Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Nżja dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Nżja dagblašiš

						NYJA DAGBIAÐIÐ
2. ár.
Reykjavík, fimmtudaginn 6. sept. 1934.
210. blað
Hvoðaleg jáining fvammi fyviv
vannsóknavvéití Bandávíkja«
þingsins í gæv
London 5/9. PÚ.
Fyrir nokkru skipaði öld-
vmgadeild Bandaríkjanna þing-
nefnd, er sérstaklega skyldi
rannsaka einkaframleiðslu og
sölu vopna og hergagna. Nefnd
þessi tók til starfa í dag, og
kallaði hún fyrstan fyrir sig
forseta félagsins Electric Boat
company. Við yfirheyrslu ját-
aði hann, að bæði fyrirtæki
sitt og vélsmiðjurnar Metro-
politan-Vickers hefðu skift
heiminum á milli sín, einungis
með tilliti til þess að hvor
hefði sitt einkasvæði til kaf-
bátasölu. Einnig játaði hann,
að hinn heimskunni vopna-
nriðlari, Sir Basil Zaharoff,
hefði á árunum 1926 til 1930
fengið svo þúsundum sterlings-
punda skifti í þóknun frá
MetropolitanVickers fyrir starf
í þeirra þágu í Spáni. Loks ját-
aði hann, að þessi fyrirtæki
hefðu alið á óvináttunni milli
Peru og Chile í því skyni að
auka sölu á vopnum og her-
gögnum.            |
Saltfiskflutningur til Spánar
Ur skýrzlu Helga P. Briem
Helgi Briem fiskifulltrúi á
Spáni segir í skýrslu sinni í
nýútkomnwri Ægi að í fyrra
hafi saltfiskflutningur til Spán-
ar verið sem' hér segir:
Island . . .  34.177 lestir
Færeyjar .  11.163  —
Bretland . .    680  —
Frakkland    400  —
Noregur. .   6.745  —
Newfoundl.  10.384  —
Önnur ...    260  —
Samtals 63.809 lestir
Fyrstu fjóra mánuðina í ár
hefir saltfiskflutningur til
Spánar verið þessi:
Island . . .  11.525 lestir
Færeyjar .   1.703  —
Bretland . .     97  —
Frakkland      8  —
Noregur. .   1.274  —
Newfoundl.   3.178  —
Samtals 17.785 lestir
Eins og skýrslurnar sýna
fluttu Frakkar í fyrra 400
lestir af saltfiski til Spánar, en
með samningi hafa þeir tryggt
sér að mega flytja inn 9000
lestir í ár. Um þann innflutn-
ing farast Helga svo orð:
„Þó Frakkar hafi áskilið sér
rétt til að flytja inn um 9000
lestir í ár, með verzlunarsamn-
ingunum,  telja  útgerðarmenn
þar engar líkur til, að þeir geti
notað sér fimmta hlutann af
þessu magni, í mjesta lagi.
Fiskur þeirra mundi helzt geta
selst á Suður-Spáni, en fisk-
innflytjandi þaðan, sem' hafði
ferðast milli verkunarstöðv-
anna, lét mjög illa af þeirri
ferð við mig, og taldi mjög litla
möguleika að selja fisk þann,
er hann hafði séð".
Jagro»Slavar
i  „fótbolta"
London 5/9. FÚ.
í Jugo-Slavíu var . í gær
haldinn allsögulegur knatt-
spyrnukappleikur í borg einni.
Komu keppinautar flokks þess,
sem heima áttu í borginni, um
alllangan fjallveg til þess að
keppa við heimamenn. ímdir
eins og á vðllinn var komið,
tóku áhorfendur á irióti að-
komuflokknum með rösklegri
skothríð af rotnum ávöxtum,
smásteinum og spýtnarusli, og
þegar fram í sótti, gripu þeir
til þess, að ráðast á markvörð
aðkomumanna og halda honum,
til þess að hann gæti ekki af-
stýrt því, að knötturinn lenti
í mark. Þegar fyrri hálfleik
var í þann veginn að vNerða
lokið, höfðu gestirnir þrátt
fyrir allt skorað 3 mörk á
móti einu. Þá úrskurðaði dóm-
arinn heimaflokknum tvöniörk
til viðbótar, en að öll 3 mörk
Framli. á 4. sfðu
(il
Engin byiting
í ÍOOO ár
segír Hitler
London 5/9. FÚ.
Mjög fjölmenn ráðstefna
nazista hófst í dag í Nurn-
berg, og fer hún fram með
meira skrauti og íburði, en
nokkur ráðstefna nazista áður.
Athöfnin í dag hófst á því, að
leikinn var forleikur úr Meist-
arasöngvurum Wagners. Því-
næst tók Lutze til máls, en
hann er núverandi foringi
Stormsveitarmanna. Las hann
upp skrá yfir nöfn þeirra
ílokksmanna, sem drepnir
hefðu verið í baráttunni við
hina rauðu óvinasveit, áður
en Nazistar komust til valda.
Næstur tók til máls Wagner,
einn af æðstu foringjum
flokksins, og las hann upp boð-
skap frá Hitler. I boðskapnum
er meðal annars komizt svo að
orði, að þróun, en ekki bylt-
ing, hljóti héðanaf að verða
kjörorð nazistaflokksins. —
Valdataka nazistahreyfingar-
innar sé ekki lengur byltingar-
saga, heldur þróunarsaga, en
þessi valdataka, eða þessi bylt-
ing, hafi uppfyllt allar þær
vonir, sem til hennar voru
gerðar, og þar með tryggt
það, að ekki geti orðið bylt-
ing í Þýzkalandi í næstu þús-
und ár.
