Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Nżja dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Nżja dagblašiš

						NYJA DAGBIAÐIÐ
2. ár.
t
Reykjavík, sunnudaginn 9. sept. 1934.
213. blaö
Njáll  situr  fastur  í ísnum.
Skipverjar hafd matarforða til 12 daga
Blaðinu barst í gær fcvo-
hljóðandi fregn fré sendiherra
Dana:
Hinir ítölsku leiðangurs-
menn, sem fóru frá Reykjavík
til Grænlands eru taldir vera í
mikilli hættu. Skipið, sem
flutti þá til Grænlands,
„Njáll", situr fast í ísnum og
hafa skipverjar matarforða til
aðeins 12 daga. Auðvelt mun
þó að koma þeim til liðveizlu.
Hinsvegar virðast Italirnir
fimm vera mjög nauðulega
staddir.
1 annari frétt frá sendiherra
Dana, segir ennfremur:
Grænlandsstjórnin     hefir
fengið svohljóðandi skeyti: lt-
alarnir gengu á land 23. ágúst
síðastl. og ætluðu í fimm1 daga
fjallgöngu. Landgöngustaður-
inn var á 70.08 gr. n. br.,
28.05 gr. v. 1. Þeir höfðu með
sér matarforða til 20 daga.
„Njáll" lágðist við festar í
firði einum á 70.08 gr. n. br.,
22.18 gr. v. 1. — og átti að
vitja Italanna fimm dögum
síðar, en ísinn hefir síðan ver-
ið það þéttur, að „Njáll" hef-
ir ekki getað hreyft sig. Ef
„Njáll" gæti ekki sótt Italina,
ætluðu þeir að koma þangað,
sem! hann lá, en eru ekki komn-
ir ennþá, eftir 12 daga fjar-
veru. Það hafa verið rigningar,
byljir og miklar þokur síðustu
vikuna. Dr. Lauge Kock ætlar
að freista, að komá Itölunum
til hjálpar, án þess þó að vita,
hvar þeirra er að leita, eða
hvort þeir eru á lífi.
Blaðið snéri sér í gær til út-
gerðarstjóra skipsins, Magnús-
ar Guðjónssonar í Hafnarfirði.
Honum hafa ekki borizt
fréttir síðan 1. sept. Þá lá
Njáll sunnan við Scoresbysund
og sögðu skipverjar, að þeim
liði vel, að þeir hefðu haft
með sér matarforða, sem! á-
ætlað var að entist þeim til
tveggja mánaða. Héðan var
farið 81. júlí síðastl. og þá
ráðgert að ferðin tæki ekki
lengri tíma en hálfan annan
mánuð.
Það var fyrverandi ríkis-
stjórn, sem réði „Njál" til
fararinnar og mun til ætlazt,
að ríkissjóður beri kostnað af
ferðinni fram og aftur, en It-
alarnir kosti dvölina við Græn-
land,
Njáíl mun haía komlxt a. m.
, k. einu sinni í nrjög mikla
hættu af ís, því fregnir komu
af  því,  að  skrúfa  og  stýri
| skipsins hefði laskast, en við-
gerð á því fengu leiðangurs-
mennirnir hjá frönsku rann-
sóknarskipi.
Á Njál eru fimm skipverjar.
Skipstjóri er Sigurjón Jónsson
úr Hafnarfirði. Njáll er 37
tonn að stærð og er sagt vera
traust skip.
Magnús Guðmundsson ætlaði
„Ægi" í þetta ferðalag, en
hætti við, sökum mótmæla hér
í blaðinu.
Síðustu fregnír
Kalundborg 8/9. FÚ.
1 kvöld hafa komið nýjar
fregnir af Njáli og Itölunum
og ástandið hefir batnað að
mun.  Njáll  hefir  losnað úr
ísnum og ítalirnir hafa fund-
ist og bjargast og segir loft-
skeyti frá Dr. Lauge Koch, að
þeir séu nú komnir um borð í
Njál og líði vel. Menn vonast
nú eftir því þar nyrðra, að
ísa leysi svo, að Njáll geti
komj^t út í haf og heimleiðis.
Skrifstofustjóri Grænlands-
stjórnar segir útvarpinu í
kvöld, að allar horfur séu á
því, að leiðangurinn sleppi heilu
og höldnu og telur ekki ástæðu
til þess að óttast um hann
frekar.
