveiti-brauði á Páskasunnudag, sem merin móttaka og neyta af þakklátum hug. I Bernar-kantónu helst enn sá siður, að aðfaranótt 1. maí fara ungir menn út í skóg og skera sér greinar af trjánum. Grein- arnar skreyta hinir ungu sveinar með blómum og böndum. Sá, er þetta licfir gert, leggur grein sína við húsdyr stúlkunnar, sem hanli er hugfanginn af. Sé nú stúlkan sama sinnis og vilji for- eldrar hennar fá piltinn. fyrir tengdason, fara þeir með stúlk- unni í heimsókn á heimili hans og ungmennin bindast hjúskap- arheiti. Þá er ekki lítið um að vera í sveitum Svisslands þegar farið er með búpeninginn til fjalla. Niðri i dölunum eru lijarðirnar reknar saman og fyrir hverri hjörð fer hirðirinn og að- stoðarmenn hans. Blómsveigar eru liengdir á háls gripanna og bjöllur smáar og stórar. Hirð- arnir eru klæddir þjóðbúning- um og vagnarnir, sem tilaðnir eru margskonar birgðum og munum, er nota þarf, eru marg- ir fagurlega skreyllir, og svo er af stað haldið, Það er sungið og „jóðlað“ af mikilli kæti og Alpa- hornin gjálla. Er þetta í raun- inni seinasta vorliátíðin, því að nú er sumarið að koma í öllu sínu veldi. (Úr C. C. M.). Ekki spariskórnir. Grikki nokkur, sem hafði orð á sér fvrir leti, slæpingsliátt og óreglu, fór eitt sinn í rúmið, án þcss að kippa af sér skóm og fara úr fötum. „Snáfaðu á fætur,“ sagði kerling lians, „þú hefir farið i rúmið með skóna á fótunum“. „Láttu eklíi svona, kona, svaraði haxm hátfsofandi, „það eru ekki spariskórnir“. Að eins í þrumuveðri. Gestur: Er þorpið hérna lýst upp með rafmagnstjósum? Þorpsbúi: Að eins í þrumu- veðri. Bannvara og hákarlsmagi. Svo bar lil einhverju sinni — fyrir tæplega liálfri annari öld — að skipstjóri nokkur, sem sigldi til Port Boyal, Jainaica, var grunaður um, að hafa bann- vöru meðferðis, er hann væri búinn að smygla á land. Sldp- stjóri neitaði þverlega. Var þá búið til mál á hendur honum, en sannanir fengust ekki fyrir sekt hans. Nauðsynleg skjöl skipsins fundust og ekki, og kvað skipstjóri þau hafa glatast með þeim hætti, að þau hefði farið í sjóinn. Þótti þvi auðsætl, að dómsniðurstaðan mundi verða sú, að skipstjóri yrði sýknaður, sakir þess, að ekki fengist lögfullar sarinanir fyrir sekl hans. — En skömmu áður en dómur skyldi upp kveðinn, gerðist merkilegt atvik. — Skipstjóri nokkur, nýkominn til hinnár sömu hafnar, gekk í réttarsal- inn og kvaðst eiga erindi við dómarann. Var því l'álega tekið í fvrstu, en skipstjóri kvað ekki örvænt, að úrslit „bannvöru- málsins“ kynni að velta á því, hvort hann fengi lokið erindi sínu. — Þótti þá sjálfsagt, að dómarinn veitti honum áheym. Skipstjóri skýrði nú frá þvi, að hann stundaði liákarlaveiðar og væri alveg nýkominn i höfn. — Hann hefði verið að veiðum þar til nú fyrir nokkurum klukkustundum. Og í maga þess liákarlsins, sem hann tiefði veitt einna síðast að þessu sinni, liefði hann fundið skjöl nokkur, sem hann byggist við, að ekki mundu þykja allslcostar ónierki- leg. Því næst aflienti hann dóm- aranum skjalaböggul og bað liann huga að því, sem þar væri að finna. Skjölin hefði verið í liákarlsmaganum og mundu óskemd að mestu. Að svo mæltu vélc skipstjór- inn úr réttarsalnum, en dómar- inn tók að athuga skjölin. Kom þá í ljós, að þetta voru skips- skjölin, sem liinn ákærði skip- stjóri kvað hafa fallið í sjóinn. Bannvarningurinn var greindur í skjolunum og var þar með full sönnun fengin fyrir sekt hins grunaða slcipstjóra. Stóð nú ekki á sektardómi, en skipstjóra þótti hart undir að búa.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.