Vísir Sunnudagsblað - 23.01.1938, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 23.01.1938, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ llgftlgg% ERICH LUDENDORF HERSHÖFÐINGI. ÚTFÖR LUDENDORFFS Ludendorff fæddist 9. apríl 1865 á búgarðinum IUt’usswenia i Posen, en faðir lians liafði ver- ið i riddaraliði þar. Þegar Ludendorff var 12 ára gamail varð hann „kadet“ eða liðsforingjaefni í Ploen og tveim árum siðar í Gross-Licht- erfelde, en varð liðsforingi í 57. fótgönguliðssveitinni i Wesel 1882. ' Ludendorff var fæddur her- maður og gaf sig að starfi sínu af lífi og sál. Enda hækkaði hann livað eftir annað í tign- inni og þegar hann var þrítug- ur fékk hann heila herdeild til Stjórnar. Sex árum síðar, 1901, var liann gerður að major og árið 1908 var liann gerður að kennara við herforingjaskóla. Þegar heimsstyrjöldin hraust út var hann í Strassbourg, en var fluttur þaðan og varð und- irhershöfðingi þess hers, er sótti á Liege. Svo vildi til að hers- höfðinginn féll, er árásin stóð yfir, en Ludendorff tók þegar við stjórninni og tók borgina. Að þvi búnu lagði liann niður stjórnina og gerðist aftur undir- hershöfðingi, þangað lil 22. á- gúst 1914, en þá var hann send- ur til Hindenburgs á austurvíg- stöðvunum og varð herfor- ingjaráðsformaður hans. 29. ágúst 1916 var hann svo enn hækkaður í tigninni og var þá gerður að herforingjaráðsfor- manni allra þýsku herjanna. En 24. október 1918, fám dögum áður en vopnahléð liófst var hann neyddur til þess að segja af sér. Yoru þá Þjóðverj- ar á hröðum flótta undan sókn Ameríkumanna. Þegar svo hylt- ingin braust út bauð Luden- dorff hinni nýju stjórn þjón- ustu sína, en því var liafnað. Fór hann þá til Sviþjóðar og skrifaði endurminningar sínar, sem komu út 1919. En um vor- ið 1919 fluttist liann aftur til Þýskalands og settist að í höll einni hjá Miinchen. Var það siðan aðal-viðfangs- efni hans að vinna að fram- gangi heiðingjafélagsskapar síns. Hann hataði Gyðinga, Jesúíta, frímúrara og Ameríku- menn. Þegar „bjórstofu“uppreistin var gerð í Munchen 1923 var Ludendorff við hlið . Hitlers. Ludendorff var tekinn höndum og þótti þátttaka hans í þessu fyrirtæki mjög litillækkandi fyrir hann. Hann var látinn laus gegn loforði um að taka aldrei þátt í neinni shkri lirevfinu framar. Þ. 9. júli 1926 skildi Luden- dorff við fyrri konu sína eftir 25 ára lijónaband og 14. sept. sama ár kvæntist liann Matt- hilde von Kemnitz, frægum lækni og rithöfundi. Á síðastliðnu vori sættust þeir Iiitler og Ludendorff heil- um sáttum, en kalt hafði verið á milli þeirra síðan á árinu 1923. Kaupið. Hvernig gengur lienni dótlur þinni? Hún fær karlmanns kaup nú ? Já, — hún er nýgift! fór fram í Miinchen með mik- illi viðhöfn af bálfu þýska hers- ins. Neðri myndin sýnir kistuna umgefna heiðursverði og er Staðfestingarþörf ?: „Þú ert yndislegasta stúlkan í öllum heiminum, ljós augna minna, lampi sálar minnar, von vona minna — alt mundi eg leggja í sölurnar fyrir þig — sjálfan mig, líf mitt — “ „Ö, Tommi, þykir þér virki- lega vænt um mig?“ hún hulin keisarafánanum gamla, en ekki liakakrossfánan- um. Efri myndirnar eru af Lud- endorff sjálfum og líkfylgdinni. ANNAÐ HVORT. — Ilvaða skelfileg hljóð og læti eru þetla þarna inni í hús- inu? — Ekki gott að segja. En hk- legast þykir mér, að annað hvort sé verið að drepa ein- hvern, ellegar þá, að einliver sé að fæðasl!

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.