Nýja dagblaðið - 13.06.1935, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 13.06.1935, Blaðsíða 1
Ofriður í vændum! Japanar gleypa Norður-KínaP Hermálaráðherra Kínverja segir af sár i dag Berlín kL 21.45, 11/6. FÚ. Frá Tokio er síraað, að kín- verski hermálaráðherrann hafi sagt af sér. Þessi afsögn stendur í sambandi við úrslita- kosti þá, sem Japan hefir sett kínversku stjórninni. Kröfur Japana eru í því fólgnar, að ldnverska stjórnin kalli þegar allan her sinn brott úr Chili' héraðinu og banni allan undir- róður gegn Japönum. Kín- verska stjórnin hefir gengið að þessum kröfum, og er hún nú byrjuð að draga heim hersveit- ir sínar úr þessu héraði. Er þar með feiki-víðlent svæði í raun og veru komið undir yfir- ráð Japana. 1 Bandaríkjunum er af mik- illi athygli fylgst með yfir- gangi Japana þarna austurfrá, en ekkert hefir um! það frétzt, hvort Bandaríkjastjórn ætli sér að gera ákveðnar ráðstafahir út af þessum atburðum'. London kl. 11.45, 12/6. FÚ. Japanar hafa farið með her yfir Kínverska múrinn og hafa Nýja dagblaðið átti í gær- kvöldi tal við tíðindamann sinn, staddan í Stykkishólmi. Þetta var kl. nálega 8, en bú- izt við að fundurinn mundi standa til miðnættis. Á fundinúm voru 170—180 manns. Hafði hann farið að öllu vel fram, sem komið var, og bentu allar líkur til þess, að stjórnarliðar væru' fullur helmingur fundarmanna. Fyrir Framsóknarflokkinn talaði Jón- as Jónsson, fyrir Alþýðuflokk- inn sr. Sigurður Einarsson og fyrir Sjálfstæðisflokkinn Thor Heimskringla nýkomin skýr- ir frá því, að stjóm Banda- ríkjanna hafi fyrir skömmu falið íslendingi mikið trúnað- arstarf. Eins og kunnugt er, hefir þjóðþingið í Bandaríkjunum samþykkt að veita 4.800 milj. sezt að umhverfis borgimar Peking og Tsientin. Fregnir að austan í kvöld eru nokkuð 6- ljósar, en þó virðist sem her Kínverja hafi ekkert viðnám veitt. Japanar hafa opinberlega lýst því yfir, að þeir hafi ekki í hyggju, að hverfa á burtú úr Kína fyrst um sinn. London kL 16, 12/6. FÚ. Japanar hafa nú enn gert auknar kröfur í Norður-Kína. Þeir krefjast þess, að allir em- bættismenn kínversku stjórn- ar verði þaðan á brott, og að ríkisstjórinn verði sett’ur af embætti sínu. Japanar krefjast þess að Kínverjar gangi að öll- um! kröfum þeirra fyrir ldukk- an 6 í nótt, og hafa sett úr- slitakosti um það. Kínverski herniálaráðherr- ann hefir nú neitað að verða við þessum! kröfum Japana og er búist við því, að vopnavið- skipti hefjist í Norður-Kína þá og þegar og óeirðir hafa þegar ar orðið á nokkurum stöðum. Thors. Enginn var þar stadd- úr úr „Bændaflokknum", en Thor Thors bað um ræðutíma hans ásamt sínum og veitti fundarboðandi það fúslega. Talaði Thor Thors því jafnlengi og fulltrúar hinna flokkanna báðir til samans. Kom hann líka fram sem fulitrúi „bænda“ — engu síður en Sjálfstæðis- flokksins, enda er þar náið nef augum. Það lítið, sem deilt var á Bændaflokksm|enn, tók Th. Th. sem til sín væri talað, og reyndi eftir megni að bera skjöld fyrir þá. dollara til styrktar atvinnulíf- inu í landinu. Hefir próf. Sveinbimi Johnson verið falið að hafa yfirumsjón méð út- hlutun þessa fjár í Hlinoisríki. Er embættisnafn hans „Direct- or of the National Eniergency Council for the State of Hli- Merkileg sáttaleitun London kL 16, 12/6. FÚ. Ræða sú, sem prinsinn af Wales flutti í gær fyrir ensk- um uppgjafahermönnum, hefir vakið mikla athygli og er í dag rædd mikið í blöðunum í Eng- landi og á meginlandinu. 