Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Nżja dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Nżja dagblašiš

						DAGBIAÐIÐ
2. ár.
Reykjavík, laugardaginn 1. sept. 1934.
206. blað
Mjólkurmálið leyst
Fundahold og samníngar
hafa staðið yfír langan tíma
Hermanni  Jónassyni  forsætisráðherra
hefir nú tekist að koma á samkomulagi
milli aðila, og bráðabirgðalögín verða
staðfest eftir helgina
Aðalatriði bráðabirgðalaganna um skipulagning mjólkursöl-
unnar verða þessí:
Yfirstjórn mjólkursölunnar í landinu verður falin sjö
manna nefnd („mjólkursölunefnd"), er ríkisstjórnin skipar. I
nefndinni verða fulltrúar frá framleiðendum og neytendum.
Landinu verður skipt í verðjöfnunarsvæði, og sé kaupstað-
ur eða kauptún í hverju. Á hverju verðjöfnunarsvæði verður
fimm manna verðlagsnefnd, sem ákveður útsöluverð mjólkur á
verðjöfnunarsvæðinu. Af þessum 5 mönnum skulu tveir til-
nefndir af mjólkurframleiðendum, tveir kosnir hlutfallskosn-
ingu af viðkomandi bæjarstjórn eða hreppsnefnd, en landbún-
aðarráðherra skipar oddamann.
Á alla neyzlumjólk og rjóma, sem selt er, verður lagt verð-
jöfnunargjald, 5% af útsöluverðinu, en má hækka upp í 7%.
Verðjöfnunargjaldinu verður varið til verðuppbótar á vinnzlu-
mjólk, eftir því sem stjórnir mjólkurfélaganna koma sér saman
um. En mjólkursölunefnd úrskurðar, ef ágreiningur verður.
Öll mjólk (og rjómi), sem seld er í sama kaupstað eða
kauptúni, skal vera seld frá einni sölumiðstöð. Sölumiðstöðin
hefir einkarétt til að starfrækja mjólkurbúðir, enda sjái hún
um, að nóg neyzlumjólk sé til sölu. Sölumjólk skal vera geril-
sneydd. Um1 framleiðslu og meðferð á mjólk handa ungbörnum
og sjúklingum verður þó sett sérstök reglugerð í samráði við
heilbrigðisstj órnina.
Framkvæmdastjórn sölumiðstöðvarínnar skal skipuð af
mjólkurfélögum á verðjöfnunarsvæðinu. Verði ekki samkomu-
lag innan félagsstjórnanna, skipar mjólkursölunefnd fram-
kvæmdast j órnina.
Landbúnaðarráðherra getur veitt undanþágu frá verðjöfn-
unargjaldi á mjólk, sem framleidd er á ræktuðu landi kaup-
titaðar eða kauptúns, þar sem' hún er seld. Má undanþágan ná
til mjólkur úr jafnmörgum kúm og hektarar eru af rækt-
uðu landi innan kaupstaðarins. En á þá mjólk, sem! þar er
framyfir, má leggja tvöfalt verðjöfnunargjald.
Ákvæðin um samsölu frá einni sölumíðstöð og um geril-
sneyðingu koma ekki til framkvæmda fyr en um árairiót.
Viðtal víð forsætísráðherra
Nýja dagblaðið hafði í gær
tal af Hermanni Jónassyni for-
sætisráðherra og spurði hann
um undirbúning bráðabirgða-
laganna.
—   Undirbúningur bráða-
birgðalaganna hefir staðið yf-
ir svo að segja óslitið síðan
um stjórnarskiptin, segir ráð-
herrann. Hafa verið haldnir
fjöldamargir fundir um málið.
Hafa hinir ýmsu aðilar mætt
á fundum þessum til að skýra
afstöðu sína og gera tillögur.
— Hverjir eru aðilar máls-
ins?                 •¦¦
—  Aðilar málsins af hálfu
framleiðenda eru Mjólkur-
bandalag   Suðurlands,  en  í
því eru mjólkurbúin austan-
fjalls og vestan, ennfreniur
Mjólkursamlag Borgfirðihga og
Nautgriparæktar- og mjólkur-
sölufélag Reykjavíkur, en í
því eru flestallir nautgripaeig-
endur í lögsagnarumdæmi
Reykjavíkur. Auk þessa eru
svo að sjálfsögðu neytendur
mjólkurinnar höfuðaðili máls-
málsins.
—  Hafa þessir aðilar geng-
ið inn á samkomulagsgrund-
völlinn ?
—   Aðalerfiðleikarnir við
þessa löggjöf hafa alltaf ver-
ið og eru þeir, að samræma
hina  mismunandi  hagsmuni,
Framh. á 3. síðu.
Kjiftverð ákveðið
Verðjöinnnargjald:
6 anrar pr. kg.
Kjötverðlagsnefndin hefir í
gær (31. ágúst)  tilkynnt:
1. Að verðjöfnunargjald skuli
greiða af öllu kjöti af dilkum,
sauðum, veturgömlu fé og al-
geldum ám frá og með degin-
um á morgun 1. sept. að telja
og verður sex aurar á kílógr.
1. Að fyrst um; sinn skuli
heildsöluverð til verzlana vera:
Á fyrsta verðlagssvæði kr.
1,35 pr. kg., nema í Hafnar-
firði, Reykjavík og Vestmanna-
eyjum, þar kr. 1,40.
Á öðru verðlagssvæði kr.
1,30.
Á
1,35.
