Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Nżja dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Nżja dagblašiš

						NYJA DAGBIAÐIÐ

2. ár.

-   *  ¦.-

1

Reykjavík, þriöjudaginn 25. sept. 1934.

226. blað

Þeir ætla að láía byggja nýbýli á friðuðu landi þrátt fyrir

mótmæli umsjónarmannsins á Þingvöllum, hreppstjóra og odd-

vita sveitarinnar og  gegn atkvæði  þriðja nefndarmannsíns.

Nýja dagblaðið hafði heyrt,

að Þingvallanefndin hefði leyft

bóndanum í Skógarkoti að

flytja bæ sinn niður að Vellan-

kötlu.

Skógarkot er í hinu friðaða

Þingvallalandi, en bóndanum

þar er óheimil fjárbeit innan

hins friðaða lands. Hafa hon-

um' verið greiddar um 9000 kr.

sem skaðabætur fyrir það, að

verða af þeim' hlunnindum.

Nýlega sótti hann um' leyfi

til Þingvallanefndar, að miega

flytja bæ sinn niður að Vellan-

kötíu og stofna þar nýtt býli.

En stofnun nýbýlis þar mundi

þýða stórkostlega eyðingu á

skógi, og er slíkt vitanlega í

fyllstu andstöðu við anda frið-

unarinnar.

Til þess að fá staðfestingu á

því, hvort það myndi 'rétt að

Þingvallanefnd hefði þannig

brotið Þingvallafriðunina, spurð

ist Nýja dagblaðið fyrir uid

það hjá ritara nefndarinnar,

Magnúsi Guðmundssyni, fyrv.

ráðherra, hvort þetta væri

rétt.

Magnús sagði, að meirihluti

nefndarinnar hefði leyft að

byggt yrði nýtt býli við Vellan-

kötlu.

Aðrir nefndarmenn eruj Jón-

as Jónsson og Jakob Möller.

Fékk blaðið þær upplýsingar

hjá Jónasi Jónssyni, að hann

hefði lagt ákveðið gegn þessari

ráðstöfun, og þegar útséð var

að Jakob og Magnús ætluðu að

beita meirahlutavaldi, óskaði

hann eftirfarandi bókunar:

„Út af beiðni Jóhanns Krist-

jánssonar í Skógarkoti um að

flytja bæ sinn niður að Vellan-

kötlu, vil ég taka þetta fram:

Ég er algerlega mótfallinn,

að byggt verði á þessumj stað,

vegna f riðunarinnar. Liggja fyr

ir mótmæli umsjónarmannsins

á Þingvöllum, oddvita og hrepp

stjóra sveitarinnar og frá bónd

anum í Hrauntúni. Jón Bald-

vinsson, formaður Alþýðu-

flokksins, hefir leyft mér að

geta þess, að hann sé algerlega

mótfallinn þessari ráðabreytni

og má því búast við, að m'eiri

hluti núverandi þings sé and-

vígur því, að þetta leyfi sé

veitt. En þar af leiðir, að það

er ábyrgðarhluti fyrir mleira-

hluta nafndarinnar að taka á-

kvörðun, sem er andstæð vilja

meirahluta Alþingis.

Ég álít að komið geti til mála

að bygging á þessum stað sé

að öðru leyti í ósamræmi við

landslög og áskil mér rétt til

að láta fara frarri athugun á

því efni".

öll þessi mjótmæli, sem hér

eru tilgreind, eru byggð á því,

að eyðing skógarins, sem' af

þessu myndi hljótast, séu brot

á friðunarlögunum'.

Það eru mennirnir, sem bezt'

þekkja til friðunarinnar og fyr.

ir hana hafa unnið, sem gefa

slíkar yfirlýsingar.

Tvímælalaust er þessi ráð-

stöfun í ósamræmi við vilja

meirahluta Alþingis. Það eru

fulltrúar minnihlutaflokks, sem

í umboði Alþingis ætla að spilla

Þingvallafriðuninni.

Verndun sögufrægasta og

náttúrufegursta staðar lands-

ins er menningarmál, sem ekki

má sýna tómlæti. Það verður

að fyrirbyggja, að misyndis-

menn, sem trúað hefir verið

fyrir þessu máli, verði því ekki

að tjóni.

Fellibylurinn

f Japan varð yfir 2000 mönn-

um að bana. - 258 horfnir.

Iiondou kl. 17, 24./0. FÚ.

Innanríkisráðuneytið jap-

anska hefir gefið út skýrslu

um! manndauða og slysfarir af

völdum fellibylsins á föstu-

dagsmorguninn. 2064 hafa far-

izt, 258 eru horfnir, yfir 13

þús. hafa særst og orðið fyrir

meiðsluim. Það er hér um1 bil

víst, að slysfarir hafa orðið

meiri en þetta, þar sem' rústir

eru víða ókannaðar ennþá.

Skip, sem voru á sjó á

óveðursvæðinu, komust mörg í

hann afar krappan, og enn er

ekki vitað með neinni vissu,

hve mikið tjón hefir orðið á

sjó.

Flugferð  misheppnast

London kl. 19,40, 22./9. FÚ.

Sir Alan Cabham, sem í gær-

dag lagði af stað í langflug til

Indlands ásamt Hellmore liðs-

foringja, hefir þurft að hætta

við  flugið.

10 miljónir fyrv. hermanna

tnótmœla ófríði. - Þeir telja það skyidu

• sína við látna félaga

Loudon kl. 16, 2Í./9. FÚ.

I dag hófst í London sam-

bandsþing fyrverandi her-

manna í löndum' þeim, sem:

saman börðust á hlið Breta og

Frakka í . ófriðnum mikla

Mættu þarna fulltrúar fyrir 10

irilj. fyrv. hermanna úr 10

löndum, sem öll stóðu saman

í ófriðnum.

