Nýja dagblaðið - 31.10.1936, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 31.10.1936, Blaðsíða 1
SAMVINNAN skapar sannvirði vörunnar. Skiptið við Kaupfél.Reykjavíkur rv*i/\ ID/^GpIBIL^ÐIHÐ 4. ár. Reykjavík, laugardaginn 31. október 1936. 251. blað Um 90 fermd á morgun Alls lermd 524 börn í R.vik nú i ár Níutíu og eitt barn, 43 stúlkur og 48 drengii’, verða fermd í dóm- kirkjunni á morgun. Fermir sr. Bjami Jónsson 51 ham kl. 11 ár- degis, en sr. Friðrik Hallgrímsson 40 böm kl. 2 siðdegis. Verður með þessu lokið ferming- um hér í ba> á þessu ári og hafa þá alis verið fermd ó órinu 524 börn, bæði í dómkirkjunni og frí- kirkjunni, en allmörg böm ó sama aldri hafa eigi verið fermd. Veðtnálin um Roosevelt og Landon 3 : 1 LONDON: Um gervöll Bandarfkin eru nú mlklar æslngar í sambandl viS forsetakosnlngarnar, sem nú fara í hönd. Mest kveður þó að æsingum 1 Nevv York. þar flutti Landon, for- setaefni Republikana, síðustu kosn- ingaræðu sína í fyrradag, en Roosevelt ávarpar kjósendur í síð- asta sinni í dag. í Wall Street er nú veðjað um það, hvor muni hljóta kosningu, og er þar veðjað $3 með Roosevelt gegn $1 með Landon. (FÚ). - ei ekki strandar á bæjarstjórninni Ríkisstjórnin veilir fyrir silt leyti leyfi til að byggja nýja bílastöð a Ar n arhóls túninu Svo sem kumuigt er hala erlendir auðhringar farið með olíu og benzínsöluna i landinu síðan íhaldsflokkurinn lagði landsverzlun með þessar vörur niður, þegar hann tók við völdum 1924. Hafa hringamir fram til skamms tima eða þangað til H.f. Naíta tók tif starfa verið einráðir með átagninguna á þessum vörum og affeiðingar þess oröið þær að verðlagið hefir verið mun hærra hér en viðasthvar annars- staðar, og hafa þó tollar á olíu og benzini sennllega verið lægri hér cn s nokkru landi öðru. Fyrir tveim árum vai' hlutafél. Naíta stofnað í því skyni að verzla með benzin. Eftir að félagið kom upp geymi og gat flutt benzín fljót- andi í skipi til landsins hefir það skapað olíuhringunum. samkeppni um benzínverðið, þannig að þeir haía orðið að lækka það um 5 aura pr. títer og gefa nú,a.uk þess einhvern afslátt miðað við við- skiptamagn. Nafta selúr hinsvegar 6 aurum undir verði hrin^anna, sem áður var. Allt bendir til þess að ef sam- keppni Nafta eða annars slíks íyrirtækis hyrfi úr sögunni tæki olíuhringamir upp sama eða svip- að verðlag og óður var. það er því fullkomlega nauðsyn- legt að tryggja það að samkeppni geti átt sér stað verði ekki gripið til róttækari róðstafana. En eins og nú háttar virðist þessi samkeppni ekki koma að til- ætluðum notum. Ástœðan til þess er sú, að flestar eða allar bílstöðv- ar i bænum munu háðar olíu- hringunum ýmist með samningum eða þá eign þeiri'a og sú kvöð lát- in fylgja að bílstjórarnir kaupi Spánska sljórnin segíst haf a eyðilagt 341 lugvélar uppreisnarmanna LONDON: í útvarpi írá Madrid er sagt, að stjói'nin hafi á ný náð á vald sitt járnbrautarlínunni, sem liggur í gegn um Aranjuez til austur- strandarinnar. Hafi