Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Nżja dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Nżja dagblašiš

						NYJA DAGBIAÐIÐ
2. ár.
Reykjavik, fimmtudaginn 20. sept. 1934.
222. blað
Nýjustu fregnir
af óþurkasTæðinu
Víðast um Norðurland hefir snjóað niður í byggðir í
gœr, og á einstaka stöðum, t d. í Ólafsfirði, mátti heita
stórhríð. Sumstaðar varð að hætta við sundurdrátt í rétt-
um vegna óveðurs. Fyrstu göngur standa yfir í ýmsum af-
réttum, en í Eyjafirði og víðar hefir þeim verið frestað
um eina viku vegna þess, að hey voru úti.
Eins og blaðlesendum er
kunnugt hefir verið mjög
óþurkásamt í sumar á Norður-
og Austurlandi og horfir víða
til stórvandræða með heyfeng
til vetrarins. Munu lesendur
Nýja dagblaðsins vilja fylgjast
sem bezt méð þessum miklu
vandkvæðum landbúnaðarins
og fara hér á eftir nýjustu
fréttir frá nokkrumj stöðum á
óþurkasvæðinu.
KÓPASKERI, mánudag.
Einkaskeyti
tii Nýja dagblaðsins.
Þrjá daga í seinustu viku
voru góðir þurkar og náðist
þá inn megnið af þeim heyj-
um, sem voru úti. Heyfengur
er sumstaðar í meðallagi, en
víðast mjög lítill. Alstaðar eru
hey meira og minna skemmd.
Á mörgum bæjum er mikið
óslegið af engjum, því vatn
hefir legið á þeimj sökum rign-
inganna.
Slátrun byrjar hér á mið-
vikudag og verður slátrað
miklu fleira fé en venjulega.
VOPNAFIRÐI, mánudag.
Skeyti til útvarpsins.
Heyskap er hér að verða
ioKið. Þurkar voru síðustu daga
fyl/i viku og hirtu þá flestir
hey sín. Hey eru talsvert
minni en venjulega og stór-
skemmd vegna óþurka. Telja
rosknir menn á Norðaustur-
landi þetta þriðja óþurkasam-
asta sumarið, semi komið hafi
um' 56 ára bil, hin 1882 og
1903.
Grasvöxtur er einhver hinn
mesti er menn muna og sæmi-
leg uppskera úr görðum. Eng-
in frostnótt hefir komið síðan
í maímánuði og jörð er græn.
AKUREYRI, þriðjudag.
Einkaskeyti
til Nýja dagblaðsins.
Þrjá síðustu dagana í fyrri
viku var samfleytt góður þurk-
ur og náðu flestir saman öllu
því heyi, sem þeir áttu úti og
nokkrir hirtu. Síðan hefir ver-
ið þurklaust og í dag er rign-
ing. Hey' eru víða allmlkil að
vöxtum, en hrakin meira og
minna. Heyfyrningar voru
töluverðar  hjá  mörgum,  og
kem,ur það að góðum notum.
Óhjákvæmilegt er þó, að kaupa
mikinn fóðurbæti. Kaupfélag
Eyfirðinga hefir tryggt sér
150 tonn af síldarmjöli.
BLÖNDUÓSI, þriðjudag.
Skeyti til útvarpsins.
Heyskap er hér víðast hvar
um það bil að verða lokið. Mik-
ið var hirt af heyjum, umi síð-
ustu helgi, en dæmi eru til
þess, að ekki sé ennbúið að ná
inn nokkurri sátu af útheyi.
Grasspretta var óvenju mikil,
en nýting slæm vegna sífelldra
óþurka. Heyfengur er með
minna nióti að vöxtum og hey-
in stórskemmd. Búast má því
við allmiklum kaupum á fóður-
bæti.
Slátrun hefst í dag hjá
Kaupfélagi Húnvetninga og
hjá öðrum verzlunum á Blöndu-
ósi næstu daga.
EGILSSTÖÐUM, miðvikudag.
Einkaskeyti
til Nýja dagblaðsins.
Tiðarfarið hefir verið með
versta móti og muna elztu
menn ekki jafn óþurkasamt
sumar. Það sem náðst hefir af
heyjum' er svo hrakið, að ekki
þykir treystandi á það, nemá
með öðru fóðri. Vatnsflóð hafa
víða gert miklar skemmdir á
engjum' og sumstaðar tekið
hey. Flestir hreppar gera nú
ráðstafanir til fóðurbætis-
kaupa.
