Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Nżja dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Nżja dagblašiš

						NYJA DAGBIAÐIÐ
2. ár.
Reykjavík, föstudaginn 7. sept. 1934.
211. blað
Bæiarstiórnarfundurinn i gær
Kosinn fátækrafulltrúi
og skólanefndarmaður
Bæjarstjórnarfundur var
haldinn í gær og hófst hann
um kl. 5V2 í Kaupþingssalnum.
Fyrir fundinum láu ekki
nema tvö mál, sem' nokkru
verulegu skiptu, kosning fá-
tækrafulltrúa og lausnarbeiðni
Vilmundar Jónssonar, sem áð-
ur hefir verið sagt frá hér í
blaðinu.
Kosning fátækrafulltrúa.
„Félagi" Björn skemnttir
áheyrendum.
Tuttugu og tveir umsækj-
endur voru um| fátækrafull-
trúastöðuna og voru það flest
þekktir kosningasmalar íhalds-
ins, t. d. Jóhann V. Daníels-
son, Valdimar Hersir, Ragnar
Lárusson 0. fl. Er enginn
þeirra að góðu kunnur, en
öllum mun þó koma saman
um, að Ragnar Lárusson sé
þeirra síztur.
Það hafði kvisazt um bæinn,
að íhaldið ætlaði Ragnari Lár-
ussyni stöðuna, enda verið lát-
inn gegna henni nokkum und-
anfarinn tímla.
Mótmælum gegn þeirri veit-
ingu var þegar hreyft hér í
blaðinu. Skal það líka sýnt hér
áður en langt um líður, að þa«
mótmæli voru á gildum rökum
byggð.
En íhaldið í bæjarstjórninni
tók nú ekM frekara en endra-
nær, til greina þau mótmæli,
sem byggð eru á kröfum) fá-
tæklinganna í bænum. Það
kaus Ragnar Lárusson til að
vera fátækrafulltrúa.
Jóhanna Egilsdóttir fékk 6
atkv. Einn seðill var auður.
Það kom þó greinilega í ljós,
að Jón Þorláksson fann að
þessi ráðstöfun var óvinsæl
og hann vantreysti Ragnari
til starfsins.
Hann bar framl tillögu þess
efnis, að Ragnar skyldi vera
settur til eins árs og þá gerð
endanleg ákvörðun um það,
hvort hann yrði skipaður eða
ekki.
Ragnar Lárusson er fyrsti
fátækrafulltrúinn, sem tekur
við stöðunni með þessu skil-
yrði. Sýnir þetta vanrn^t í-
haldsins sjálfs á manninum,
hvílíkt óhæfuverk það hefir
gert.
Björn Bjarnarson, fulltrúi
kommúnista, vakti óskiftan
hlátur áheyrenda með tillögu,
sem hann bar fram í sambandi
við    fátækrafulltrúakosning-
una. Var hún á þá leið, að
þar sem allir umsækjendurnir
væri óhæfir til starfsins, þá
færi bæjarstjórnin þess á leít
við sr. Gunnar Benediktsson
frá Saurbæ, að taka að sér
stöðuna!
íhaldið sýnir Vilmundi
„vinsemd" og Alþýðu-
flokknum „sanngirni"!
Eins og frá hefir verið sagt
í blaðinu, fór Vilmundur Jóns-
son þess á leit við bæjarstjórn-
ina, að fá lausn frá skóla-
nefndarstörfum, þó með því
fororði, að „sér yrði sýnd sú
vinsemd og Alþýðuflokknum
sanngirni", að bæjarfulltrúar
Alþýðuflokksins mættu til-
nefna mann í hans stað.
Bæjarstjórnin féllst á þetta.
Stefán Jóhann lýsti því yfir,
fyrir hönd Alþýðuflokksins, að
Hallgrímur Jónsson yfirkenn-
ari við Miðbæjarskólann kæmi
í skólanefndina í stað Vil-
mundar.
Frá verkfSIIunum
í Sandaríkjunum
Verkfallsmönnum fer fjölg-
andi. Verksmiðjneigendur
óttast blóðsúthellingar.