Italirnir, sem eru í þessum
leiðangri, eru þeir: Leonardi
Bonzi greifi, foringi þeirra,
Signor Leopold Casporetto,
Bernardo Picenardi markgreifi
og Gigli Martinoni greifi.
I skeyti frá skipstjóranum á
Njáli er sagt, að Italarnir hafi
gengið á fjöll á suðvesturodd-
anum, sem myndar fjörðinn í
Scoresbysund, og hafi þau
fjöll ekki verið könnuð áður.
Hann segir einnig að undan-
farið hafi verið þar verstu
veður, og þeirra vegna hafi It-
alarnir tafizt.
íækkar enn
Þegar kjötverðlagsnefnd um j
síðustu mánaðamót ákvað kjöt-
verðið, lækkaði heildsöluverðið
hér í Reykjavík um 10 aura
pr. kg. frá því sem verið hafði
næstu dagana á undan eða úr
kr. 1,50 niður í kr. 1,40. Það
verð var ákveðið „fyrst um
sinn".
1 gær koiri kjötverðlags-
nefndin saman til að gera
nýja ákvörðun. Er nú ákveðin
ný verðlækkun, sem gengur í
gildi á mánudagsmorgun. Er
hið nýja verð auglýst hér í
blaðinu í dag.
Blaðið átti í gærkvöldi tal
við formann kjötverðlags-
nefndar, Jón Ivarsson. Gerði
hann ráð fyrir nýrri verðá-
kvörðun áður en aðal-slátur-
tíðin byrjar.
Það er föst venja, eins og
gefur að skilja, að kjötverðið
sé talsvert mikið hærra fyrir
„sláturtíð" en eftir að hún er
byrjuð. Er það vegna þess, að
dilkar eru þá ekki búnir að ná
fullri þyngd og kostnaður mik-
ill fyrir bændur að koma
þeim á markað um mesta
annatíma ársins.
Eftir upplýsingum, sem
blaðið  h«tir  fengið víð»vegar
að, mun slátrun og kjötsala
vera engu minni nú en venju-
legt hefir verið undanfarin ár.
1 smærri kaupstöðum og kaup-
túnum hefir Kjctsala alltaf
verið mjög lítil franí að aðal
sláturtíð, og er það vitanlega
svipað nú.
Sorglegt siys
Það sorglega slys vildi til í
Vestmannaeyjum í gær, að
Helgi Scheving, stud. jur. féll
út af eystri hafnargarðinum.
Vildi það þannig til, að hann
hjólaði fram garðinn ásamt
öðrum manni, gekk þá sjór yf-
ir garðinn og tók Helga með
sér. Náðist hann eftir 10—15
mínútur. — Lífgunartilraunir
standa enn yfir. Árangur óvís.
Hinn manninn sakaði ekki. —
Þetta skeði umi þrjúleitið í gær.
Nýja dagblaðið átti símtal
við Ólaf Lárusson héraðslækni
í Vestmannaeyjum' í gærkvöldi.
Sagði hann að ekkert hfsmark
hefði verið með Helga er hann
náðist og lífgunartilraunir
reynst árangurslausar. Kvika
var við hafnargarðinn og gekk
yfir hann öðru hvoru.
Ægilegur eldsvoði
Stórskip með 570 manns innanborðs
brennur úti á hafi.
Ovfst hve margír hafa bjargast
London 8/9. FÚ.   j
í  morgun  kom upp eldur í
stóru gufuskipi, Norrow Cast- ¦
le,  sem  var  á  leið  frá  New j
York  til  Havana, og brennur j
skipið  ennþá.  Menn vita ekki
enn með vissu um örlög ýmsra
farþega og skipverja, því  að
flestir  þeirra  voru í svefni í
klefum sínum,  þegar eldurinn
gaus upp, og hafði hann læst
sig  víða  um 0 skipið,  og  var
orðinn lítt viðráðanlegur þeg-
ar  menn  urðu hans varir, svo
að ekki var unnt að gera far-
þegum viðvart.