Á
1,30,
þriðja  verðlagssvæði  kr.
fjórða verðlagssvæði kr.
nema á Akureyr i og
Siglufirði, þar kr. 1,35.
Á fimmta verðlagssvæði kr.
1,30, nema á Seyðisfirði og
Norðfirði,  þar 1,35.
3. Að hámarksálagning í
smásölu megi hvergi vera
meiri en 20% á heildsölu-
verðið.
VerðlagssYæðin
eru þessi:
1.  verðlagssvæði:
Reykjavík, Hafnarfjörður,
Gullbringu- og Kjósarsýsla,
Rangárvallasýsla, Árnessýsla,
Mýra- og Borgarfjarðarsýsla,
Vestmannaey j ar.
2.  verðlagssvæði:
Snæfellsnes. og Hnappadals-
sýsla, Dalasýsla, Strandasýsla
innan Bitrufjarðar, Vestur- og
Austur-Húnavatnssýsla.
3.  verðlagssvæði:
Barðastrandarsýsla, Vestur-
og Norður-Isafjarðarsýsla, ísa-
fjörður, Strandasýsla norðan
Bitrufjarðar.
4.  verðlagssvæði:
Skagafjarðarsýsla, Eyjafjarð-
arsýsla, Akureyri, Siglufjörður,
Suður-  og  Norður-Þingeyjar-
sýsla.
5.  verðlagssvæði:
Norður- og Suður-Múlasýsla,
Seyðisfjörður, Neskaupstaður,
Austur. og Vestur-Skaftafells-
sýsla.
Hámark verðjöfnunargjalds
er 8 aurar pr. kg. samkvæmt
lögunum.
Samyinnuskip
Borgnesinga: Eidborg
1 gærdag síðdegis renndi hið
nýja samvinnuskip Borgnes-
inga, Eldborg, inn á höfn
kauptúnsins, og með komu
þess skips mun hefjast nýr
þáttur í' sögu Borgarness, og
ef til vill í útgerð landsins.
þeirri hugmynd, að skapa út-
gerð í Borgamesi. Gekk málið
allvel í neðri deild, en er til
efri deildar kom, var það í
mikilli hættu, því að sumir í-
haldsmenn lögðust þunglega á
móti.  En  í  Borgarnesi  unnu
Eldborg, samvinnuskip Borgnesinga.
Árið 1930 hóf Þorkell Teits-
son símstjóri í Borgarnesi bar-
áttu fyrir því að reynt yrði
að koma upp útgerð til at-
vinnubóta í kauptúninu, og
var máli hans vel tekið.
Snemma árs 1933 var síðan
stofnað samvinnufélag til út-
gerðar og fiskverkunar í Borg-
arnesi og þá um sumarið tek-
inn fiskur til verkunar og gaf
það bæði atvinnu og nokkra
reynslu. Annaðist samVinnufé-
lagið fiskverkunina. Síðan leit-
aði félagið til Alþingis nú í
haust sem leið, um; ríkisábyrgð
fyrir línubát. Bjarni Ásgeirs-
son bar heimíldina fram! í
neðri deild og var málinu all-
vel tekið þar, en þó voru
margir  sem  gerðu  gys  að
allir flokkar að málinu í beztu
einingu. Þann dag, þegar úr-
slitaorustan stóð, var Þorkeli
Teitssyni bent á, að vel færi á
að íhaldsmenn í Borgarnesi
hringdu til Jóns Þorl. og bæðu
máli þessu liðs á síðustu
stundu. Það var gert. Og er til
atkvæðagreiðslu kom, stóð Jón
Þorl. upp og gekk út að vegg í
deildinni og greiddi ekki at-
kvæði, en vegna þess flaut
málið í gegn.
Þorkell Teitsson var frá upp-
hafi lífið og sálin í þessu
fyrirtæki. Hann fékk snemma
góðan hug á línubát sem
Norðmenn höfðu byggt fyrir
tveim árum og ætlað til Græn-
Framh. á 3. síðu.
Tilboð um katlana í „Esju"
Pálmi Loftsson forstjóri
Skipaútgerðar ríkisins fór ut-
an fyrir stuttu, m. a. til að
semja um kaup á kötluni í
Esju. Hefir hann nú gengið
frá samningum um kaupin, eft-
ir því sem skrifstofustjórí út-
gerðarinnar tjáði blaðinu í
gærkvöldi.
Tilboð höfðu borizt frá fimm
löndum: Noregi, Svíþjóð, Dan-
mörku, Þýzkalandi og Eng-
landi. Voru tvö tilboðín lægst,
35 þús. kr. og er það, sem
tekið var, frá Burmeister &
Wain í Kaupmannahöfn. Hæsta
tilboð var 61 þús. kr.
Tilboðið nær jafnframt yfir
vinnu við að taka burt gömlu
katlana og setja þá nýju niður.
Smíðið á kötlunum tekur ca.
16 vikur og vinnan við að setja
þá niður ca. 3 vikur.
Esja mun fara héðan seint í
nóvember. Verður einnig í
þessari ferð framkvæmd á
henni sjótjónsviðgerð, og taka
vátryggjendur þátt í ferða-
kostnaðinum að hálfu leyti.
Einnig verður gengið frá 12
ára „klassa" á skipinu.
Esja mun varla koma hing-
að aftur" fyr en í febrúar.
Mun nú áætlun Súðarinnar
verða breytt eithvað það, sem
eftir er af árinu, en óvíst
hvernig.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4