Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Nżja dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Nżja dagblašiš

						NYJA DAGBIAÐIÐ

2. ár.

Reykjavík, miðvikudaginn 12.' sept. 1934.

215. blað.

Siglufjörðnr kaapir Goos-eignina

Kaupverðið er 180 þúsund krónur

Viötal við Þormóð Eyjóltsson bæjaríulltrúa

Siglufjarðarbær hefir þann

10. þ. m. fest kaup á öllum

eignum S. Goos á Siglufirði.

Eignirnar eru tvær síldar-

verksmiðjur í nothæfu standi

ásamt fimm bryggjum og til-

heyrandi söltunarpöllum, tvö

íbúðarhús, hús fyrir skrifstof-

ur og verkafólk og stórt verzl-

unarhus ásamt lóðarréttindum,

bæði þar á staðnumj og í svo-

nefndum Hvanneyrarkrók.

Kaupverðið er 180 þúsund

danskar krónur.

Seljandi eignarinnar er

Handelsbanken í Kaupmanna-

höfn.

Fasteignamat mannvirkjanna

er um 426 þús. kr. fyrir utan

allar vélar, en þær eru vitan-

lega mikils virði. Fasteigna-

mat lóðanna er um1 127 þús.

Goos-eignin liggur að hinni

nýju bæjarbryggju Siglufjarð-

ar og því á allra bezta stað í

bænum.

Báðar síldarverksmiðjurnav

hafa verið starfræktar í sum-

ar, önnur fyrir síldarvinnsln

(hefir brætt 1000—1100 mál á

sólarhring) en hin hefir verið

notuð til beinamjölsvinnslu. Er

sú verksmiðja nokkru minni.

Eignin hafði áður verið seld

Sigurði   Kristjánssyni  kaup-

manni og Snorra Stefánssyni

verksmiðjustjóra á Siglufirði,

þó með því skilyrði, að bæjar-

stjórnin hafnaði forkaupsrétti.

En þann 10. þ. m. samþykkti

bæjarstjórnin endanlega með 7

samhljóða atkvæðumi að nota

forkaupsréttinn. Ihaldsmenn-

irnir þrír sátu hjá við atkvæða-

greiðsluna, en höfðu allir beitt

sér á móti málinu.

Þormóður Eyjólfsson bæjar-

fulltrúi hefir dvalið hér í bæn-

um1 undanfarna daga til þess

m. a. fyrir hönd Siglufjarðar-

bæjar, að gera ýmsar ráðstaf-

anir, sem nauðsynlegar voru til

undirbúnings kaupunum. Hefir

hann m. a- útvegað bænum 50

þús. kr. lán til að inna af hendi

áskilda byrjunarútborgun af

kaupverðinu.

Nýja dagblaðið náði tali af

Þormóði Eyjólfssyni í gækveldi

og spurði um álit hans á kaup-

unum. Kvað ÞormÖður engan

vafa á því, að kaupin væru

mjög hagstæð frá bæjarins

sjónarmiði, og að þau væru

eitt hið allra þýðingarmesta

spor, seih stigið hafði verið í

þá átt að leggja grundvöll að

fjárhagslegri velmegun bæjar-

félagsins.

Sjúkrasamlag Reykjavíkur

25 ára í dag

I dag, 12. þ. m|., er einn

allra nýtasti og merkilegasti

félagsskapur ; landsins 25 ára.

Það er Sjúkrasamlag Reykja-

víkur. Árið 1909 var samlagið

stofnað. Þá ákváðu nokkrir

ménn hér í bænum að mýnda

félag til verndar heilsu sinni

og hag sínum. Aðalforgöngu-

maður stofnunarinnar var hr.

Jón Pálsson. Var hann kosinn

fyrsti formaður samlagsins, og

hefir jafnan verið það síðan.

Þáverandi lahdlæknir, hr.

Guðm. Björnson, lagði samlag-

inu mikið lið. Flutti hann er-

indi um málið á fyrsta fund-

inum, og hvatti menn til þess

að ganga í samlagið. Sama

skilning og stuðning veittu

félagsstofnuninni margir á-

gætismenn aðrir hér í bæ. Við

þessi tímamót eiga þessir

forgöngumenn og frumherjar

samlagsins skilið óskipt þakk-

læti.

