Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Nżja dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Nżja dagblašiš

						NYJA DAGBIAÐIÐ
2. ár.
Reykjavík, þriðjudaginn 18. sept. 1934.
220. blað
að ríkið verja 50 þús. & til að
kaup gömul síldveiðiskip til
niðurrifs.
Þá er og gert ráð fyrir að
setja síldarverkunina undir
eftirlit og úthluta leyfum til
síldarverkunar. Er gert ráð
fyrir, að leyfin verði veitt með
því skilyrði, að hin smærri
fyrirtæki verði sameinuð.
Allur síldarútflutningur frá
Bretlandi á að vera í höndum
nefndarinnar.
Skipulagsnefndinni til að-
stoðar eiga að vera 8 undir-
nefndir í ýmsum lahdshlutum.
Þessi fyrirhugaða skipulags-
nefnd brezka síldarútvegsins
er hliðstæð afurðasölunefndum
landbúnaðarins (Agricultural
Marketing Boards), sem nú
eru starfandi í Bretlandi, og
eru taldar hafa gert brezka
landbúfiaðinum mikið gagn.
Milliþinganefnd í sjávarútvegsmáium
gerir tillögur um lögbundið skipulag
ú brezka síidarútveginum
Bretar skipuðu s. L vetur
milliþinganefnd í sjávarútvegs-
málum. Fyrsti hluti nefndar-
áhtsins er nú kominn út, dags.
15. ágúst s. 1. og er um sild-
veiðiua við Bretland.
Eftir þeim| upplýsingum,
sem nefndin hefir aflað sér,
hefir afkomu síldarútvegsins í
Bretlandi hrakað stórlega síð-
an fyrir heimsstyrjöldina.
Síldarútflutningur hefir minnk-
að umj 55% og innanlandsneyzl-
an um 45%. Síldveiðiskipum
hefir þó ekki fækkað að sama
skapi. Árið 1913 gengu til
veiða 1470 reknetaskip og öfl-
uðu samanlagt 11.763.000 cwts.
Árið 1933 voru reknetaskipin
1088, en aflinn ekki nema
4.688.000 cwts. En á rekneta-
skipinu fást um 80% af síldar-
aflanum. Þessi hlutfallslega
mikla rýrnun framleiðslunnar
samanborið við skipastólinn,
hefir í för með sér ákaflega há-
an reksturskostnað fyrir út-
gerðina í heild. Hafa því hlað-
ist á hana skuldir, og telur
nefndin að endurnýjun skipa
og útbúnaður veiðarfæra hafi
af þeim' orsökumj verið rækt
til stórtjóns fyrir útgerðina.
Ennfremur telur nefndin, að
verkun brezkrar síldar sé í
ólagi og sömuleiðis síldarverzl-
unin.
Aðaltillaga milliþinganefnd-
arinnar er að stofnuð verði sér_
stök skipulagsnefnd fyrir síld-
arútveginn. Nefndin á að hafa
aðsetur í Edinborg, með því að
mikill meirihluti síldveiðanna
er rekinn frá Skotlandi. Nefnd-
armenn séu allt að 8, þar af
þrír, sem sérstaklega séu full-
trúar ríMsstjórnarinnar, með
almbnna þekkingu á verzlun og
atvinnurekstri, en hinir nefhd-
armenn séu skipaðir úr hópi
síldarútgerðarmanna og síldar-
verkunarmanna og síldarkaup-
manna. Höfuðverkefni skipu-
lagsnefndarinnar eiga að vera
þau, að úthluta leyfum fyr-
ir skip til síldveiða, og setja
reglur uni ástand þeirra, út-
búnað o. s. frv.), setja tak-
markanir um veiðisvæði og
veiðitíma, ákveða möskvastærð
síldarnæta og setja nánari
reglur um veiðiaðferðir, ákveða
friðunartíma (í apríl og mjaí?)
og loks að veita fjárhagslegan
styrk til úl^erðarinnar, ef
þurfa þykir. M. a. er lagt til,
Verðlækkun á kjöti
Kjötverðlagsnefnd hefir á-
kveðið, að heildsöluverð á
kjöti hér í Reykjavík skuli
frá og með deginum í dag
lækka niður í kr. 1,25 pr. kg.