Bardagar enn
á Cuba
London 19/9. FÚ.
Á Cuba urðu allmiklar ó-
eirðir í nótt, og ýmlsar upp-
reisnarfregnir hafa valdið
mikilli æsingu í höfuðstaðnum.
I nótt sprungu 35 sprengjur í
ýmsum borgarhlutum! Havana,
en ollu litlu tjóni, og aðeins 2
menn særðust. Vopnaður vörð-
ur var settur upp á þak for-
setahallarinnar, og stóð þar í
alla nótt, tilbúinn ef á þyrfti
að halda, og hersveitir eru nú
á verði víðsvegar um borgina.
Machado, fyrverandi forseti
Cúba er nú í Sqnta Domingo,
og hafa yfirvöldin þar neitað
að framselja hann.
Milliþinganefnin
í launamálum
heflr engar tillögur gert
Alþ.bl. flutti í fyrradag
langa frásögn um „tillögur
milliþinganefndarinnar í launa-
málum" og sagði, að þær
myndu verða sendar ríkis-
stjórninni næstu daga.
Nýja dagbl. hefir haft tal af
formanni nefndarinnar, og seg-
ir hann, að þetta sé alveg til-
hæfulaust. Nefndin hafi enn
engar ályktanir gert og óvíst,
hvenær þær komi og hverjar
þær verði.
1 gær var syo mestur hluti
fregnanna tekinn aftur í Alþ.-
blaðinu.
En það væri æskilegt, að
Alþýðuflokkurinn gæti séð svo
um, að blöð, sem hann er tal-
inn útgefandi að, flyttu ekki
óstaðfestar hlaupafregnir um
undirbúning  þingmálanna.  .
Stúdentagarðurinn
37 stúdentar búa þar í
vetur.
Byggingu stúdentagarðsins
er um það bil að vera lokið og
verður hann tekinn til íbúðar
1. okt.
1 vetur búa þar 37 stúdent-
ar. Húsnæðiskosnaður á miann
verður 25 kr. á mánuði, og er
þar talið með Ijós, hiti, ræst-
ing og fleiri þægindi. I kjallara
hússins verður mötuneyti fyrir
stúdenta og geta borðað þar
miklu fleiri stúdentar en þeir,
sem búa í husinu.
Bryti verður Jónas Lárus-
son, en dyravörður. Kj'artan
Lárusson. „Garðprófastur" hef-
ir Gústav Pálsson verkfræð-
ingur verið ráðinn til eins árs.
öllum þessum' starfsmönnum
er ætluð íbúð í húsinu.
Uppkominn og fullgerður er
stúdentagarðurinn áætlaður að
kosta 250 þús. kr.
Fé til byggingarinnar hefir
verið fengið mestmegnis,N eða
200 þús. kr., með framlögum
sýslna, bæjarfélaga, einstakra
manna og fjársöfnunum, sem
stúdentar hafa gengizt fyrir.
Það sem til vantar, 50 þús. kr.
leggur ríkið frarn.
Lögreglan notar
kylfur og táragas
London 19/9. FÚ.
Aðalfréttirnar í sanibandi
við vefnaðariðnaðarverkfallið í
Bandaríkjunum koma í dag frá
Waterville í ríkinu Maine, þar
sem verkamenn söfnuðust
saman fyrir utan verksmiðju
eina og tóku að henda gteinum
„Esja" er orðin dýr
Yiðtal við Pálma Loftsson
Pálmi Loftsson framkvæmd-
arstjóri og frú komu með
Gullfossi frá útlöndum, þegar
hann kom hingað seinast.
Pálmi f ór utan eins og kunn-
ugt er, til að leita fyrir sér
um tilboð í nýja katla í Esju
og undirbúa' utanför hennar á
annan hátt.
Nýja   dagblaðið   átti   tal j
við Pálma í gær og spurðist |
fyrir um hvernig ferðin hafi
gengið.
