Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Nżja dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Nżja dagblašiš

						NYJA DAGBIAÐIÐ

2. ár.

Reykjavík, sunnudaginn 23. sept. 1934.

225. blað

Verkfallinu í Bandaríkjunum

iauk  í gærkvöldi

Kröfuganga úr verkfallinu mikla í Bandaríkjunum.

Ástandið var orðið ægilegt.   Fjöldi manna bjóst við borg-

arastyrjöld, og herlið ríkisins stóð viðbúið. En í gærkveldi

tókst Roosevelt að koma á sáttum. Vinna hefst á morgun

London kl. 17,00 22/9. FÚ.

1 Bandaríkjunum hafa all-

miklar vonir vakizt hjá mönn-

um um lausn í verkfallsdeil-

unum, vegna áskorunar þeirr-

ar, er Roosevelt forseti sendi

báðum málsaðilum' þar að lút-

andi í gærkvöldi. Forseti sam-

bands iðjurekenda í silkiiðn-

aði hefir lýst yfir því, að í

þeirri grein væru iðjurekendur

fúsir til þess að verða við

óskum forsetans, um að taka

aftur verkamennina, án ' tillits

til afstöðu þeirra í verkfall-

inu. Forsetar baðmullar- og

ullariðjurekenda hafa enn ekk-

ert látið frá sér heyra, en það

er búist við, að félög þeirra

taki ákvörðun um þetta á

fundi, sem haldinn verður í

Washington í kvöld.

London kl. 20,00 22/9. FÚ.

VERKFALLINU 1 BANDA-

RlKJUNUM ER LOKE).

Leiðtogar verklýðsfélaganna

hafa boðið að verkfallinu skyldi

hætt og verkam'enn taka til

vinnu sinnar aftur á niánu-

dag. 1 opinberri tilkynningu

segir Gorman, leiðtogi verk-

fallsnefndarinnar, á þessa leið:

„Vér, höfum sigrað í öllu því

er máli skiftir og unnt var að

koma fram með verkfalli. Vér

höfum rifið í tætlur allt hið

rangláta N. R. A. fyrirkomu-

MálYerkasJning Jóns Engilberts

Hinn efnilegi listmalari, Jón

Engilberts, heldur þessa dag-

ana sýningu í Oddfellowhúsinu

uppi.

Myndir hans eru frísklegar

og djarflegar og einnig ein-

kenndar af fallegri litasamstill-

ingu. Jón er auðsjáanlega orð-

inn mikill „koloristi". Til þess

að finna orðum mínum stað

skal ég nefna t. d. mynd nr.

11 ..Vetur í Höfn". Eins og

nafnið bendir til er myndin frá

Höfn að vetrarlagi. Lengst í

baksýn sést yfir þvera mynd-

ina hluti af hverfi einu við

höfnina. Nær kemur svo hafn-

arbakki og liggur eitt skip við

hann.   Og   fremst  sjáum  við

lag, og lyft fargi af herðum

allra verkamanna, jafnframt

því, sem vér höfum losað

sjálfa oss undan okinu".

Verkfallið stóð í 3 vikur. 15

manns voru drepnir, og yfir

200 særðir í óeirðum þeim er

urðu í sambandi við það. 15

hersveitir voru kallaðar á vett-

vang í sambandi við verkfall-

ið.

nokkrar persónur. — Það er

auðséð, að þarna hefir kunn-

áttumaður verið að verki. —

Við tökum sérstaklega eftir á

framsviði myndarinnar drengn-

um með ljósa hárið og konunni

í bláa búningnum og sömu-

leiðis eftir litunum á búning-

um; þeirra annara persóna, er

þarna sjást. Þegar málarinn í

veruleikanum sá þessar per-

sónur hefir litagleði hans

sjálfsagt verið vakin af búnaði

þeirra. Og með því að hafa

brúnan Ut í baksýn myndar-

innar og gráan lit á hafnar-

bakkanum hefir hann, sjálf-

sagt vitandi vits, lagt meirí

áherzlu á persónurnar á fram-

sviði myndarinnar og látið okk-

ur sjá með sér það, sem aðal-

lega vakti athygli hans á þeim.

— Við skulum svo ekki að

sinni halda lengra inn í iaun-

helgar nútímamálaralistar. —

En þó get ég ekki stillt mig

um1 að nefna eina mýnd í við-

bót, nr. 28, Þingvallavatn. Þar

haldast nálægð og fjarlægð,

ljós og skuggi í hendur tíl að

Framh. á 4. síðu.

Aðalsláturtíð er byrjuð

Kjötverðið lækkar á morgnn

Aðalhaustslátrunin hjá Slát-

urfélagi Suðurlands byrjaði

á fimmtudaginn var.

