Nýja dagblaðið - 09.08.1936, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 09.08.1936, Blaðsíða 1
4. ár. Iíeykjavík, sunnudaginn 9. ágúst 1936. 180. blað Hitler neitar að hala stutt uppreisuarnaenn á Spáni Sftaða herfaniaa líftið hreyftft Stjórnin undirbýr fiugilota til árása Adolf Hitler. London í gær. FÚ. líka benda til þess, að uppreisn- arménn haldi enn velli í Cadiz. ao þaðan eru nú send hergögn til Algeciras, í stað þeirra, sem eyðilögð voru í gær, er herskipið Jaime I. skaut á borgina. Það jer sagt, að sjórnin muni ætla að senda herskip frá Mal- aga á morgun il þess að gera aðra árás á Algeciras, og á Melilla. I dag varð eitt varðskip uppreisnarmanna á Spáni fyrir skotum frá spönsku herskipi, í Gibraltarsundi, og kviknaði í varðskipinu. 1 frétt frá Lissabon er sagt að stjórnin sé að taka saman Fulltrúi þýzku sendisveitar- I flugvélaflota í Valencia, og innar í London hefir í dag til- kynnt brezka utanríkisráða- neytinu, að þýzka stjómin hafi engin hergögn sent til uppreisnarmanna á Spáni, það- an af síður flugvélar, og að ékki hafi heldur nein hernaðar- tæki verið send frá Þýzkalandi, af einstökum mönnum. í öðru lagi muni stjórnin sjá um, að engin hergögn verði send, og í þriðja lagi, að hún hafi gefið herskipum sínum í Miðjarðai’- hafi fyrirskipun um, að koma ekki fram á neinn þann hátt, sem talizt gæti hlutdrægur. Þá ber þýzka stjómin á móti því, að hergögn hafi verið sett á land í Ceiita af þýzka herskip- inu Deuschland, og að sprengi- flugvélar hafi verið sendar frá Þýzkalandi með nafngreindu skipti, til uppreisnarmannanna á Spáni. eigi að nota hann til árása á Frh. á 4. síðu. K veðj a frá Svíþjóð Stjórn sænsk-íslenzka félags- ins „Svíþjóð“ hefir fengið eft- irfarandi bréf, sem birtist hév orðrétt: Til Sænskíslenzka félagsins, „Svíþjóð“. „Samfundet Sverige-Island“ biður yður að taka á móti al- úðlegum og innilegum þökkum sínum fyrir þær einstæðu við- tökur og þá frábæru gestrisni, sem veittar voru Svíunum, og ekki sízt fulltrúa okkar, á ís- lenzku vikunni á Islandi. Við viljum um leið láta í ljósi aðdáun okkar á hinni framúrskarandi skipulagningu í framkvæmd Iiinna stórkostlegu áætlana, sem fyrir vikuna voru gerðar. Stockholm og Göteborg juli 1936. Elias' Wessén. Hjalmar Lindroth. Ósamhljóða fregnír Uppreisnarmenn telja sig í dag hafa tekið Méridos, um 30 mílur, eða 50 kilometra aust- ur af Badajos, og hafi þeir þannig slitið sambandið milli Madrid og Badajos. Stjómin segir aftur á móti að upp- reisnarmenn í San Fernando (en það er örskammt frá Ca- diz) hafi gefizt upp fyrir stjórnarhernum, og síðan geng- ið í lið með honum. Þessu er mótmælt af uppreisnarmönn- um. Þá mómæla uppreisnar- menn því einnig, að Cadiz hafi gefizt upp fyrir stjómarhem- um, en sú fregn var borin út í gær. Mótfregnin kemur frá Cadiz og er því álitið, að hún muni áreiðanleg. Það virðist Fcrðasaga . Olympiufar- anna fil Þýzkalands Efftir Erling Pálsson Erlingur Pálsson yfirlög- regluþjónn, sem er einn af 01- ympiuförunum og fréttaritari Nýja dagblaðsins um merkustu tíðindi af leikunum, hefir sent blaðinu upphaf að ferðasögu þeirra félaga, sem hér