Forseti þingsins er Kadara,

sendiherra Rúmena í Varsjá.

I  fundarsetningarræðu  sinni

sagði hann, að þetta her-

mannasamband hafnaði ófriði

seiri réttmætri aðferð til þess

að gera út um deilumál milli

ríkja og fordæmdi árásarand-

ann. Minningin um dána félaga

legði þeimi þá heilögu skyldu á

herðar að skipuleggja friðar-

starfið og varðveita friðinn.

Ennf rem'ur sagði Dr. Kadara,

að á þessu ári hefði verið leit-

að samvinnu í þessu efni við

fyrv. hermenn fjandmanna-

þjóðanna.

264 námamenn hafa farist

jörgunartílraununum hætt

London kl. 16,50 23./0. FÚ.

í alla nótt og fram' eftir deg-

inum í dag var haldið áfram

björgunartilraunum við nám-

una í Wrexham. En síðdegis í

dag tilkynnti námumálaráð-

herra, að aðaleftirlitsmaður

náma hefði tjáð sér, að með

tilliti til hinnar miklu og vax-

andi áhættu við björgunar-

starfið, og vegna þess að gera

mætti ráð fyrir því sem vísu,

að allir væru dánir sem| niðri í

námunni væri, og því engin

von um að geta bjargað manns-

lífum héðan af, þá hefði yfir-

stjórn námanna og verkamWnna

komið sér samán uim, að hætta

við björgunartilraunirnar úr

því sem nú væri komíð. Menn

óttast að ennþá fleiri ménn hafi

farizt en gert var ráð fyrir í

gær.

London kl. 16, 24./9. FÚ.

Tala þeirra, sem' farizt hafa

í námunni við Wrexham, er nú

talin 264. En það varð spreng-

ing í námunni snemm'a á laug-

ardag og síðan brauzt þar út

ægilegur eldur. Námuopið var

innsiglað í dag af yfirvöldun-

um'. Eftir að líkskoðun hafði

farið á líkum þeim, sem náðust

upp úr námunni var rannsókn

þessa máls frestað.

Yfirborgarstjóri Lundúna-

borgar hefir hafizt handa um!

fjársöfnun til styrktar skyldu-

liðs þeirra, sem farizt hafa.

Voru konungur Englands og

drottning hin fyrstu, sem fé

lögðu í þann sjóð.

Konungurinn hefir einnig

sent Japanskeisara samúðar-

skeyti í tilefni af hinu ógur-

lega eignatjóni og manntjóni,

sem ofviðrið á föstudaginn var

olli í Japan.

Kona stýrir áætlunarflugvél

Amy Johnsen, .hin fræga,

enska flugkona, sem| gat sér

m. a. svo mikinn hróður með

flugi sínu til ÁstraKu fyrir fá-

um! árum síðan, er nú ráðin

til að stýra áætlunarvél, sem

heldur uppi ferðum milli Lond-

on og París. Hún hafði kvart-

að undan því, að fá ekki —

þrátt fyrir flugafrek sín —

neina fasta atvinnu í þessari

starfsgrein.

Þetta varð til þess, að Hil-

manns Airwaysfélagið bauð

henni starf sem flugmanni á

umgetinni loftleið. Amy John-

son þáði boðið og er byrjuð

flug sitt fyrir skömmu. Hún

er gift frægum Atlantshafs-

flugmanni, Jim Mollison.

Það er m!jög sjaldgæft enn,

að konur annist áætlunarflug-

ferðir.

Eiga  giftir menn

að hafa 2 atkvæfii

London kl. 17, 24./B. FÚ.

Franskt blað flytur í dag

grein um nýjar uppástungur

viðvíkjandi framkvæmd kosn-

inga. Leggur blaðið til, að gift-

ir menn skuli hafa 2 atkv. til

móts við ógifta, og eitt atkv.

að auki fyrir hvert barn, sem

þeir eiga. Röksemdaleiðsla er

sú, að giftir menn hafi meiri

ábyrgðartilfinningu en ógiftir,

sem oft, hafi tilhneigingul til

allskonar byltingarstarfsemi.

Mundi það því gefa m'eiri kjöl-

festu í stjórnmálin, að réttur

giftra manna yrði aukinn.

Kvartanir foreldra

f Skildinganesi

Allmargir foreldrar í Skild-

inganesi hafa sent áskorun til

skólanefndar, um betra hús-

næði til skólahalds, en verið

hefir þar undanfarið.

í áskoruninni segir m. a.:

„Foreldrum er það kunn-

-ugt, að skólanefnd átti þess

kost, að fá margfalt betra hús-

næði til skólahalds n. k .vet-

ur, en áður hefir verið og það

fyrir ekki hærri leigu, en verið

hefir. En þar sem kunnugt er,

að fyrv. skólanefnd hafnaði

þessum kostulm! — án fram-

bærilegra ástæðna að okkar

hyggju — skorum við hérmeð

á núverandi skólanefnd, að fá

hið áður umbeðna húsnæði til

skólahalds á n. k. vetri. En sé

þess ekki kostur, krefjumst við

hins, að þrifnaður og aðbúnað-

ur í hinum gömlu húsakynn-

um sé bætturfrá því, sem ver-

ið hefir. En þar mun t. d. hafa

yerið — sökum rúmleysis —

geymd inni á salerni mjólk og

lýsi, er börnin áttu að neyta, á-

samt kolum til geymslu.

Leik svæði er ekkert á öðr-

umi þeim stað, sem kennt hefir

verið, nema forareðja ein,

drykkjarvatn ekkert, nema inni

í eldhúsi íbúðarinnar og híbýl-

in á öðrum staðnum nrjög illa

hirt".

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4