London 6/9. FÚ.
óeirðir ha'fa orðið á allmörg-
um stöðum í Bandaríkjunum
í dag. 300 verksmiðjum í
Suður- og Norður-Caroline
hefir nú verið lokað. Sumstað-
1 ar reyna verkamenn að beita
! valdi, til þess að loka verk-
smiðjunum, en ýmsir verk-
smiðjueigendur hafa lokað
verksmiðjum sínum sjálfir,
þótt þeir hafi átt kost á verka-
mönnum. Gera þeir þetta til
þess, að forðast óeirðir og
blóðsúthellingar.
Roosevelt forseti reynir að
n'iiðla málum. Hann hefir enn
í hyggju, að setja sérstaka
nefnd, til þess að rannsaka
vefnaðariðnaðinn og' jafnframt
á hún að starfa sem sátta-
nefnd í vinnudeilum. Leiðtog-
ar. verkfallsmanna segjast ekki
hafa í hyggju að slaka neitt á
verkfallinu, en telja sig reiðu-
búna til þess að vinna með
nefnd forsetans að úrlausn
málsins. Talið er, að þeim fari
nú sífellt fjölgandi, sem taka
þátt í verkfallinu.
Sænsku
leikfimismennirnir
þakka fyrir móttökurnar hér.
Ein merkilegasta heimsókn-
in, sem við höfum fengið á
þessu sumri, var koma sænska
leikfimisflokksins undir stjórn
Jan Ottoson, leikfimiskennara
við lýðháskólann í Tárna.
Svíar eru með fremstu þjóð-
um í leikfimi og gaf þessi
heimsókn það fullkomlega til
kynna.
Megum við vera Jan Otto-
son og flokki hans þakklátir
fyrir komu Svía hingað og þá
ekki síður vegna þess, að fjár-
hagur þeirra mun naumast
hafa leyft svo dýrt ferðalag.
svo dýrt ferðalag.
Því meiri ástæða var fyrir
okkur að taka vel á móti þeim,
auk þess, sem Svíar höfðu áð-
ur tekið á móti íslenzkum
íþróttamönnum með mikilli
rausn.
Það var Glímufélagið Ár-
mann, sem sá aðallega um
móttökurnar hér, og lenti það
starf mest á formanni félags-
ins, Jens Guðbjörnssyni.
Svíarnir eru nú komhir heim,
en eftir því, sem Nýja dag-
blaðið hefir frétt, láta þeir vel
af för sinni og viðtökum hér.
Hafa þeir nýlega sent
GÍímufél. Ármann að gjöf
sænska fánann, sem' þeir not-
uðu í ferðalagi sínu.
Þá hafa fceir einnig sent
Jens Guðbjörnssyni fagran
veggskjöld og er grafið á
hann: Med varmt tack frán
dina Svenska vanner. Ottoson
och hans Gymnaster. 1934.
Auk þess hefir Ottoson sent
Jens Guðbjörnssyni sænskan
borðfána og er grafið á fótinn:
Tack broder Jens för god
vánskap! Vánnen frán. 1934.
Sýnir þetta að Svíunum
hafa líkað vel irióttökurnar hér
og megum við vera Glímufé-
laginu Ármann og Jens Guð-
björnssyni þakklátir fyrir.
Verkfalli lokið
London 6/9. FÚ.
öðru verkfalli, sem' staðið
hefir yfir í Bandaríkjunum er
nú lokið, en það var verkfall
manna, seiri vinna í alumini-
umiðnaði. Uiri 9000 manns
tóku þátt í þessu verkfalli, og
reis það út af kröfum verka-
manna um hækkað kaup og
styttan vinnutíma.
Samvínnumenn brjóta
smj ör lí kishr inginn
Kaupiélag  Eyflrðinga  auglýair
um 25% l»kkun a Flóra ¦mjörlikl
Kaupfélag - Eyfirðinga aug-
lýsir í dag um' 25% lækkun á
smjörlíki í smásölu hér í bæn-
um. Lækkunin er þegar geng-
in í gildi. Smjörlíkisverðið hef-
ir hingað £il verið kr. 1.70—
1.80 út úr búðum, en smjör-
líkið frá Kaupfélagi Eyfirðinga
verður nú selt út úr búðum á
kr. 1,30 kg.