birtist byrjunin á. Á tólfta tímanum að kvöldi þess 16. júl, lagði Dettifoss hægt og rólega út af Reykja- víkurhöfn. Á hafnarhausnum stjómborðsmeginn hafði safn- ast saman fjöldi ungra manna og kvenna, sem veifaði óspart og kallaði til okkar, sem vor- um á skipinu. Þar í hópnum Frh. á 2. síðu. Erlingur Pálsson. Stjórn V estmamiaeyjabæj- ar sett undir rannsókn Óstjóm íhaldsins á bæjarmál- efnum Vestmannaeyja hefir undanfarið verið með þeim endemum, áð nú hefir atvinnu- málaráðherra verið tilneyddur að setja stjómarhætti bæjar- ins undir opinbera rannsókn. Hefir Ingólfur Jónsson lög- fræðingur verið skipaður til þess, af ráðherra, að fara til Eyja og framkvæma þessa rannsókn. Þingmaður þessa íhaldskjör- dæmis, sá er mestu hefir þar ráðið undanfarið, er fluttur úr plássinu. Hann hefir líklega dreymt illa heima fyrir — og fyrir daglátum. Undir árnni o Eftírlíkíng af gömlu róðrarskípí. Enn heitir það svo í stærstu vélbátaverstöð landsins — sem cg víðast annarstaðar — að fara í róður, þegar sjómenn halda á fiskimið. Og þó rær í raun enginn maður lengur. Orðin að róa, eru ennþá not- uð, enda þótt þau eigi ekld lengur við, sé einungis tákn gamals og niðurlagðs starfs í atvinnulífi íslendinga. Svo að segja í hverri fleytu er bifvél, smárri og stórri. Og gömlu siglinga- og róðrarskip- in eru víðast horfin að fullu — eins og sægarpamir, sem þeim stýrðu undir árum og segli. En svo merkur og þýðingar- fullur þáttur í atvinnulífi landsmanna var sjósókn á hin- nm opnu róðrarskipum, að elcki er með öllu vansalaust að gerð þeirra, lögun og seglbúnaður týnist úr vitund manna. En við það liggur nú víða og meir en það. Eins og kunnugt er, hafa Vestmannaeyingar verið taldir með vöskustu sjómönnum þjóðarinnar, ekki síður áður fyr meðan þaðan var róið á miðin í bókstafleg’ri merkingu, en nú á tímum vélanna. Talið er að þar hafi skipin verið með nokkuð sérstæðu lagi og seglbúnaði. En í raun og veru vita það ekki nákvæmlega nema elztu sjómenn, hvernig gerð þeirra var og umbúnaður. Ágúst kennari Árnason í Vestmannaeyjum hefir ekki alls fyrir löngu smíðað lítinn bát, sem nákvæmasta eftirlík- ingu gömlu róðrarskipaijna þar ] Eyjum. Er Ágúst hagur smið- ur og gamall formaður. Hefir hann smíðað bátinn eftir minni sjálfs sín og auk þess stuðst við lýsingar gam- alla sægarpa, er sóttu sjó frá Eyjum á yngri dögum og marga svaðilför hafa farið — undir árum og segli. Myndin hér að ofan er af bát Ágúst Árnason. Ágústs Árnasonar. — Hefir hann áhuga á því, að ekki týn- ist að fullu úr vitund almenn- ings gerð og útlit hinna gömlu sjóskipa, sem borið hafa svo mikil og farsæl verðmæti í bú þjóðarinnar um langan aldur. H. J. Olympiu- leikarnir Einkaskeyti frá fréttaritara Nýja dagblaðsins. Berlín 8. ágúst. í dag fór fram keppni í sundknattleik milli íslendinga og Svisslendinga. — Svisslend- ingar unnu með 7:1. Á morgun keppa Islendingar við Svía. í sundknattleik unnu Þjóð- verjar Frakka með 8:1. Hol- lendingar sigruðu Bandaríkja- menn með 3:2, Ungverjar unnu Júgóslava með 4:1 og Télckó- Slóvakar sigruðu Japani með 4:3. Erlingur.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.