Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Nżja dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Nżja dagblašiš

						KYJA DAGBIAÐIÐ
2. ár.
Reykjavík, föstudaginn 21. sept. 1934.
223. blað
Stórfelid breyting á fræðslulöggjöfinni
Samkvæmt tillögum kennaranefndarinnar á að sameina
hreppa í skólahverfi, leggja  farkennsluna niður, og færa
skólaskyldualdur niður í 7 ár.
Það á að fækka barnakennurum um 60 og lengja starfs-
tíma þeírra upp í 9 mánuði. - Þeir eru nú um 400.
Viðtal við Snorra Sigfússon
Samkvæmt   ósk   skólaráðs
barnaskólanna  skipaði  ríkis- !
stjórnin á síðastl. vori þriggja !
manna nefnd til að endurskoða |
fræðslulögin frá 1926. 1 nefnd- !
inni eru Snorri Sigfússon skóla- !
stjóri á Ákureyri  (formaður),
Sigurður   Thorlacius   skóla-
stjóri  í  Reykjavík  og  Pálmi
Jósefsson kennari í Reykjavík
—  og  varamaður  Björn  H.
Jónsson skólastjóri á ísafirði.
Nefndin lauk störfum í gær,
og ákvað að senda ráðuneyt-
inu tillögur sínar eftir helgina.
Nýja dagblaðið náði í gær-
kveldi tali af formanni nefnd-
arinnar, og spurði hann, hver
væru aðalatriðin í tiliögum
nefndarinnar.
— Tillögur nefndarinnar eru
aðallega þessar:
Skólaskyldualdur barna verði
færður niður í 7 ár. Þó má
veita undanþágu til 8 ára ald-
urs í einstökum fræðsluhverf-
um.
Starfstími     barnakennara
verði lengdur upp í 9 mánuði
á ári og þannig færður til
samræmis við það sem tíðkast
í öðrum löndum. Með þessu
móti áætlar nefndin, að fækka
megi barnakennurunumt í land-
inu um 60 a. m!. k. og jafn-
framt bæta kjör þeirra nokk-
uð, þar sem þeir þá leysa
meira starf af hendi en nú.
Núverandi skipting landsins
í fræðsluhéröð eftir hreppum
falli niður.-      N
Frædsluhéröö og skóla-
hverfl
Hver sýsla eða kaupstaður
sé eitt fræðsluhérað. í hverju
fræðsluhéraði sé fræðsluráð,
sem fer með fjármál fræðslu-
héraðsins og veitir viðtöku frá
hreppunUm því fé, sem þeim
samkvæmt nánari reglum ber
að leggja fram1 til skólahalds-
ins.
Hvert fræðsluhérað skiptist
í skólahverfi. 1 hverju skóla-
hverfi sé skólanefnd. Stærð
skólahverfanna sé ekki bundin
við hreppa. Ætlazt er til, að
þau séu yfirleitt stærri en
hrepparnir, þannig, að hrepp-
arnir   sameinist   um   þann
kostfiað, sem skólabyggingar
og. kennsla hefir í för með sér.
Öll farkennsla í landinu sé
lögð niður, svo fljótt sem unnt
er. 1 stað farkennslunnar komi
heimavistarskólar í sveitum
eða heimangönguskólar, þar
sem nægilegt þéttbýli er.
Hvar á að byggja
skólana?
Öllu landinu sé skipt í sex
eftirlitssvæði. Á hverju svæði
sé eftirlitsmaður, sem hafi
yfirumsjón með alhi barna-
fræðslu á eftirlitssvæðinu.
Nefndin gerir ráð fyrir, að á
næstu árum verði allt landið
skipulagt með tilliti til skipt-
ingar í skólahverfi og bygg-
ingar heimavistar og heiman-
gönguskóla. Með því móti á að
koma í veg fyrir, að meira
verði lagt í kostnað við skóla-
byggingar en óhjákvæmilegt
er, svo að kostnaðurinn verði
sem minnstur.
Gert er ráð fyrir, að kostn-
aðurinn bæði við skólabygg-
ingar og kennslu, skiptist á
milli ríkis og hreppa í sömu
hlutföllum og nú gilda.
8% ólæs
Það sem nefndin hefir sér-
staklega haft fyrir augum,
segir Snorri Sigfússon, er að
marka höfuðdrættina í
fræðsluskipulagi framtíðar-
innar.
Von nefndarinnar er fyrst
og fremst sú, að með þessu
verði undirstaða fræðshmnar
betur tryggð en nú. Ég skal
í þessu sambandi nefna lestr-
arkennsluna, sem dæmi. Árið
1930 kom það í ljós við ítar-
legt landspróf, að 8% af börn-
um, sem það ár luku fullnað-
arprófi, voru lítt læs og að
40% af 9 ára börnum, voru
langt undir því lágmarki um
lestrarkunnáttu, semi núgild-
andi fræðslulög gera ráð fyrir.
Sparnaðnrinn
Annar höfuðárangur breyt-
ingarinnar væri sá, segir
Snorri Sigfússon, að hægt
yrði  að fækka kennurum og
Snorri Sigfússon.
verja minna fé til skólabygg-
inga jafnframt því, að barna-
fræðslan þó yrði gerð miklu
tryggari en nú.
1 þessu sambandi hefir það
meginþýðingu, að nám yngstu
barnanna sé fært yfir á
haustið og vorið og gert með
því notadrýgra og hollara.
