Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Nżja dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Nżja dagblašiš

						NYJA DAGBIAÐIÐ
2. ár.
Reykjavík, sunnudaginn 2. sept. 1934.
207. blað
Dómsmálaráðherra skipar
setudómara  í  Gjábakkamálinu
Hæstiréttur  ómerkti  dóm  Arnljóts
Jónssonar í málinu.
Dómsmálaráðherra, Hermann .
Jónasson   hefir  ákveðið  að
skipa   Jónatan   Hallvarðsson
fulltrúa  setudómara  í  hinu
svonefnda Gj ábakkamáli.
Mál þetta var höfðað af
hálfu valdstjórnarinnar gegn
Snæbirni Guðmundssyni bónda
á Gjábakka í Þingvallasveit
fyrir brot á 6. gr. og 11. gr.
áfengislaga nr. 64/ 1930.
Magnús Guðmundsson, sem
þá var dómsmálaráðherra, fól
Arnljóti Jónssyni að rannsaka
málið. En hinsvegar var þess
hvergi getið í erindisbréfinu,
að Arnljóti væri falið að kveða
upp dóm í málinu.
En flónska þessa vikapilts
íhaldsins, sýndi sig þá semi
oftar, því auk þess að frairi-
kvæma einhverja rannsókn,
kvað hann upp dóm í málinu.
Hæstiréttur ómerkti síðan
dóm Arnljóts, þar sem hann
hafði verið kveðinn upp í al-
gerðu heimildarieysi.
Segir í dómi hæstaréttar
kveðnum upp 9. marz s. 1.:
Hin klg. umboðsskrá, sem
er dags. 29. marz 1933, hefir
eigi verið lögð fram í lögreglu-
réttinum, en hefir hinsvegar
verið lögð fram af sækjanda
hálfu í hæstarétti, er málið var
þar flutt 7. þ. m.
I uimboðsskrá þessari er
nefndurri lögfræðingi falið að
halda réttarrannsóknir í tilefni
af brotum á áfengislöggjöfinni
og öðrum' brotum', er í sam,-
bandi við fyrnefnt brot kunna
að standa, og til framkvæmd-
ar því starfi er honum veitt
heimild til að setja rétt innan
sérhvers lögsagnarumdæmis
landsins og framkvæma þær
ráðstafanir, sem nauðsynlegar
kynnú* að vera vegna rann-
sóknarinnar. í umboðssskránni
er hinsvegar ekkert tekið fram
um það, að commisarius hafi
umboð til að f ara með og dæma
mál þau, er honum hefir verið
falið að rannsaka, svo sem
venjulega er tekið fram í
slíkum umboðsskrám. Það verð-
ur því að líta svo á, að nefnd-
an lögfræðing hafi brostið
heimild til að fara með og
dæma mál þetta eftir að rann-
sókninni var lokið.
Því  dæmist  rétt  vera:
Hinn  áfrýjaði  lögreglurétt-
ardómur /á að vera ómerkur.
Allur áfrýjunarkostnaður máls-
ins, þar með talin málflutn-
ingslaun sækjanda og verjanda
í hæstarétti, málflutningsmann-
anna Guðmundar ólafssonar
og Eggerts Claessen, 60 kr. til
hvors, greiðist úr ríkissjóði.
Fyrir þessar aðgerðir í mál-
inu, sem hæstiréttur varð að
ómerkja, hefir Arnljótur feng-
ið ríflega greitt úr ríkissjóði.
Hefir Magnúsi Guðmunds-
syni farnast jafnilla í vali
rannsóknardómara og þegar
hann valdi Lauga landa til ut-
anfarar fyrir ríkið. Því þeir
menn, sem M. G. notaði eink-
um til þessara verka, Arnljót-
ur og Garðar Þorsteinsson
hafa báðir fengið þá meðferð
hjá hæstarétti, sem hlýtur að
brennimerkja þá óhæfa til allra
trúnaðarstarfa.
Vatnsíióð
i Indlandi
London, 1./9. PÚ.
1 norðaustur Indlandi hefir
gert mikil vatnsflóð, og er þús-
undum manna hætta búin af
völdum þeirra. Sumstaðar hefir
innfæddum mönnum1 ekki skil-
ist gildi flóðgarða, og hafa þeir
rifið niður upphlaðna vegi, til
þess að veita vatninu að akur-
löndum sínum. Á einunt stað
varð lögreglan að skerast í leik,
til þess að varna því að flóð-
garður yrði rifinn niður, og
veittu innfæddir menn lögregl-
unni viðnám. Tveir menn særð-
ust til ólífis, og einn annar
hættulega.
isienzkir hestar
tii Þýzkalands
Samningar sfanda yfip
um sölu á 200 hesfum
Hingað komu til lands fyrir
nokkru síðan, tveir sendimenn
frá þýzku stjórninn, Jáger og
Busch að nafni, í því skyni að
athuga möguleika til að gera
kaup á íslenzkum hestum.
En það hefir komið í ljós,
að í því umtali, sem orðið hef-
h við Þjóðverja umj kaup á
íslenzkum hestum á árinu sem
leið og í þeim upplýsingum, sem
gefnar hafa verið'héðan, hefir
verið gert ráð fyrir hestum
ca. 56 þuml. á hæð að band-
máli, en það er meiri hæð en
hægt er að gera ráð fyrir yfir-
leitt á íslenzkum hestum.