Smjörlíkisverksmiðja félags-
ins hefir nú komið á mlkilli
aukningu og endurbótum á
framleiðslu sinni, Flórasmjör-
líkinu. Hefir verksmiðjan
bæði nýtízku  vélar og fyrsta
flokks sérfróðum mðnn«ml . á
að skipa.
Mega þetta heita stórtíðindi
fyrir allan almenning hér í
höfuðstaðnum, þar sem hér er
um að ræða eina höfuð nauð-
synjavöru bæjarbúa.
En þessi tíðindi, ásamt
mörgu fleiru, mega sannfæra
almenning um það, að það
eru fyrst og fremst samvinnu-
mennirnir í landinu, sem vinna
að því af alúð og einlægni, að
koma á bættu skipulagi í verzl-
un með nauðsynjavörur al-
mennings.
Hve lengi á Kveldnlfur að
stjórna síldarverksmiðju
ríkisins á Sigluflrði?
Hér í blaðinu hefir áður ver-
fð vakin athygli á því, hversu
óviðunandi skipun er á stjórn
síldarverksmiðju ríkisins á
Siglufirði-
Tveir þjónar Kveldúlfs, þeir
Jón Þórðarson og Sveinn Bene-
diktsson, eru í m^frahhrt8- í
verksmiðjustjórninni. Og Jón
Þórðarson, sem beinlíms er
umboðsmaður Kveldúlfs á
Siglufirði, er formíaður verk-
smið j ustj órnarinnar.
Hvarvetna á síldarstöðvun-
um og raunar alstaðar hefir
þessi skipun M. G. á verk-
smiðjustjórninni mælzt illa
fyrir, og talin hið mesta
hneyksli. Enda mun það vera
einsdæmi, að fyrirtæki sækist
eftir að fá umboðsmenn aðal-
keppinauta sinna í stjórn!
Það er líka komið á daginn
nú alleftirtektarvert samband
milli Kveldúlfs og ríkisverk-
smiðjunnar.
Blaðið hefir það t. d. eftir
tryggum heimildum, að Thor
Jensen sé búinn að fá loforð
fyrir 50—100 tonnum af síldar-
ru'jöli "frá ríkisverksmiðjunni,
og það mjöl eigi að nota til
fóðurs á kúabúum hans í vet-
ur.
Það er ekki kunnugt um!, að
Thor Jensen hafi átti nein við-
skipti við ríkisverksmiðjuna
áður, enda ætti Kveldúlfur
sjálfur að geta látið í té meira
en nóg síldarmjöl handa Korp-
úlfsstöðum.
En nú er líka síldarmjölið
hækkandi á erlendum markaði,
og því að öllum líkindum' hagur
að losna við að selja það til
fóðurbætis innanlands.
Blaðinu er jafnframt kunn-
ugt um það, að verksmiðju-
stjórnin hefir á sama tíma,
sem hún selur síldarmb'öl til
síldarmjölsframleiðandans á
Korpúlfsstöðum, neitað að full- •
nægja áður ákveðnum pöntun-
uiii1 á síldarmjöli, sem átti að
fara til bænda í óþurkahéröð-
um norðanlands og austan.
Fyrstí
billirm tíl
Reyðarfjarðar
Kl. 9 í gærkvöldi lagði af
stað frá Akureyri bifreið til
Reyðarfjarðar og verður hún
að öllu forfallalausu sú fyrsta,
sem' fer hina nýju leið yfir ör-
æfi til Austurlands. Bifreiðinni
stýrir Gunnar Jónsson lög-
regluþjónn á Akureyri.
Farþegar eru: Árni Jóhanns-
son gjaldkeri hjá Kaupfélagi
Eyfirðinga og Sigfús Halldórs
skólastjóri.
Þeir munu senda Nýjadagbl.
skeyti frá ýmsum stöðum1 á
leiðinni og skýra frá hvernig
ferðin gangi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4