Jón Pálsson,

formaður sjúkrasamlagsins í 25 ár.

Ekki virtist áhuginn sér-

staklega mikill hjá almenningi

í fyrstu. Á stofnfundinn komu

aðeins 14 manns. Virtist þar

sem víðar, að tortryggnin

vera of föst í eðli Islendings-

ins, og þeir ekki örir til sam-

starfs og félagslegrar sam-

Framh. á 2. síðu

Tveir íslenzkir

»strokumenn«

í Kaupmanndhöin

I danska blaðinu „Berlingske

Tidende" 26. f. mán. er eftir-

farandi grein:

„Þegar „Island" kom til

Kaupmannahafnar í gær, af-

henti skipstjórinn lögreglunni

tvo pilta, vegna þess, að þeir

höfðu komið með frá íslandi,

sem faldir farþegar. Þeir voru

alveg peningalausir, en við

burtförina höfðu þeir falið sig

í lestinni og haft brauð' með

sér í nesti til feWSarinnar.

Þegar skipið var komið út á

rúmsjó, var þeinr, fyrst veitt

eftirtekt. Hinuiri yngri, sem er

aðeins 16 ára gamall, var komið

fyrir á heimilslausra hæli, en

eldri pilturinn, hinn 19 ára

gamli, Magnús Gíslason, var

tekinn til yfirheyrslu í gær-

kveldi.

Hann skýrði svo frá, að

þá félaga hefði langað til

að sjá Kaupmannahöfn, og þeir

höfðu búizt við, að hægt væri

að fá nóga atvinnu í svo stórri

borg.

Fyrst um sinn fær Gíslason

að skoða sig um í fangelsinu,

en síðan verða þeir félagar

sendir aftur til Islands".

Nýja dagblaðið sneri sér til

lógregluvarðstofunnar í gær,

og fékk þar staðfestingu á því,

að þessi frásögn danska blaðs-

ins væri rétt.

Pilturinn, sem ekki er nafn-

greindur í greininni heitir

Gunnar Jóelsson, til heimilis á

Framnesvegi 10. Kom hann

hingað aftur með „Islandi", en

Magnús er ekki kominn enn.

Báðir eru þessir piltar vel

kunnugir lögreglunni hér.

11 riki berjast

gegn engisprettum

London kl. 17, 11./9. FÚ.

Fulltrúar frá 11 ríkjum eru

nú í þann veginn að koma sam-

an í London til þess að ræða

um það, hvernig ófriður verði

hafinn gegn engisprettum, og

hvernig viðleitni ýmsra aðila

til þess að útrýma þessari

plágu verði bezt samrýmd. Ein-

hver bezta aðferðin, sem enn

hefir verið notuð, er í því

fólgin að safna saman eggjum

engisprettunnar og brenna þau,

en eyða engisprettunum sjálf-

um með gasi, sem á þær er

veitt úr flugvélum.

Rétfarhöld i gæv

líf af skipsbrunanum

156 matms vanfar

London kl. 16, 11./9. FÚ.

Rannsókn hefir í dag farið

fram út af eldsvoðanum í

Morrow Castle, fyrir Federal

Grand Jury Bandaríkjanna.

Rannsókn þessi var fyrirskipuð

vegna þess, sem fram kom við

léttarhöldin í gær, nefnilega,

að um íkveikju hefði verið að

ræða. Að öðru leyti er hin

opinbera rannsókn málsins rek-

in af viðskiptamálaráðuneyt-

inu.

1 dag hefir verið mikill eldur

í skipsflakinu, og hefir bann

verið lagt við því, að koma þar

nálægt, vegna þess hver hætta

þykir á sprengingum, því nú er

talið að eldurinn muni brátt ná

til eldsneytisbirgða skipsins.

Rannsókn Federal Grand

Jury fer fram fyrir lokuðum

dyrum, og hafa allir þrír for-

ingjarnir, sem komu fyrir rétt

í gær verið kallaðir fyrir dóm-

stólinn í dag. Við rannsóknina

í dag bar vélstjóri það, að öll

slökkvitæki skipsins hefðu ver-

ið í fullkomhu lagi, og vatns-

þrýstingur nægilegur til

slökkvistarfsins, en eldurinn

hefði verið svo magnaður, að

hve mikil slökkvitæki, semí ver-

ið hefðu við hendina, myndu.