Blaðið átti í gær tal við

Helga Bergs, forstjóra fé-

lagsins Og spurðist fyrir um,

hvað mörgu fé myndi verða

slátrað hjá félaginu í haust.

— Haustslátrunin nú, segir

Helgi, verður mun minni en í

fyrra og eftir því, sem áætlað

hefir verið, Ve- minni en þá.

Ástæðan til þess liggur í

því, að vanhöld voru á ung-

lömbum í vor og heyfengur

manna hér sunnanlands yfir-

leitt góður.

Hér í Reykjavík verður slátr-

að 12—1400 fjár á dag meðan

aðalslátrunin stendur yfir. Fé-

lagið tekur einnig fé til slátr-

unar á Akranesi og í Hafnar-

firði.

í fyrra var slátrað á vegum

Sláturfélagsins á þessum stöð-

um um 50 þús. f jár og er sum-

arslátrunin  þá talin með,

Dilkar hér sunnanlands

munu yfirleitt vænni en í

fyrra.

Norðanlands mun slátrun nú

víðast byrjuð eða um það

leyti að byrja.

Eftir þeim fréttum, sem

blaðið hefir haft mun verða

slátrað þar yfirleitt fleira fé

en á síðastliðnu hausti og má

rekja það til hinna miklu 6-

þurka, sem voru þar í sumar.

Á morgun lækkar kjötverð-

iS. Sbr. augl. verðlagsnefndar

hér í blaðinu í dag.

Hljómleikar

Arnolds  Föídesy  i gœrkveldi.

Það hefir verið haft á orði

hvað þeir væru ótrúlega marg-

ir „heimsfrægir" listamenn-

irnir, sem hér hafa komið. Og

sú heimsfrægð hefir líka oft

œátt vera innan gæsalappa, —

og komist þar vel fyrir. —

En samt er það nú svo, að hér

er heimsfrægur Maður á ferð-

inni, — þar sem er cello-snill-

ingurinn Arnold Földesy, —

og það án allra gæsalappa. —

Maður, sem náð hefir dásaml-

legu valdi yfir hinu dásamleg-

asta hijóðfæri sem til er. Mað-

ur, sem undanfarin tuttugu

ár hefir heillað þúsundir á-

.heyrenda með leik sínum, og

einn hinna fáu, seml allir eru

sammála um, að sé sannkall-

aður listamaður. — Hr. Föl-

desy hefir haldið hér tvo

hljómleika og þann síðari í

gærkvöldi í Gamla Bíó. — En

sorglegt er að sjá — eins og í

gær — hálftómt hús á svona

hljómleikum, þegar maður

hugsar til þess, að hér hafa

allskonar loddarar og harnion-

iku-„virtuosar" troðfyllt hús

kvöld eftir kvöld. Og hvað

veldur slíku fyrirbrigði? Eru

Reykvíkingar á því þroskastigi

að þeir fái ekki notið góðrar

listar? Eða er það þetta gamla

íslenzka sinnuleysi, þar sem

þarf básúnur og herlúðra til

að rífa upp hlustirnar?

Það er stórviðburður að

hlusta á leik hr. Földesy —

slíkur, sem heimaalningum

veitist sjaldan á æfinni.

Es.

Ægilegt

námuslys

London kl. 16 22/9. FÚ.

Ógurlegt námuslys hefir ,

orðið í nágrenni við Wrexham

í norður Wales. Snemma í

morgun varð sprenging í nám-

unni, og kom þegar upp eldur

á eftir sprengingunni. Af þeim

400 mönnum', sem í námunni

voru, tókst að koma 200

heilu og höldnu upp á yfirborð

jarðar, en útlitið er talið afar-

alvarlegt fyrir þá, sem eftir

eru. Litlu eftir að björgunar-

starfið byrjaði, var komið m'eð

6 lík upp úr namunni. Yfir 100

manns eru króaðir af eldi í

námugöngum einum, um mílu

vegar enska frá námuopinu.

Hver einasti maður í nágrenn-

inu, sem vettlingi getur valdið,

hefir tekið þátt í björgunar-

starfinu, frá því er það hófst,

og allt hugsanlegt hefir verið

gert, til þess að koma hinum

innilokuðu mÖnnum til hjálp-

ar. Þrír af þeim, sem þátt

hafa teMð í björguninni, eru

þegar dánir. Eldurinn geysar

niðri í námunni í göngum sem

eru yfir 1000 ensk fet á lengd.

Umskipun milli flugvéla I lofti

4 menn bíða bana

London kl. 17 22/9. FÚ.

Sir Alan Kobham lagði af

stað í dag frá Englandi í lang-

flug til Indlands við annan

mann. Hefir hann í hyggju, að

taka viðbótar eldsneyti í lofti,

Framh. á 4. gíðu.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4