hermenn stjói’narinnar komið vörðum upp- roisnarmannu að óvörum, yfirbug- að þá, og þai-með nóð jómbraut- inni úr höndum uppreisnarmanna. Caballero forsætisráðherra stjórn- ar sókn stjórnarhersins á hendur uppreisnarmönnum, og flytur nú á hverjum degi hvatningai’orð til hersins í gegnum útvarpið. Segir hann m. a., að her uppreisnar- manna sé nú orðinn lúinn eftir margra vikna erfiða framsókn til höfuðstaðarins, þar sem stjórnin hafi yfir að íáða nær ólúnu liði, í sókninni frá Madrid. Stjórnin tilkynnir, að i loftárás- um þeim, er gerðar voru í fyrrd. á þrjár flugvéla-bækistöðvar upp- reisnarmanna, hafi alls verið eyði- lagðar 20 flugvélar, í viðbót við þær 14, sem eyðilagðar voru deg- inum áður við Talavera. (FÚ). 1 fyrradag tók fyrsti kven-öku- stjórinn við strætisvagna í Madrid til starfa, og er kvenfólkið í höfuð- borginni sem óðast að búa sig und- ir að leysa karlmennina frá störf- um. (FÚ). benzin hjá hringunum að öðru jöfnu. þetta þýðir það, að fyrirtæki, sem keppir við hringana, hlýtur að fá svo litil viðskipti að því verður ókleift að starfa. þegar það er svo liðið undir lok, ei-u hring- arnir einráðir yfir verðlaginu aftur. þessvegna er það óhjákvæmlleg nauðsyn, að bílstöðvar verði reistar á lientugum stöðum i bænum, sem séu með öllu óháðar benzínverzl- unum og að bifreiöaeigendur geti keypt benzin þar sem þeir telja hyggilegast og þá ekki aðelns mið- að við stundarhag. Nú hafa tveir kunnir menn, sem báðir eru bílstjórai', sótt um það til ríkisstjórnai’innar að fá lóð á leigu neðst í Arnarhólstúninu. Mun ríkisstjórnin ráðin í því uð lcigja þessum mönnum lóðina, en sem stendur hefir Reykjavíkurbær Arnarhólstúnið á leigu og er það því undir bæjai'stjóminni komið, livort óháð bilstöð verður reist á þessum stað nú á næstu vikum ellcgar hvort það þarf að dragast til voi’s, þegai- leigutími bæjarins er útrunninn. 20 kr. sekt fyrir að nota skotvopn og særa þrjá menn í sjálfsvörn Hæstaréttardómur í uppreisninni gegn toil- verðinum á Norðlirdi Nýlega hetir verið kveðlnn upp í Hæstarétti dómur í máli, sem réttvísin og valdstjórnin hötðaðl gegn Vilhelm Jakobssyni settum löggæzlumanni á Austfjörðum 1934 og nokkrum mönnum á Norð- firðt, sem áttu þátt að óspektum þar seint í marz 1934. Að kvöldi þess 26. marz var samkoma á Norðfirði og var Vil- ljelm settur til að gæta þar reglu úsamt lögregluþjóni staðarins. þegar Vilhelm vamaði ölvuðum manni aðgang að danssal, réðust ítokkrir menn á hann hófu hann á loft, báru hann út úr húsinu og vörpuðu honum niður af steinpalli úr 2,46 m. hæð á frosna og grýtta jörð. En er lögregluþjónninn reyndi að koma Vilhelm til að- stoðar var hann sleginn í rot. En sumir eltu Vilhelm og ógnuðu hon- um, var m. a. talað um að hýða hann, setja hann i poka, grýta hann og jafnvel drepa. Grcip Vilhelm þá til byssu, til að hx-æða mennina í burtu og telur hæstiréttur það leyfilega sjálfsvöm, þótt Vilhelm hcfði eigi rétt til að bei’a vopnið. Skaut hann 5 