Aðal sláturtíðin er nú í þann
veginn að hefjast.
Fiskafll ogsfldveifiar
Samkv. skýrslu Fiskifélags-
ins var fisksalan orðin fráára-
mótum til 15. sept. 61.120
smal., reiknað í þurrum fiski.
Á sama tíma í fyrra var
íiskafhnn orðinn 66.892 smál.
Fiskifélagið hefir einnig gert
yfirlit um síldveiðarnar fram
til 15. sept. Hafa verið saltað-
ar í ár 214.686 tn. af síld og
686.726 hl. farið í bræðslu.
1 fyrra höfðu verið saltaðar
9. sept., en þá var lokaupp-
gjörið gert, 219,046 tn. og
751,225 hl. farið í bræðslu.
Rússar taka sæti í Þjóða-
bandalagsráðínu
á morgun
London 17/9. FÚ.
Á fundi Þjóðabandalagsráðs-
ins  í  dag  var inntaka Sovét-
Rússlands  i  Þjóðabandalagið
tekin  á  dagskrá  fyrir næsta
Stalin.
þing. Sætti það engum mót-
mælum. öll sambandsveldin
brezku höfðu undirritað tilboð
til Sovét-Rússlands nema frí-
ríkið Irland, og öll ríkin á
meginlandi Evrópu, nema
Belgía, Hollland, Portúgal,
Luxemburg og Sviss. Er nú
búist við, að fulltrúi Sovét-
Rússlands taki sæti sitt í
Þjóðabandalagsráðinu á mið-
vikudaginn kemur.
Rússneska blaðið Isvestia
ræðir í dag um tilboðið til
handa Rússlandi um' að ganga
í Þjóðabandalagið, og telur
það spnnur þess, hve afstaða
auðvaldslandanna hafi breyzt
gagnvart Rússólandi, og viður-
keningar- og friðarviðleitni
þess. Þakkar blaðið Frakklandi
fyrir að hafa átt upptök þessa
máls, og bætir síðan við:
„Sovétríkið þekkir alla veik-
leika Þjóðabandalagsins, og
að undanfarin ár hefir það,
ekki verið fært um að gera al-
varlegar ráðstafanir til trygg-
ingar friðinum. Sovétríkið sér,
að það eru þjóðir í bandalag-
inu, sem óska að rjúfa friðinn,
og telur það því skyldu sína,
að þiggja þetta tilboð um inn-
göhgu í Þjóðabandalagið, til
þess að stuðla að sigri friðar-
stefnunnar". Það ræðir í grein-
inni um viðskilnað Japana og
Þjóðverja við Þjóðabandalag-
ið, og segir í því sambandi, að
það hafi reynst þröskuldur,
sem ófriðarviljinn hefir dottið
um til þessa. Hinum lausu
sætum Þjóðabandalagsráðsins
var úthlutað í dag, samkvæmt
kosningu. Spánn og Tyrkland
hlutu fulltrúa, en umisókn
Kína um að mega endurskipa
fulltrúa ainn, var hafnað.
Keimaradeilan
Nýjn kennararnir
veröa settir i dag
Kennslumálaráðh. sagði blað-
inu í gær, að í dag yrði af-
greidd frá ráðuneytinu setning
nýrra kennara við Reykjavík-
urbarnaskólana í  vetur.
Eins og lesenduml þessa
blaðs er kunnugt, hefir það
vakið samhuga andúð kenn-
arastéttarinnar, að skólanefnd
mælti með nokkrum mönnum,
sem; ekki hafa kennararétt-
indi.
Blaðið hefir frétt, að bæði
fræðslumálastjóri og kennzlu*
málaráðherra hafi tekið kröf-
ur kennarastéttarinnar til
greina, enda væri annað ótrú-
legt.