Þjóðverjarnir tveir hafa
verið á ferð um sýslurnar
austan fjalls og einnig norður
í Húnavatnssýslu og skoðað
hesta. Eru þeir sæmilega
ánægðir og í gær var gengið
frá aðalatriðum í samjningi um
kaup á 200 hestuml 4—8 vetra
til reynslu, þó að því tilskildu,
að samkomulag verði uni hæð-
ina, en hún er minni en gert
hafði verið ráð fyrir. — Selj-
andi hestanna er Samband ís-
lenzkra samvinnufélaga og ef
samningurinn verður sam-
þykktur, verða þeir sendir út
seint í þessum mánuði. —
Verðið mun vera fremur gott,
en kaupin eru því skilyrði bund.
ið að andverðið verði notað til
kaupa á þýzkum vörum. —
Það eru þýzkir smábændur,
sem' eiga að fá hestana.
Heil borg eyðíst í eldi
15 þúsundir manna  flýja heímíSi sín.
London, 1./9. Pt.
Borgin Campana í Argentínu
hefir í dag gjöreyðilagzt af
eldi. Eldurinn kom upp í olíu-
geymi, og er hann sprakk,
kviknaði í hverjum geyminum
af öðrum. Logandi olían kveikti
svo í næstu húsum, og eldurinn
breiddist svo fljótt út, að ekk-
ert viðnám var veitt, og hafa
nú  borgarbúar  flúið  borgina.
Síðast er fréttist voru nokkrir
af embættismönnunl borgarinn-
ar ófarnir þaðan, en voru að
reyna að bjarga skjölum og
öðrum verðmætum. En járn-
brautarlest beið skammt fyrir
utan borgina, til þess að flytja
þá þaðan, er þeir gætu ekki
lengur hafzt þar við. I Camp-
ana voru um 15.000 íbúar.
Hún er um 96 kílómetra vega-
lengd frá Buenos Ayres.
Frá Albaníu
ila
Stjórnin í Albaníu hefir boðið dönskum fiskimönnum,
að taka að sér yfirstjórn fiskveiðanna á þeim stöðum, sem
ríkið hefir veiðiréttindi. Bendir þetta til, að Albaníubúar
séu ekki miklir fiskimenn. — Myndin er frá höfninni í Du-
rosso, sem er hafnarbær höfuðborgarinnar, Firana.
VeikMl vefnaðarmanna
í Bandaríkjunum nsp Hl meip en miljón  manna.
London, 1./9. PÚ.
I dag var verkamönnum í
silki. og gerfisilkiverksmiðjum
í Bandaríkjunum' boðið að vera
viðbúnir að leggja niður vinnu
þegar þess yrði krafizt, en í
gær var verkafólki í ullarverk-
smiðjum sendur sami boðskap-
ur. Mun þá verkfallið, sem
hefst klukkan 11,30 í nótt eft-
ír New York tíma, ná til allra
greina vefnaðariðnaðarins. Leið
togar verkamanna áætla, að
verkfallið muni ná til 725 þús-
manna, en blaðið New York
Times telur, að það muni ná
til meira en einnar miljónar
manna, þegar til greina séu
teknir þeir, sem verða sviftir
vinnu vegna verkfallsins. Sátta
nefnd stjórnarinnar hefir und-
anfarinn sólarhring gert
árangurslausa tilraun til að
koma í veg fyrir verkfallið.
Þetta yfirvofandi verkfall hef-
ir haft mikil áhrif á viðskiptin
á kauphöllinni í New York
undanfarna  daga.
Veðráttan í ágúst.
Viðtal  við  J6n  Eyþórs-
son veðurfræðing.
Nýja dagblaðið átti tal við
Jón Eyþórsson veðurfræðing í
gær, um veðurfar síðastl. á-
gústmánuð.
— Því míður er ekki hægt
að gefa nákvæmt yfirlit um
veðurfarið í ágústmánuði, seg-
ir Jón, því eftir er að vinna
úr ýmsum gögnum1 og sumi ó-
fengin.
En eins og nú er bezt vitað,
hefir veðráttan skift sér eftir
landshlutum. Norðanlands og
austan má kalla að verið hafi
stöðugir óþurkar allan m!án-
uðinn. Hér sunnanlands hefir
veðráttan verið miklu betri,
þó ekki sé hægt að segja, að
hafi verið góð þurkátíð. Góðar
þurkflæsur hafa verið nægi-
lega margar til þess að hey-
nýting hefir mátt kalla góða
fram til 20. manaðarins.  .
Fyrra hluta mánaðarins
voru nokkrir regnlausir dagar
á Norður- og Norðvesturlandi,
sem tæpast hafa þó komið að
notum við heyskapinn, því loft
hefir þá verið þungskýjað og
sennilega sólskinslaust. Síðara
hluta mánaðarins hafa oft
gengið stórrigningar.
Eftir þeim fréttum, sem ég
hefi haft af Norðurlandi munu
nú víðast hafa náðst inn töð-
ur, en mikið hraktar. Þó hefi
ég frétt, að í Blönduhlíð í
Skagafirði sé enn óhirt taða.
Yfirleitt mun vera mikið úti
af heyjum fyrir norðan.
Á Austfjörfðum virðist veð-
urfarið hafa verið sízt betra
og fyrri hluta mánaðarins
hafa verið þar færri rigning-
arlausir dagar. Síðara hluta
mánaðarins hafa gengið þar
Framh. á 4. síðu
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4