skotum og vildi svo til, að 3 menn sæi’ðust svo víst sé. Tclur hæstiréttur, að Vilhelm verði eigi gefin sök á því, þótt hann gripi til byssunnar undir þessum kringumstæðum, en hann hafi eigi gætt ýtrustu vai'kámi um meðferð vopnsins og megi um kenna ofsu tólksins og geðshræi’ingu hans. Fyrir hæstarétti var Vilhelm dœmdur í 20 kr. sekt. Randver B. Bjarnason, Sveinn Magnússon, Sig- urjón Ingvarsson og Bergur V. Andrésson voru hver um sig dæmdir í 35 daga íangelsi. Ólafur H. Bjarnason og Hinrik S. Jóhann- csson voru dæmdir í 45 daga fang- elsi hvor. Ari M. S. Bergþórsson fékk 15 daga fangelsi skilorðs- hundið. Allar fangelsisrefsingamar cru miðaðar við venjulegt fanga- viðurværi. Hæstiréttardómurinn er miklu þyngri en nndirréttardómurinn. Fellt að stofna skylduvinnuskóla í Rangárpingi í fyrradag fór fram talning at- kvæða er greidd vom í Rangár- vallasýslu 24. þ. m. umj það, hvort stofna skuli í sýslunni lýðskóla með skylduvinnu nemenda gegn skólaréttindum. — Já sögðu 378. Nei sögðu 346. Auðir seðlar 5. Ógildir seðlar 12. Atkvæði greiddu 741. Alls voru á kjörskrám 2029 — en tvo þriðju hluta allra kjósenda þarf til fullnaðarsamþykkis. (FÚ). Vesíun-Skafffeíl- ingar lýsa yfirfylgi sínu við jarðrækt- arlögin og afurða- sölulögin Framsóknarfiokkurmn á góðum vegi með að ná affup meirihlufa í kjör- dæminu Á fundinum, sem Jónas Jónsson alþm. hafði hoðað í Kirkjubæjar- klaustri í gær mættu um 60 manns. Gísii Sveinsson lét ekki sjá sig — hefir víst fengið nóg af íundinum í Vík s. 1. miðvikudag. Af hálfu stjórnarandstæðinga var engum mótmælum hreyft. Auk fundarboðanda tók til máls Helgi Jónsson bóndi í Seglbúðum, og mælti með nýju jarðræktarlög- unum. Á fundinum voru samþykktar eftirfarandi ályktanir: I. „þar sem hin nýju jarðræktarlög miða að því að bæta aðstöðu hinna smærri bænda i landinu, en að sama skapi skerða vöxt stórbú- skapar í grennd við kaupstaðina, sem m. a. þrengir að sölumögu- leikum landbúnaðarvara, lýsir fundurinn ánægju sinni yfir setn- ingu hinna nýju laga“. II. „Fundurinn ályktav að afurða- sölulögin hafi stórkostlega bætt hag bændastéttarinnar og lýsir ánægju sinni yfir framkvæmd þeirra". Væntanlega er jiess ekki langt að bíða, að Framsóknarflokkurinn nái aftur meirahluta i Vestur- Skaptafellssýslu. Spánarfregnir LONDON f GÆR: Uppreisnarmenn á Spáni bera á móti öllum tilkynningum stjómar- irinar um sigurvinninga fyrir sunnan og vestan Madrid. þá segir í frétt frá Illescas, að í orustu, sem átt hafi sér stað við þann bæ i gær, hafi mannfall í liði stjórn- arinnar orðið gífurlegt. Styður þessi fregn málstað stjórnarinnar, þar sem vitað er, að uppreisnar- menn voru komnir talsvert austur og norður fyrir Illescas, og getur orusta þvi aðeins hafa átt sér stað þar, að uppreisnannenn hafi látið talsvert undan síga. f fréttum frá uppreisnarmönnurn er þess getið, að stjórnarherinn iiafi notað flugvélar, skriðdreka og stórskotabyssur.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.