Þetta bar svo bráðan að, að
skipverjar gátu ekki komizt
inn í alla svefnklefa farrým-
anna, til þess að vekja far-
þegana, heldur hlupu háset-
arnir ef tir göngunum og brutu
rúðurnar í gluggunum eða
hurðunum til þess að vekja
farþegana.
Með skipinu voru 318 far-
þegar og 250 mana skipshöfn.
Þegar eldsins varð vart var
skipið um 20 mílur suður af
vitaskipinu Scotland.
Warms stýrimaður skipsins
hafði aðalstjórn þess á hendi,
því að skipstjórinn hafði rétt
áður andazt af hjartaslagi.
Eldurinn geysaði stafna
á milli á skammri
stundu.
Skipið stóð í björtu báli á
skammri stundu. Neyðarmierki
voru þegar send út, og ýms
skip hröðuðu sér undireins til
bjargar. Björgunarbátar og
strandvarnarbátar voru tafar-
laust sendir út frá ýmsum
höfnum á ströndinni, áleiðis
til hins brennandi skips.
Veðrið hefir verið vont í
dag, stórsjór á norðaustan og
rigning. Skyggni hefir því ver-
ið afarslæmt og hefir þetta
hamlað björgunarstarfinu. Það
var ekki hægt að koma út
björgunarbátum skipsins nema
upp í vindinn, af því að
stormurinn bar eldinn yfir
hléborð með neistaflugi,
reykjarsvælu og ofsahita, svo
að það varð engu björgunar-
starfi við komlð og ekki
hægt að athafna sig neitt.
Farþegar köstuðu sér í
sjóinn. — Hjón syntu í
6 klst. til lands.
Margir farþegar hentu sér
fyrir borð og í sjóinn, og vita
menn ekki enn um afdrif
þeirra allra. Þó er vitað um 2
þeirra, það eru hjón, sem
tókst að synda með björgunar-
beltum, sem þau höfðu náð í,
alla leið til strandar, og voru
á sundinu í 6 klst. 'En svo
voru þau þrekuð, þegar þau
komu á land, og þeim var
bjargað, að þeim var vart
hugað líf.
Skip þau, sem komu til að
hjálpa, úr ýmsum áttum, er
þau heyrðu neyðarmerki hins
brennandi skips, gátu bjargað
ýmsu af fólkinu, er það hrakt-
ist um í brimrótinu, eða beið
enn í báli skipsins, þar sem
hlé var helzt að fá. Segja þeir
og aðrir áhorfendur, að þá hafi
verið illlifandi í námunda við
skipið fyrir hitanuml og reykn-
um. Það hafi verið eins og í
logandi deiglu. Skipið var þá
alelda stafna á milli og ógn og
skelfing fólksins óskapleg, er
það hraktist milli báls og
brims.
ókumiugt um, hve marg-
ir komust lífs af.
Skipið Monarch of Bermuna
hafði, þegar síðast fréttist,
bjargað 65 mönnum, og sMpið
Luchenbach hafði bjargað 22.
Alls er nú talið vitað um 190
manns, sem bjargazt hafa á
ýmsan hátt, og vona menn að
ennþá fleiri hafi bjargast, þótt
ekki séu enn komnar fréttir
um1 það.
Ekki er kunnugt með fullri
vissu um upptök eldsins. Marg-
ir farþegar, sem hafa komist
af, segja, að eldingu hafi
lostið niður í skipið og kveikt
í því, en skipverjarnir, semj af
hafa komist, segjast álíta, að
eldurinn hafi komið upp í
straustofu skipsins.
Síðast þegar fréttir bárust
af þessu í kvöld, var ennþá
uppi eldur í skipinu, en þó tal-
ið líklegt, að upp úr þessu
mætti fara að draga flakið til
lands. Morrow Castle er 11500
smálesta skip.
Stýrimaðurinn, sem hafði
skipstjórnina með höndum og
tveir aðrir yfirmenn skipsins,
voru enn um borð fyrir
skömmu, en annars var skipið
mannlaust.
Hugsanafrelsi
London 8/9. FÚ.
í lok áttunda alþjóðafundar
heimspekinga var samþykkt
svohljóðandi tillaga: Fundur-
inn lýsir yfir trú sinni á frelsi
hugsunarinnar og á rétti allra
manna til að láta óhikað í
ljósi þær skoðanir sem! þeir
álíta réttar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4