1 ræðunni gerist prinsinn talsmaður þess, að brezkir •hermenn, sem hefðu tekið þátt í heimsstyrjöldinni, skyldu fara í heimsókn til þýzkra uppgjafahermanna og fyrver- andi andstæðinga sinna, og bera sáttar- og friðarorð milli þjóðanna. Þýzka blaðið „Lokal Anzeiger“ segir í dag, að slíkri heimsókn mundi verða mjög vel tekið í Þýzkalandi, þeim skal verða tekið með tveim höndum, eins og félögum okkar, segir blaðið. Annars er talsvert um það rætt, hvort þessi heimsóknar- tillaga muni vera komin fram í einhverjum stjórnmálatilgangi, eða hvort heimsóknin eigi að vera almennt vináttumerki. , Stórkostlegar bygg- Ingar í London London kL 16, 12/6. FÚ. 1 neðri málstofu enska þings- ins í dag fóru1 fram umræður um húsnæðismálin og um til- lögumar um áframhaldandi niðurrif fátækrahverfanna og nýbyggingar í stað gömlu hús- anna. Stjómin hefir lagt framl stórfelldar tillögur uni þessi efni, og hefir allmikið af þeim' verið framkvæmt, en fram- kvæmdimar eiga að halda á- fram. nois“. Starfinu fylgir mikil á- byrgð, því allar tillögur um fjárframlög úr þessum sjóði þurfa að öðlast fullkomin með- mæli Sveinbjamar, en fjár- hæðin, sem fellur Hlinoisríki í skaut mun nema allt að 300 milj. dollara. Hefir próf. Sveinbimi því verið sýnd mikil tiltrú með starfsveitingu þessari, enda er hann vel reyndur sem ötull og ágætur starfsmaður. Hann var um1 skeið dómsmálaráðherra í Norður-Dakota og í sex ár dómari í hæstarétti þess ríkis. Nú seinast hefir hann verið prófessor í lögum við ríkishá- skólann í Illinois. Hann var einn af fulltrúumj Bandaríkj- anna á Alþingishátíðinni 1930. Valur leggur í Norðúrlanda- för sína kl. 6 í kvöld með Lyru. Blaðið átti í gær tal við for- mann Vals, Frímann Helgason, og spurði hann um tilhögun fararinnar. — Við gemm ráð fyrir, seg- ir Frímann, að komá til Berg- en 17. þ. m. og dvelja þar í 2—3 daga. Við keppuin þar við „Djerv“, sem kom hingað 1926 og keppti við úrvalslið ís- lendinga. Næsti áfangastaður- inn er Drammen og þar verður háður kappleikur við félagið „Dravn“. Þaðan er förinni heitið til Oslóar og keppum við þar m. a. vig „Vaalerengen“, sem! er nú bezta félagið í Osló. Meðan við dveljum í Oslo, fer þar fram milliríkjakeppni í ,Normandie‘ setuF nýtt met London kl. 16, 12/6. FÚ. Normandie er komið aftur til Evrópu úr fyrstu Ameríkuför sinni og fór nú nokkru hraðar en á vesturleiðinni, svo að ör- uggt þykir, að skipið hafi sett hraðamet í Atlantshafsferð- inni. Skipið fór frá Le Havre 29. maí og kom til New York snemmá morguns 3. júní. Skipstjórinn telur, að skipið muni enn geta aukið nokkuð hraða sinn, því að veður hafi nú verið andstæð. knattspymu milli Norðmanna og Þjóðverja. Hefir okkur ver- ið boðið á leikinn og erum við fullir eftirvæntingar. Til Kaupmannahafnar verð- ur haldið 28. júní og sér K. F. U. M. um dvöl okkar þar. — Kappleikir verða háðir við K. F. U. M. og H. I. K., en bæði þau félög hafa komið hingað. 5. júlí skreppum við til Gauta- borgar og heyjum þar kapp- leik. Heimleiðis verður haldið 7. júlí og komum við hingað 11. sama manaðar. Þjóðverjamir koma ekki fyr en seinna og ættum við því að geta tekið þátt í keppninni við þá. — Hverjir verða í förinni? — Það verða Hermann Her- mannsson, Grímar Jónsson, ég, Hrólfur Benediktsson, Jó- hannes Bergsteinsson, Guð- mundur Sigurðsson, Agnar Breiðfjörð, Iíólmgeir Jónsson, Björgúlfur Baldursson, Gísli Kærnested, Magnús Berg- steinsson, Óskar Jónsson, Ólaf- ur Gamalíelsson, Sigurður Ólafsson, Ásmundur Steinsson, Egill Kristbjömsson, Ellert Sölvason, Þórir Bergsteinsson, Þórarinn Þorkelsson, Sveinn Zoéga og Reidar Sörensen. Sveinn Zoéga verður gjaldkeri fararinnar, en Reidar Sören- sen fararstjóri. Samtalið verður ekki lengra. Valsmenn hafa undirbúið ferð- ina með miklum dugnaði og lagt á sig miklar æfingar. Nýja dagblaðið vonar, að þeim auðnist að sjá glæsilegan árangur ósérplægni sinnar og för þeirra verði þeim og þjóð- inni til sóma. Thor Thors talar fyrir „Bændaílokkínn“ Stjórnarliðar vinna á tslendingi veítt mikilsvert trúnaðarstarf

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.