Kennslumálaráðherra gerir
ráð fyrir, að frumvarpið verði
lagt fyrir menntamálanefndir
á þinginu í haust, og þá senni-
legt að þær flytji það í þing-
inu.
Maður vard úti
í HúnaYatnssýslu
í fyrrinótt
Með birtingu í fyrramorgm\
fóru þeir Guðmundur Magnús-
son bóndi í Koti í Vatnsdal
og Ingvar Steingrímsson, 12
ára gamall drengur, með
stóðrekstur úr Auðkúlurétt og
ætluðu vestur í Vatnsdal, yfir
framanvert Vatnsdalsfjall. —
Bleytuhríð var og norðan stór-
viðri,, en frosthríð á fjöllum.
Þegar á fjallið kom viltust
þeir og héldu áfram allan
daginn, án þess að vita með
vissu hvert þeir fóru. Um
kvöldið komu þeir að á og
varð Guðmundur að leggjast
þar fyrir, að menn ætla vegna
kulda. Bað hann drenginn að
vera hjá sér. Töluðust þeir við
öðru hvoru um! nóttina. Um
birtingu hætti að heyrast til
Framih. a 4. síðu.
ilir lasiif í siiji á
Líkur til að fé hafi fennt
Bryggja brotnaði á Hiisavík
I fyrradag var á Húsavík
norðaustan stormur, mieð mikl-
um sjógangi, en snjókoma til
fjalla. Nokkrir bátar löskuð-
ust vegna samsláttar á höfn-
inni, og bryggja Guðjohnsens
verzlunarinnar brotnaði og ó-
nýttist. Stendur bryggjuhaus-
inn einn eftir.
Tveir fólksbílar frá Bifreiða-
stöð Akureyrar lögðu upp á
Reykjaheiði í fyrradag, með 8
farþega. Þeir komust austur-
fyrir Grjótháls, en þar urðu
í'arþegar að yfirgefa bílana
\egna snjókomu, og komust
aftur til Húsavíkur seint í
fyrrakvöld, þrekaðir og blaut-
ir.
Þriðji bílhnn fór frá Fjöllum
í Kelduhverfi kl. 4 í fyrradag
Fjárhagsvandræði enn
Bæjarstjórnarfundur     var
haldinn í gær og hófst kl. 5
í Kaupþingssalnum.  -
Fyrstu máhn á dagskránni
voru fundargerðir frá nefnd-
um og bæjarráði. Urðu nokkr-
ar umræður um fundargerð
skólanefndar.
Kosning fór fram á einum
manni í skólanefnd Gagnfræða-
skóla Reykjavíkur, í stað Gust-
afs A. Sveinssonar, sem beðist
hafði lausnar. Kosinn var
Guðni Jónsson magister.
Atvinnubótavinnan.  .
Sjötti hðurinn á dagskránni
hét framlög til atvinnubóta.
Var það tilkynning frá
borgarstjóra, þess efnis, að
bærinn væri það fjárhagslega
illa stæður, að fengist ekki
framlag frá ríkinu umframi
íjárhagsáætlun eða ábyrgð á
láni, þá væri ekki hægt að
halda áfram eins mikiUi at-
vinnubótavinnu og fyrirhuguð
hefir verið.
Er þetta ömurleg játning
frá forráðamanni þess flokks,
sem gumað hefir af, að Rvík
væri betur stjórnað, en flest-
um bæjarfélögum öðrum- á
Norðurlöndum.
! Nokkrar umræður urðu um
þessa yfirlýsingu borgarstjóra,
og sérstaklega var það harð-
lega vítt, að bærinn hefði
notað atvinnubótafé til ýmsra
óhjákvæmilegra framkvæm|da
bæjarins, og þéss vegna ekki
orðið til verulegrar atvinnu-
Framh. á 4. síðu.
og ætlaði til Húsavíkur. í
]>eim bíl voru auk bílstjóra,
Páll Stefánsson frá Þverá og
Steingrímur Jónsson fyrver-
andi bæjarfógeti á Akureyri.
Þeir komust loks inn að Hösk-
uldsvatni, og urðu þar að láta
fyrirberast yfir nóttina, sök-
um! snjóa og náttmyrkurs.
Þeir komu svo gangandi til
Húsavíkur kl. hálf ellefu í
gærmorgun.
Fjórði bíllinn var sendur til
að leita þeirra, í fyrrakvöld,
en fann þá ekki og festist í
ófærðinni. Þessir bílar sitja nú
í fönn á Reykjaheiði, og er
talinn um metersdjúpur snjór
á heiðinni.
Hætt er við að fé hafi fennt,
því að göngur áttu ekki að
byrja fyr en.í fyrradag. F.U.
samkvæmt símfregn frá Húsa-
vík.
I gær var bjartviðri um
Norðurland, en kalt.
Mentaskolinn
settur i gær kl. I
Pálmi Hannesson  rckior.
Menntaskólinn var settur kl.
1 í gær. Er það 10 dögum fyr
en vant er. Er áformað að
breyta skólatímanum framveg-
is, þannig, að kennsla hef jist
fyr að haustinu en áður og
hætti fyr að vorinu. En venjan
hefir verið sú, að setja skól-
ann 1. október og slíta honum
30. júní.
Frá sjónarmiði nemenda er
breytingin talin til bóta með
tilliti til atvinnu þeirra að
sumrinu.
1 skólasetningarræðu sinni
talaði Pálmi Hannesson rektor
um nokkur nýmæli viðkom-
andi skólanum.
Framh. á 4. síðu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4