— Ég held mér sé óhætt að
segja, að ferðin hafi gengið að
óskum, segir Pálmi. Ég hefi
samið við Burmeister & Wain i
Kaupmannahöfn um smíði á
kötlum fyrir 35 þús. kr. Er
þar í fólgin bæði vinna við að
taka burt gömlu katlana og
setja þá nýju niður.
Mörg tilboð bárust um smíði
á kötlunum, en að öllu saman-
lögðu var þetta langhagstæð-
ast.
Mér er óhætt að segja, að
til katlanna verður vandað,
bæði um efni og smiði og
stuðst við reynzlu, sem feng-
izt hefir við notkun gömlu
katlanna. Auk þess verður á
þeim helmlngi lengri ábyrgð,
en gömlu kötlunum.
—  Hvenær fer Esja át til
að sækja nýju katlana?
— Esja fer ekki héðan fyr
en seinast í nóvember. Smiði
katlanna tekur einar 15 vikur,
Þjóðabandalags-
fundur í gœr
London 19/9. FÚ.
Dr. Benesh, utanríkisráð-
herra Tékkó-Slóvakíu, stýrði
fundi Þjóðabandalagsins í dag.
Eina málið, sem verulega skifti
máli af þeim, sem rædd voru í
dag, var deilan mÍUi Boliviu og
Paraguay. Barthou, utanrík-
isráðherra Frakka, sagði á þá
leið, að Þjóðabandalagið hefði
beðið of lengi m'eð aðgerðir í
þessu máli, og ef Þjóðabanda-
lagið ætti að halda virðingu
sinni, yrði það að taka ákvarð-
anir um þetta mál þegar í stað,
og gera ráðstafanir til þess
að þeim ákvörðunum1 verði
hlýtt.
og öðru lauslegu inn um
gluggana. Lögreglan dreifði
verkamönnum m'eð kylfuhögg-
um og táragasi, og herlið var
einnig kvatt út. Er talið hugs-
anlegt, að borgin verði lýst í
hernaðarástand. 1 Belmont 4
Georgiu urðu einnig nokkrar
óeirðir.
Framh. i 4. gíðu
svo ekkert liggur á. Auk þess,
sem! settir verða í hana nýir
katlar, sem tekur þriggja vikna
tíma, fer fram á henni sjó-
tjónsviðgerð, svo hingað kem-
ur hún ekki aftur fyr en eftir
áramót.
Vátryggingarfélagið kostar
siglinguna  út  að  hálfu  leytj.
—  Hefir þurft að kosta
miklu til viðgerðar á gömlu
kötlunum?
—   Viðgerðarkostnaður á
gömlu kötlunum nemur samtals
um 120 þús. kr. Er það áreiðan.
lega yfír 100 þús. kr. umfram
þann viðgerðarkostnað, sem
hefði verið eðlilegur. Auk þess
hefir skiljanlega leitt af þessu
miklar tafir og aukna kola-
eyðslu.
Skipshfifn
Morrow Gastie
var bannad ad segja satt
London 19/9. FÚ.
Nefnd sú, sem rannsakar
brunann á Morrow Castle, hef-
ir í dag einkum leitast við að
rannsaka kæru, sem fram er
liomin um það, að skipshöfn
inni hafi verið hótað því, að
hún skyldi sett á svartan lista,
ef hún segði satt umi slysið.
Þessi kæra var lögð fyrir
nefndina af iðnfræðilegum
ráðunaut sjómannasambands-
ins, sem hefir lýst yfir því,
að hann muni leggja fyrir
nefndina sönnunargögn, er
rökstyðji að hér hafi verið um
hótanir að ræða.
Stúlkubarn deyr
af bílslysi
Kl. 10 í gærmorgun voru
nokkur börn að leika sér í
sandhrúgu framan við nýbygg-
ingu á horni Blómvallagötu og
Asvallagötu.
Bfllinn RE 79 var að flytja
efni til byggingarinar og
„bakkaði" hann út af vegin-
um;, upp að sandhrúgunni og
varð þá eitt barnið, sjö ára
gömul telpa, undir afturhjóh
bifreiðarinnar.
Hún var flutt á Landakots-
spitala, en var látin er þangað
kom, tæpum hálftímia eftir að
slysið varð.
Telpan hét HaUdóra, dóttir
Ottos Jörgensen símstjóra á
Siglufirði. Móðir hennar
dvaldi með börn sín hér í
bænum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4