þau ekki hafa nægt til að

slökkva eldinn. Hann kvaðst

ekki hafa getað komízt inn í

vélarúmin eftir að eldurinn

liom upp. Hann hefði að vísu

verið á leiðinni þangað, en ekki

komizt leiðar sinnar vegna mik-

illar þyrpingar farþega, sem

ruddist fram, er. eldsins varð

Bússland

gengnr í

þjóðab&ndulagið

London kl. 21,15, 10./9. FÚ.

Frakkland, England og Italía

beita sér fyrir því, að Rússum

sé veitt upptaka í Þjóðabanda-

lagið. Talið er í Genf, að 2/3

meðlima     Þjóðabandalagsins

m uni greiða atkvæði með upp-

töku Rússlands.

London kl. 16, 11./9. FÚ.

Á fundi Þjóðabandalagsins í

dag var samþykkt að senda

stjórn Sóvét-Rússlands símleið-

is tilboð um það, að ganga í

Þjóðabandalagið. Símskeytið

var samið á fundinum í dag,

og er búizt við að það verði

sent á hverri stundu. Svo% er

talið, að ef Sovétstjórnin þiggi

boðið, sem mestar líkur eru

taldar til, þá muni Rússland að

sjálfsögðu strax taka þátt í

fundi Þjóðabandalagsins þetta

ár.

vart. Um sömu mundir hefði

skipstjóri einnig-skipað sér, að

taka fyrsta björgunarbátinn

að sér. Hann játaði að af þeim

32 mönnum, sem í þann björg-

unarbát komust, hefðu aðeins

tveir verið farþegar, en hann

gerði þannig grein fyrir því, að

íleiri farþegar hefðu ekki ver-

ið sjáanlegir þá. Þriðji vél-

stjóri bar fram samhljóða vitn.

isburð. En farþegarnir halda

því aftur á móti fram, hver

um annan þveran, að þeim

hafi ekki verið gert neitt við-

vart um eldinn, að það hefði

ekki verið gerð nein tilraun til

þess að koma þeim í batana,

og að björgunarstarfið hefði

ekki á neinn hátt verið skipu-

lagt.

Rannsókn hefir einnig farið

í'ram á Cuba í dag út af þessu

slysi, vegna orðróms um| það,

að cubanskir kommúnistar hafi

staðið að íkveikjunni. Komkn-

únistar í Havana komu saman

á fjölmennan útifund í dag, og

réðist þá á þá herlið, og voru

n>argir teknir fastir. En sú

ástæða er fram borin fyrir

þeirri árás, að kommúnistar

hafi ætlað að sýna sendiherra

Bandaríkjanna banatilræði.

Austurlandsbíll

í ReykjaYík

Hann er frá Kaupfélagi Hér-

aðsbúa á Reyðarfirði og kom

í fyrrakvðld

I fyrrakvöld kl. 6 kom hing-

að bíll alla leið frá Reyðarfirði

og er það fyrsti bíllinn, sem

farið hefir þá leið.

Bílstjóri var Magnús Stef-

ánsson á Reyðarfirði, en bíll-

inn er eign Kaupfélags Héraðs-

búa. Er það vörubíll, yfir-

byggður. Átta farþegar voru í

bílnum þessa leið.

Ferðin tók fjóra daga og má

segja, að hún hafi gengið von-

um' framar. Aðeins á einum

stað þurfti áð fá hjálp, yfir

Gilsá í Jökuldal. Hefir verið

byggð brú yfir ána í sumar, en

hún verður ekki opnuð til um-

ferðar fyr en nú um helgina.

örðugasti áfangi leiðarinnar

var yfir Möðrudalsfjallgarð, e\:

vegurinn reyndist þó ekki verri

en það, að farþegar þurftu

aldrei að stíga út úr bílnum á

þeirri leið.

Bíllinn fer aftur næstk. laug-

ardag og tekur farþega.

Unnið er nú að viðgerð á

Framh. á 4. sfðu

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4