Jafnframt hefir blaðið frétt,
eftir áreiðanlegum1 heimildum,
að þessir kennarar verði sett-
ir:
Valgerður Briemi,
Brynjólfur Þorláksson,
Anna Konráðsdóttir,
Skúli Þorsteinsson,
Stefán Jónsson,
Eiríkur Magnússon,
Marteinn Magnússon,
Guðrún Jóhannsdóttir.
Walpole
sekkur
Skipverjar bfargast
Togarinn Walpole frá Hafn-
arfirði strandaði aðfaranótt
sunnudagsins undan Gerpi,
sem er norðan Reyðarfjarðar.
, Skipið hafði verið þar á
veiðum, en var að hætta þeim
og ætlaði til Eskifjarðar, til
þess að taka þar bátafisk til
útflutnings.
Dimmviðri var og vissu
skipverjar ekki fyr en skipið
tók niðri. Var árekstur það
mikill, að stórt gat kom á
skipið og varð ekki við neitt
ráðið.
Skipið losnaði af skerinu
skammri stundu síðar og gátu
skipverjar með naumindum
komist í bátana, áður en það
sökk, en aðdýpi var þarna
mjög mikið. Liðu einar 20
mSn. frá því skipið strandaði
og þangað til það var sokkið.
Skipverjar náðu landi við
Karlsskála um birtingu um
morguninn, en þaðan voru þeir
fluttir á vélbáti tU Eskifjarð-
ar og koma þeir suður með
fyrstu ferð.
Skipstjóri á Walpole var Ár-
sæll Jóhannsson, frá Eyrar-
bakka.
Walpole var 20 ára gamall,
byggður í Englandi. Hann var
keyptur hingað 1920 og var nú
eign H.f. Akurgerði í Hafn-
arfiröi.
9Gustav Holmé
i Reykjvik
Viötal  við  Dr.
Lange Kooh
Á   sunnudagskvöldið  kom
Grænlandsleiðangursskipið
Gustav Holm hingað til Rvík-
ur. Hefir það verið við Græn-
land í sumar, meðan rannsókn-
ií hafa verið gerðar þar á
jarðlögum og jöklum. Hinn
þekkti . Grænlandsfari dr.
Lauge Koch var foringi far-
arinnar og voru með honum
margir sænskir og danskir
vísindamenn, þar á meðal
Backlund prófessor í jarðfræði
við háskólann í Uppsölum.
Tíðindamaður blaðsins náði í
gær tali af dr. Lauge Koch,
sem skýrði blaðinu frá eftir-
íarandi:
— Við fórum til Græniands
Framh. á 4. gíðu
Eiski  flugleiðang-
urinn snúinn aftur
London 16/9. Ftj.
Nú er hætt við Grænlands-
flug það, sem tveir flugbátar
úr enska flughernum lögðu
upp í, á fimmtudag. Bátarnir
komust til Færeyja og snúa
við þar. Er horfið frá fluginu
vegna ísa við Grænland.
Kosningarnar
i Astralíu
London 17/9. FÚ.
I   áströlsku  kosningunum,
sem  fram  fóru  á  laugardag,
töpuðu      stjórnarflokkarnir
þremur sætum1 hvor, og óháðu
flokkarnir báðum þeim, er þeir
höfðu. Verkamannaflolckurinn
vann 4 þessara sæta, og annar
flokkur, sem stendur nærri
verkamönnum, þrjú. . En í
hinu nýkjörna þingi verður
einu þingsæti færra, en í hinu.
fyrra.
Heimsmet í íþróttum
London 17/9. Ft.
í fimleika- og aflrauna-
keppni, sem fram fer í Tokio
milli japanskra og amerískra í-
þróttamanna, hafa nokkur ný
heimsmet verið sett. Japansk-
ur sundmaður setti í dag
heimsmet í 100 og 200 m.
bringusundi. Svam hann 100
m. á 1 mín. 13,8 sek., og 200
m. á 2 mín. 44 sek. Japani,
Oshima að nafni, setti nýtt
heimsmet í þrístökki, stökk
51 fet enskt og 11 þml., sem
er fjórum þuml. meira en
fyrra met, sem einnig var sett
af Japana.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4