Þá er þeirri meginreglu lýst
yfir í boðskapnum, sem' aðal-
mælisnúru fyrir flokkinn, að
forðast hatur og hefnigirni,
en leita friðar og vináttu,
jafnvel við þá, sem barist hafi
gegn Þjóðverjum fyrir 16 ár-
um.
Tyrkir og Kinverjar
berjast  um  sæti
inn
LRP 5/9. Ftr.
Tyrkneska stjórnin hefir nú
ákveðið að bjóða fram fulltrúa
í sæti það, sem losnar í
Þjóðabandalaginu við það, að
fulltrúi Kína gengur úr því. í
opinberri tyrkneskri tilkynn-
ingu er sagt, að Persia muni
taka aftur framboð af sinni
hálfu, en styðja hinn tyrk-
neska fulltrúa. Þetta hefir það
í för með sér, að svo kann að
fara, að hinn kínverski fulltrúi
nái ekki endurkosningu.
A að senda Nazistum
Kristján Albertson?
Ákveðið er að stofna við Berlínarháskóia
kennarastarf i nýislenzkri bókmenntasögu
og málfræði.
Nýja dagblaðið fékk fregnir
um það í gær, að í ráði mundi
vera hjá þýzku nazistastjórn-
inni að setja á stofn einhvers-
konar íslenzkan kennarastól við
háskólann í Berlín. Það fylgdi
fregninni, að fullráðið myndi
'vera, að Kristján Albertson
yrði sendur til Berlín í þessu
skyni. Og væri þessu máli öllu
til lykta ráðið í samráði við
háskólann hér.
Blaðið sneri sér því til
rektors háskólans dr. Alexand-
ers Jóhannessonar og spurði
hann uni, hvað hæft væri í
þessari frétt.
Dr. Alerander sagði, að það
væri rétt, að búið væri að
gera ráðstafanir í Þýzkalandi
til að stofna sendikennarastöðu
við háskólann í Berlín í nýís-
lenzkum bókm'enntum og mál-
fræði, og yrði þetta starf
kostað af þýzku fé.
Hann  sagði  ennfremur,  að
háskólinn hér hefði verið beð-
inn að tilnefna íslenzkan mann
til að takast þetta starf á
hendur.
Blaðið spurði þá, hvort það
væri satt, að búið væri, af
háskólans hálfu, að tilnefnu
Kristján Albertson til starfs-
ins.
Dr. Alexander sagði, að há-
skólinn hefði enn enga opin-
bera ákvörðun tekið um það og
að háskólakennslan í Berlín
byrjaði ekki fyr en fyrsta
nóvember.
Mun því vera fullsnemmt að
óska nazistum til hamíngju
með Kristján ennþá, en það
mun verða gert á sínum tíma.
Annar nazisti, Eiður Kvar-
an, er nú kennari við háskól-
ann í Greifswald. I Miinchen
mun líka hafa komið til orða,
að einhver maður héðan kæmi
þar að háskólanum'.
Verkfallid
í Ameríkn
London 5/9. FÚ.
Frá Bandaríkjunum berst sú
frétt í dag, að enn sé ekki
unnt að gera sér 'fulla grein
fyrir, hversu Umfangsmikið
verkfallið í vefnaðariðnaðinum
er. Leiðtogar verkam'anna
segja, að öll þessi iðnaðargrein
sé að hálfu leyti í rústum.
Svo virðist þó, sem verkfallið
hafi ekki orðið eins víðtækt
og vænst hafði verið. Skýrsla
úr 15 ríkjum sýnir, að ekki
meira en x/3 verkamianna í
þeim hefir lagt niður vinnu.
Þýzkur iðnaður
sameinaður
LRP 5/9. PÚ.
Frá Berlin kemur sú frétt,
að fyrirskipað hafi verið, að
gera eina allsherjarsamsteypu
úi öllum vefnaðariðnaðarfyrir-
tækjum Þýzkalands, og verður
ráðamönnum hinna helztu fyr-
irtækja falin yfirstjórn þessar-
ar samsteypu. Þessi fyrirskip-
un er liður í þeim' framkvæmd-
um, að gera samsteypu úr öll-
um einkaiðnaðarfyrirtækjum
Þýzkalands í hverri grein fyrir
sig.
Baráttan
um Saar
London 5/9. FÚ.
Frakkar hafa sent Þjóða-
bandalagsráðinu orðsendingu,
sem' ekki einungis fjallar um
þjóðaratkvæðagreiðsluna     í
Saar, heldur einnig um ráð-
stafanir sem gera verði í sam-
bandi við væntanlegar niður-
stöður þjóðaratkvæðsins. Auk
þessa leggur orðsendingin á-
herzlu á frelsi kjósenda til
þess að láta skoðun sína í ljós.
Nú gerir franska stjórnin
þá kröfu, að ef Saar verði á
ný sameinað Þýzkalandi, að
þjóðaratkvæðinu loknu, þá
verði Þjóðverjar að kaupa
námurnar í Saar og greiða
þær í gulli. Fer franska stjórn-
in þess á leit, að 3 sérfræðing-
ar verði settir til þess að meta
námurnar til verðs, en Þjóða-
bandalagsráðinu sé falið að á-
kveða gjalddaga. Þeir ítreka,
að Frakkar muni ekki sleppa
námunum endurgjaldslaust, en
með því að yfirfærsla þeirra
og greiðslur í því sambandi
kunni að verða örðugleikum
bundið, krefjast þeir, að um
þetta sé samið fyrirfram.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4